Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRlL 1975 10FTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL Z7 21190 21188 LOFTLEIÐIR FERÐABILAR h.f. Bilaleiga, sími 81260. Fólksbilar — stationbílar — sendibílar — hópferðabílar. Fa jl Itíl. i I.I.U.A \ 'AIAJll/' SKIPAUTGCRB RlhlSINS M / s Esja fer frá Reykjavík föstudaginn 2. mai vestur um land i hringferð. Vörumóttaka: þriðjudag og mið- vikudag til Vestfjarðahafna, Norðurfjarðar, Siglufjarðar, Ól- afsfjarðar, Akureyrar, Húsavikur, Raufarhafnar, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar og Borgarfjarðar eystra. IGNIS þvottavélar RAFIÐJAN SÍmh19294 BflUORC sími: 29660 AUGLYSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Adalstræti 6 sími 25810 Fæðingarorlof Konur, sem vinna hjá ríki, rfkisstofnunum eða sveitarfé- lögum, hafa þriggja mánaða fæðingarorlof. Þetta eru sjálf- sögð og nauðsynleg mannrétt- indi, sem helgast af hvoru tveggja, þörf barns fyrir um- hyggju og alúð móður fyrstu vikur tilveru sinnar og æski- legum hvíldar- og endurhæf- ingartíma konunnar, sem mæta þarf sem vinnukraftur til starfs sfns á ný. Þær konur, sem helga starfskrafta sína hinum hefð- bundnu atvinnuvegum þjóð- arinnar, sem verömætasköpitn- in I þjóðarbúinu hvflir á, njóta ekki slfkra réttinda, aðeins 2ja til 3ja vikna fæðingarorlofs. Raunar eru takmörkuð áhrif konunnar f stjórnun og starfs- árangri fslenzkrar verkalýðs- hreyfingar fhugunarefni. Tvö þingmál, er þetta efni snerta, hafa verið umræðuefni almennings undanfarið. Annars vegar þingsályktunar- tillaga Bjarnfrfðar Leósdóttur, sem vissulega er góðra gjalda verð, en felur aðeins f sér til- mæli til rfkisstjórnarinnar um enn eina könnun hugsanlegrar leiðréttingar til handa konum innan aðildarfélaga ASl og Landssambands verzlunar- manna. Hitt er frumvarp til laga, er Ragnhildur Helga- dóttir flytur, sem stefnir að tafarlausri lausn málsins, þ.e. að allar starfandi konur njóti sama réttar f þessu efni, með sambærilegum orlofsgreiðslum úr atvinnuleysistryggingar- sjóði og þeim, er hið opinbera lætur sfnum starfskröftum í té. Atvinnuleysis- tryggingasjóður Atvinnuleysistryggingasjóð- ur er þann veg fjármagnaður, m.a. með lögbundnu framlagi atvinnuveganna, að hann verð- ur að teljast eðlilegur grund- völlur slfkra orlofsgreiðslna. Sjóðnum hefur að vfsu verið gert að beina hlut verulegra tekna sinna til ýmissa þarfra hluta. En fyrst og fremst hlýtur það að vera keppikefli þeirra, er með málefni hans fara, að hann verði nýttur til hagsbóta þvf fólki, sem er f verkalýðsfé- lögunum. Ragnhildur Helgadóttir benti réttilega á það, f umræð- um um þetta mál á Alþingi, að Tryggingastofnun rfkisins, sem nefnd hefði verið sem réttur vettvangur slfkra orlofs- greiðslna, hefði ekki aðrar tekjur en þær, sem ákveðnar væru f fjárlögum hverju sinni. Þær tryggingabætur, sem Tryggingastofnunin þyrfti undir að rfsa, væru allt of lágar, ekki sfzt til aldraðra og öryrkja, svo naumast væri raunhæft, að ræða um leiðrétt- ingu eftir þeirri leið. Atvinnu- leysistryggingasjóður, sem m.a. sækti tekjur sfnar til atvinnu- veganna og væri mjög öflugur sjóður, virtist eðlilegri og raun- hæfari vettvangur til lausnar málsins. Andóf og undanbrögð Ragnhildur sagði m.a.: „Ef forystumenn f verkalýðsfé- lögum vilja bera hag þessara kvenna og barna þeirra fyrir brjósti, þá beini ég þvf til þeirra að sinna þessu þingmáli, sem er að mfnu viti fyrsta raun- hæfa tillagan til að koma eðli- legri lausn málsins heilli f höfn.“ — “Ég held, að eina framkvæmanlega leiðin sé að ákveða lausn málsins f fögum. I þvf sambandi vil ég benda á, að Island er eina Norðurlandið, sem ekki tryggir með löggjöf öllum launakonum fæðingaror- lof.“ Ragnhildur Helgadóttir minnti og á samþykkt Samein- uðu þjóðanna frá árinu 1967, sem fjallar um afnám misréttis gagnvart konum. Islenzk lög- gjöf fullnægir ákvæðum þessarar samþykktar að öllu leyti, sem betur fer, nema f þessu efni, sagði hún. Afstaða Alþýðubandalags- manna á Alþingi til þessa frumvarps hefur vakið furðu um allt land. Efni og tilgangur frumvarpsins virðist ekki skipta mestu f þeirra augum. Það eitt að þingmaður Sjálf- stæðisflokksins hefur forgöngu um málið virðist nægja þeim til andófs og undanbragða. ORÐ I EYRA ... í hraustum líkama Loksins kom að því að upp vaktist djörf hugsjón meðal þeirra vormanna fslands sem kenna sig við fþróttir og frelsi að auki. Loksins fékk æskulýð- ur þessa lands verðugt við- fángsefni til að dunda við þeg- ar framkvæmdaþráin og at- hafnaorkan dunar í æðum. Það var ekki seinna vænna. — Allt- of leingi hafa menn verið að burðast með verkefni sem Iftið gefa f aðra hönd. Alltof leingi hafa menn streist við viðfángs- efni sem voru í fremur litlu samra'mi við hæfileika og vits- muni. Hvur er tilaðmynda kom- inn til að seigja að nokkuð sé upp úr þvf að hafa fyrir únga garpa að stfnga niður trjáplönt- um eða kasta grasfræi útum holt og mela? Heldur nokkur nútimamaður þvf fram f alvöru að það svari kostnaði að dútla við það i tómstundum sfnum að koma sér upp hcilbrigðri sál? Það væri kannski sök sér með hraustan Ifkama. Og þó. Sjálf- sagt verður það tröllamjölið sem blfvur. Og þó svo einhvurjir alda- mótakaraktérar hafi sffellt verið að þusa um ræktun lands og lýðs þá kcmur slfkt hjal ckki mál við hrausta og vel metta leiðtoga nútímatánfnga. Hvað snerta hugsjónir Benedikts Waage og Sigurjóns á Álafossi djarfa vfkfnga atómaldar? Er kannski ekki kampavfn ffnna en lýsi? Hvur man nú leingur hann Ketilbjörn á Knerri? Hugsjónaeldurinn hefur semsagt verið kveiktur að nýju. Og nú skal hann fyrst og fremst brenna f þurrkuðum og söx- uðum tóbaksblöðum. Ekki skal leingur stritað við að safna þeim fjársjóðum sem mölur og ryð fá ekki grandað. Ekki skal heldur safnað þreki og kjarki. Vormenn lslands skulu hinsvegar safna bréfa- rusli í poka fyrir Hrólf nokkurn Jóhannsson. Það er af sú tíð að hugsjónir fari með himinskautum. Nú um sinn skulu menn fara nokkru lægra, gánga álútir og hnusa eftir umbúðum utanaf nikótfni sem eins og kunnugt er, hefur reynst heilsusamlegt mörgu úngu brjósti. Sic transit gloria . . . Frá Bridgefélagi ísafjarSar: Nýlokið er firmakeppni félags- ins og voru keppendur 24. Úrslit urðu þessi: Oliusamlag útvegsmanna (Einar Valur Kristjánsson) 315 Rækjustöðin (Jónas Björnsson) 313 Hafnarsjóður (Arnar Geir Hinriksson 293 Hrönn (Ólafur Þórðarson) 288 Gunnvör Hf. (Birgir Valdimarsson) 282 Nýlokið er einnig sveitakeppni félagsins og sigraði sveit Einars Vals Kristjánssonar, hlaut 90 stig, en auk hans skipa sveitina Einar Árnason, Birgir Valdimarsson og Viggó Norðquist. Önnur varð sveit Páls Áskels- sonar með 77 stig og þriðja sveit Ólafs Oddssonar með 36. *ÍA “í*m C3 vrsj Ein sveit frá Bridgesambandi Vestfjarða keppir á íslandsmótinu og skipa hana fjórir jsfirðingar og tveir Þingeyringar. XXX Fundur var haldinn I stjórn BSÍ 16. apríl og mættu til fundarins Hjalti Ellasson, Alfreð G. Alfreðs- son, Rlkarður Steinbergsson, Jón Hjaltason, Björn Eysteinsson, Guðjón Guðmundsson, Örn Vig- fússon, Ragnar Björnsson og Tryggvi Gislason. Á fundi þessum var m.a. kveðið á um skiptingu sæta og riðlaskipt- ingu I undanúrslitum islandsmóts, sem standa yfir um þessa helgi. í þættinum á fimmtudaginn birt- um við riðlaskiptinguna en hér kemur sem sagt skýringin á niður- röðuninni. Lögð fram inntökubeiðni frá Bf. ísafjarðar. Meðfylgjandi var skýrsla um stjórn og félagatöku ásamt skýrslu um mót sem haldin hafa verið. Form. er Einar Valur Kristjánsson Fjarðarstræti 7, isa- firði, simi 3569. Félagatala er 24. Inntökubeiðnin var samþ. samhljóða. Skipting sæta í undanúrslit íslandsmótsins i sveita- keppni. Samþ. var að þar sem öll svæðasamböndin hafa ekki full- nægt skilyrðum reglugerðar um íslandsmót, þá skuli skipting sæta ákveðin sem hér segir: Reykjavlk 7 sveitir, Reykjanes 7 sveitir Vesturland 5 sveitir, Vestfirðir 1 sveit, Norðurland 1 sveit, Austur- land 1 sveit, Suðurland 1 sveit og fslandsmeistarar 1974 eða sam- tals 24 sveitir. Skipting sæta í riðla Miklar umræður fóru fram um hvernig skyldi skipta I riðlana, hvort raða ætti I riðlana eða draga I þá. Jón Hjaltason lagði til að raðað yrði I riðlana með slöngu- röðun eftir vigtun á úrslitum svæðamótanna og síðan yrðu hinar 4 sveitir frá Vestfjörðum, Norðurlandi, Austfjörðum og Suðurlandi vigtaðar inn I riðlana eftir þeim styrkleika sem menn héldu að þær hefðu. Alfred var sammála þessari tillögu að þvl undanskyldu að hann vildi láta draga þessar 4 sveitir inn í riðl- ana. Björn Eysteinsson lagði til að Ísl. meistar, Rvík 1. Reykjanes 1 og Vesturland 1 verði settir nr. 1 i hvern hinna 4ra riðla og siðan yrði Vestf., Norðurl., Austf. og Suður- land dregin út í sinn hvern riðil og svo yrði afgangurinn af sveitunum úr Rvik., Reykjanesi og Vestur- landi dreginn út eftir ákveðinni formúlu, þó þannig að sveit nr. 1 og 2 á sama svæði lenti aldrei i sama riðli. Örn Vigfússon og Guðjón Guðmundsson vildu annaðhvort láta draga um öll sætin eða raða algjörlega i riðlana eftir slönguröðun. Gengið var til atkvæða um tillögurnar og var breytingartillaga Alfreðs við til- lögu JÓns Hjaltasonar borin upp fyrst og var hún samþ. með 4 gegn 3. Siðan var tillaga Jóns með áorðinni breytingu borin undir atkvæði og samþ. með 7 atkv. gegn 1. Tillaga Björns kom þvi ekki til atkvæða. Forseti skýrði frá þvi að hann hefði farið til Akureyrar s.l. laugardag og haldið fund með stjórn Bf. Akureyrar. Jafnframt lagði hann fram bréf frá Bf. Akur- eyrar. Gaf forseti siðan greinar- góða skýrslu um för sina og var samþ. að taka bréf Akureyringa og málsefni þeirra til nánari athug- unar. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.