Morgunblaðið - 01.06.1975, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNl 1975
11
Ml.ún kemur akandi i litlu
Fiat-bifreiöinni sinni eftir einni
af götum Parisarborgar og þar
sem hún staðnæmist vindur pels-
klædd dóttir næturinnar sér að
bifreiðinni og hvíslar „gættu þín
prinsessa, þeir bíða handan við
hornið". Stúlkan í bílnum selur
upp svip og spyr: „Hve margir?“
„2—3“, er svarið og hún stígur
fast á bensíngjöfina, snýr bifreið-
inni og ekur til baka. Ljósmyndar-
arnirkoma hlaupandi f.vrir hornið
og bölva hástöfum, en prinsessan
er gengin þeim úr greipum i þetta
sinn. Eftirlætisfórnarlamb ljós-
myndara og ein aðalpersóna
slúðurdálka heimsblaðanna í dag
er Caroline Louise Margurite
Grimaldi af Monaco, 18 ára gömul
fegurðardís, dóttir leikkonunnar
heimsfrægu Grace Kelly og
Rainers prins.
II
ÆMún dvelst um þessar
mundir í Paris, ásamt móður
sinni og yngri systur, Stefanie 10
ára, en bróðir hennar, Albert 17
ára erfðaprins, er hjá föður sinum
i Monaco. Caroiine stundar nám í
stjórnmálafræðum við Science Po
í Paris og stendur sig með af-
brigðurn vel. Móðir hennar sagði
nýlega í viðtali við Time:
„Caroline er ákaflega heilsteypt
stúlka, hún er hörkudugleg og ég
er stoit af henni. Hún hefur
ákveðin markmið í lifinu og ætlar
sér að ná þeim.“ Þetta er allt rétt
og satt. 1 kaþólska einkaskólanum
i Monaco var hún talin mjög vel
gefin, opinská og sifellt að spyrja
og sætti sig ekki við loðin svör.
Hún lauk prófi þaðan með ágætis-
einkunn. Hún er mikil mála-
manneskja, talar ensku, frönsku,
þýzku og spönsku reiprennandi
og hefur hug á frekara tungu-
woodframleiðandi Sam Spiegel
elskaði að fá að fara með hana í
siglingar um borð í snekkju sinni
um höfnina í Monte Carlo á eftir-
miðdögum. Ein besta æskuvin-
kona Caroline, Helen Faggioento,
sagði í viðtali: „Grimmy (eins og
vinir hennar kalla hana) átti allt.
Dúkkueldhús sem hægt var að
elda í, bíla, sem hægt var að keyra
i, öll þau gæludýr sem hana lang-
aði í og yfirleitt öll þau leikföng,
sem flest börn aðeins dreymir
uin.“
f
V/aroline gerði sér ekki
grein fyrir þvi að hún hefði sér-
stöðu fyrr en hún byrjaði skóla-
göngu. Fram til þess tíma hélt
hún að nöfn allra enduðu með „af
Monaco", en hún lærði fljótt. Þeg-
ar hún var sex ára fór hún með
foreldrum sinum í opinbera heim-
sókn til Irlands og Winston
Churchill var um borð í sömu
flugvél. Þegar hún tók eftir því
hve fólk snerist í kringum hinn
aldna stjórnmálamann spurði
hún: „Er hann mikilvægari en
pabbi?“
ú þegar Grace litur yfir
skólagöngu dóttur sinnar í París
vill hún að Caroline sæki nám-
skeið I matreiðsluskóla Maxims,
til þess að læra að dekka borð,
velja silfur og vera gestgjafi.
Þessu svarar dóttirin glettnis-
lega: „Ég þarf þess ekki mamma,
við höfum þræla til þess.“ „Já,“
svarar Grace „og ég er þinn
þræll.“
Hin aldagamla spenna milli
móður og dóttur, misjafnlega
áberandi, en alltaf til staðar, á
eins við um þær Grace og Caro-
line. Eitt sinn fyrir skömmu voru
þær að glettast léttilega, er eitt-
hvað breytti skyndilega andrúms-
loftinu og Caroline sagði striðnis-
lega við móður sína: „Ég get plat-
að þig hvenær sem er.“ Grace sezt
og starir á dóttur sina en segir
ekkert.
r
v/aroline gengur út að
glugganum og horfir út og
sér kunna sjónvarpsstjörnu
hleypa vændiskonu út úr
bifreið sinni á horninu á
Foch-breiðgötu. Caroline glottir
og segir: „Ekki skil ég hvernig
þessar dömur geta haldið hár-
greiðslunni i Iagi.“ Móðir hennar
roðnar og gefur ákveðið í skyn, að
hún kæri sig ekki um að dóttirin
láti slikar athugasemdir út úr sér.
Lífið er ekki bara dans
á rósum þótt maður heiti Caroline
málanámi. Sjálf segir hún; „Ég
legg hart að mér við námið,
kannski ekki harðara en annað
fólk, en ég lifi ekki í drauma-
heimi.“
r
V/aroline er engin Grace
Kelly 8. áratugarins. Það er þó
einhver svipur með þeim, augun
og munnsvipurinn, en þar með er
það líka búið. Caroline likist
meira föðurættinni og kunnugir
segja aó henni svipi helzt til
ömmu sinnar, Carlottu, sem þótti
forkunnarfögur og þokkafull á
yngri árum og var þekkt fyrir
feiknalegt skap. Greinilega ekki
leiðum að likjast fyrir unga
prinsessu.
r
Urace Kelly lagði frá upp-
hafi áherzlu á að uppeldi barna
sinna yrði með eins eðlilegum
hætti og kostur væri, sem ekki
var auðvelt i þvi draumariki, sem
Monaco er. Monaco er eins og
ostur á samloku milli Nice og
ítölsku landamæranna, aðeins um
470 ekrur að flatarmáli og íbúarn-
ir eru 24 þúsund. Veðráttan er
eins ákjósanleg og helzt er hægt
að hugsa sér við strendur
Miðjarðarhafs og meðalárshitinn
um 18 gráður á celcíus: Helztu
tekjur furstadæmisins eru af
ferðamönnum, hinu fræga Monte
Carlo spilavíti, ilmvatnafram-
leiðslu og sölu frímerkja. Aðeins
um 4000 þúsund íbúa eiga ættir
sinar aó rekja til Monacobúa, hin-
ir eru af 88 þjóðernum, og eru það
einkum hin milda veðrátta og
hagstæðir tekjuskattar, sem hafa
laðað þá tíl búsetu. Mestu viðsjár,
sem steðjað hafa að Monaco í
nútímasögu þess, voru árið 1962,
er De Gaulle Frakklandsforseti
hótaði að loka fyrir vatn og raf-
magn til furstadæmisins, vegna
þess að ríkir Frakkar fundu þar
skattaparadis, án þess að frönsk
D
MPlöðin eru búin að gifta
Caroline allt frá Charles
Bretaprins til sonar Valery
Giscards D’Estaings Frakk-
landsforseta, en sannleik-
urinn er sá að hún er ekki á föstu
og hefur ekki verið. Hún hefur átt
sína kunningja og góða vini, ein-
stöku betri en annan, en hún er
fjarri þvi að hugsa um hjónaband.
Hún kann best við að fara út að
skemmta sér með hópi fólks og
sækir gjarna fínni veitingahúsin
og diskótekin i París með vinum
sínum, þar sem hún dansar og
syngur eins og hver annar ungl-
ingur á hennar aldri. Eini munur-
inn er sá, að lífvörðurinn er ætíð
nærstaddur.
r
\/aroline er ekki farin að
hugsa alvarlega um hvað hún
tekur sér fyrir hendur að
loknu náminu í Paris. „Mér
finnst ég vera meiri Frakki
en Bandarikjamaður og ég vil
búa í Evrópu, i eða sem næst
Monaco, en þetta er minn tími til
að gera það sem mig langar til án
þess að þurfa að brjóta það til
mergjar áður. Hins vegar skiptir
ekki mestu máli, hvar maður býr,
heldur hver maóur er, hvernig
maður hugsar og hvað maður ger-
ir.“ Hún vili ekki útiloka neina
möguleika, en: „Þetta er sá tími
sem maður getur Iátið stjórnast af
hugdettum, því aó siðar í lifinu
verður allt skipulagt.”
u
MMins vegar er ákaflega erf-
itt að láta stjórnast af hugdettum
og gera það sem mann langar til,
þegar lífvörðurinn er alltaf eins
og skuggi manns og Ijósmyndar-
arnir bíða handan við hornið. Líf-
ið er þvi ekki bara dans á rósum
þótt maður heiti Caroline og sé
prinsessa af Monaco.
Caroline og hin ýmsu andlit prinsessunar af Monaco
yfirvöld fengju að gert. Rainer
brá við skjótt og skipaði 80 manna
hallarvarðsveit sinni og 207 lög-
reglumönnum í viðbúnaðarstöðu.
Skynsemin réð þó að lokum og
það varð að samkomulagi að
Frakkar, sem höfðu haft löglega
búsetu í landinu frá 1957, fengju
að halda skattafríðindum sinum,
en þeir sem styttri búsetu áttu að
baki urðu að greiða skatta í
Frakklandi. Þar með var styrjöld
afstýrt.
r
\/aroline hitti ótrúlegasta
fólk á uppvaxtarárum sínum og
það átti sinn þátt i að móta hana,
að sögn móður hennar. Hún var
tveggja ára, er hún hitti drottn-
ingu Spánar, De Gaulle heilsaði
hún þriggja ára, Aristotles
Onassis var mikill vinur hennar
og gaf henni m.a. smábíl meó
bensínmótor. Hinn frægi Holly-
Með pabba við veizluborð.