Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRlL 1975 Bókaupp- boð í dag 1 DAG heldur Guðmundur Ax- elsson kaupmaður I listmuna- verzluninni Klausturhólum bókauppboð. Er þetta fyrsta listmunauppboð Guðmundar, en hann hefur nýlega fengið upphoðsleyfi. Uppboðið I dag verður I Tjarnarcafé og hefst það klukkan 14. A uppboðinn eru 100 númer og er þar að finna margt fágætra bóka. Merkust er Heimskringla Snorra Sturlusonar I 6 bindum en á myndinni sjást einmitt þrjú bindanna. Verður nýr Reykja- víkurflugvöllur gerð■ ur í Skerjafirði? Brýnt að hefja rækju- veiðar á Axarfirði — Finnast góð mið við Kolbeins- ey og úti af Austfjörðum? RANNSÓKNASKIPIÐ Dröfn er nýkomið til Reykjavfkur úr rækjuleiðangri í Axarfirði. Leiðangursstjóri á Dröfn var Sól- mundur Einarsson. I þessum leiðangri kom fram, að um nokkuð mikið magn af rækju er að ræða í Axarfirði og að sögn Sólmundar gera menn sér vonir um að mikil rækjumið séu við Kolbeinsey og djúpt úti af Aust- fjörðum. Hann telur að brýnt sé að hefja veiðar á Axarfjarðar- rækjunni og eru menn farnir að bftast um veiðileyfi. Að sögn Sólmundar fundust rækjumió í Axarfirði í marz- mánuði sl. Rannsóknaskípið Arni Friðriksson kom þá inn á Axar- fjörð til að ná í ungviði. Leiðangursstjóri á Árna í þessari fercV Hjálmar Vilhjálmsson, lét kasta vörpunni nokkuð dýpra en venjulega eða i kantinum og eftir að búið var að toga i 20 mínútur var varpan innbyrt og komu þá í ljós, að það var að mestu rækja en ekki fiskur í henni, en aflinn reyndist alls 600 kg af rækju. Sólmundur Einarsson sagði, að rækjumiðin í Axarfirði mörk- uðust af Iinu, sem væri dregin frá Kópaskeri í Tjörnes. Rækjan væri mest á 60—70 faðma dýpi, en næði þó allt niður á 90 faðma. mest virðist magnið vera í könt- unum að austan- og vestanverðu og aflinn komst í 4 tonn á togtíma. — Brýnt væri að hefja veiðar þarna sem fyrst, því þá fyrst kæmi í ljós, hvað þessi mið gætu gefið af sér. Svo gæti verið að rækjan væri árstíðabundin á þess- um slóðum og þá jafnvel aðeins yfir vetrarmánuðina og eins gætu verið áraskipti að þessu. Sjómenn á Húsavík og Kópaskeri sæktust eftir því, að fá einir að sitja að þessum miðum, en eins vildu sjómenn sem verið hefðu á rækju- miðum við Grímsey að undan- förnu komast í Axarfjörðinn. Þá spurðum við Sölmund, hvort menn gætu átt von á að fleiri góð rækjumið fyndust við landið. Hann sagði að svo gæti verió. Rannsóknaskipið Hafþór héldi í leiðangur um miðjan næsta mánuð, og byrjaði á þvf að kanna djúpslóðir við Grímsey og Kolbeinsey, en þar ættu menn von á að finna góð mið. Þá hefði fundizt rækja úti af Austfjörðum. Þar gæti verið um góð mið að ræða og sú rækja, sem hefði feng- izt þar, væri sú stærsta, sem menn hefðu augum litið. Til þess að veiða þá rækju þyrfti stærri skip, i líkingu við þau sem Norðmenn nota til rækjuypiða á djúpmiðum, en þau eru 200—300 tonn að stærð og aflinn er blokkfrystur um borð. VERÐA flugvallarmál Reykja- víkur leyst með því að gera nýjan flugvöll á fyllingu við Löngusker í Skerjafirði? Ung- ur arkitekt, Trausti Valsson, hefur nýlega sett fram þessa hugmynd um lausn á þessu vandamáli og tveir þingmenn Framsóknarflokksins, þeir Guðmundur G. Þórarinsson og Steingrímur Hermannsson, hafa tekið hana upp og borið fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd sér- fróðra manna til að kanna hvort með þessum hætti sé ckki fundin lausn á flugvallarmál- um Reykjavíkur. 1 greinargerð flutnings- manna kemur fram, að á und- anförnum árum hafi verið uppi háværar raddir er telji að Reykjavíkurflugvöllur í núver- andi mynd geti ekki verið mið- stöð innanlandsflugsins til frambúðar af öryggisástæðum og eins vegna hljóðmengunar og loftmengunar. Raktar eru þær tillögur sem fram hafa komið um úrbætur á Reykja- víkurflugvelli sem miða annars vegar að gerð nýrrar 1800 m langrar flugbrautar til aust- urs/vesturs og hins vegar að lengingu núverandi austur/- vestur brautar í 1800 metra. Bent er á að hvor tillagan sem valin yrði fæli i sér um 500— 600 milij. kr. kostnað en engu að síður væri ekki fullnægt al- þjóðlegum kröfum um 95% opnun flugvalla. Varðandi tillögu Trausta Valssonar segir í greinargerð- inni, að hún muni ekki hafa komið fram áður en sé i senn einföld og liggi nokkuð beint við. Hafi hugmynd Trausta verulega kosti umfram aðrar hugmyndir, sem fram hafi kom- ið um flugvallargerð á svæðinu, t.d. sé öryggi til muna meira og mengun mun minni. Gerð er mjög gróf kostnaðar- áætlun varðandi þessa fram- Eramhald á bls. 20 Milljónaskemmdir á Friðarhafnarbryggju MILLJÓNATJÓN varð í Friðar- höfn i Vestmannaeyjum er járn- kantur gaf sig á um 10 metra bili. Er talið fullvíst, að einn eða fleiri bátar hafi verið með skrúfuna í gangi á þessum stað og þannig grafið frá þilinu með fyrrgreind- um afleiðingum. Verður þetta mál rannsakað á næstunni. Að sögn Magnúsar Magnússonar bæjarstjóra urðu menn í Eyjum varir víð skemmd- irnar í fyrradag. Voru þær kannaðar og kom þá í ljós, að járnþilið hafði sprungið neðar- lega og uppfyllingin runnið út í höfnina og þilið lagzt að hluta inn. Dýpi á þessum stað í Friðarhöfn, sem er í henni norðanverðri, er almennt um 5 metrar en það reyndist vera 7 metrar þar sem skemmdirnar höfðu orðið. Sagði Magnús að fullvíst væri talið að bátar hefðu verió með vélarnar í gangi og skrúfur þeirra grafið frá þilinu. Hefði rifjazt upp fyrir mönnum, að fyrir skömmu síðan hefði færeyskur bátur komið með bilaða vél til Vestmannaeyja og lagzt þarna að bryggju. Hefðu skipverjar reynt vélina að viðgerð Drukknaði MAÐURINN, sem tók út og drukknaði af vélbátnum Vonin II. frá Hellissandi, sl. miðviku- dag, hét Alfreð Alfreðsson, 23 ára að aldri. Hann átti lögheimili f Grindavík og var ókvæntur. Iokinni og eflaust látjð skrúfuna ganga. Þá gætu aðrir bátar einnig átt sök á þessu. Sagði Magnús að málið yrði kannað á næstunni og einnig væri væntanlegur til Eyja verkfræðingur frá Vitamálaskrif- stofunni. Algjörlega er bannað að láta skipskrúfur ganga við bryggjur og getur það haft hinar verstu Guðmundur hafn- aði í 7.-9. sæti SOVEZKI skákmaðurinn Vladimar Liberzo, sem flutti til Israels fyrir ári sfðan, bar sigur úr býtum f Luis Statham skák- mótinu f Lone Pine f Kalifornfu, en mótinu lauk á fimmtudaginn. Hann fékk 7 V4 vinning f 10 skákum. Guðmundur Sigurjóns- son hafnaði f 7.—9. sæti með 6 vinninga. Hann byrjaði mjög vel f mótinu en tókst ekki eins vel upp þegar á leið. Keppendur voru alls 44. I öðru sæti á mótinu varð Barry Evans með 7 vinninga. I 3.—6. sæti urðu Weinstein, Georgiu, Gligorich og Pannó með 654 vinn- ing. Ásamt Guðmundi voru Biyiasias og Torres með 6 vinn- inga. afleiðingar ef útaf er brugðið. Er þess skemmst að minnast aó stór- skemmdir urðu á bryggjunni á Flateyri i vetur af sams konar orsökum. Breti tekinn með ólögleg veiðarfæri VARÐSKIP kom siðdegis í gær að brezkum togara 6 sjómílur útaf Horni. Reyndist togarinn vera með óbúlkuð veiðarfæri og auk þess voru skipverjar að vinna að viðgerð á trollinu. Hvort tveggja er algjörlega ólöglegt innan is- lenzkrar landhelgi og liggja við háar fésektir ef útaf er brugðið. Varðskipið var væntanlegt með togarann til Isafjarðar seint í gær- kvöldi. Togarinn heitir Arlanda FD-206 frá Fleetwood. Hann er 431 lest að stærð, síðutogari. Skerjafjarðarflugvöllur 1:50 000 Hindranir i látréttum fleti (lausleg athugun). WMSfSJK 9$, mm & r 1 & r irw Fylgtekjal IL Skemmdirnar á Frióarhafnarbryggju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.