Morgunblaðið - 26.04.1975, Page 3

Morgunblaðið - 26.04.1975, Page 3
MORG UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRjL 1975 3 Meiðyrðamál höfð- að gegn Flísinni STUTTU eftir bæjarstjórnar- kosningarnar f fyrra höfðaði Osk- ar Jónsson forstjóri Dráttarbraut- arinnar hf. á Neskaupstað meið- yrðamál á hendur Pétri Óskars- syni ábyrgðarmanni Flísarinnar, en það var stuðningsblað T- listans í umræddum kosningum. Nú er mál þetta komið nokkuð á skrið og hefur Már Pétursson full- trúi sýslumannsins i Gullbringu- sýslu verið skipaður setudómari í málinu. Er Már staddur á Nes- kaupstað og hefur hann yfirheyrt aðila málsins og aflað gagna í sambandi við það. Málið hefur hins vegar ekki verið dómtekið ennþá. Fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar í fyrra kom blaðið Flísin í nokkur skipti út, en svo hét stuðn- ingsblað lista ungra kjósenda, T- listans. Birtust i blaðinu nokkrar harðorðar greinar og þótti Óskari þar koma fram á sig meiðandi ummæli og höfðaði hann því mál á hendur Pétri Öskarssyni rit- stjóra og ábyrgðarmanni blaðsins. Texti Evensensnefndar liggur fyrir Walton Grönroos og Agnes Löve á æfingu fyrir tónleikana, sem haldnir verða f dag. — Ljósm.: Sv. Þorm. Genf 25. aprii frá Matthiasi Johannessen, ritstjóra. Sjá einnig frétt á bls. 16. Matreiðslumenn boða fjögurra sólarhringa vinnustöðvun FÉLAG matreiðslumanna hefur boðað til fjögurra sólarhringa vinnustöðvunar frá miðnætti 30. apríl n.k. hafi samningar við Sam- band veitinga- og gistihúsaeig- endur og Loftfeiðir h.f. á Kefla- vfkurflugvelli ekki tekizt fyrir þann tfma. Á fundi Félags matreiðslu- manna 23. apríl sl. voru kjara- samningar við Islenzka álfélagið samþykktir samhljóða. Fundurinn skoraði á stjórn félagsins og trúnaðarmannaráð að boða til fjögurra sólarhringa vinnustöðvunar „til að knýja á um kjarasamninga á grundvelli eðlilegra krafna Félags mat- reiðslumanna“, eins og segir i ályktun frá fundinum. Kjaradeilunni hefur verið vísað til sáttasemjara. SUMARKOMAN — Sumarið heilsaði með heldur vætusömum hætti i fyrradag, en unga fólkið lét rigninguna þó ekki aftra sér frá að gera sér dagamun. Barnavinafélagið sumargjöf gekkst sem fyrr fyrir hátiðahöldum sumardaginn fyrsta og fyrir þess tilstilli voru farnar sex skrúðgöngur víðs vegar um borgina auk þess sem efnt var til barnasýninga. ói. K.M. TEXTI Evensensnefndarinnar að efnahagslögsögu hefur nú verið afhentur formanni annarrar nefndar hafréttarráðstefnunnar hér f Genf og verður hann hafður til hliðsjónar við samningu grundvallartextans. Á fundi í vinnunefnd þeirri, sem fjaliar um efnahagslögsög- una á vegum annarrar nefndar, sagði Hans G. Andersen, formað- ur íslenzku nefndarinnar eftir- farandi: „Hr. formaður. Sendi- nefnd Islands hefur við ýmis tækifæri lýst skoðunum sínum varðandi hugtakið efnahagslög- saga, og ég sé enga ástæðu til að hafa um það langt mál að sinni. Almennt samkomulag er nú um það á ráðstefnunni, að inntak efnahagslögsögunnar sé miðað við það, að innan 200 milna hafi strandríkið fullveldisrétt yfir hagnýtingu allra auðlinda svo og um framkvæmd. Islenzka sendinefndin er sann- færð um að efnahagslögsagan, ásamt 12 mílna landhelgi og frjálsri umferð um stund, verði hornsteinninn I þvi fyrirkomu- lagi, sem væntanlegur samningur mun fjalla um. Við erum einnig sannfærðir um, að grundvallar- texti sá, sem formaður annarrar nefndar vinnur nú að, muni verða byggður á þessum sjónarmiðum, þvi að önnur vinnubrögð mundu verða algjörlega óraunhæf og eyða tímanum til einskis." Aðilayfirheyrslur vegna Varins lands I GÆR fóru fram aðilayfirheyrsl- ur á bæjarþingi Reykjavíkur vegna meiðyrðamálshöfðana 12 forvigismanna undirskriftarsöfn- unarinnar Varins lands. Hér er um að ræða fyrsta málið af 11, sem þessir aðilar hafa höfðað, en þvi er stefnt gegn Ulfari Þormóðssyni blaðamanni á Þjóðviljanum. Stefnt mun vera að þvi, að munnlegum málflutningi í þessu fyrsta máli ljúki i júní- mánuði og dómur falli fyrir réttarhlé i sumar. Aðilayfirheyrslur stóðu yfir frá kl. 9.30 i gærmorgun til kl. 17.30. Af hálfu stefnenda komu fyrir réttinn i gær: Þorsteinn Sæ- mundsson, Þorvaldur Búason, Björn Stefánsson og Ragnar Ingi- marsson. Enn eiga nokkrir stefn- enda eftir að gefa skýrslu fyrir réttinum, en ekki er ákveðið hvenær aðilayfirheyrslum verður haldið áfram. Þá kom einnig fyrir réttinn i gær stefndi,' Ulfar Þormóðsson. Vitnayfirheyrslur munu fara fram síðar. Ríkisstjórn- in gefur 1,5 milljónir RlKISSTJÖRNIN hefur ákveðið að leggja fram kr. 1.500,000,- til hjálparstarfs Alþjóða Rauða krossins í Indókína. Verða 26 daga í ferðinni FIMM brezkir fjallgöngumenn lögðu af stað f gær fótgangandi yfir Vatnajökul. Ætla þeir sér að verða 26 daga á leiðinni og koma þvf ekki aftur til Reykja- vfkur fyrr en eftir 20. maí. All- ir eru Bretarnir, sem koma frá Cleveland f Bretlandi, vanir fjallgöngumenn. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði einn þeirra, Bill Butcher,en hann er blaðamaður frá The Northern Ecko Darlington, að blað sitt styrkti inni myndi hann skrifa nokkrar greinar um ferðina. Félagar sínir væru sinn úr hvorri átt- inni, 2 væru lögreglumenn, einn væri verkfræðingur og einn sjómaður. Hann sagði, að einn þeirra félaga, Olaf Richardsson, hefði verið á Islandi fyrir 4 árum og þá gengið á mörg f jöil hér. Eftir þá ferð hefði hann byrjað að huga að þessari ferð, sem nú væri að rætast. þessa ferð og að ferðinni lok- Sjálfir komu þeir fljúgandi til landsins, en útbúnaðurinn kom með Mánafossi. — Við urð- um felmtri slegnir þegar Mána- foss kom, sagði Butcher, þvi okkur var tjáð að útbúnaður okkar hefði orðið eftir í Englandi, en sem betur fór kom í ljós, að hann var með skipinu. Þá sagði hann, að þeir félagar ætluðu sér að leggja á jökulinn upp frá Jökulheimum og ganga þaðan i Kverkfjöll. Úr Kverk- fjöllum á að ganga til Hafnar í Hornafirði — og við verðum minnst 26 daga i ferðinni. Álenzkur óperusöngv- ari í Norræna húsinu SlÐASTA atriði Álandseyjavik- unnar verður f Norræna húsinu í dag klukkan 16, en það eru tón- leikar Waltons Grönroos, óperu- söngvara, sem er Álendingur að uppruna. Undirleikari verður Agnes Löve. Walton Grönroos lauk söng- námi við Sibeliusar-akademíuna í Helsinki árið 1970, en lagði siðan leið sína til Vinarborgar, þar sem hann var við framhaldsnám í söng 1970 til 1971 og aftur 1972 til 1973. Hann kom fyrst fram í Hel- sinki 1971, en hefur siðan haldið fjölda tónleika í heimalandi sinu, auk þess sem hann hefur farið I tónleikaferðir til Vínarborgar, Stokkhólms, Debrecen i Ung- verjalandi og nýlega til Moskvu og Leningrad. Grönroos hefur sungið ein- söngshlutverk í mörgum óratórí- um og kór- og hljómsveitarverk- um. Sumarið 1970 kom hann til Islands og söng einsöngshlutverk á norrænu kirkjutónlistarmóti, sem hér var haldið. Frumraun sina á óperusviði þreytti Walton Grönroos í Helsinki nýiega, er hann söng hlutverk Luna greifa í Trúbadúrunum og hlaut fyrir frá- bært lof gagnrýnenda — að þvi er segir í fréttatilkynningu frá Nor- ræna húsinu. Ganga yfir Vatnajökul Ljósmynd Ol.K.M. VATNAJÖKULL — Félagarnir fimm, sem ætla sér að ganga yfir Vatnajökul, en þeir heita: Olaf Richardsson, Neil Mjedie, John Rice, Bill Butcher og Tony Wascoi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.