Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNl 1975 Fa itin i.i:if.i\ 'aiar: 22*0*22- RAUÐARÁRSTÍG 31 FERÐABÍLAR h.f. Bílaleiga, sími 81260 Fólksbílar — stationbilar — sendíbilar — hópferðabilar. BÍLALEIGAN MIÐBORG HF. sími 19492 Nýir Datsun-bílar. Aukin sam- skipti Póllands og Svíþjóðar Stokkhólmi 5. júní AP. EDWARD Gierek, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, og Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, undirrituðu í dag 10 ára samning um samvinnu milli landanna á sviði efnahagsmála, iðnaðar og tækni, sem þeir sögðu endurspeglun nánari samskipta landanna. Gierek hélt í dag heim- leiðis að lokinni 4 daga opinberri heimsókn í Svíþjóð. Þá var einnig gerður samningur um 60 milljón Sterlingspunda viðskiptalán til Pólverja. Þriðjungi olíu- skipa- Norð- manna lagt NORSKA BLADIÐ „Norges Handels og Sjöfartstidende" skýrði nýlega frá því að 22,3% norska kaupskipaflotans hefði nú verið lagt vegna verkefnaleysis, og segir blaðið að spár sé uppi um að um 25% flotans verði orðin aðgerðarlaus f lok sumars. Alls er hér um að ræða 90 skip upp á 9,7 milljónir lesta. Þar inni í eru 71 olíuskip, eða þriðjungur alls olíu- skipaflota Norðmanna, um 7,9 mMljónir lesta. 19 þessara skipa eru 200 þúsund lestir eða stærri og mörg alveg ný, afhent á þessu ári eða sl. ári. Breytingar á Astralíustjórn Canberra 5. júní AP. WHITLAM, forsætisráðherra Astralíu, gerði í dag miklar breyt- ingar á stjórn sinni og skipti um 13 ráðherra af 27 í ráðuneyti sfnu. Atvinnu- og verkalýðsmálaráð- herrann Clyae Cameron neitaði að seggja af sér og skýrði Whitlam honum frá því, að hann myndi sviptur ráðherradómi sínum ef hann fengist ekki til að segja starfinu lausu af fúsum vilja. Mun Cameron gefa út yfir- lýsingu á morgun um hvort hann fæst til að láta af störfum. Afpantanir hjá norskum skipasmiðjum Ösló 4. júní — AP VEGNA mikils samdráttar hjá skipafélögum um allan heim hafa þau nú afturkallað eða minnkað pantanir á nýjum skipum, sem nema alls um 40 milljónum tonna, að því er norskur skipamiðlari skýrði frá í dag. Margar afpantan- ir hafa einnfg komið frá norskum útgerðarfélögum. , Útvarp Reykjavlk uugmdagw MORGUNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsdóltir les söguna „Malenu í sumar- fríi“ eftir Maritu Lindquist (5). Tilkynningar kl. 9.30. Lélt lög milli atriða. Oskalög sjúklinga 10.25: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 14.00 Dagskrárstjóri í eina klukkustund Agúst Þorvaldsson á Brúna- stöðum ra'ður dagskránni. 15.00 Miðdegistónleikar a. Illjómsveitin Phiiharmonia leikur „Kússlan og Lúdmílu". for- leik eftir Glfnka, „Greensleeves", fantasíu eft- ir Vaughan Williams og „Elddansinn" eflir Manuel de Falla; George Weldon stjórnar. b. Franco Corclli syngur aríur úr itölskum óperum. Hljömsveit Francos Ferraris leikur með. c. Easlman-Rochester popp- hljómsveitin leikur marsa eftir Sibelius, Schubert og Borodín; Frederik Fennel stjórnar. 15.45 I umferðinni Arni Þór Eymundsson stjórnar þæltinum. 20.55 Það eru komnir gestir Trausti Ólafsson ræðir við listakonurnar Guðnýju Guðmundsdóttur, konsert- meistara, Þórunni Magneu Magnúsdóttur, leikkonu, og Auði Bjarna- dóttur, ballcttdansara. 21.35 Uppáhaldsnem- andinn 18.00 Iþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýs- ingar 20.30 Elsku pabbi Breskur gamanmynda- flokkur. Hættuástand Þýðandi Dóra Hafstcins- dóttir. ... ..................... (The Teacher’s Pet) Bandarísk bfómynd frá árinu 1958. Leikstjóri George Seaton. Aðalhlutverk Clark Gable, Doris Day og Gig Young. Þýðandi Jón O. Edwald. Þrautreyndur og háttsett- ur blaðamaður fær skipun frá húsbónda sfnum um að taka þátt f kvöldnám- skeiði fyrir biaðamenn. Hann tekur þetta sem freklega móðgun, en fer þó á námskeiðið undir fölsku nafni. Hann reyn- .ist að vonum vera úrvals nemandi, og kennarinn, sem er ung og fönguleg kona, vill óðfús tryggja honum sem mestan starfs- frama. 23.35 Dagskrárlok (16.00 fréttir. 16.15 Veður- fregnir). 16.30 I léttum dúr Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt mcð blönduðu efni. 17.20 Tfuátoppnum Örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 18.10 Söngvar f léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Jón Guðmundsson rit- stjóri Þjóðólfs — hundraðasta ártfð. Einar Laxness cand. mag. flytur síðara erindi sitt. 20.05 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 2Ó.05 „Sættir" smásaga eftir Guðrúnu Jacobscn Arni Tryggvason leikari lcs. 21.10 Píanósónata nr. 3 í h- moll eftir Chopin Claudio Arrau leikur. 21.45 „Áslin og dauði“ Ijóða- flokkur eftir Hrafn Gunn- laugsson Höfundur les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. f—j Gestir h-kyvuERHQ 5IR ■ í sjónvarpssal Bandarfsku Ieikararnir Doris Day og Clark Gable f hlutverk- um sfnum f kvikmyndinni „Uppáhaldsnemandinn" sem verður á dagskrá sjónvarpsins í kvöld. Myndin er frá árinu 1958 og leikstjóri er George Seaton. l-^-B ER RQHEVRR rP Hrafn Gunn- laugsson flytur Ijóð um ástina og dauðann „ASTIN og dauðinn” ljóða- flokkur eftir Hrafn Gunnlaugs- son f flutningi höfundar, er á hljóðvarpsdagskrá klukkan 21.45. Hrafn Gunnlaugsson er hlustendum að ýmsu góðu kunnur og hefur lagt hönd á margt, verið einn af aðilum Matthildar, helmingur af Jóna- tani Geirfugli, leikstýrt hug- verkum sjálfs sfns og annarra, skrifað leikrit fyrir sjónvarp auk þess sem hann hefur séð um útvarpsþætti og skrifað f blöð um hin ýmsu efni. Sem Ijóðskáld er Hrafn áreiðanlega ókunnari öllum þorra almenn- ings og þvf ekki úr vegi að vekja athygli á dagskrárliði hans f kvöld. „ÞAÐ eru komnir gestir“ hjá Trausta Ólafssyni blaðamanni f kvöld kl. 20.55. Þar spjallar 'hann við Guðnýju Guðmunds- dóttur, fiðluleikara og konsert meistara Sinfóníuhljómsveitar- innar, Þórunni Magneu nokkra forvitni, þar sem land- anum þykir fátt skemmtilegra en fá að heyra af högum annarra. Enda þótt gestaþættir þeir sem sjónvarpið hefur verið með hafi verið misjafnir, rétt eins og gengur, má búast við að Magnúsdóttur, leikkonu, en hún hefur einnig getið sér orð fyrir ljóðagerð, og Auði Bjarna- dóttur, ballettdansara, en henni var falið hlutverk Coppelíu í Þjóðleikhúsinu í vor. Slíkir þættir vekja jafnan mikill fjöldi fólks hafi alltaf áhuga á að hlusta og horfa. Og allar stúlkurnar þrjár hafa get- ið sér orð á sviði lista og mætti ætla að þær gætu sagt frá ýmsu því sem fróðlegt og ánægjulegt er að heyra. GLEFS Það er næsta ótrúlegt hve sjónvarpið sýnir mikla þrautseigju í að flytja þjóðinni þynnku á borð við „elsku pabbaþættina." Vel getur verið að einhverjir hafi getað brosað út í annað að fyrstu tveimur eða þremur þáttunum, en að eiga þennan ófögnuð í vændum á hverju laugardagskvöldi er eiginlega meira en hægt er að bjóða upp á með góðri samvizku. h.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.