Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRlL 1975 35 Emkennileg framkoma J>ræ&,aþj6ðamiaw NM sett á í Stokkhólmi, og það tilkynnt LSÍ með skeyti! KOMIÐ er upp eitt furðulegasta mál, sem upp hefur komið í lang- an tíma I samskiptum Islendinga við aðrar þjóðir á íþróttasviðinu. Lyftingasambandi Islands barst í fyrradag skeyti frá samtökum lyftingamanna á Norðurlöndum, þar sem það var kunngert, að Norurlandamótið færi fram f Stokkhólmi um þessa helgi, en sem kunnugt er var búið að ákveða að mót þetta færi fram f Laugardalshöllinni um helgina, og hafði fslenzka lyftingasam- bandið lagt gffurlega vinnu í að undirbúa mótið og lagt f mikinn kostnað vegna þess. Boðað flug- mannaverkrall hefur svo verið hálmstrá sem forystumenn hinna sambandanna gripu til þess að burfa ekki að kosta lið sfn hingað, mannaverkfall hefur svo verið og ákváðu án þess einu sinni að hafa fyrir þvf að hafa samband við lslendingana, að halda mótið f Stokkhólmi. Fyrir þessum að- Tvöföld vonbrigði — sagði Guðmundur Sigurjónss. lyftingamaður — SATT AÐ segja er maður alveg miður sfn, sagði Guðmundur Sigurðsson, lyftingamaður, f viðtali við Morgunblaðið, þegar ljóst var orðið að ekki yrði af Norðurlandameistaramótinu hér. — Það er ekki bara að maður hafi búið sig undir mót þetta af kost- gæfni og gert sér vonir um góða frammistöðu, heldur hefur maður einnig verið á kafi f undir- búningnum, og þvf má segja að vonbrigðin voru tvöföld, þar sem við vorum vissir um að mót þetta hefði hér verið betur af hendi leyst hvað framkvæmdina varðaði en verið hefur oftast áður. Þetta er skítleg framkoma af hálfu hinna Norðurlandanna, og sú spurning hlýtur að vakna hvort við eigum nokkra samleið með þeim eftir þetta. Það virðist auðvelt fyrir þá að senda okkur skeyti með skömmum fyrirvara og segja: Gjörið þið svo vel að koma til okkar, — það er of dýrt fyrir okkur að koma til ykkar. Guðmundur sagði, að auðvitað hefði ekki getað orðið um þátt- töku Islendinga að ræða f Norður- landamótinu f Svfþjóð. Lyftinga- sambandið hefði sett allt sitt f að undirbúa mótið hér, og þvf hefði það enga fjármuni til þess að senda þarna keppendur til leiks. — Manni finnast furðulegar þær röksemdir sem færðar eru fram fyrir þvf að þeir vildu ekki koma, sagði Guðmundur, — og mikið má vera, ef allur sannleik- ur hefur komið fram af hendi þeirra, sem við höfðum samband við. Þegar flugmannaverkfallið var á döfinni, höfðum við sam- band við þá og buðumst til þess að leysa málið með þvf að senda leiguflugvél eftir þeim, en á það hefur greínilega ekki verið hlust- að. Það hefur verið beðið eftir ástæðu til þess að aflýsa Islands- förinni og flugmannaverkfallið hefur verið sem himnasending fyrir þessa menn. Hlaup i DAG fer fram Miklatúnshlaup Ármanns, og hefst það kl. 14.00. Er þarna um að ræða víðavangs- hlaup fyrir börn og unglinga. Kl. 16.00 hefst svo Árbæjarhlaup Fylkis, það þriðja og siðasta á þessum vetri. Drengjahlaup Ármanns fer svo fram á morgun og hefst kl. 14.00. Keppt verður á Iþrótta- svæði félagsins, og fer keppnin fram f tveimur flokkum. Annars vegar keppa þeir sem fæddir eru á árunum 1956—1962 og hlaupa þeir um 2100 metra, og hins vegar keppa svo þeir sem fæddir eru 1962 og siðar og hlaupa þeir 1200 metra. gerðum stendur framkvæmda- stjóri sambandsins, Ingvi Frö- lander. — Frölander þessi mun hafa slæman hug til íslenzka lyftinga- sambandsins, sagði Ömar Ulfars- son, formaður LSI, í samtali við Morgunblaðið i gærkvöldi, — og hefur sennilega ekki kært sig um að koma hingað, þannig að hann hefur orðið allshugar feginn, þeg- ar hann fékk eitthvað til þess að hengja hatt sinn á. Frölander þessi átti viðskipti við einkaaðila hérlendis, og reyndi síðan að koma mistökum, sem urðu á þeim viðskiptum, yfir á Lyftingasam- bandið. Er ekki ótrúlegt að hann hefði „tapað andlitinu", hefði hann þurft að standa fyrir málum sínum hér. Fulltrúar frá LSI og forseti og varaforseti ISI héldu fund um mál þetta í fyrrakvöld, þar sem sú ákvörðun var tekin að senda full- trúa frá íslenzka lyftingasam- bandinu á fund sem haldinn verð- ur i tengslum við mótið i Stokk- hólmi. VarBrynjar Gunnarsson sendur til þeirrar farar, og hafði hann fyrirmæii um að leggja fram harðorð mótmæli vegna fram- komu hinna þjóðanna. — Verði okkur ekki bætt það tjón sem við verðum fyrir vegna þessa hátta- lags, munum við láta málið ganga lengra, sagði Omar Ulfarsson, — og skjótum því til alþjóðasam- bandsins. Við höldum einnig mót hér á sunnudaginn, og stöndum fast á því að það sé Norðurlanda- mótið — hitt mótið sé ólöglegt, og síðan munum við svo láta alþjóða- sambandið skera úr um hvort mótið er löglegt. Ömar sagði, að fram hefði kom- ið í viðtölum við formenn norska og danska lyftingasambandsins, að þeir væru mjög leiðir yfir þvi hvernig til hefði tekizt. Norðmað- urinn hefði heitið því að frá þeirra hendi yrði reynt að bæta fyrir brot þetta, og formaður danska sambandsins bauð fram 100 þúsund krónur til þess að stuðla að þvi að íslenzkir keppendur gætu komizt til móts- ins i Stokkhólmi. Því boði var umsvifalaust hafnað, enda viður- kennir lyftingasambandið ekki mótið í Stokkhólmi. Einn íslenzkur Iyftingarmaður, Gústaf Agnarsson, fór hins vegar til þessa móts. — Hann fór algjör- lega á eigin vegum, og við ætlum í kvöld að senda skeyti út, þar sem við skýrum frá því að Gústaf keppi ekki fyrir Islands hönd á móti þessu, heldur komi til þess sem einstaklingur og á eigin veg- um, sagði Ömar Ulfarsson. — stjl- IA vann Val 3:1 SENNILEGA hefur veriS um að ræða skásta knattspyrnuleik vorsins á Melavellinum í fyrradag. en þar átt- ust við Valsmenn og Akurnesingar I meistarakeppni KSl. Bæði tiðin náðu mjög svo þokkalegum leikköflum, þar sem knötturinn var látinn ganga sæmilega. Einkum áttu Akurnesing- ar þó þarna hlut að máli, og má mikið vera ef tiðið er nú ekki að ná sér á strik. en æfingaprógramm liðs- ins mun hafa verið mjög stift að undanförnu, og því varla við góðum árangri að búast i leikjunum. Akurnesingar voru betri aðilinn allan leikinn, og náðu fljótlega 1:0 forystu með merki Árna Sveinsson- ar. Hermann Gunnarsson jafnaði sið- an fyrir Val, en í seinni hálfleiknum bættu Skagamenn tveimur mörkum við, og voru þar að verki þeir Matthi- as Hallgrtmsson og Teitur Þórðar- son. Eftir þennan leik hafa Akurnes- ingar forystu i keppninni með 4 stig, Keflvikingar eru með 3 stig og Vals- menn með 1 stig. i dag fer fram einn leikur í meist- arakeppninni. Leika þá Akurnesingar og Keflvikingar á Akranesi og hefst leikurinn kl. 14.00. í dag fer og fram einn leikur i Reykjavíkurmótinu i knattspyrnu. Vikingur og Valur leika og hefst leik- urinn kl. 14.00. Á mánudaginn. kl. 19.00 leika í Reykjavíkurmótinu KR og Þróttur. Kl. 14.00 i dag hefst svo leikur milli Kópavogs og Hafnarfjarðar í Litlu-bikarkeppninna í knattspyrnu, en farið er nú að siga á seinni hluta þeirrar keppni. Hefur Keflavík for- ystu í keppninni, er með 6 stig, Akranes er með 5 stig. Hafnarfjörður með 4 stig og Kópavogur með 3 stig. Meðfylgjandi mynd er úr leik Vals og ÍA og sýnir hinn efnilega leik- mann ÍA-liðsins. Karl Þórðarson keppa um knöttinn við þá Kristinn Björnsson og Grim Sæmundssen. Dómaranámskeið FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND fs lands mun efna til dómaranám- skeiðs fyrir frjálsiþróttadómara i Leirárskólanum dagana 24.—26. mai n.k. og dagana 27.—29. mai n.k. Þátttökutilkynningum ber að skila til skrifstofu Frjálsiþrótta- sambandsins sem opinn er mánu- daga. miðvikudaga og föstudaga, simi 83386, fyrir 1. mai n.k. STYÐJIJM LYFTINGAMENMNA EINS og fram kemur f viðtali við Ómar Ulfarsson, formann Lyftingasambands Islands, á öðr- um stað á síðunni, mun LSI gang- ast fyrir móti í Laugardalshöll- inni kl. 15.00 á morgun. A því móti munu einungis keppa þeir Islendingar sem valdir höfðu ver- ið til keppni á Norðurlandamót- inu, en þeir eru allir f mjög góðu formi um þessar mundir, og höfðu stflað æfingar sfnar á að ná sfnu bezta á Norðurlandamótinu. Er fyllsta ástæða til þess að hvetja sem allra flesta til þess að sækja mótið f Laugardalshöllinni á morgun. Með þvf er unnt að veita fslenzku lyftingamönnun- um bæði siðferðislegan og fjár- hagslegan stuðning. Framkoma hinna Norðurlandaþjóðanna f máli þessu er slík, að með ein- dæmum má telja og er vonandi að fþróttaáhugafólk standi einhuga um að veita LSt stuðning, sem bezt verður gert með því að fjöl- menna til mótsins á morgun. stjl. Vormót BLÍ VORMÓT Blaksambands islands verður haldið 3. og 4. mai n.k. Rétt til þátttöku eiga öll félög og héraðssambönd innan BLf, auk þess félagshópar og skólar. Þátttökutilkynningar berist Guðmundi E. Pálssyni i sima 18836 fyrir 20.00 þriðjudaginn 29. april n.k. Íslandsglíman ÍSLANDSGLÍMAN fer fram i íþróttahúsi Kennaraháskóla is- lands sunnudaginn 27. april n.k. Hefst hún kl. 14.00. Glimt er um verðlaunagripinn „Grettisbeltið", sem er farandgripur og auk þess hlýtur sigurvegarinn sæmdarheit- ið „Glimukappi islands 1975". Allir beztu glimumenn landsins verða meðal þátttakenda, og eru úrslit glimunnar óvenju tvisýn að þessu sinni. Þátttakendur i glím- unni verða: Eyþór Pétursson, HSÞ Guðmundur Freyr Halldórsson, Á Guðmundur Ólafsson, Á. Hjálmur Sigurðsson, V Ingi Yngvason, HSÞ Jón Unndórsson, KR Kristján Yngvason, HSÞ Pétur Yngvason, V Röngvaldur Ólafsson, KR Sigurður Jónsson, V. Úrslitaleikur bikarkeppninnar Á MORGUN, sunnudag. fara fram tveir leikir i blaki og verða þeir báðir leiknir i iþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi. Fyrri leikurinn er á milli IS og Þróttar og er það úrslitaleikur i bikarkeppninni. Siðari leikurinn er á milli UMFB og Breiðabliks og leika þeir um sæti i 1. deild á næsta ári, en Breiðablik vann B-mótið og UMFB varð neðst i úrslita- keppni fslandsmótsins. — Báðir þessir leikir verða án efa mjög spennandi þvi Þróttur hefur sýnt góða leiki undanfarið og ÍS hefur verið á toppnum i allan vetur og unnið öll mót, og verður fróðlegt að vita hvort þeim tekst að vinna fjórða bikarinn í vetur. Þetta eru síðustu stórleikirnir i blakinu i vetur en um næstu helgi, þ.e. 3. og 4. mai, verður hraðmót þar sem öllum liðum er heimil þátt- taka. Fyrirtækjakeppni í handknattleik KEPPNI fyrirtækja og stofnana I hand- knattleik stendur yfir um þessar mundir. Er þátttökulidunum skipt I tvo riðla, og fara síðustu riðlaleikirnir fram um næstu helgi. Liðin sem sigra f riðlunum leika síðan til úrslita um sigur I keppn- inni, en liðin sem verða f öðru sæti leika um þriðja sætið o.s.frv. tlrslit leikja f keppninni hafa orðið sem hðr segir: A-riðill: Morgunblaðið—Slippfélagið 12—7 Áburðarverksm.—fSAL 7—15 BlikkogStál—Breiðholt 5—6 MorgunbLu'iö — ^kýrsluvélar 9—10 Slippfélag.'ð — Aburðarve ksmiðjao 11—10 tSAL — Blikk og stál 8—6 Breiðholl — >kýrs|u»»lar 11—8 Morgunbl«ðið — Abúrdar\er.isiiiiójan n—5 Slippfélagið — fSAL 6—11 Skýrsluvélai —BiikkogStál 11—6 Morgunblaðið — Breiðholt 13—8 Slippfélagið — Skv rsiu.i élar 7—12 Áburðarverksmiðjan — BlikkogStál 12—15 fSAL — Breiðhoit 5—5 B-riðill: Héðinn—Sláturfélag Suðurlands 8—9 Hekla—Tollgæzlan 9—5 Skattstofan—Landsbankinn 13—16 Héðinn—Lögreglan 8—12 Sláturfélagið — Hekla 6—4 Tollgæzlan—Skattstofan 12—16 Landsbankinn—Lögreglan 9—7 Héðinn—Hekla 8—14 Sláturfélagið — Tollgæzlan 9—8 Lögreglan—Skattstofan 18—9 Héðinn—Landsbankinn 4—5 Lögreglan—Sláturfélagið 10—6 Hekla — Skattstofan 14—6 Tollgæzlan — Landsbankinn 5—8 Staðan f A-riðli er því sú, að fSAL er með 7 stig, Morgunblaðið og Skýrsluvél- ar með 6 stig, Breiðholt með 5 stig, Slippfélagið og Blikk og Stál með 2 stig og Áburðarverksmiðjan með 0 stig. I B-riðli er Landsbankinn með 8 stig. Lög- reglan, Sláturfélagið og Hekla með 6 stig, Skattstofan með 2 stig og Héðinn og Toilgæzlan með 0 stig. Bikarkeppninni lýkur svo f dag og verður keppt f fþróttahúsinu Asgarði f Garðahreppi. Keppnin hefst kl. 15,00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.