Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRlL 1975 Þurfti að ná góðu for- skoti og það tókst Sagði Sigfús Jónsson, eftir sigur í víðavangshlaupi ÍR á fimmtudaginn — Aðstæðurnar í dag voru mér í hag, sagði Sigfús Jónsson, sigur- vegari i 60. vfðavangshlaupi ÍR. að keppni lokinni í fyrradag. — Hlaupið var nú nokkru lengra en verið hefur undanfarin ár, og auk þess mótvindur á fyrri hluta hlaupsins. Eg hugsaði um það eitt að ná sæmilegu forskoti strax, — vissi að ef ég næði því ekki myndi a.m.k. Ágúst taka mig örugglega á endasprettinum. Þetta heppnað- ist. Mér tókst fljótiega að ná góðu Uniroyal-golf Laugardaginn 26. apríl. verður haldið golfmót í Golfklúbbnum Keili i Hafnarfirði, og hefst það kl. 9.00 fyrir hádegi. Mótið er 18 holu keppni, með og ár. forgjafar. Mótsstjóri verður Þor- valdur Ásgeirsson og má tilkynna þátttöku til hans í síma 53360. Þetta er fyrsta opna golfkeppni ársins og er öllum heimil þátttaka. islenzk-ameríska verzlunarfélagið sér um keppni þessa fyrir hönd Uni royal, en það er umboðshafi hinna 33.000 vörutegunda Uniroyal, allt frá hjólbörðum til golfvara. forskoti á þá Agúst og Jón, og halda þvf sfðan. Brautin var að mfnu viti skemmtilega lögð, og þetta var ekki mjög erfitt hlaup. Mýrin var að vísu nokkuð laus- undir fæti, en ekki svo að það kæmi að verulegri sök. Sigfús sagðist hafa æft mjög vel í allan vetur, og nú stefndi hann að því að bæta metin i 5.000 metra og 10.000 metra hlaupunum næsta sumar. Sjálfur á hann met- ið f 10.000 metra hlaupinu, en Kristleifur Guðbjörnsson, sá er sigrað hefur f víðavangshlaupi IR oftar en nokkur annar, á metið í 5000 metra hlaupinu og er það nokkuð gott. — Ég er viss um að mér tekst að bæta 5000 metra metið, fái ég hagstætt hlaup næsta sumar, sagði Sigfús. Hann mun dvelja við nám sitt í hag- rænni landafræði við Durham há- skólann í Engiandi fram að mán aðamótum júní — júlf, og gefst honum væntanlega tækifæri til þess að komast inn í mót þar ytra, auk þess sem mörg verkefni gef- ast með fslenzka frjálsíþrótta- landsliðinu næsta sumar. — stjl. Urslit í víðavangshlaupinu KONUR: mfn. Ragnhildur Fálsdóllir, UMSK 16,09 Ingunn L. Bjarnadóllir, FH 17,33 Anna Haraidsdóttir, FH 17,53 Sólveig Pálsdóltir, UMSK 17,55 Svandís Siguróardóllir, KR 19,28 Thelma Björnsdóltir, UMSK 19.36 Krislín Sigurgeirsdóllir, IR 19,37 Kolbrún llarðardóltir, FH 20,26 Bryndfs óskarsdóttir, IR 25,00 KARLAR: Sigfús Jónsson, ÍR 12,38,4 Jón Didriksson, UMSB 12:54,6 Ágúst Asgeirsson, IR 13:09,2 Sigurdur P. Sigmundsson, FH 13:48,0 Róberl Mae Kee, FH 13:55,0 Leif Oslerby, IISK 13:59,0 Gunnar P. Jóakimsson, IR 14:06,0 Einar P. Guðmundsson, FH 14:12,0 Gunnar Snorrason, UMSK 14:15.0 Gunnar Þ. Sigurðsson, FH 14:33,0 Markús Einarsson, UMSK 14:39,0 Hafsleinn óskarsson, IR 14:40,0 Ágúsl Gunnarsson, UMSK 14:40,0 Erlingur Þorseinsson, UMSK 15:07,0 Þorgeir óskarsson, IR 15:14,0 Hrólfur Ölversson, HSK 15:26,0 Stefán Friógeirsson, tR 15:29,0 Hinrik Stefánsson, IR 15:32,0 Friórik Þórarinsson, HSK 15:46,0 Magnús Markússon, HSK 15:53,0 óskar Asmundsson, Á 15:54,0 Guómundur Sveinsson, Á 15:55,0 óskar Thorarensen, IR 16:02.0 Magnús Haraldsson, FH 16:06,0 Guómundur R. Guómundsson, FH 16:08,0 Jörundur Jónsson, IR 16:10,0 Úlfar Steindórsson, IR 16:11.0 Ingvi Ó. Guómundsson, FH 16:14,0 óskar Jóhannesson. IR 16:15,0 Siguróur Þorsleinsson, UMSK 16:21.0 Atli Þór Þorvaldsson, lR 16:22,0 Sij'urOur llaraldsson, FH 16:25,0 (iurtjón Kannarsson, lR 16:34,0 (iunnar Krisljánsson, UMSK 16:50,0 Sveinbjörn Kjartansson, FH 16:57,0 Ragnar Haraldsson, UMSK 17:03,0 Öskar Pálsson, UlVfSK 17:15,0 Jón Uudlaugsson, HSK 17:35,0 Ásbjörn Sigurjónsson, tR 17:56,0 Hreinn Jónasson, UMSK 18:22,0 Helgi Hauksson, UMSK 18:33,0 Karl Wesl Fredriksen, UMSK 18:54,0 Hafsteinn Jóhannesson, UMSK 18:58,0 Sveinn (jíudmundsson, IR 19:05,0 Ágúsl Ágústsson, FH 19:27,0 Sveinn Þrastarson, FH 19:28,0 Höróur óskarsson, IR 23:28,0 3-kvenna sveit: stig UMSK 10 FH 11 3 mannasveit: A-sveit IR 9 A-sveit FH 14 A-sveil UMSK 30 Sveit IISK 38 B-sveit iR 41 B-sveit FH 52 5 manna sveit: A-sveit lR 34 A-sveit FH 44 Sveit UMSK 70 Sveit IISK 92 10 mannasveit: Sveit IR 115 Sveit FH 167 Sveit UMSK 213 Elzta 5 manna sveit: HSK 129 ár UMSK 127 ár ÍR 123 ár Elzti keppandi: Jón Guðlaugsson, HSK 49 ára Sigfús Jónsson kemur í mark sem yfirburðasigurvegari í 60. víðavangshlaupi IR. Nú lét Sigfús ekki snúa á sig og vann yfirburðasigur SIGFÚS Jónsson, IR, vann sætan sigur f 60. víðavangshiaupi tR, sem fram fór í fyrradag, á sumar- daginn fyrsta. Undanfarin tvö ár hefur Sigfús verið nærri því að vinna sigur f hlaupinu, en félagi hans, Ágúst Ásgeirsson, hafði þó betur í bæði skiptin. Áð þessu sinni tók Sigfús snemma forystu í hlaupinu og hélt henni sfðan f mark. Hljóp Sigfús þetta hlaup mjög vel, svo sem bezt má sjá af tímanum: 12:38,4 mfn. á 4,2 km vegalengd. Og þegar f markið kom var Sigfús óþreyttur og spor- iéttur að sjá. Það kom greinilega í ljós að Ágúst er ekki búinn að ná sér eftir meiðslin sem hann varð fyrir á æfingu fyrir skömmu. Hann varð að sleppa af Sigfúsi, og var engan veginn eins harður eins og hann er jafnan í keppni. Að visu er ekki ósennilegt aðþetta hlaup hafi verið í það lengsta fyrir hann, þar sem Ágúst miðar æfing- ar sínar mest við að ná sem bezt- um árangri í millivegalengda- hlaupum, 800 og 1500 metra hlaupum. Annar i hlaupinu í fyrradag varð Jón Diðriksson, Borgfirðing- ur. Þar er á ferðinni eitt mesta hlauparaefni sem fram hefur komið hérlendis um árabil. Það, að hann skyldi hanga í Sigfúsi og sigra Agúst er gott afrek hjá hon- um, sem bendir ótvírætt til þess að þeir ÍR-félagar geti engan veg- inn bókað sér sigur á móti honum í sumar. Virðist svo sem að Jón skorti aðeins herzlumun i æfing- um til þess að standa þeim nokkurn veginn jafnfætis. Þarna er örugglega á ferðinni piltur sem mikils má vænta af f framtíðinni, og vonandi tekur íþrótt sína alvarlega. Keppni viðavangshlaupsins var hin skemmtilegasta, þótt nokkurn skugga bæri á, að því leyti að alltof mikil afföll voru á boðaðri þátttöku í hlaupinu. Þannig mætti t.d. ekki nema um helming- ur þeirra til leiks, sem skráðir voru. Er þarna við sama draug að giíma og fylgt hefur frjálsum íþróttum hérlendis í mörg undan- farin ár, og erfitt virðist að kveða niður. Hvort þarna eru félögin eða einstaklingarnir sem eiga sök skal ekki sagt, en óneitanlega setur þetta leiðinlegan blæ á keppnina. Eins og svo oft áður var það áberandi hversu misjöfn þátttaka var frá hinum einstöku félögum og samböndum. Þaó hefði örugg- lega þótt saga til næsta bæjar einhvern tímann, ef KR hefði engan þátttakanda átt i karla- flokki eins og var að þessu sinni. Aberandi bezt þátttaka var frá IR, UMSK og FH. I kvennakeppninni hafði Ragn- hildur Pálsdóttir, UMSK, umtals- verða yfirburði. Kom hún í markið meira en minútu á undan stúlkunni sem varð í öðru sæti, Ingunni L. Bjarnadóttur úr FH, og var litið fyrir aftan miðju i hópi karlmannanna. Hljóp Ragn- hildur hlaup þetta ágætlega og varla á þvi vafi að hún er nú i sérflokki islenzkra kvenna, sem leggja langhlaup fyrir sig. Að vísu gekk Anna Haraldsdóttir, sem oft- ast hefur fylgt Ragnhildi nokkuð vel á eftir, ekki heil til skógar í hlaupi þessu. Hefur átt við meiðsli að striða, sem hún er ekki fullgóð af. Oft hefur verið á það minnst að FH-ingar séu að koma sér upp hópi harðsnúinna hlaupara, og var vióavangshlaupið enn ein sönnun þess. Piltarnir sem kepptu þarna fyrir FH eru fiestir ungir að árum, en stóðu sig með miklum sóma. Þannig hreppti Sig- urður P. Sigmundsson t.d. fjórða sæti í hlaupinu á undan félaga sínum Róbert Mac Kee, sem sigr- aði í karlaflokki á meistaramóti Islands i víðavangshlaupi á dögunum. Báðir eru þessir piltar stórefnilegir hlauparar og hið sama má segja um þá Einar P. Guðmundsson og Gunnar Þ. Sigurðsson. iR-ingar sópuðu til sín verðlaunagripunum sem keppt var um í sveitakeppninni, og unnu nú 3 og 5 manna sveita- bikarana til eignar. Auk þess unnu svo iR-ingar 10 manna sveitakeppnina, en UMSK sigraði í kvennakeppninni og HSK átti elztu sveitina, og vó þar mikið að i þeirra hópi var langelzti keppand- inn í hlaupinu, Jón Guðlaugsson, sem keppti þarna í sínu 23. víða- vangshlaupi, og lauk því auðvitað með miklum sóma og góðum endaspretti. — stjl. Blakíþróttin hornreka í sjónvarpinu BLAK, hvað er nú það? Þannig spyrja þeir, sem aldrei hafa séð eða leikið þessa íþrótt. Margir geta gefið ein hverja skýringu og er hún þá oftast eitthvað á þessa leið: Það er einhver leiðinleg iþrótt þar sem boltatuðra er slegin fram og aftur yfir net. Þetta er dæmigerð skýring hinna óupplýstu. sem þvi miður eru allt of margir. Hvers vegna veit almenning- ur svona lítið um þessa skemmtilegu og heilbrigðu iþrótt? Það er vegna þess að þeim sem ekki iðka iþróttina gefst aldrei tækifæri á að sjá hana leikna i áhrifamesta fjölmiðli okkar þ.e. sjónvarpinu. Af hverju sækja þeir ekki leiki og sjá blak leikið þar? Það er miklu þægilegra að sitja heima i stofu og horfa á sjónvarpið en að vera eltast út um allan bæ og þar að auki kostar heilar 200 kr. inn á tvo leiki. — En staðreyndin er hinsvegar sú. að sjón- varpið gerir blaki nákvæmlega engin skil i iþróttaþáttum sinum. Aðeins einu sinni hefur verið sýnt frá blak- leik og stóð sú sýning skemur en 5 min. Það telst einnig til tíðinda ef greint er frá úrslitum leikja, hvað þá meira. Hvað er það sem veldur þessu áhugaleysi iþróttafréttamanna sjón- varpsins og hreinni vanrækslu við blakáhugamenn úti um allt land? Að sögn blaðafulltrúa Blaksam- bands íslands hefur Sjónvarpið verið látið vita um flesta ef ekki alla meiri- háttar leiki sem fram hafa farið i vetur íþróttafréttamenn sjónvarps- ins hafa lofað æ ofan i æ að koma til að kvikmynda leiki og i a.m.k. einu tilfelli voru „bókaðar tvær vaktir" til að ekkert færi nú framhjá þeim og blakmenn yrðu nú ekki sviknir. En þessar ráðstafanir brugðust sem hin- ar fyrri og fannst nú blakmönnum mælirinn fullur. Þetta voru siðustu úrslitaleikirnir í islandsmótinu og óll liðin voru mætt á einn stað. — Skýringin á fjarveru sjónvarpsmanna var einfaldlega að þeir hefðu verið að kvikmynda annars staðar. Nákvæmlega viku siðar (31. mars) var undirritaður vitni að þvi að íþróttaf réttamaður sjónvarpsins, Ómar Ragnarsson, var látinn vita um tvo leiki sem leiknir skyldu fimm dögum síðar þ.e. kvennaleikur i ís- landsmóti og úrvalsleikur milli Rvik- ur og Laugarvatns. Þarna var tæki- færið að bæta blakmönnum svikin fannst Ómari. þvi þeir „ættu hönk upp i bakið á þeim" eins og hann orðaði það. En það fór sem fyrr. Enginn kom sjónvarpsmaðurinn og engin kom fréttin um að yfirleitt einhver blakleikur hefði farið fram. Það var á sunnudagskvöldi sem þessir leikir fóru fram en á mánudag- inn 7. apríl var merkilegur íþrótta- þáttur. Heilar fimmtán min. fóru i að sýna frá víðavangshlaupi og var þó búið að sýna stóran hluta þeirrar dagskrár i fréttum áður. Sömuleiðis var endurtekinn kafli úr leik milli ísl. og Danmerkur á NM í handbolta sem einnig hafði verið sýndur i fréttum. Einnig voru önnur frábær atriði i þættinum s.s. sundf imleikar af bandariskri gerð. — Þetta sýnir að sjónvarpið getur ekki kennt þvi um að það sé ur svo miklu efni að velja að blak komist ekki að. í vetur hefur varla liðið sá iþrótta- þáttur að ekki hafi verið sýndur handbolti eða körfubolti, einnig hef- ur knattspyrnan sina föstu dagskrá. Ósjaldan hefur verið glímt í sjón- varpi og einnig hefur áhorfendum verið boðið upp á kynningu á borð- tennis og badminton. Þetta er allt saman gott og blessað. Það er langt i frá að ég vilji þessar greinar út og blak inn. Heldur er ég með þessu að benda á að íþróttagreinum er gróf- lega mismunað. Það er ekki tilviljun að heilt Ís- landsmót. sem staðið hefur frá nóv- emberbyrjun til marsloka, hefur ger samlega farið framhjá sjónvarpinu. Hver sem skýringin kann að vera væri fróðlegt að fá að heyra hana. Blak er svo til ný sem keppnis- íþrótt hérlendis og tiltölulega stutt síðan farið var að kenna hana að einhverju ráði í skólum landsins. Blaksambandið hefur þvl þurft að setja töluvert fé til útbreiðslustarf- semi, en með þessari vanrækslu sjónvarpsins er hætt við að þetta fé fari fyrir lltið og öll vinna sem þar liggur að baki sé unnin fyrir gýg. Verið getur að sökin sé að ein- hverju leyti hjá stjórn Blaksam- bandsins, að hafa ekki samið I upp- hafi keppnistlmabils við Sjónvarpið um upptöku á leikjum, og gengið eftir þvl að slikum samningi yrði framfylgt. En hvað sem þv! Ilður þá skyldi maður ætla að það sé stefna stjórn- enda Iþróttaþáttar sjónvarpsins að hafa semfjölbreytilegast efni, þannig að sem flestir fái eitthvað við sitt hæfi. Blakmenn vænta þess að slikir atburðir sem þessir þurfi ekki að koma fyrir aftur, og sjónvarpsáhorf- endum gefist kostur á að sjá blak leikið I sjónvarpi og þá ekki siður erlent en innlent. pól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.