Morgunblaðið - 26.04.1975, Síða 21

Morgunblaðið - 26.04.1975, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRlL 1975 21 Ræða sjávarútvegsráðherra — Fyrri hluti: Gengishagnaður í þágu s j ávarútvegsins AiMnci Sjávarútvegsráðherra, Matthías Bjarnason, mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um ráðstöfun gengismunar í þágu sjávarútvegsins, skv. lögum nr. 2/1975. Fyrri hluti ræðunnar birtist hér á eftir. 1 síðara hluta hennar, sem birtist síðar á þingsíðu, fjallar ráðherrann m.a. um niðurgreiðslu á brennsluolíum fiskiskipa, tryggingasjðð fiskiskipa, verðjöfnunarsjóð, rannsóknir, orlofshús sjó- manna, viðbótar-útflutningsgjald sem tekjustofn fyrir olíusjóð fiskiskipa, verðlagningu á loðnu o.fl. Gengisbreytingin Talið er að gengisbreytingin 14. febrúar s.l. hafi verið nægileg til að skila sjávarútveginum í heild þolanlegri rekstrarstöðu. Hins- vegar hefur öllum verið ljóst að eftir stóð óleystur vandi veiði- greinanna, þrátt fyrir fiskverðs- hækkunina, sem gerð var fyrir gengisbreytingu, en með henni var einkum tekið mið af því að tryggja sanngjarna hækkun á aflahlutum sjómanna til samræm- is við breytingar á tekjum ann- arra stétta og að laga verðhlutföil milii fisktegunda og stærðar- flokka að markaðsaðstæðum. Áætluð meðalverðhækkun fisk- verðs er talin 14,5%. (bátaflotinn 16,1%, minni skuttogarar 12,9% og stærri skuttogarar 10,3 %). I þessu sambandi vil ég geta þess að fiskverð hækkaði um 11% hinn 1. september á s.I. ári, og hafði þá verið óbreytt frá 1. janú- ar það ár. Um langt skeið hafa fiskkaup- endur orðið að greiða viðbótar- verð á 1. flokks linufisk, og var það ákveðið 75 aurar á kíló frá 1. janúar 1974, en hækkaði i 85 aura 1. september s.l. og i 1 krónu frá 1. janúar s.l. A móti þessu hefur rikissjóður greitt 40 aura pr. kíló, og hefur sú greiðsla verið óbreytt frá 1. janúar 1972 en var hækkuð um 50% eða í 60 aura um s.l. áramót. Óleystur vandi Eins og áður er sagt var óleyst- ur vandi hjá veiðigreinum, þar eð gengisbreytingin olli miklum kostnaðarhækkunum hjá útgerð- inni, en auk þess höfðu viðskipta- kjör útvegsins breyst mjög til hins verra vegna stórhækkaðs olíuverðs og mikilla hækkana á öðrum rekstrarvörum. I árslok 1974 var verð á gasolíu til ísl. fiskiskipa kr. 5,80 pr. lítra, en hækkaði í kr. 8,20 hinn 11. janúar, eða um kr. 2,40 pr. litra. Samsvarandi hækkanir urðu á öðrum tegundum oliu. Þessi hækkun hefði kostað útveginn um 387 millj. kr. á ári. Enn hækk- aði olían hinn 19. febrúar og þá í kr. 11,70 pr. litra til fiskiskip- anna, og hefði það kostað útveg- inn um 564 millj. kr. Alls hefðu þessar tvær hækkanir þannig valdið útveginum yfir 950 millj. króna kostnaðarauka á ári. Með tilvísun til framangreindra atriða er frumvarp þetta flutt — til að bæta hag veiðigreinanna með tekjutilfærslu frá vinnslu- greinum og með ráðstöfun gengis- munar í þágu útgerðarinuar. Fyrstagrein frumvarpsins fjall- ar um ráðstöfun gengismunar, sem myndaðist vegna ákvörðunar Seðlabankans um breytingu á gengi islenskrar krónu, og vísa ég í þvi sambandi til 2. gr. laga nr. 2/1975. Samkvæmt siðustu áætlun Seðlabankans, sem birt er með athugasemdum þessa frumvarps, er gert ráð fyrir að þessi gengis- munur muni nema alls 1.644 miilj. kr., en samkvæmt þessari grein frumvarpsins er ráðstafað 1.627 millj. króna, þannig að segja má að teflt sé á tæpasta vað. Lífeyrissjóðir sjómanna Samkvæmt a-lið er 75 millj. króna varið til lífeyrissjóða sjó- manna til að styrkja getu þeirra til að greiða lífeyri þeim sjómönn- um, sem lífeyrisgreiðslna eiga að njóta á þessu ári og næstu árum. I sambandi við ákvörðun fisk- verðs í febrúarmánuði og setn- ingu laga um ráðstafanir vegna breytinga á gengi íslenskrar krónu lýsti ríkisstjórnin því yfir að hún mundi beita sér fyrir þvi, að 75 millj. kr. af gengishagnaði samkvæmt 2. gr. laganna yrði var- ið til eflingar lífeyrissjóða sjó- manna, einkum til þess að styrkja getu þeirra til að greiða lífeyri þeim sjómönnum, sem lifeyris- greiðslna eiga að njóta á þessu ári og næstu árum, og til annarra umbóta á lífeyrisrétti sjómanna- stéttarinnar. Sjómenn eru nú að miklum meirihluta sjóðfélagar i Lifeyris- sjóði sjómanna. Sjóðurinn var stofnaður með lögum árið 1958 og var upphaflega eingöngu fyrir togarasjómenn, en síðar öðluðust undirmenn á farskipum einnig aðild að honum. Árið 1969 sömdu bátasjómenn og útvegsmenn um lífeyrisréttindi til handa bátasjó- mönnum frá ársbyrjun 1970 að telja, og var þá lögum sjóðsins breytt með tilliti til aðildar báta- sjómanna. Arið 1969 varð enn fremur um það samkomulag milli verkalýðs- félaga og vinnuveitenda, að verkafólki í landi skyldi almennt tryggð aðild að lífeyrissjóðum. I nokkrum byggðarlögum og lands- hlutum kusu bátasjómenn að eiga aðild að nýjum sjóðum, er þá voru stofnaðir, í stað þess að verða sjóðfélagar í Lífeyrissjóði sjó- Nýr þing- maður 1 gær tók sæti á Alþingi Ólafur Ólafsson, kaup- félagsstjóri, Hvolsvelli, 2. varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Suður- landskjördæmi, í fjar- veru Jóns Helgasonar, alþingismanns. .manna, og voru af þeirri ástæðu sett ákvæði um undanþágur frá þátttöku í þeim sjóði. Eru nú þrír stórir byggðarlagasjóðir auk nokkurra smærri sjóða með báta- sjómenn innan sinna vébanda, þ.e. Lífeyrissjóður Vestmannaey- inga, Lífeyrissjóður Vestfirðinga og Lífeyrissjóður Austurlands. Höfuðvandamál allra þessara lífeyrissjóða eins og raunar is- Matthfas Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra. lenskra lífeyrissjóða almennt er að sjálfsögðu verðbólgan. Með lögum nr. 49 1974 um Lifeyrissjóð sjómanna var kveðið á um nýjan grundvöll lífeyrisréttinda frá 1. janúar 1972 að telja og sjálfkrafa hækkanir næstu tvö ár, 1973 og 1974. Eftir það skyldu ákvarðanir um áframhaldandi hækkanir teknar með hliðsjón af fjárhags- stöðu sjóðsins og þeirri aukningu skuldbindinga, sem hækkanirnar hefðu í för með sér. Hefur hækk- un fyrir árið 1975 verið ákveðin í samræmi við tillögur sjóðsstjórn- ar. I reglugerðum flestra lifeyris- sjóða verkalýðsfélaga, sem hafa sjómenn innan vébanda sinna, er gert ráð fyrir takmörkuðum og skilorðsbundnum verðbótum á líf- eyrisgreiðslur, er ákveðnar skulu fyrir tiltekið tímabil í senn með hliðsjón af fjárhagsstöðu hlutað- eigandi sjóðs annars vegar og skuldbindingum þeim, sem af lif- eyrishækkun leiðir, hins vegar. Hefur verið gert ráð fyrir, að ákvarðanir um slíkar hækkanir skuli í fyrsta sinn teknar á yfir- standandi ári. Áður hefur gengishagnaði tvi- vegis verið varið til stuðnings líf- eyrissjóðum sjómanna, þ.e. 25 millj. kr. með lögum nr. 52 1974 og 15 millj. kr. með lögum nr. 106 1974. Af þessum 40 millj. kr. hef- ur Lifeyrissjóður sjómanna feng- ið rúmlega 77%, áðurnefndir þrír byggðarlagasjóðir um 19%, en af- gangurinn hefur skipzt milli fjög- urra sníærri sjóða. Skipting fjár til Ufeyrissjóða sjómanna skv. lögum nr. 52/1974 og 1061 1974: Þau framlög, sem hér um ræðir, vega ekki þungt á móti þeirriverð- rýrnun höfuðstóls, sem lífeyris- sjóðirnir hafa orðið fyrir af völd- um verðbólgufinar undanfarin ár. Þeim er hins vegar ætlað að tryggja, að greiðslur til lífeyris- þega, sem enn eru tiltölulega fáir, geti hækkað með hækkandi kaup- lagi og verið þannig að hluta verð- tryggar um nokkur næstu ár a.m.k. eða svo lengi sem framlög- in endast. Frambúóarlausn vandamála lífeyrissjóðanna tryggja framlög þessi að sjálf- sögðu ekki. Almennur eftirlaunaaldur hjá Lifeyrissjóði sjómanna er nú 65 ár, en heimilt er að hefja töku lífeyris fyrr að uppfylltum til- teknum skilyrðum um lengd starfstíma á sjó. Af hálfu sjó- manna hefur verið lagt kapp á frekari lækkun eftirlaunaaldurs, og er einkum átt við þetta atriði i yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þegar minnzt er á „aðrar umbæt- ur á lífeyrisrétti sjómannastéttar- innar“. Gengistap vegna erlendra skulda Þá er gert ráð fyrir samkvæmt b-lið þessarar greinar að 950 millj. króna verði varið til að létta stofnfjárkostnaðarbyrði eigenda fiskiskipa, sem orðið hafa fyrir gengistapi vegna erlendra og gengistryggðra skulda. Gert er ráð fyrir að öll gengistryggð lán verði bætt, en það þýðir að lán Fiskveiðasjóðs, sem eru gengis- tryggð að hluta, munu njóta þess- ara bóta. Samkvæmt athugun sem gerð hefur verið mun láta nærri að heildarupphæð þeirra lána, sem bætt verða samkvæmt þess- ari grein, sé um 16.000 millj. kr., en samkvæmt þvi myndu gengis- bæturnar verða tæp 6% af stofn- upphæðinni. Talið er aó eigendur fiskibáta muni fá um 41% af heildarupphæðinni en eigendur togara um 59%. Gert er ráð fyrír að þessar bætur verði greiddar á þremur árum frá 14. febrúar s.l., og að Fiskveióasjóður Islands annist greiðslurnar í gegnum sér- staka stofnfjárreikninga. Þá er ennfremur gert ráð fyrir að þess- um bótum verði þinglýst, sem kröfum á þau skip sem veðsett eru til tryggingar viðkomandi láni — kröfum, sem ekki verði innheimtar nema við sölu skip- anna. Verður þetta að teljast eóli- leg ráðstöfun og munu verða sett- ar nánari reglur hér að lútandi í samvinnu við Fiskveiðasjóð. Ég vil geta þess hér, að lán Fiskveiðasjóðs v/erlendra skipa- kaupa voru 181,7 millj. kr. árið 1972, 1.110 millj. kr. árið 1973, 1.691 millj. kr. á s.l. ári og áætluð 2400 millj. kr. á yfirstaridandi ári. Sömu ár voru lán vegna inn- lendrar skipasmiði 538 millj. kr. árið 1972, 615 millj. kr. 1973, 428 millj. kr. 1974 og áætluð lán á yfirstandandi ári 1.120 millj. kr. Heildarútlán sjóðsins þessi ár voru 1.263 millj. kr. árið 1972, 2.249 millj. kr. árið 1973, 2.661 millj. kr. á s.l. ári og áætluð tæpar 4.000 millj. kr. í ár. Bætt lausaf járstaöa Samkvæmt þessum lið er enn- fremur gert ráð fyrir því að sjáv- arútvegsráðuneytið geti ráðstafað allt að 400 millj. kr. af heildar- fjárhæðinni til lánveitinga í sjáv- arútvegi til 2—3 ára, til að bæta lausafjárstöðu fyrirtækja, skv. nánari reglum sem sjávarútvegs- ráðuneytið setur. Er þetta ákvæði sett til að auðvelda úrvinnslu, sem fram fer hjá bankakerfinu i því skyni að bæta lausafjárstöðu fyrirtækja í sjávarútvegi, en eins og kunnugt er eru samskonar ákvæði i lögum nr. 106 frá fyrra ári. I sambandi við umrædda úr- vinnslu hjá bankakerfinu vil ég geta þess, að 15. þ.m. höfðu verið samþykktar alls 84 lánveitingar, samtals að upphæð 1.005 millj. krónur og samfara’þvl er reiknað með að fjárfestingarsjóðir veiti gjaldfrest á gjaldföllnum afborg- unum samtals að upphæð um 95 millj. kr. I framkvæmd er stefnt að því aó lán til skamms tíma og veltufjármunir standist á hjá við- komandi fyrirtækjum. Það hefur valdið mér vonbrigðum hve seint þetta mál hefur unnist og hve afgreiðsla samþykktra lána hefur dregist hjá viðskiptabönkunum, en um þessi atriði veróur enginn einn sakaður, þar er um margar samverkandi ástæður að ræða, en þessum málum verður flýtt eins og tök eru á. Tækjakaup og endurbætur f iskiskipa Samkvæmt c-lið er gert ráð fyrir að ráðstafa300millj. kr. sem óafturkræfu framlagi til Fisk- veiðasjóðs Islands, en fénu á að ráðstafa til að greiða fyrir lánveit- ingum sjóðsins til tækjakaupa og endurbóta á eldri fiskibátum, en þörfin á þeirri lánafyrirgreióslu er mjög vaxandi. Er þess vænst að þar með verði unnt að afgreiða slik lán jafn- óðum og lánshæfar umsóknir berast sjóðnum, en sl. þrjú ár hafa útlán Fiskveiðasjóðs á þessu sviói verið þessi: 1972 ................. 198,7 millj. kr. 1973 ................. 192,8 millj. kr. 1974 ..................211,3 millj. kr. 1975 ..................400,0 millj. kr. Eldri skip og ónýt Samkvæmt d-lið þessarar grein- ar á að verja 50 millj. króna til að bæta eigendum fiskiskipa það tjón, sem þeir verða fyrir, er skip þeirra eru dæmd ónýt, enda sé tjónið ekki bætt með öðrum hætti. Hér er um gamla hugmynd að ræða þ.e. „ellisjóð fiskiskipa" eins og komist er að orði i bréfi Fiskveiðasjóðs á s.l. ári, i sam- bandi við annað mál. Hér er um fyrsta framlag að ræða í þessu skyni, framlag sem lagt yrói í sérstakan sjóð, sem ætlað verður að sinna fyrrgreindu hlutverki, og jafnvel því að kaupa skip, sem fyrir aldurs sakir væru talin þjóð- hagslega óhagkvæm til útgerðar. Um ráðstöfun þessa fjár verða höfð samráð við hlutaðeigandi samtök og Fiskveiðasjóð. Ég get ekki stillt mig um í þessu sambandi að minna á að í maí 1958 var stofnuð deild í Sam- ábyrgð tslands á fiskiskipum um tryggingar á bráðafúa í tréskip- um, og eigendur slíkra skipa skyldaðir til að tryggja skip sín gegn þessu tjóni. Fyrstu 10 árin voru komin 304 tilfelli á þesskon- ar skemmdum og námu bóta- greiðslur 213 millj. kr. Nú eru um 400 skip tryggð gegn bráðafúa. Sýnir þetta vel þörfina sem var á þeim tryggingum — og segir mér svo hugur, aó eins fari í sambandi við þá sjóóstofnun sem hér er fyrirhuguð. Lífeyrissjóður sjómanna 30.976.000.- Lifeyrissjóður Bolungarvíkur 488.000,- Lífeyrissjóður Vestfirðinga 2.656.000.- Lífeyrissjóður Hvammstanga 4.000.- Lífeyrissjóður í Skagafirði 164.000.- Lífeyrissjóður Norðurl. vestra 724.000,- Lífeyrissjóður Austurlands 2.288.000,- Lifeyrissjóður Vestm.eyja_______2.700.000,- 40.000.000,- Samtals

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.