Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRlL 1975 Oddr Bjarnason —Minningarorð Oddr Bjarnason fyrrv. póstaf- greiðslumaður lézt 25. marz sl. og var útför hans gerð frá Neskirkju föstudaginn 4. apríl. Þegar ég hóf störf hjá Pósti og síma árið 1961 var Oddr þar starfsmaður. Að vísu var hann búinn að sleppa fastri stöðu vegna aldurs en vann þó fullt starf. Urðu kynni okkar og sam- starf náin, þar sem við unnum í sömu deild. Eftir að Oddr lét af föstu starfi var honum falið að ganga frá skjölum Póstmálaskrifstofunnar, flokka þau og búa þannig um, að auðvelt væri að finna þá hluti, sem þörf var á. Verk þetta vann hann meó stakri prýði. En þótt þetta ætti að vera aðalstarf Odds, þá vann hann ýms störf i endur- skoðunardeild. Hann var mjög vel starfhæfur og þvi jafnan til hans leitað með ýmis tilfallandi verk- efni, sem erfið voru lausnar og vandvirkni og trúmennsku þurfti til. Kom honum þar að haldi góð greind, mikil þekking og starfs- reynsla. Þrek hans til hinna erfið- ustu verka hélzt allan þann tíma, sem hann vann hjá Pósti og síma en hann var kominn yfir áttrætt er hann lét af störfum, að vísu vann hann hluta starfs siðustu árin. Avallt var hann reiðubúinn að taka að sér hvaða verk, sem fyrir lá og þegar hann var um það beðinn var svarið jafnan „já ég skal gera það". Og þá voru þau verk leyst og óhætt að treysta þvi, að ekki þurfti að fara ofan í þau aftur. Oddr var einn af þeim mönnum, sem óhjákvæmilega verða hvers manns hugljúfi, sem þeim kynnast. Hann var léttur í skapi og jafnlyndur. Hverjum erfiðleika í starfi tók hann með bros á vör. Aldrei nein armæða, aldrei styggðaryrði en oft með gamanyrði. Alltaf var hann hreinn og beinn og vamm sitt mátti hann ekki vita. Hann var traustur og orðheldinn og frábært snyrtimenni, bæði í verki og allri umgengni. Með Oddi var sannar- legagott að starfa. Oddr var Austfirðingur að ætt, fæddur að Kollaleiru, Reyðar- fjarðarhreppi, 12. des. 1886, sonur hjónanna Sigriðar Pétursdóttur og Bjarna Oddssonar er þar bjuggu. Oddr lauk prófi frá Flens- borgarskóla vorið 1909. Hann var bókari við verzlun Rolf Johansen á Reyðarfirði 1915 til 1931, en tók við starfi póstafgreiðslumanns á Reyðarfirði 1933 og gegndi þvi til ársins 1946, er hann fluttist til Reykjavíkur. Þá tók hann við bókarastarfi á Póstmálaskrifstof- unni og vann alla tíð síðan hjá Pósti og sima. Oddr var hrepps- stjóri Reyðarfjarðarhrepps árin 1928 til 1946 og gegndi ýmsum fleiri trúnaðarstörfum fyrir byggðarlag sitt. Oddr kvæntist 7. okt. 1922 Guðrúnu Jónsdóttur frá Sóma- staðagerði, Reyðarfjarðarhreppi, og eignuðust þau tvær dætur, Sig- riði og Pálínu, sem báðar eru gift- ar og búsettar i Reykjavík. Konu sina missti Oddr árið 1960 og dvaldist hann hjá Sigríði dóttur sinni og manni hennar síðustu ár ævi sinnar. Með Oddi er góður maður geng- inn. Hann efaðist ekki um annað og æðra tilverustig. Hann mat manngildið og fagurt mannlíf. Var umburðarlyndur, hjálpsamur og skilningsrikur. Það er gott að hafa átt um skeið samleið með slikum manni. Blessuð sé minning hans. Páll V. Danfelsson. A Idarminning: EGGERTLEVY hreppstjóri, Osum Hann var fæddur á Tjörn á Vatnsnesi, 30. marz 1875, sonur Jóns prests Þorlákssonar á Tjörn og Ölafar Eggertsdóttur, skálds og bónda á Kolþernumýri, Jóns- sonar. Gagnfræðaprófi lauk hann við Gagnfræðaskólann í I'Iens- borg í Hafnarfirði árið 1895 og kennaraprófi þar hiö sama vor. Tveimur árum siðar kvæntist hann ögn Guðmannsdóttur frá Krossanesi og byrjuðu þau árió 1900 búskap á Efri-Mýrum í Engi- hlíðarhreppi, en fluttust að Ösum á Vatnsnesi árið 1904 og bjuggu þar eftir það, þar til Oskar sonur þeirra tók við jörðinni og hefir hann búió þar siðan. Hann tók einnig við hreppsstjórn í Þverár- hreppi eftir föður sinn. Eggert Levy andaðist 28. nóvember 1953 og ögn kona hans rúmu ári siðar. Þau voru bæói jarðsett í heima- grafreit á Ösum. Eggert og Ögn Levy eignuðust átta börn og eru sjö þeirra á lífi, svo og kjördóttirin, en elsti sonur- inn sem fluttist til Vesturheims er látinn fyrir nokkrum árum. Eru niðjar þeirra hjóna samtals milli 50 og 60, gott fólk og mann- vænlegt. Þau og börn þeirra breyttu Ösum úr koti í höfuðból. Opinber trúnaðarstörf hlóðust snemma á Eggert Levy, sem hann gegndi meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hreppstjóri varð hann í Þverárhreppi árið 1909 og sýslu- Hlöðver Bœrings- son — Minningarorð Fa-ddur 21. janúar 1909. Dáinn 21. aprfl 1975. Einn af mínum beztu vinum, Hlöðver Bæringsson, lézt þann 21. þessa mánaðar. Eg átti þvi láni að fagna að eiga hann að^vini í 42 ár, er hann þá hóf fyrstur manna störf hjá eiginmanni minum, Ing- ólfi B. Guðmundssyni, er síðar stofnsetti Sögina h.f. Hlöðver var framúrskarandi húsbóndahollur og samvizkusamur starfsmaður og hvers manns hugljúfi, er ætið lagði gott til málanna, og var alltaf boðinn og búinn að leysa hvers manns vanda. Eftir fráfall manns mins vann hann áfram í Söginni hjá syni mínum, Leifi Ingólfssyni, og var einkar kært með þeim. Hann var einkar ham- ingjusamur i einkalífi sínu, með konu sinni Guðbjörgu Sigvalda- dóttur, og eignuðust þau 5 börn. Þau hjón voru sérstaklega rnikl- ir trúnaðarvinir, og áttu ýmis sameiginleg áhugamál. Ánægð- astur var hann, þegar hægt var að koma því við aó aka út í náttúr- una og tjalda á fogrum stað og njóta kyrrðar og friöar. Hann var meðlimur i Bræðrafélagi Lang- t Móðir min og tengdamóðir, ÁSTA GUÐRÚN GUOMUNDSDÓTTIR, Mimisvegi 2A andaðist að heimili okkar 24. þ.m. Sigurður Matthíasson, Vigdis Eirlksdóttir. holtssóknar og átti þar marga ánægjustund og vann þar göfugt starf. Trúmennska hans og tryggó við fjölskyidu mína alla verður seint fullmetin og við biðjum honum blessunar Guðs yfir móð- una miklu og um styrk handa fjölskyldu hans. Blessúð sé minn- ing hans. Helga C. Jessen. nefndarmaður árið 1914. I fasteignamatsnefnd V- Húnavatnssýslu tók hann sæti ár- ið 1928 og í stjórn Héraðsskólans á Reykjum árið 1930. Þessum störfum og mörgum öðrum sem ekki verða hér talin, gegndi Eggert um áratugi. Auk sveitar- og héraðsmála lét Eggert sig landsmál miklu skipta, og var tvisvar f framboði í V- Húnavatnssýslu við alþingis- kosningar; árió 1919 fyrir Heima- stjórnarflokkinn -og 1927 fyrir Ihaldsflokkinn. Hann fékk mikið fylgi í bæði skiptin og við kosningarnar 1927 munaði aðeins fáum atkvæðum að hann næði kosningu. Eggert Levy var í engu meðal- maður, enda stóð verulegur styr um hann á köflum. Hann var gáfumaður meiri en almennt gerðist, vel lesinn, ritfær og flug- mælskur á mannfundum. Kapps- maður var hann mikill og vildi leggja hverju þvi máli lið, sem hann taldi til gagns og framfara. Ég var á Ösum hluta úr sumr- inu 1935. Heimilið var fjölmennt og ríkti mikill myndarbragur á öllu, bæði utanhúss og innan. Voru þau hjónin Ögn og Eggert fyrirmyndar húsbændur, hvort sem i hlut átti heimilisfólk eða gestir, en gestakomur voru jafnan tíðar á Ósum þetta sumar sem endranær, og sumir langt að komnir. Sumarið 1935 stóð Eggert Levy á sextugu. Hann var þá orðinn lífsreyndur maður og nokkuð far- inn að hægja ferðina, enda búinn að koma mörgum framfaramálum í h'öfn, en að öðrum var unnið. Var mér ungum manni fróðlegt að heyra hann segja frá mönnum og málefnum. Hefir mér skilist, að þá þegar hafi almennt verið viðurkennt að Eggert Levy hafi með störfum sínum í þágu al- mennings og áhrifum á gang mála i héraði átt drjúgan þátt i mörg- um þeim umbótum sem urðu í Húnaþingi á fyrsta þriðjungi þessarar aldar. Þau hjón Ögn og Eggert Levy hafa nú í rúma tvo áratugi hvílt i heimagrafreit sinum á Ösum. Önnur kynslóð tók við óðali og skilar innan tíðar arfleifðinni i hendur þeirrar þriðju. Á aldar- Afmælis- og minningar- greinar ATIIVGLl skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar veröa aö berast blaöinu meö góöum fyrirvara. Þannig veröur grein, sem birtast á í miövikudagsblaöi, aö berast í síöasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt meö greinar aöra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eöa bundnu máli. Þær þurfa aö vera vélritaöar og meö góöu línubiii. afmælinu rifjast margt upp, sem ánægjulegt er að minnast og þá má ekki gleymast sú þakkarskuld, sem við sem nú lifum, stöndum í við Eggert Levy og þá samtiðar- menn hans, sem ruddu brautina til þeirra framfara sem við nú njótum góðs af. Þ.B. — Svar til Framhald af bls. 12 tvöfaldan skatt af eigninni. Það er eins og að sumum blaðamönn- um sé nákvæmlega sama, hvort þeir segja satt eða logið. Mér finnst að blaðamaður Alþýðu- blaðsins geri blaði sfnu mikið ógagn, með þvi að flytja lygafrétt- ir og veikja þannig traust lesenda blaðsins. Reykjavik, 23.4.1975. J.S. Kvaran — Blóm vikunnar Framhald af bls. 11 seljurapta óhirta við sjó því þeim þykir selja versta tré af guði gefið." Gljávíðir er stundum ræktaður sem stakstætt tré og getur notið sin vel þannig, má því til sönnunar nefna gamla tréð sem enn stendur á mótum Aðalstrætis og Kirkjustrætis i Reykja- vík. Þeir sem skoðað hafa garða á erlendri grund hafa án efa veitt eftirtekt stórvöxnum víðitrjám, laufmiklum með mjög slútandi greinar. Sá víðir gengur jafnan undir nafninu grátvíðir. Reynt hefur verið að rækta hann hér á landi en ekki tekist að halda honum lifandi nema skamman tíma. HL/ÁB — Jómfrúrræða Framhald af bls. 15 mörg dæmin, bæði á sviði mann- legra samskipta almennt, í fræðslumálum og nú siðast í því málefni, sem við erum nú um að fjalla. Og það skyldum við hafa hugfast, aó þjóðir sem leitt hafa í lög frjálsar fóstureyðingar, eru nú sagðar draga saman seglin og óska þrengri ákvæða á ný. Hvers vegna skyldum við Islendingar vera að stökkva í sömu gryfju? Því ekki að meta lífið svo mikils, að búa þvi þær aðstæður, sem því eru nauðsynlegar til lifs og þroska? Hvers vegna ekki að virða höfund lifsins svo mikils að láta vera að grípa fram fyrir hendur hans i þvi máli, sem bein- línis snertir mannlega sköpun? Það er gæfa Alþingis, að frum- varpinu skuli hafa verið breytt svo sem raun ber vitni hvað varðar 9. greinina. En ákvæðið um félagslegar ástæður virðist mér vera mjög vafasamt eins og ég hef áður getið og ganga um of i frjálsræðisátt nema til komi mjög ábyrgir embættismenn, er fjalla skulu um þessi mál og aldrei er hægt að vænta þess, að svo verði ávallt. Niðurstaða þessara oróa minna er þvi sú, að ég tel fóstur- eyðingu engan vegin réttlætan- lega nema af heilsufarslegum ástæðum móður eða fósturs, — og i vissum afmörkuðum tilvikum, sem rekja mætti til félagslegra ástæðna, sem væru allt að þvi óbærilegar. Ég ætla ekki að fjalla um fleiri atriði frumvarpsins að þessu sinni, sem þó eru mörg hin merkustu, og þess virði að þau nái fram að ganga hér á Alþingi. En lokaorð min hér skulu verða þau að þessu sinni, að ég tel, að konunni sé þá mestur greiði gerður, er leitast er vió að vernda það líf, sem hún er sköpuð til að fæða i þennan heim. Enda veit ég að flestar mæður hugsa þannig. En þeim konum, sem sætta sig ekki við hindranir i þessu efni og vilja að konan sjálf og ein hafi hér úrskurðarvald vil ég benda á að lifið var ekki hugsað þannig af höfundi þess, að maðurinn hefði vald á lffinu fremur en dauðan- um, og þvi órökrétt að óska eftir valdi, sem manninum hefur i raun aldrei verið gefió. Það er auðvitað satt og rétt, að maðurinn hefur oft tekið sér slíkt vald — í óþökk skapara sins — en allt um það er það ekki ætlun lífsins og allra sist er það stórmannlegt að níðast á lifi, sem getur enga björg sér veitt. Til hvers hefur nútíminn yfir að ráða pillum og alls konar getnaðarvörnum, ef ekki á að nota þau meðul til þess að koma í veg fyrir ótimabæran getnað. Sú vörn er ein sæmandi i þessum efnum. Að öðrum kosti verður einstaklingurinn að taka afleiðingum gerða sinna, svo þungar og erfiðar sem þær eru. Nútímakonan þarf ekki að horfa ofan i drekkingarhyl i sömu aðstöóu og kynsystur hennar forðum, þvf velferðarþjóðfélag nútimans getur vel tekið á móti þeim einstaklingum sem í heiminn fæðast, og ekki sízt hin fámenna íslenska þjóð. Og konuna sem er i vanda stödd með ófætt barn sitt, ber að aðstoða og vernda, sé hún ekki i þeirri aðstöðu að geta búið barni sínu farsælt heimili og sómasamleg lifsskilyrði. Þá fyrst er ein- staklingurinn stór í allri sinni smæð, er hann virðir lífið, sem Guð hefur skapað. Útfaraskreytlngar blómouol Groðurhusið v/S)qtun simi 36/70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.