Morgunblaðið - 26.04.1975, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.04.1975, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRlL 1975 — Portúgal Framhald af bls. 1 kvæði f fyrsta skipti á ævinni. Fregnir um kosningaþátttöku, er kjörstöðum var lokað um kl. 18.00 í gærkvöldi, bentu til að milli 90—95% þeirra, sem á kjörskrá voru, hefðu neytt at- kvæðaréttar sfns þrátt fyrir til- raunir herforingjanna, sem fara með völd f landinu, til að gera lítið úr mikilvægi kosn- inganna. Othelo Saravia de Carvalho hershöfðingi, sem stjórnaði byltingunni gegn gömlu hægri einræðisstjórninni á sl. ári og er yfirmaður öryggissveita hersins, sagði í útvarpsræðu í dag, að stjórnmálaflokkarnir f landinu hefðu lítið áhrifavald, menn kysu aðailega eftir því sem þorpspresturinn segði, eða nánir vinir, bæjarstjórinn eða ríkir landeigendur. Hann sagði, að sú staðreynd, að landsmenn væru lítt þroskaðir stjórnmálalega, gæti þýtt að úrslit kosninganna gæfu falska mynd af ástandinu, allir yrðu að viðurkenna, að þessar kosningar gætu ekki gefið rétta mynd af ástandinu. Kosið var um 247 þingsæti og eiga þeir fulltrúar, sem kjörnir verða, að semja nýja stjórnarskrá fyrir landið. Hins vegar hafa herforingjarnir knúið fram loforð stjórnmála- flokkanna um að sú stjórnar- skrá muní tryggja áframhald- andi völd herforingjanna næstu 3—5 árin. Sósíalista- flokkurinn, miðdemókratar og vinstri demókratar hafa lagt alla áherzlu á það í kosninga- baráttunni að tryggja sér sem mest fylgi f þeirri von, að slíkt muni hafa sálfræðileg áhrif f þá átt að veita þeim atkvæðis- rétt f mótun máia f landinu. Dauðarefsing endurvakin Annapolis Maryland23. apríl Reuter. MARVIN Mandel, fylkisstjóri f Maryland, undirritaði í dag lög, sem endurvekja dauðarefsingu í fylkinu. Er Maryland 32. fylkið, sem gerir þetta frá því að hæsti- réttur Bandaríkjanna kvaó upp úrskurð sinn 1972. Dauðarefsing veróur nú skilyrðislaus fyrir 1. gráðu morð af yfirlögðu ráði, en fylkisstjórinn getur þó náðað fanga eða breytt dauðarefsingu í fangelsisdóm. r * * Aformað að snúa Hvassa- felli í kvöld AFORMAÐ er að reyna að ná Hvassafellinu af strandstað f Flatey í tveimur áföngum. Verður skipinu fyrst snúið f hálf- hring og sfðan dregið yfir grynningarnar en það er um 3—400 metra vegalengd. Er stefnt að því að snúa skipinu á flóðinu f kvöld, að sögn frétta- ritara Mbl. á Húsavfk og síðan að reyna að ná þvf yfir grynn- ingarnar annað kvöld en þá er stærstur straumur. Að undanförnu hefur verið unnið kappsamlega við að þétta skipið, bæði lestar og vélarrúm. Hefur það verk gengið vel þótt það hafi verið unnið við erfiðar aðstæður. Var búizt við því að rafsuðu lyki í nótt og annar undir- búningur björgunar er langt kominn. Hefur verið reynt að flýta honum eins og unnt er til að ná stórstraumsflóðinu. — Hryðju- verkamenn Framhald af bls. 1 óhugnanlegu hryðjuverkaöldu i heiminum á alþjóðlegum vett- vangi og i slíkri baráttu verða þjóðir heims að teygja sig alveg út í yztu mörk laganna." Schmidt sagði, að hann viður- kenndi, að ýmsir V-Þjóðverjar kynnu að velta fyrir sér, hvort stjórn V-Þýzkalands væri tvíbent í meðferð mála sem þessara, þar* sem látið hefði verið undan kröf- um ræningja Peter Lorenz, borg- arstjórnarefnis kristilegra demó- krata, i V-Berlín, á dögunum, en nú neitaðaðverðaviðkröfunum nú neitað að verða við kröfunum, er mun fleiri mannslíf hefðu ver- ió i hættu. Hann sagði að svo væri ekki, stjórnin hefði fallizt á að láta 5 litt þekkta stjórnleysingja lausa í skiptum fyrir Lorenz, auk þess, sem ekki hefði verið vitað hvar Lorenz var í haldi og þvi enga tilraun hægt að gera til að bjarga lífi hans. Kanslarinn sagði aó ákvörðunin i gærkvöldi hefði verið einróma samþykkt af leið- togum allra flokkanna þriggja. — Skutu Framhald af bls. 19. samtakanna Baader Meinhof, sem lézt i fangelsi sl. ár eftir hungur- verkfall. Kröfðust þeir þess, að allir félagar Baader- Meinhof-samtakanna, sem nú sætu í v-þýzkum fangelsum, 26 að tölu, yrðu látnir lausir. Skyldi sjónvarpað frá því beint, er þeim væri sleppt og síðan farið með þá til Frankfurt-flugvallar fyrir kl. 8 GMT, 9 að sænskum tíma, en þar skyldi til reiðu Boeing-þota 707, tilbúin að hefja sig til flugs áleið- is til ónafngreinds áfangastaðar á miðnætti GMT eða kl. 1 eftir mið- nætti að sænskum tíma. Þá var þess krafizt, að v-þýzka stjórnin afhenti hverjum fang- anna 20.000 dollara og að sendi- herra Svía í Bonn, Sven Becklung færi með föngunum um borð í þotuna svo og ónafngreindur lög- fræðingur. Hryðjuverkamennirn- ir tilkynntu, að yrði ekki gengið að öllum þessum kröfum skyldu gíslarnir drepnir, einn og einn fyrir hverja klukkustund, er liði fram yfir kl. 8, án þess að kröfur þeirra hefðu verið uppfylltar. Loks kváðust þeir sprengja sendi- ráðsbygginguna í loft upp, ef sænska lögreglan reyndi að ráðast þar til inngöngu — en til þess hefðu þeir um 15 kg af dynamiti. Baader-Meinhof fangarnir 26 eru í átta fangelsum i Þýzkalandi og hefði að sögn v-þýzkra stjórn- valda verið útilokað að koma þeim öllum til Frankfurt á til- greindum tíma. Meðal þeirra, sem sleppa átti, voru fjórir helztu for- sprakkar samtakanna, Ulrike Meinhof, Andreas Baader, Jan Carl Raspe og Gudrun Ensslien. Þau eru öll ákærð fyrir morð, sprengingar og vopnuð rán og stendur til að réttarhöld f máli þeirra hefjist 21. maí nk. Öll eru þau i fangelsi i Stuttgart og voru þegar geróar auknar öryggisráð- stafanir þar, þegar fréttist um kröfur ræningjanna. Þegar hafði verið gerð áætlun um, hvernig við skyldi bregðast, ef reynt yrði að koma þeim úr fangelsinu með ein- hverjum ráðum. Strax og fréttist af árásinni á sendiráðið tilkynnti Helmut Schmidt, kanziari V-Þýzkalands, sem var í heimsókn í París, að hann mundi þegar snúa heim, en heimsókn hans átti að ljúka í kvöld. Aflýst var kvöldverðarboði Valerys Giscards d’Estaings, for- seta, en þegar er Schmidt kom heim, boðaði hann helztu forystu- menn þriggja stóru stjórnmála- flokkanna á sinn fund og urðu þeir allir á eitt sáttir um að verða ekki við kröfum ræningjanna. Eftir tveggja klst. fund þeirra var haldinn stjórnarfundur. Ekk ert fréttist um afstöðu v-þýzku stjórnarinnar fyrr en eftir að sendiráðsbyggingin í Stokkhólmi hafði verið spren^d upp og stóð í ljósum logum. Þa var upplýst, að v-þýzka stjórnin hefði vísaó kröf- um hryðjuverkaniannanna á bug. Það gerðist laust fyrir miðhætti að sænskum tima. Rétt áður höfðu hryðjuverkamenn sleppt þremur konum úr sendiráðinu en skotið einn af karlmönnunum að talið var. Siðan kváðu sprenging- ar við, hver af annarri og fyrr en varði teygðu eldtungur sig upp eftir húsinu. Sænskir lögreglumenn, sem höfðu búið um sig með alvæpni i skjóli myrkus umhverfis bygging- una, brugðu við skjótt og tókst að ná gíslunum sem eftir lifðu út úr húsinu. Þeirra á meðal var v- þýzki sendiherrann Dietrieh Stöcker, sem hefur margra ára kynhi af Svíþjóð, var aðalræðis- maður í Gautaborg á árunum 1961—68. Akvörðun v-þýzku stjórnarinn- ar um að hafna kröfum hryðju- verkamannanna kom allmjög á óvart, þvi að til þessa hefur hún látið undan slikum kröfum frekar en að stefna lífi gisla í voða. Hins- vegar var fundur hennar í gær ánnar neyðarfundurinn á tveimur mánuðum út af hryðjuverkastarf- semi, en sem kunnugt er var v- þýzka stjórnmálamanninum Peter Lorenz rænt 27. febrúar sl. af stjórnleysingasveit, sem nefndi sig „2. júni-hópinn“. Lorenz var látinn laus viku síóar eftir að fimm föngum hafði verið sleppt að kröfu ræningjanna. Lorenz — sem i dag var kjörinn forseti borg- arþings V-Berlínar — kom fram í sjónvarpi i gær og kvaðst þeirrar skoðunar, að ganga ætti að ikröf- um hryðjuverkamannanna i- Stokkhólmi. Þá tólf tíma sem hryðjuverka- mennirnir höfðust við í sendiráðs- byggingunni i Stokkhólmi var v- þýzka utanrikisráðuneytið í stöðugu sambandi við sænska ráð- neytið og Schmidt í sambandi við Palme. Tíu v-þýzkir lögreglu- menn og sérfræðingar i starfsemi stjórnleysingjasamtaka voru sendir til Stokkhólms og fylgdust þeir þar með þvi sem fram fór. Um 150 sænskir lögregluþjónar vopnaðir riflum, voru á verði um- hverfis sendiráðsbygginguna allan daginn i gær og aðrir unnu að því að flytja fólk burt úr sendi- ráðum Bandarikjanna, Bretlands, Japans og Noregs, sem eru skammt frá v-þýzku sendiráóinu. Einnig var fólk flutt úr þeim hluta stöðva sænska útvarpsins og sjónvarpsins sem er gegnt v-þýzka sendiráðinu. Samkvæmt REUTERS-frétt fór v-þýzka stjórnin þess á leit við sænsku stjórnina í sl. mánuði að kannað yrði hvort sannur væri orðrómur, er henni hefði borizt um aó ræningjar Lorenz hefðu farió til Svíþjóðar. Um svipað leyti vísaði sænska stjórnin úr landi fjórum ungum Japönum, sem voru að gera uppdrætti úti fyrir einni af sendiráðsbyggingunum i Stokk- hólmi — og var talið að þeir til- heyrðu „Rauða hernum“ japanska. Talið er að samband sé milli þeirra samtaka og Baader- Meinhof hópsins. — 5 milljónir Framhald af bls. 5 fjölmiðlum öðru hverju eftir því, sem fjáhagur leyfði, en eins og fyrr sagði hefur nefndin sam- kvæmt lögum til ráðstofunar 2 prómille af brúttósölu tóbaks i landinu. Fyrstu tvö árin var í aug- lýsingunum aimennt vakin at- hylgi á hættunni, sem er samfara tóbaksreykingum en þó einkum sígarettureykingum. Fyrri hluta ársins 1974 var efninu einkum beint til ungs fólks með það fyrir augum að minnka likurnar á því, að það byrjaði að reykja. Síðastliðið haust varð Sam- starfsnefndin sammála um, að gangast fyrir öflugri upplýsinga- herferð skamman tíma vorið 1975, i stað þess að birta auglýs- ingarnar jafnt og þétt allt árið. Jafnframt var ákveðið, að láta þessa upplýsingamiðlun nefndar- innar liggja niðri síðari hluta árs- ins 1974 til þess að fyrir hendi yrði nægilegt ráðstöfunarfé i vor- herferðina, sem nú er um það bil að ljúka. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem nefndin hefur aflað sér, virð- ist varnarvikan gegn reykingum hafa vakið feiknamikla athygli, fjöldi reykingamanna alveg hætt að reykja og margir dregið veru- lega úr sigarettureykingum sin- um. Bendir því allt til þess, að þetta fyrirkomulag á birtingu varnaðarorða frá nefndinni hafi náð tilgangi sínum og vakið þjóð- ina til umhugsunar um hve gifur- legu fé er eytt í sígarettureyking- ar hér á landi og hve alvarleg heilsuspillandi áhrif þær hafa. — Friðrik Framhald af bls. 36 ur á þessu móti voru 8 vinningar og er Friðrik vel yfir þvi marki. Friórik kvaðst vonast til að komast heim seinnipartinn í dag. Hann sagóist ætla að hvíla sig á skákmótum næstu tvo mánuði og nota þann tíma til að grúska i skákbækur. Um skák sína við Mecking í gærkvöldi hefði Friðrik þaó að segja, að Brasilíumaðurinn hefði teflt mjög stíft til jafnteflis og hefði hann enga möguleika séð í stöðunni og því sætzt á jafntefli. í síðustu umferð mótsins í gær- kvöldi urðu úrslit þau, að Ljubojevic og Tatai gerðu jafn- tefli I 14 leikjum. Bellon vann Visier i 45 leikjum, Tal vann Fernandez i 43 leikjum, Anderson vann Cardoso I 42 leikjum, Petrosjan vann Rodriques í 34 leikjum og Pomar og Debarnot gerðu jafntefli í 19 leikjum. Hort sat hjá. Lokaröðin í mótinu varð þá þessi: Ljubojevic hlaut 11 vinn- inga, Mecking, Tal og Andersson hlutu 10 v, Friðrik og Hort 9V4, Petrosjan 9, Tatai og Bellon 6'A, Rodriques og Cardoso 5, Pomar 4‘A, Visier 4, Fernandez og Debarnot 2'A vinning. — Nýr flugvöllur Framhald af bls. 2 kvæmd og er þar gert ráð fyrir að gerð varnargarða ásamt upp- fyllingu um 100 ha lands og gerð vegar að miðri fyilingu nemi nálægt 2 milljörðum króna. Ennfremur er bent á, að verði þessi hugmynd ofan á geti Reykjavikurborg tekið núver- andi flugvallastæði til bygginga í framtíðinni. Ef áætlað sé að flúgvallarsvæðið sé um 140 ha og verð lands þarna áætlað um kr. 100 á fermetrinn sé verð- mæti þess landsvæðis er losni allt að 1400 milljónir króna. Síóan segir: Ef gert er ráð fyrir, að rikissjóður eigi um 60 ha lands mætfi meta eignir hans i landi um 600 millj. króna. Með tilliti til þeirra gífurlegu hagsmuna sem ReyRjavíkur- borg á i þessu máli, þarf öll framkvæmd og athugun að fara fram í náinni samvinnu við hana. Ekki væri, með tilliti til þess, óeðlilegt að hugsa sér að borgin tæki þátt í gerð flugvallar í Skerjafirði, enda fengi hún' til bygginga landsvæði aó verð- mæti um 800 millj. kr„ þ.e. eitt- hvert bezta byggingarsvæði borgarlandsins, suðurströndina í hjarta borgarinnar, jafnframt þvi sem flugvöllur i Skerjafirði þýddi framtíðaraðsetur flugfé- laganna i borginni. — Vietnam Framhald af bls. 1 að þeir séu með þessu að leggja áherzlu á mátt sinn og megin, en þeir ráða nú þegar yfir 3A hlutum landsins. Miklar umræður urðu í Wash- ington í dag, er William S. Broom- field fulltrúadeildarþingmaður frá Michigan sagði við frétta- menn, að hann vissi til þess að það væri þegjandi samkomulag milli Bandaríkjamanna og N- Vietnama og Viet Cong, að Banda- ríkjamenn fengju að flytja sitt fólk óhindrað á brott fram á mánudag. Þá hafði hann einnig eftir hernaðarsérfræðingum, að kommúnistar gætu tekið Saigon herskildi á 48 klst., ef þeir beittu öllu sinu liði á hinum ýmsu vig- stöðvum umhverfis Saigon. Henry Kissinger utanríkisráð- herra sagði um þetta: „Við tölum ekki um það, sem við erum að gera á diplómatiska sviðinu, en þessi yfirlýsing þingmannsins er ekki sannleikanum samkvæm." Broomfield sagði fréttamönnum þá, að hann hefði ekki fengið op- inbera staðfestingu á þessu hjá bandarískum embættismönnum, en að hann vissi engu að siður, að svo væri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.