Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 11
11 Blðm ® vlkunnar Víðir (Salix) Hér á landi vaxa nokkrar viðitegundir villtar, venjulega sem fremur jarðlægir runnar svo sem loðvíðir, grávíðir og grasvíðir. Gulvíðir hefur þó sumsstaðar náð allt að 6 m hæð. Fjöl- margar tegundir sem að- fluttar eru hafa reynst hér ágætlega til rækt- unar. Viðir, sem hér í eina tið gekk undir nafninu PÍLVIÐUR á danskan móð er mjög fjölbreyttur hvað útlit og alla gerð snertir og hvað hæðina varðar eru til tegundir sem skríða og ná vart meira en 10—15 cm hæð, en á hinn bóginn geta verið býsna há tré. Víðir er hafður bæði til skrauts og nytja t.d. körfuviðir sem er mikið notaður til körfu- gerðar. Hann mun eitthvað hafa verið rækt- aður i Hveragerði á seinni árum en hins- vegar varð Fjalla- Eyvindur að notast við grávíðitágar við sína körfugerð, sem var snilldar vel af hendi leyst. Af víðitegundum sem hér hafa verið ræktaðar sem stakstæð tré og náð umtalsverðri hæð má nefna þingvíði (s. smithiana) sem svo er nefndur vegna þess að hann var fyrst gróður- settur í Alþingishúsgarð- inum. Hann er með rauð- gula árssprota, kelur æði mikið og er því aldrei verulega fallegur. Vest- urbæjarviðir er talinn vera afbrigði af þingviði, en er með græna árs- sprota, mjórri blöð og þéttari krónu. Selja (s. caprea) hefur getið sér gott orð fyrir einstaka fegurð á vorin með- an hún er alsett gul- um „víðikettlingum" (fræreklum) nokkuð löngu áður en laufið springur út. En selju er ekki að góðu getið i þjóð- sögum: „ekki má tálga selju eða höggva því það verður til meiðsla og gróa þau sár seint og illa, ef þau gróa nokkurn tima og i mæli er að það hafi verið seljuhnyðja sem Grettir hreppti af áverkann sem dró hann til bana. Rekamenn láta Fránihald á bls. 26 Kappreiðar verða haldnar sunnudaginn 4. maí á skeiðvelli hestamannafélagsins Fáks að Víðivöllum (Sel- ási) Skráning kappreiðahesta stendur yfir í skrifstofu Fáks og Birni Sigurðssyni í Kópavogi og lýkur mánudaginn 28. apríl. Hestamannafélögin Fákur og Gustur. f ÚTBOÐ Tilboð óskast í 5800 m. steinullar-einangrun fyrir stálpipur í ýmsum sverleikum, fyrir Hitaveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 14. maí 1975. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 ' LEAP (Leadership education action program) Fyrirhugað era að halda tvö LEAP stjórnunar- námskeið fyrir félaga í JC Borg, JCH, JCK, JCR og JCS dagana 3.—4. og 10. —11. maí n.k. Námskeiðin standa yfir kl. 13.00—18.00 á laugard. og 10.00—14.00 á sunnud. Á námskeiðunum verður fjallað um skapandi hugsun og hugmyndaflug, hóplausn vanda- mála, mannráðningar og mannaval, starfsmat og ráðgjöf, tjáningu og sannfæringu og starfs- hvöt. Leiðbeinandi erÁrni Árnason rekstrarhag- fræðingur. Þátttaka tilkynnist í síma 82930 fyrir n.k. fimmtudaq. JCI SFÍ STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Það er svo margt V. bindi 20 fyrirlestrar eftir Grétar Fells er komin í bókabúðir. Leiftur h. f. AIK er, þegar þrennt er BATAR M0T0RAR BÁTVAGNAR Shetland báta- 14—20 feta sjó og vatnabátar með lúkarog svefnplássi fyrir 2—4 Fletcher hraðbátar 14—17 feta hraðbátar með bólstruðum sætum. Fibrocell vatnabátar 8—12 feta. Chrysler utanborðsmótorar eru framleiddir í stærðum frá 3.6 — 150 hestöfl, 1—4 strokka. Mesta stærðaúrval á markaðnum. Chrysler utanborðsmótorar eru amerisk gæðaframleiðsla á betra verði en sambærilegir mótorar. Snipe bátavagnarfyrir báta frá 8—21 fet. Snipe bátavagnar fást með Ijósaútbúnaði og spili. Snipe eru stærstu framleiðendur á bátavögnum í Evrópu. Tryggvagata 10 Sími: 21 91 5—21286 P.O.Box 5030 Reykjavlk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.