Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRIL 1975 19 0 Einn af hryðjuverkamönnunum tekinn á flótta úti fyrir sendiráðinu. Hann var vopnlaus en byssukúlur fundust f vösum hans. Stokkhólmi, Bonn, 25. apríl NTB — AP — REUTER. LÖGREGLAN i Stokkhólmi leitar nú hugsanlegra vitorðsmanna hryðjuverkamannanna sex, sem um hádegisbilið i gær réðust til inngöngu f v-þýzka sendiráðið i borginnij tóku tólf starfsmenn þess gísla, drápu hermálafulltrúa þess og verzlunarfulltrúa og sprengdu bygginguna svo f loft upp um miðnættið í nótt eftir að stjórn V-Þýzkalands hafði hafnað kröfum þeirra. Einn hryðjuverkamann- anna framdi sjálfsmorð en fimm þeirra voru handteknir. Utanrfkis- ráðherra V-Þýzkalands, Hans Dietrich Genscher, kom til Stokkhólms f dag til þess að þakka forsætisráðherra Svfa, Olof Palme, hvernig á máli þessu var haldið af sænskri hálfu og til að ræða við starfsfólk sendiráðsins. Yfirmaður lögreglunnar f Stokkhólmi, Karl Linderoth, sagði á fundi með fréttamönnum f dag, að hryðjuverkamennirnir hefðu skotið hermálafulltrúann vegna þess, að sænskir lögreglumenn hunzuðu ftrekaðar viðvaranir þeirra um að hann yrði drepinn, ef þeir hefðu sig ekki á brott úr húsinu. Var þeim upphaflega gefinn tveggja mínútna frestur til að hafa sig að brott, en þeir neituðu að fara þar til einn af starfsmönnum sendiráðsins, sem teknir voru f gfslingu, Mark Ulrich von Schweinitz, hafði talað við þá f síma og beðið þá að hverfa á braut. Sænsku lögreglumennirnir höfðu ákveðið að koma hryðjuverka- mönnunum úr húsinu með einhverjum ráðum. „Við vissum, að við gætum ekkert gert, ef við færum úr húsinu svo að við ákváðum að vera um kyrrt,“ sagði Dag Halldin, aðstoðarmaður lögreglustjóra. Linderoth upplýsti, að fimm hryðjuverkamannanna, fjórir karlar og ein kona, hefðu fundizt úti fyrir byggingunni, vopnlaus eftir að hún var sprengd í loft upp. Hefðu þau verið handtekin án mikilla átaka, er þau reyndu að flýja. Sjötti hryðjuverkamaðurinn, stúlka, réð sér bana inni f byggingunni eftir að hafajskotið á lögregluþjóna er nálguðust hana. Ekki er ljóst hvort verzlunarfulitrúinn, dr. Heinz Hillegaart, lézt af skotsárum sem hryðjuverkamenn veittu honum eða af völdum brunans f byggingunni eftir sprengingarnar, en úr því verður skorið við lfkkrufningu á mánudag. Lík hans fannst ekki fyrr en f morgun. Það var um hádegisbilið í gær, fimmtudag, sem skæruliðarnir sex réðust inn í sendiráðið, sem var á þriðju hæð byggingarinnar. Einn þeirra gekk inn fyrstur og óskaði eftir fyrirgreiðslu varð- andi vegabréf en síðan ruddust hinir inn, vopnaðir vélbyssum og sprengiefni. Ein sænsk kona meiddist í viðureigninni, þegar hryðjuverkamennirnir réðust inn. Vopnaðir lögreglumenn komu þegar á vettvang og komu sér fyrir á fyrstu tveimur hæðunum, en hryðjuverkamennirnir til- kynntu að þeir myndu skjóta her- málafulltrúa sendiráðsins, Andreas von Mirbach, baron, ef lögreglan hypjaði sig ekki innan tveggja mínútna. Er þessu var engu sinnt, gerðu þeir alvöru úr hótun sinni, skutu baróninn fjór- um skotum í höfuðið. Var tveimur lögreglumönnum síðan leyft að bera hann brott úr húsinu stundu siðar, en ekki fyrr en þeir höfðu farið úr öllum fötunum nema nærklæðunum einum. Baróninn lézt skömmu eftir að komið var með hann í sjúkrahús. Að svo búnu höfðu hryðju- verkamenn símasamband við fréttastofu v-þýzku fréttastofunn- ar DPA og tilkynntu hverjir þeir væru og kröfur þeirra. Kváðust þeir kalla sig Holger Meins- sveitina, kenna sig víð einn af félagsmönnum stjórnleysingja- Framhald á bls. 20 0 Hermálafulltrúinn Andreas von Mirbach, borinn út úr sendiráðs- byggingunni á fimmtudag, en hann var skotinn eftir að sænskir lögregluþjónar neituðu að verða við kröfum hryðjuverkamanna um að yfirgefa bygginguna. 0 Hér er verið að fiytja einn af sendiráðsstarfsmönnunum f sjúkrahús illa farinn af brunasár- um og skurðum eftir brak, sem þeyttist á hann við sprengingarn- ar. 0 Menningarmálafulltrúi sendi- ráðsins, Friedrich Schrodt, missti heyrn við sprengingarnar í sendi- ráðinu og hlaut brunasár en var að öðru leyti ekki illa á sig kom- inn, er haiin var studdur út úffc bifreiðinni sem flutti hann f sjúkrahús. Skugginn við gluggann seig saman................ 1 frásögnum sænskra sfð- degisblaða f gær segir, að hryðjuverkamennirnir í Stokkhólmi hafi skotið verzl- unarfulltrúa sendiráðsins f augsýn þeirra, sem með fylgd- ust á götunni fyrir neðan. Ex- pressen segir: „KI. 22.20 greindu þeir, sem úti fyrir stóðu, skuggamynd af manni við einn glugganna á þriðju hæðinni, þar sem ljós hafði skyndilega verið kveikt. Hann heyrðist veina f angist en orða- skil heyrðust ekki. Hryðju- verkamenn höfðu ákveðið að taka einn gfslanna af lffi og sú aftaka skyldi vera opinber. Svo heyrðist skothríð og skugginn við gluggan seig saman. Lfk mannsins fannst f brunarústunum í morgun. Það var af v-þýzka verzlunarfull- trúanum. Þegar þetta gerðist vissu hryðjuverkamenn, að v- þýzka stjórnin mundi ekki ganga að kröfum þeirra.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.