Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JUNÍ 1975 3 WILSON: SÖGULEGUM KOSNINGUM LOKIÐ- KJÓSENDUR FÓRUAÐ ÁSKORUN STJÓRNAR Kfnverjar eru ánægðir með úrslit EBE-kosninganna, eins og fram kemur f forsfðufrétt f Mbl. f dag. Þessi skopmynd birtist f danska blaðinu Berlingske Tidende f tilefni þjóðaratkvæðisins og þarfnast varla nánari skýringa. London, 6. júnf frá Matthfasi Johannessen, ritstjóra. ER HUN að koma út? spurði miðaldra kona heldur ungan mann, sem stóð i Downing Street, og beið ásamt allmörg- um forvitnum áhorfendum og blaðamönnum eftir því að Wil- son forsætisráðherra kæmi út á tröppur nr. 10, og gæfi yfirlýs- ingu um þjóðaratkvæðagreiðsl- una. Ha? sagði maðurinn rugl- aður. Frú Thatcher, sagði þá konap^Nei, sagði maðurinn, — Wilson. — Æjá, sagði konan, hann.er ennþá forsætisráð- herra. Svo kom Wilson í bíl, gekk að tröppum forsætisráðherrabú- staðarins og talaði i 2 mínútur við blaðamenn. Þá var Big Bén 18.30 og hafði forsætisráðherr- ann látið bíða eftir sér i hálf- tíma. Hann sagði, að niðurstaða þessara sögulegu kosninga væri ákveðin, kjósendur hefðu farið eftir áskorun stjórnarinnar, aldrei hefði nein ríkisstjórn í þingkosningum fengið jafn mikinn meirihluta. Loks skor- aði forsætisráðherrann á fólk að taka saman höndum og reyna að leysa efnahagsvand- ann, sem steðjar að Bretlandi. Svo veifaði hann af gömlum vana. Enoch Powell var á annarri skoðun, og þegar Heath var spurður í kvöld um, hvað hann segði um niðurstöður þjóðarat- kvæðagreiðslunnar, brosti hann út að eyrum og sagði, að hann hefði unnið fyrir þennan málstað í 25 ár. Ég er mjög ánægður með úrslitin, sagði hann, en ég held að þessi þjóð- aratkvæðagreiðsla hafi verið ónauðsynleg — en það hefur heyrzt úr ýmsum öðrum áttum í þessari kosningabaráttu. Roy Jenkins, einn helzti for- ystumaður já-manna, sagði að í dag væri 31 ár liðið frá D-degi, en þegar Benn, iðnaðarráð- herra, var spurður hvað hann hefði að segja um úrslitin og hvort hann mundi segja af sér, ef Wilson forsætisráðherra bæði hann um það, svaraði hann: Að sjálfsögðu, ef Wil- son segir að ég eigi að hætta, geri ég það, það er í sam- ræmi við lýðræðislegar regl- ur. Síðan lýsti hann yfir, að hann mundi hitta 5 aðra ráð- herra Verkamannaflokksins, sem hefðu verið nei-menn, fundur þeirra var haldinn í þinghúsinu, og að honum lokn- um gáfu þeir út yfirlýsingu um, að þeir mundu hlita niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og skoruðu á verkalýðsforingja að gera það sama. Ýmsir verka- lýðsforingjar hafa í kvöld lýst yfir því, að þeir muni hlíta nið- urstöðu þjóðaratkvæðagreiðsi- unnar, enda þótt við mörg vandamál verði að etja. En við erum lýðræðissinnar, bættu þeir við. Heath af mörgum talinn maður dagsins Enda þótt Wilson forsætis- ráðherra telji niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar mikinn sigur fyrir stjórnina, eru flestir þeirrar skoðunar, að Heath, fyrrum forsætisráð- herra, hafi verið maður dagsins og var hann ávarpaður með þeim orðum, þegar sjónvarps- maður BBC árri samtal við hann i kvöld. Benn iðnaðar- ráðherra tók úrslitunum vel eins og aðrir nei-menn, en þess má geta, að Jenkins innanríkisráðherra Verka- mannaflokksstjórnarinnar hefur sagt i kosningabarátt- unni, að hann geti ekki tekið Benn alvarlega sem iðnaðar- málaráðherra eftir afstöðu hans til Efnahagsbandalagsins. Þegar við gengum upp á Trafalgar Square af fundinum með Wilson bar Nelson við heiðan júníhimin, þar sem hann stóð á sigursúlunni og virti fyrir sér menn og dúfur á torginu. Hafði hann þá til einskis misst handlegginn? Blöðin æptu já á forsíðum A forsíðum dagblaðanna fyrr í dag voru aðalfréttirnar um hörmulegt járnbrautarslys, sem varð í nótt, þegar hraðlestin milli London og Glasgow fór út af teinunum. Fjöldi manna slasaðist, 7 létu lifið. Fréttirnar af þjóðaratkvæðagreiðslunni hafa síðan náð yfirhöndinni á forsiðum siðdegisblaðanna: Já, já og aftur já, við áframhald- andi aðild að Efnahagsbanda- laginu, æpir eitt þeirra á forsíð- unni, annað hrópar: Já, milljón sinnum já. Og það má vist til sanns vegar færa, þvi að fleiri Bretar greiddu atkvæði með áframhaldandi aðild að banda- laginu en jafnvel var búizt við. Wilson forsætisráðherra reyndi á fundi sinum með blaðamönn- um að minna á að kjósendur hefðu farið að vilja rikis- stjórnarinnar og aldrei hefði nein rikisstjórn i Bretlandi hlotið jafn mikinn meirihluta i þingkosningunum og nú hefði verið raunin. Heath er auðvitað alls hugar feginn, hann kom Bretlandi i bandalagið á sinum tíma og hefur staðið sig eins og hetja i kosningabaráttunni nú og beitt sér miklu meira en t.a.m. Thatcher. Leiðtogar Verka- mannaflokksins, sem börðust gegn aðild að Efnahagsbanda- laginu' hafa lýst yfir, að þeir muni virða úrslit kosninganna, þær raddir heyrast meðal nei- manna i Verkalýðsflokknum, að það sé þó bót í máli, að Wilson skuli hafa unnið mikinn sigur I þessum kosningum, en sú var tiðin að aðild að Efna- hagsbandalaginu hefði ekki verið hans pólitíski lárviðar- sveigur. Veður skipast i lofti, en umfram allt í þjóðmálum. Wilson getur sagt, að hann hafi ekki viljað hafa Efnahags- bandalagið eins og eitthvert steinbarn í maganum. Nú hefur hann losnað við þetta barn og getur haldið áfram að veifa til kjósenda sinna. Framhald á bls. 20 Sement og áburður eru af- greidd myrkranna á milli Afgreiðsla á sementi mun verða opin yfir helgina til að anna eftirspurn KJARASAMNINGUR starfsfölks ríkisverksmiðjanna þriggja og verksmiðjanna hafði verið samþykktur f öllum aðildarfélögum samningsins einróma klukkan 19,30 í fyrrakvöld og fóru verksmiðjurnar yfirleitt í gang þá um kvöldið. Afgreiðsla á sementi hófst f Sementsverksmiðjunni klukkan 19 og í Áburðarverk- smiðjunni skömmu eftír að samningafundum lauk um miðjan dag í gær. í dag munu verksmiðjurnar allar ná fullum afköstum. 1 fyrrakvöld lauk afgreiðslu á sementi klukkan 00,30 og á áburði klukkan að ganga 23. Grétar Ingvason, fulltrúi I A- burðarverksmiðju rikisins, sagði að I gær hefði starfið i verksmiðj- unni allt verið orðið með eðlileg- um hætti. Starfsfólkið kom yfir- leitt beint af samningafundunum til þess að vinna og fram til klukk- an 23 voru afgreidd 1.100 tonn af áburði. í gær átti að afgreiða til klukkan 21,30 og var búizt við að unnt yrði af afgreiða um 1.200 tonn, þar af um 200 tonn, sem áttu að fara í Flóabátinn Baldur, sem flytur áburðinn á Breiðafjarðar- hafnir og til Arnarstapa á Snæ- fellsnesi. Síðan á mánudag og þar til klukkan 23 i gærkveldi höfðu verið afgreiddar 3.600 lestir af áburði frá verksmiðjunni, en á mánudag var veitt undanþága til afgreiðslu á sekkjuðum áburði, sem til var í birgðageymslum. 1 gærkveldi voru síðustu vélar A- burðaverksmiðjunnar að fara í gang. Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sementsverk- smiðju ríkisins, sagði að starfið i Jenna Jensdóttir ísl. ríthöfunda formaður Félags AÐALFUNDUR Félags Islenzkra rit- höfunda var haldinn í Tjarnarbúð slðastliðinn fimmtudag. Jenna Jensdóttir var kosin formaður félagsins en ritari Gísli J. Ástþórsson og gjaldkeri Sveinn Sæmundsson. Meðstjórnendur voru kjörnir þeir Ragnar Þorsteinsson og Þorsteinn Thorarensen, og til vara Indriði Indriðason og Jón Björnsson, Jakob Jónasson og Gunnar Dal voru endur- kosnir endurskoðendur. Jónas Guðmundsson, fráfarandi formaður Félags islenzkra rithöfunda, baðst ein- dregið undan endurkosningu. verksmiðjunni gengi eins vel og búast hefði mátt við. Reynt væri að koma eins miklu út af sementi og frekast væri kostur og allar vélar verksmiðjunnar væru að komast í gang. Gangsetning aðal- ofns verksmiðjunnar tekur um tvo sólarhringa. Utskipun var i fullum gangi I gær. Guðmundur sagði að erfitt væri að anna gifurlegri eftirspurn eftir sementi. Bílar koma langar leiðir að til þess að sækja sement i verk- smiðjuna og fyrirhugað væri að hafa afgreiðslu opna yfir helgina. I gærkveldi var fyrirhugað að hafa afgreiðslu á sementi opna fram eftir kvöldi, og freista þess að fullnægja eftirspurn allra, sem biðu í löngum biðröðum við verk- smiðjuna í gær. Sagði Guðmund- ur að reynt yrði að hafa opið svo lengi, sem starfsmenn vildu vinna. Björn Friðfinnsson, forstjóri Kísiliðjunnar h.f., sagði að starf- ræksla verksmiðjunnar gengi vel. Framleiðsla er þó ekki hafin, heldur aðeins dælingin á hráefni úr vatninu í þrær verksmiðjunnar Sagði Björn að verksmiðjan væri í raun ekki miklu betur sett, þótt samizt hefði við starfsfólkið, þar sem farmannaverkfallið hamlaði framleiðslu, þar sem allar birgða- geymslur eru fullar af fullunnum kisilgúr, sem ekki er unnt að flytja á brott. Halldór Björnsson, ritari Dags- brúnar, sem var formaður samn- inganefndar starfsfólksins, sagði að samningarnir hefðu í öllum félögum verið samþykktir ein- róma — bæði í Reykjavík, á Akra- nesi og á Húsavík og i Mývatns- sveit. Halldór sagði að samningar sem slikir hefðu verið sam- ræmingarsamningar milli verk- smiðjanna á kjörum starfsfólks- ins. I raun mætti segja að slikur samningur, sem byggður væri á Fi amliald á bls. 20 I jjós my nd: B rynjól fu r. RUSTIR REYKJAVlKURBÆJARINS forna eru nú óðum að gægjast undan rauðamölinni og plastinu, sem hefur hulið þær í vetur. r Afram leitað að bæ Ingólfs SlÐASTLIÐINN mánudag hófst á ný uppgröftur á horni Suðurgötu og Vonarstrætis. Undanfarin sumur hefur verið grafið í miðbæ Reykja- víkur og hefur sá uppgröftur haft þann tilgang að leita bæjarrústa Reykjavíkurbæjarins gamla. Bæjarrústir og ýmsir munir hafa komið í ljós við þennan uppgröft, sem er undir stjórn Else Nordahl, sænsks fornleifafræðings. Ætlunin er að kanna i sumar enn nánar, hvaða minjar er að finna á þessum stað en i vetur hafa bæjarrústirnar verið huldar rauðamöl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.