Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRlL 1975 eftir RAGNAR BORG_________________ Lífseigur dalur Það er sosum ekkert nýtt við það að bræða upp silfur- peninga, og nota þá til annarra hluta. A Þjóðminjasafninu eru margir silfurmunir, sem þann- ig eru til orðnir, svo vitað sé. Ekki er heldur óalgengt að sjá peninga greypta í umgerð, hvort heldur er gull eða silfur, þannig að nota megi þá sem men, hring, nælu eða eitthvað þvíumlíkt. Ekki er langt sfðan silfraðir fslenzkir kopar- peningar samanfestir voru seldir sem armbönd; kannski eru þeir enn seldir þannig. Ég man sérstaklega eftir fal- legri silfurskál, sem er í eigu Önnu systur minnar. Botninn er peningur. Mariu Theresíu- dalur frá Austurríki. Ég hjó sérstaklega eftir því, er ég sá skálina fyrst, að peningurinn bar ártalið 1780. Gat það verið, að svo gamall peningur væri notaður til þess að vera botn í ekki stærri silfurskál!? Eg hefi komizt að því sfðar, að þessi fallegi peningur er ekki eins gamall og ártalið segir til um. Heldur er þetta ný slátta. Maríu Theresíu-dalurinn var fyrst sleginn árið 1780, hefir verið sleginn siðan og er sleg- inn enn, og alltaf mcð sama ártalinu. Ég vona að ég hryggi ekki allt of marga lesendur þáttarins með þessu, lesendur, sem keypt hafa þennan pening f Austurrfki, þar sem hann er enn sleginn, í þeirri trú, að um gamlan kjörgrip væri að ræða. Þessi peningur er nefnilega merkur fyrir marga hluti. Lík- lega fyrst og fremst fyrir það hve Iffseigur hann er. Einnig fyrir það hve góður peningur þetta er f alla staði, bæði hvað snertir fegurð og silfurgildi. 1 seinasta blaði ftalska viku- ritsins Epoca er grein um þennan fræga pening. Þar er sagt frá hví hve miklum vin- sældum hann hefir f langa tíð átt að fagna f Arabalöndunum og í Afríku. Maríu Theresíu- dalurinn er einn af fáum peningum, sem almenningur í þeim löndum treystir, þrátt fyrir margar og afar klókar eftirlíkingar. Ras Menelik Eþíópíukeisari lét slá svona pcning, en hafði bara mynd af sér i staðinn fyrir Maríu Theresíu. Italir létu slá mjög líkan pening og Maríu Theresfu-dalinn; höfðu í stað- inn mynd af Umberto fyrsta á annarri hliðinni, en örn og skjaldarmerki Savoia- ættarinnar hinum megin. Viktor Emanúel 3. Italíukon- ungur lét árið 1918 slá pening mjög Ifkan Maríu Theresfu- dalnum. Öðrum megin var Fjallkona þeirra Italanna, en hinum megin á peningnum var skjaldarmerki og örn Savoia- ættarinnar. Þessa peninga þekktu hinir innfæddu strax frá hinum ekta, og létu ekki plata sig. Það hafði nefnilega gleymzt að klæða hina ftölsku Fjalfkonu rétt. Það vantaði hnappinn, sem vera átti á kjólnum á hægri erminni. Nokkur hundruð þúsund peningar voru slegnir, en þeir fengu ekkert verðgildi meðal innfæddra. Italska stjórnin sá sitt óvænna og fékk sfðan austur- rfsku myntsláttuna til að slá Maríu Theresíu-dali árlega til notkunar i nýlendum Itala, í Eþfópíu, Eritreu og Somalíu, allt fram undir heimsstyrjöld- ina síðari. Þessir frægu pening- ar eru enn f fullu gildi í þessum löndum og vfðar, eins og áður hefir fram komið. Þeir ferðamenn, sem fara til Austurríkis, geta fengið Maríu Theresíu-dali keypta í flestum bönkum þarlendis. Er þetta einhver eigulegasti minjagrip- ur og fyrirferðaminnsti, sem hægt er að fá þar, en ég vil vekja athygli manna á þvf, að þótt ártalið 1780 standi á peningnum, er um nýsláttu að ræða, og peningurinn hefir því ekki gildi sem einhver forn- gripur. MORGVffBLASIB fyrir 50 árum Vjelbátar, er fiskveiðar stunda, komu inn margir um helgina, og höfðu þeir fengið frá 8—12 þús. fiska. Koli og smáfiskur er genginn hjer að bryggjum nú, og veiða drengir daglega miklar kippur af smáfiski þessum, einkum kolanum. Tekju og eignaskattur á Akureyri: Krossanesverksmiðja 41.000, Klæðaverk- smiðjan Gefjun 12.095, Ragnar Ólafsson 11.381 og Smjörlikisgerðin 10.130. Ríkisstjórnin hefir leigt vjelbát, er „Haraldur" heitir, til að annast landhelgis- gæslu fyrir Vestfjörðum í sumar. Er hann 25 smálestir. Sú nýbreytni hefir verið tekin upp, að nú hafa yfirmenn strandvarnabátanna fengið einkennis- húfur. Yfirfrakki, Oliukápa, Borðdúkur, Sófapúði, Suðuvjel, Rúmstæði (sundurdreg- ið), Undirsæng til sölu með tækifærisverði á Bergstaðastig 8, uppi. Bann — Öll umferð um Arnarhólstún er stranglega bönnuð frá 25. þ.m. þar til búið er að slá og hirða það. Undirstaða góðs árangurs en„RÉTT ÁSETA” ÞAÐ er Ijóst af byggingu hestsins að geta hans til að bera byrðar liggur I frambyggingunni og að sterkasti hluti baksins er rétt aftan við herðakambinn, á lægsta hluta baksins. Þetta skýrist betur með þvf að skoða beinabyggingu hestsins. Af henni sést að bakið er sem burðarás, sem annars vegar hvflir á frampartinum, herðakamb og framfótum og að aftanverðu á lend og afturfótum. Þessi burðar- ás er myndaður af hryggsúlunni og rifbeinum áfestum við hana, en þau ráða „dýptinni". Það sést að þessi burððaráeés s er sterkadast- ur rétt aftan við herðakambinn, en veikist eftir þvi sem aftar kemur. Við spjaldhrygginn eru engin rif- bein að styðjast við og er sá hluti hryggjarins þvf áberandi veikast- ur. Meðfylgjandi mynd sýnir einn- ig að afturhlutinn er eingöngu til að knýja skrokk hestsins áfram en ekki til að bera byrðar. Sam- kvæmt þessu er það á lægsta hluta baksins, rétt aftan við herðakambinn, sem við eigum að sitja, framarlega i hnakknum en ekki aftast. Um þetta eru allir leiðandi hestamenn sammála. Þetta næst með „djúpu sæti" „i" hnakknum, en „ekki ofan" á hest- inum og ofan á hnakknum. „Djúpt sæti" einkennist af slöku en beinu baki upp af hnakknum, með eilitið boginn mjóhrygg. Setið er á setbeinunum sjálfum frekar en vöðvum þjó- hnappanna (setbeinin myndi dældir I hnakkinn?. Fætur hvila fast við síðu hestsins og verður hnéð fremsti hluti fótanna, en ekki táin. ístaðsólar eru langar og við rétt tyllum táberginu i istöðin en stöndum ekki í þeim. Með „djúpri ásetu" sekkur knapinn djúpt i hnakkinn vegna eigin þyngdar, fullkomlega slakur, hvergi spenntur. Stífur knapi og spenntur getur ekki fengið hest sinn til að slaka á, sem er for- senda tamningar hans. Að ná þessu marki er miklu erfiðara en virðist I fljótu bragði. Til að byrja með erum við öll háð vana. Okkur hættir jafnmikið og hrossum okkar til að temja okkur ósiði og okkar eigin ósiðir eru ekkert viðráðanlegri en þeirra, af sömu meginástæðunni. þ.e. að við gerum okkur enga grein fyrir að ávanar okkar eru slæmir. Þá koma lika til hleypidómar. Og að lokum eru það istöðin, sem eru megin- þátturinn i að spilla ásetunni auk hleypidómanna. Tilgangur istaðanna er ekki öll- um Ijós. Þau eru raunverulega aðeins ieinum tilgangi, þ.e. vegna hinnar mannlegu tilhneigingar til að hvíla fæturna á einhverju föstu. Okkur þykir óþægilegt að hafa fæturna diglandi í loftinu i langan tima. I bestu reiðskólum heims ríða nemendur án istaða mánuðum saman, eða þar til þeir ná hinni eðlilegu, slöku, djúpu ásetu. Ef okkur er annt um það að ná sem beztum árangri hjá hestum okkar með nákvæmri þjálfun, verðum við að átta okkur á þvi að bezti árangur næst aðeins með beztu reiðmennsku, að við verðum þvi að byrja á að sitja rétt. Byrjun- in verður að vera eins og i nær öllum tilfellum sem ég man eftir, að lengja í istaðsólunum um nokkur göt. Siðan reynum við. með þvi að slaka eðlilega á. að sökkva dýpra niður I hnakkinn og láta fætur okkar siga lengra niður með siðum hestsins þar til þeir ná nægilega og eðlilega niður i istöðin. og finnum þannig, að lokum, öruggari og þægilegri stuðning fyrir fæturna en við höfum fundið áður. Byrjunarörugleikarnir eru aðal- lega tvennskonar. í fyrsta lagi hættir okkur til, af vana. að halda sæti okkar, lend og hnjám i venjulegu stöðunni. Okkur finnst það óþægilegt að finna ekki „gamla" stuðninginn af istöðunum á „sama gamla mátann". Eðlileg viðbrögð eru að þrýsta fótum saman til að festa sig i sessi. en þvi verðum við að hætta ef við eigum að ná settu marki. Stifnin sem þessi þrýst- ingur veldur er aukin enn frekar með tilhneigingunni til að beygja bakið, sem færir okkur aðeins aftar i hnakkinn, sem er ófært. Þó þessi viðbrögð séu fullkomlega eðlileg verðum við að yfirvinna þau. I staðinn fyrir að verjast með stífni, eigum við að láta undan og aðlagast þessari „óþægilegu" tilfinningu. Þegar okkur tekst það finnum við að við erum „límd" við hestinn og i fullkomnu hreyfinga- sambandi við hann. Við munum uppgötva nýja hluti sem auka ánægju okkar og áhuga að þvi marki sem okkur gat ekki órað fyrir. Við höfum orðið „eitt" með hesti okkar. Jafn stórkostlegt og okkur mun finnast það, eru áhrifin þó enn stórkostlegri fyrir hestinn, þvi hann hefur einnig sameinast knapanum og truflast ekki lengur i takti eða hreyfingum af honum. Hann mun taka lengri skref. vera frjálsari og i betra jafn- vægi. Sú áseta sem hér hefur verið lýst hefur jafnframt þann mikla kost að knapinn er frjálsari með allt taumhald og hættir síður til að „hanga í" taumunum sjálfum sér til stuðnings. Sá ósiður er furðu algengur og kemur i veg fyrir að hesturinn verði eins næmur fyrir taumhaldi en ella. Þýtt og endursagt úr bókinni DRESSAGE eftir Henry Wynmalen. Ný samtök — Hags- munafélag hrossa- bænda stofnað Á FUNDI, sem haldinn var i Reykjavik s.l. laugardag, var stofnað Hagsmunafélag hrossabænda og er félagið samtök hrossabænda og gætir hagsmuna þeirra. Stofnfundurinn samþykkti lög fyrir félagið og kjörin var fyrsta stjórn félagsins. Til stofnfundarins komu aðilar úr öllum landshlutum nema af Austurlandi, alls um 80 manns. Flestir voru bændur, sem að verulegum hluta hafa tekjur af hrossarækt. Sam- kvæmt lögurn félagsins geta allir þeir, sem stunda hrossarækt, orðið félagar. Félag þetta er stofnað í þeim tilgangi að hrossaræktendur komi sameiginlega fram m.a. gagnvart hinu opinbera. En um tilgang félags- ins segir í lögum þess, að félagið skuli móta sölumarkað fyrir hross félagsmanna og gera þau sem verðmest með aukinni ræktun og tamningu. og að um þau séu sem ábyggilegastar og gleggstar upplýs- ingar, þegar sala fer fram. Á þessu sést að verkefni félagsins verða mörg á komandi dögum og kemur þá fyrst til að hafa áhrif á markaðsmál s.s. álagningu tolla og bætta ræktun. Félagið ætlar að léita eftir aðild að Framleiðsluráði landbúnaðarins og samvinnu við Stéttar- samband bænda. Félaginu er ætlað að starfa i 10 deildum, sem hver hefur sina eigin stjórn. Félagssvæði deildanna eru: 1) Vestur-Skaftafellss., 2) Rangárvallasýsla, 3) Árnessýsla, 4) Gullbringu- og Kjósarsýsla. 5) Starfssvæði Hrossaræktarsambands Vesturlands, 6) Vestur- Húnavatnssýsla, 7) Austur-Húnavatnssýsla, 8) Skagafjarðarsýsla, 9) Eyjafjarðarsýsla og Þingeyjarsýslur og 10) Múlasýslur og Austur- Skaftafellssýsla. Aðalfund félagsins skal halda I nóvembermánuði ár hvert og eiga þar rétt til setu allir fullgildir félagsmenn með málfrels. og tillögurétti en aðeins þrír kjörnir fulltrúar af hverju hinna tiu svæða hafa atkvæðis- rétt. Ákveðið var að inntökugjald i félagið yrði kr. 2.000.00 á félaga. I lok fundarins voru eftirtaldir kjörnir í stjórn félagsins: Kjartan Georgsson, Ólafsvöllum, Sigurður Haraldsson, Kirkjubæ, Einar E. Gfslason. Syðra-Skörðugili, Grímur Gislason, Blönduósi og Guðmundur Pétursson, Gullberastöðum. f varastjórn voru eftirtaldir kjörnir: Sr. Halldór Gunnarsson, Holti, Sigurbjörn Eiriksson, Stóra-Hofi, Sigurður Lindal, Lækjarmóti, Sigurður Snæbjörnsson, Höskuldsstöðum og Haukur Sveinbjörnsson, Snorrastöðum. Á fyrsta fundi stjórnarinnar var Sigurður Haraldsson kjörinn formaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.