Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRIL 1975 5 „Stjórn, sem brýtur lög fé lags síns, verður að víkja” - Samtal við Jóhann Guðmundsson, sem er í framboði til formanns Starfsmannafélags ríkisstofnana NÆSTKOMANDI mánudags- kvöld klukkan 20 verður aðal- fundur Starfsmannafélags rfkisstofnana haldinn f Sigtúni og verður þar kjörin ný stjórn fyrir félagið. Tveir frambjóð- endur eru til formanns, Einar Ólafsson, sem verið hefur for- maður undanfarin ár, og Jóhann Guðmundsson starfs- maður við heilalínurit Land- spftalans. Starfsmannafélagið er samtök launþega hjá rfkinu og eru um 3 þúsund félags- menn f félaginu. Kosningin á aðalfundinum er hlutbundin kosning og er stillt upp samtals 20 mönnum til framboðs f for- mannsstarf, aðalstjórn og vara- stjórn. Morgunblaðið átti viðtal við Jóhann Guðmundsson og spurði hann hvers vegna hann byði sig fram gegn Einari Ölafs- syni. Jóhann sagði: „Við bjóð- um okkur fram vegna þess, að okkur fellur ekki hvernig nú- verandi stjórn heldur á málum. Það má segja að við höfum átt tveggja kosta völ, að fara í framboð eða halda að okkur höndum. Við völdum fyrri kost- inn, þar sem Einari var boðið að standa með okkur að stjórn á félagslegum grundvelli, en hann hafnaði. Núverandi stjórn hefur ekki einu sinni haldið lög félagsins og verður hún því að víkja. 1 þeim segir að aðalfund skuli halda í marz, en aðal- fundurinn verður nú 28. apríl. Þá hefur heldur ekki verið haldinn félagsfundur á starfs- árinu, þótt í lögum segi, að hann skuli halda svo oft sem þurfa þykir. Hinn almenni félagsmaður hefur því alls ekki átt þess kost að tjá sig um mál er varða félagið — einu tengsl hans við stjórnina er árgjalds- kvittun. Þá sofa félagstiðindi félagsins vært við brjóst stjórn- arinnar." Að sögn Jóhanns hefur ekki einu sinni verið boðaður fund- ur til þess að kynna félags- mönnum kjarasamninga frá þvi er þeir voru undirritaðir. I framboði gegn stjórninni eru þrír karlar og þrjár konur, en alls á að kjósa 6 í aðalstjórn og 3 til vara. Mbl. spurði Jóhann, hvernig hann myndi haga störf- um sínum sem formaður, ef hann hlyti kosningu, og svaraði hann: „Við höfum áhuga á að uppræta þá félagslegu deyfð, sem yfir félaginu hefur hvílt, og munum efna til félagsfunda um áhugaverð efni, sem verið geta fræðandi og menntandi, Jóhann Guðmundsson. svo og að sjálfsögðu um kjara- mál. Við höfum áhuga á að koma á fót skóla fyrir opinbera starfsmenn í líkingu við skóla_ Pósts og síma eða Bankamanna- skólann. Við lítum svo á, að í dag sé offramleiðsla á svo- kölluðum menntamönnum og finnst óréttlátt, þegar lang- skólagenginn maður fær jafn- vel hærri laun en menn með mikla starfsreynslu. Menntun getur ekki verið lögð að jöfnu við raunverulegt manngildi. I því sambandi má kannski vitna í predikarann, en þar segir: „Ekkert betra er til, en að maðurinn gleðji- sig vió verk sín.“ Þá höfum við og hug á að vinna gegn þeirri andúð, sem viða gætir á opinberum starfs- mönnum, með því m.a. að kynna þá og störf þeirra á opin- berum vettvangi. Við munum móta trausta stefnu, en ekki vinna eftir hentistefnu." Að lokum sagói Jóhann Guðmundsson: „Kjarabarátta, samningsgerð, hagsmunamál, félagsstarf, kynning félagsmanna, þarfir og óskir, menningar- og fræðslu- starf, eru ekki í samræmi við það, sem þarf til og hægt er að vinna. Þessu vil ég breyta og þar með skapa ábyrgari félags- legan þroska. Ég vil vinna að því, að ný stjórn keppi mark- visst að því, að hver einstakur félagsmaður þekki sig innan félagsins, sé virkur í því að skapa sterka félagslega sam- stöðu, sem tillit er tekið til og auki þannig viróingu félagsins inn á við og út á við og leggi þar með sitt af mörkum til uppbyggingar þróttmikilla heildarsamtaka opinberra starfsmanna og fylgi hverju góóu máli eftir i krafti sínum, ekki aðeins til góða sjálfum sér, SFR og BSRB, heldur ofar öllu landi og þjóð til farsældar." Þá má geta þess að fram- bjóðendur gegn núverandi stjórn hafa lagt fyrir aðalfund breytingu á lögum félagsins um stjórnarkjör. Þar er ekki gert ráð fyrir þvi að aðalfundur kjósi stjórn, heldur verði efnt til sérstakrar kosningar, enda sagði Jóhann að ógerlegt væri að kanna hug allra félags- manna með öðrum hætti, þar sem halda þyrfti aðalfund í Laugardalshöllinni, ef hús- næðið ætti að rúma félagsmenn Starfsmannafélags ríkisstofn- ana. Með þessum hætti mætti auka lýðræði innan félagsins. Vortónleikar í Kópavogi TONLISTARSKÖLI Kópavogs mun gangast fyrir vortónleikum sunnudaginn 26. apríl og 4. maí og hefjast þeir kl. 14.00. Burtfarar- prófstónleikar Margrétar Bóas- dóttur fara fram 7. mai og hefjast kl. 20.30. Margrét lýkur prófi i einsöng og er hún nemandi Elisa- betar Erlingsdóttur. Undirleikari á tónleikunum verður Guðmund- ur Jónsson. Hljómsveit skólans mun halda sérstaka tónleika sunnudaginn 11. mai kl. 14.00, en stjórnandi hennar er Páll Gröndai. Skólan- um verður slitið laugardaginn 17. maí kl. 16.00. Allir tónleikar svo og skólaslit fara fram i húsakynnum skólans að Alfhólsvegi 11, 3. hæð. Sumarfagnað- ur í Argarði Mælifelli, 25. april. A SUMARDAGINN fyrsta var efnt til fagnaðar I Argarði I Lýt- ingsstaðahreppi. Hófust hátíða- höldin með skrúðgöngu og hljóð- færaslætti. Flutt var hugleiðing sumarmálanna, lesið upp og sung- ið en kvenfélagskonur báru fram rausnarlegar veitingar. Síðan var keppt i ýmsum grein- um svo sem knattspyrnu og hlaupum en veður var hið feg- ursta, sól og hlýr sunnanvindur. 1 byggðinni, sem er viðlend mjög eru rétt liðlega 300 íbúar. Sýndi þetta fjölsótta samkomuhald hve miklu má áorka i félags- og menn- ingarmálum í hinum dreifðu byggðum þar sem vönduð og vist- leg félagsheimili eru. Árshátið Varmahlíðarskóla var og haldin fyrsta sumardag. Þótti hún vei takast enda vel sótt úr nágrannasveitunum sem standa sameiginlega að skólanum. Síra Agúst. 5 millj. kr. til varnar gegn sígarettureykingum EINS OG flestir munu vita hefur Samstarfsnefnd um reykinga- varnir verið með mikla auglýs- ingaherferð að undanförnu til að vara við hættu af slgarettureyk- ingum. Þá daga, sem megin- áherzla var lögð á auglýsingarnar, mun 5 millj. kr. hafa verið varið til þess, og gert er ráð fyrir, að birting slíkra auglýsinga hefjist á ný í haust. Vorfundur Jöklamanna VORFUNDUR Jöklarannsóknafé- lags Islands verður i Tjarnarbúð þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.30. Þar mun Eyþór Einarsson grasa- fræðingur rabba um Esjufjöll og sýna litmyndir þaðan. Jón ísdal skipasmiður ræðir um Vatnajök- ulsferðina 1974 og sýnir litmynd- ir. Og að lokum bregður dr. Sig- urður Þórarinsson upp myndum af „hlaupandi jöklum“. Samkvæmt lögum nr. 59 frá ár- inu 1971 er skylt, að verja tveim prómille af brúttósölu tóbaks hjá Áfengis og tóbaksverzlun ríkisins til greiðslu auglýsinga, þar sem varaó er við hættunni af tóbaks- reykingum, og segir i lögunum, að um framkvæmd þeirra skuli haft samráð við stjórn Hjartaverndar og stjórn Krabbameinsfélags Is- lands. Lögin tóku gildi 1. janúar 1972 og var þá komið á fót sam- starfsnefnd til þess að annast þetta verkefni. I henni eiga sæti þeir Jón Kjartansson, forstjóri ÁTVR, tilnefndur af fjármála- ráðuneytinu, Bjarni Bjarnason læknir, fulltrúi Krabbameinsfé- lags Islands, og prófessor Sigurð- ur Samúelsson, fulltrúi Hjarta- verndar. Ýmsir aðilar hafa siðan verió nefndinni til ráðuneytis um fyrirkomulag upplýsingamiðlun- arinnar og einnig unnið að gerð og dreifingu auglýsinganna. Á árunum 1972 og 1973 voru birtar viðvörunarauglýsingar i Framhald á bls. 20 Reynt að kveikja í Menntaskóla Isafjarðar Isafirði, 25. apríl. Á MIÐNÆTTI s.l. miðvikudags varð vart við eld I skólahúsi Menntaskólans á Isafirði. Þykir fullvíst að um fkveikju hafi verið að ræða og var kominn nokkur eldur uppi á anddyri skólans. Þar logaðí f planka en fljótlega tókst að ráða niðurlögum eldsins. Hefði þarna getað orðið allmik- ill bruni þar sem í næsta nágrenni eru einnig gömul timburhús og nýbygging Barnaskólans á Isa- firði. Þar sem eldsins varð vart var greinilegt, að borið hafði ver- ið að smáspýtnarusl til þess að auðvelda íkveikjuna og telur eft- irlitsmaður brunavarna hér á staðnum aó 10—15 mínútur hafi verið frá íkveikjunni þar til elds- ins varð vart. Skólahús Menntaskólans á Isa- firði er stórt timburhús byggt árið 1901 og hafði það fljótt getað orð- ið alelda þar sem þurrt var í veðri og nokkur vindur. Ekki hefur hafst upp á þeim er verknað þennan frömdu og er málið í rannsókn. — Siggi Grfms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.