Morgunblaðið - 01.06.1975, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JUNl 1975
Piltur og stúlka
Eftir Jón Thoroddsen
einu sinni verið yður að geði; en lengi
ætlið þér að neita mér um þessa einu bón,
sem ég hef beðið yður, eða haldið þér, að
þér munuð hafa nokkra ógæfu af því að
fara til mín?
Ónei, ég vona til, að þér viljið mér vel,
og mér finnst, aö ég nú geti ekki annað
en orðið við þeim tilmælum yðar, fyrst
yður þykir nokkru um það varða.
I því bili, að Sigríður sagði þetta, bar
svo við, að Kristján og Guðrún, er gengu
spölkorn á undan, sveigðu fyrir húsgafl
einn, svo að dálítið bar af millum þeirra
og Möllers og Sigriðar, er þau gengu
fram með húshliðinni; tunglið skein í
heiði, en hefði það þá getað mælt, mundi
það þá líkast til hafa sagt: einn, tveir,
þrír og sá seinasti ögn lengri en sá fyrsti,
og ekki kalla ég það að kyssast, börn,
einhvern tíma hef ég nú séð annað eins.
En er þau Möller voru gengin fram með
húshliðinni, stóðst það á, að kaupmaður
Á. var kominn að dyrunum á húsinu sínu
og staldraði þar við, þar til þeir Kristján
—COSPER----------------------
V
og Möller voru komnir. Þar skildu þeir
Möller og Kristján við þær stúlkur sfnar.
Sigríður var orðin örþreytt og úrvinda af
svefni og féll undir eins í svefn, þegar
hún var komin í rúmið, og svaf fast og
draumlaust alla nóttina og fram á
bjartan dag, fór síðan á fætur, en var
mjög svo óglöð um daginn. En Guðrún
lék als oddi og talaði varla svo eitt orð, að
það lyti ekki eitthvað að því, er gjörzt
hafði á dansleiknum, og hversu vel hún
hefði skemmt sér þar; og ekki gat hún
ímyndað sér neina aðra orsök til ógleði
Sigríðar en þá, að hún mundi hafa fengið
höfuðverk af dansi og missvefni. En það
var þó í rauninni ekki tilefnið, heldur
hitt, að Sigríður sá það eftir á, að hún
hafði verið helzt til fljót á sér um það, er
hún þegar hafði heitið Möller, og um leið
Grunnhyggnu kerlingarnar
„Ef þú hefir öxi, þá skal ég útvega þér
nóg sólskin."
Kerlingin fékk honum þá öxi, og hann
hjó glugga á bjálkakofann, því þessu
höfðu smiðirnir gleymt. Þá skein sólin
strax inn, og kerlingin borgaði mann-
inum þrjú hundruð dali.
Þarna var ein jafnslæm og mín, hugs-
aði maðurinn.
Eftir nokkra stund kom hann að að
öðru húsi, og heyrði þaðan ógurlega
skræki og ólæti. Þar gekk hann inn og sá
þar kerlingu, sem lamdi karlinn sinn í
höfuðið með stóreflis spýtu, og reyndi
um leið að færa hann í skyrtu, sem
ekkert gat var á fyrir höfuðið að komast í
gegnum.
„Ætlarðu að gera út af við manninn
þinn, kona góð?“ spurði maðurinn.
„Nei, ég er bara að reyna að berja
höfuðsmátt á þessa skyrtu.“
Karlinn bar sig illa og sagði: „Æ, mikið
skelfing er að þurfa að fara í nýja skyrtu.
Og ef einhver gæti búið til höfuðsmátt á
skyrtuna með einhverju öðru móti, þá
skyldi ég borga honum þrjú hundruð
dali.“
„Ekki skal ég verða lengi að því, ef ég
fengi skæri,“ sagði maðurinn. Honum
voru fengin skæri, klipti höfuðsmátt á
skyrtuna, og hélt svo áfram með pening-
ana sína.
Þarna var önnur jafn heimsk, hugsaði
hann með sér.
Eftir langa göngu kom hann að bæ
VtM>
MORöUK/
KAFflNU
Hér virðist kyrrlátt og friðsælt.
DA£> ER EKKÍ MATðRBiT/'J
"TiL 8Ö&B/
UUMM •' HELTU)
'i OLASiÐ Mrrr
aftur GÓÐA-'/t
’ LATTU MI& VÍTA ÞE&AR DÚ )
HEFUR LOSAÐ ÞÍ& VÍÐ ,<
y AUKAKÍtðiljL^:
S,TGrtúND 'O? ií- z
Líkiö ö grasfletinum
Eftir: Maríu Lang
Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir
69
Margit hafði ekki minnsta tilfinn-
ingu fyrir irónfu og þess vegna
var ekki fráleitt að þessi grilla
um afdrif nafna Thotmesar hefði
smám saman æstst upp f hennar
sjúka heila. Eg held ekki bein-
Ifnis hún hafi trúað þvf að sú vera
sem hún var að reyna að drekkja
hafi verið kattargyðjan Bast eða
faróinn Thotmes hefði komið á
vettvang til að vernda hagsmuni
veslings Tommys, en ég held að
hún hafi verið eini aðilinn af
þeim, sem við grunuðum, sem
hafðí hinar sálrænu forsendur
fyrir að geta stækkað svo hlut
lítils kattar og gert hann að ein-
hverju voðalegu og óskiljanlegu
afli f málinu.
En leyfið mér enn á ný að snúa
mér aftur að játningum þeirra j
hjónanna. Ef það, sem þau sögðu,
var ekki rétt, hvers vegna komu
þau þá með þessar yfirlýsingar.
Ja, hvað ofurstann snertir get ég
hugsað mér það sé sprottið af
verndartilfinningu f garð heilsu-
veíllar eiginkonu sinnar...ég
vissi ekki þá að hann hefði slæma
samvizku gagnvart þeirri konu,
sem hann hafði gengið að ciga en
aldrei getað elskað .... En Margit
Holt f hlutverki þess sem fórnar
sér fyrir aðra? Ég verð að viður-
kenna að ímyndunarafl mitt
hrökk ekki svo langt! Allt, sem ég
vissi um hana, benti til þess að
hún væri manneskja sem alla
sína ævi hefði látið aðra sýna sér
umhyggju og umönnun og ég gat
varla fmyndað mér að þessi
stjórnsama, blfðlynda og eigin-
gjarna kona fylltist allt í einu
hvöt til að láta loka sig f fangelsi
til að vernda annan aðila.
En ég þurfti ekki að leggja sér-
lega hart að mér til að ímynda
mér hana sem morðingja. Ilún
hafði sjálf ekki gefið upp aðra
ástæðu fyrir morðinu en að
Tommy hefði gert sér svo margt
illt, en augljós taugaspenna
hennar ásamt þeirri mynd sem
Puek, Johannes, Agneta og
Wilhelm drógu upp af henni,
komu fljótlega upp um hana. Hún
hefur litið svo á að Agneta væri
eign hennar... að hún ætti f einu
og öllu að fara að hennar óskum
og lifa einvörðungu fyrir sig —
hina göfugu, mildu móður. Hún
var afbrýðissöm út f eiginmann
sinn og allt bendir til að tilfinn-
ingar hennar f garð dóttur sinnar
hafi verið enn tillitslausari og
skefjalausari. Að hennar dómi
hafði Tommy forfært Agnetu á
þann hátt sem vissulega hefði
komið hverri venjulegri móður
úr jafnvægi... og nú var hann
kominn heim aftur og hafði
lokkað stúlkuna tii að koma á
stefnumót við sig. Og Margit
beið ... staðráðin f að verja
afkvæmi sitt og berjast fyrir eign
sinni.
Á grundvelli þessara ástæðna
— sem hver um sig er veik og
óljós — hallaðist ég að því, að
morðinginn væri enginn annar en
Margit Holt. Ég var feginn að
hugboð mitt reyndist rétt. Ég
gleðst einnig yfir því að cndirinn
skyldi verða á þennan veg. Hefði
hún verið leidd fyrir dómstól
hefði niðurstaðan einfaldlega
orðið sú að hún hefði ekki vcrið
úrskurðuð sakhæf og síðan hefði
hún verið sett á geðsjúkrahús og
væntanlega sleppt þaðan fljót-
lega. Því að hún var f rauninni
ekki geðveik í orðsins fyllsta
skilningi.... En ég get unnt
Wilhelm Holt þess að hann fái
loks tækifæri til að lifasfnu eigin
lffi...og hið sama á við um
Agnetu. Hvorugt þeirra hefur átt
auðveida daga þessi síðustu ár.
Og þó er spurningin hvort þriðji
aðilinn hefur ekki liðið enn
meira en þau nokkurn tfma.
— Tommy ... sagði ég hljóð-
lega.
Við sátum öll þegjandi. Eina
hljóðið sem heyrðist var malið í
Thotmes III.
— Það er skrftið, sagði Einar
að lokum, — hversu mörg leynd-
armál og hve mikið af sóðalegum
uppljóstrunum kemur fram í
dagsljósið þegar einhverjir slíkir
atburðir gerast. Allt mögulegt
sem kemur hinum eiginlega glæp
ekki við, en verður þó að draga
fram og rannsaka....
Faðir minn hristi silfurhvftt
höfuðið.
— Ekki aðeins sóðamál, sagði
hann mildilega. — Við höfum
einnig heyrt um ást — mikla ást
og óeigingirni. Og ég hef lært
mikið um meðbræður mínar og
systur. Kannski meira en hefði ég
fengið tóm til að lesa ritgerðina
um Hómer.
Og glettnisbjarminn í augum
hans var augljós, þegar hann rétti
Christer höndina í kveðjuskyni:
— Ég vona þú komir aftur. Mig
minnir þú hafir verið að orða
eitthvað um ieiðindamál, scm þú
hefðir verið að vinna við upp á
sfðkastið. Einhverra hluta vegna
vissi ég aldrei hvernig það
endaði.
SÖGULOK.