Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JUNl 1975 Staðreyndir um Viðlagasjóð: Innborgaðar tekjur Við- lagasjóðs 4439 millj. kr. ÞANN 30. aprll s.l. voru innborg- aðar tekjur Viðlagasjóðs vegna eldgossins í Vestmannaeyjum samtals 4439 milljónir kr. Stærstu tekjuliðirnir voru tekjur af söluskatti alls 1945 milljónir kr., framlög Norðurlanda 1456 milljónir kr , tekjur frá bæjar- og sveitarfélögum 620 millj. kr, tekjur frá ríkissjóði 160 millj. kr., tekjur frá atvinnuleysistrygginga- sjóði 160 millj. kr. og gjafir ýmissa aðila 210 millj. kr. Helztu útgjaldaliðir Víðlaga- sjóðs hafa verið: Kostnaður í sam- bandi við gosið sjálft. björgun. hreinsun ösku og fleira, alls 1090 milljónir króna, sem skiptist þannig i stærstum dráttum: Varnir gegn hraunrennsli og björgun ýmiss konar kr. 313 milljónir, hreinsun á um 2 millj. rúmmetra af gosefnum kr. 280 millj. Flutningar frá Eyjum og heim- flutningar til baka á búslóðum og lausafé alls 183 millj. kr., kostn- aður við þjónustustarfsemi í Eyjum vegna ferða, mótuneyta og aðbúnaðar alls kr. 160 millj.j kostnaður Viðlagasjóðs m.a. vegna tjónamats kr. 100 millj. og ýmis annar kostnaður um 130 millj. kr. Stærsti útgjaldaliður Viðlaga- sjóðs er bætur, sem þegar hafa verið greiddar vegna gossins, alls 2632 millj. kr. og skiptast þannig. Fyrir ónýt ibúðarhús um 400 talsins nema bætur alls 1144 milljónir kr.. bætur fyrirskemmdir á alls 900 íbúðarhúsum eru 250 millj. kr., bættar skemmdir á 700 bifreiðum af bifreiðaeign Vest- mannaeyinga kr. 35 millj., bætur til fyrirtækja vegna skemmda á fasteignum af völdum eldgossins kr. 388 millj. kr„ bætur vegna tjóns á innbúi fólks 227 millj. kr. og greiðsla til Vestmannaeyja- kaupstaðar upp f væntanlegar bætur vegna tjóns á eignum og mannvirkjum bæjarsjóðs tæplega 600 millj. kr. Þá batt Viðlagasjóður um 2500 milljónir kr. i nýbyggingum, alls 494 innfluttum húsumj 7 sér- byggðum húsum og keyptum og 60 svonefndum teleskopehúsum. I sambandi við byggingu húsanna viða um land lánaði Viðlagasjóður viðkomandi bæjarfélögum stórar upphæðir vegna uppsetningar húsanna. T.d. voru Keflavikurbæ lánaðar 50 millj. kr„ eða 1 millj. kr. á hvert hús. Fjárfesting Viðlagasjóðs upp á 2500 millj. kr. i fasteignum skipt- ist þannig i aðalatriðum: 500 millj. kr af gjafafé til Þorlákshafnar Innkaupsverð' 500 húsa fyrir gjafafé Norðurlandanna var 1076 milljónir króna með uppsetningu 10 gjafahúsa frá Kanada, en upp- setning þeirra húsa kostaði 45 millj. kr. hjá íslenzkum aðilum og einnig gáfu nokkrir einstakir er- lendir aðilar nokkur hús. Tollur og söluskattur af þessum húsum, það er að segja gróði íslendinga af gjafafé nágrannaþjóða okkar, var 486 millj. kr. og var honum ráð- stafað af ríkinu til Þorlákshafnar og var það m.a. samþykkt af full- trúum Vestmanneyinga i viðkom- andi nefnd. Viðlagasjóður fékk frest á greiðslu þessara hundruð milljóna þar til framkvæmdir hæf- ust í Þorlákshófn, og nú hefur verið samið við fjármálaráðuneyt- ið um að dreifa greiðslunum fram eftir næsta ári en gert er ráð fyrir að vextir verði reiknaðir á þessa skuld og mun Viðlagasjóður þá þurfa að borga F viðbót 75 millj. kr. vegna þess. 1000 millj. kr. í lóðir o.fl. á fastalandinu. Um 1000 milljónir kr. greiddi Viðlagasjóður fyrir lóðir undir ný- byggingar á fastalandinu. fast- eignagjöld, gatnagerðargjöld, lóðastandsetningar og annan frá- gang. Verkfræðikostnaður vegna mats á húsum F Eyjum og nýbygginga á fastalandinu er um 100 millj. kr. Þar eru t.d. greiddar 20 millj. kr. til Almennu verk- fræðistofunnar fyrir mat á 900 skemmdum húsum i Vestmanna- eyjum og sömu aðilum eru greidd- ar tæplega 8 milljónir kr. vegna vinnu við nýbyggingar viðlaga- sjóðshúsa. 15. millj. kr. eru greiddar Verk- fræðistofu Guðmundar G. Þórarinssonar fyrir grunnteikning- ar á viðlagasjóðshúsunum inn- fluttu, alls 9 tegundum húsa og eftirlit með byggingu grunna, húsa og lóða, en Guðmundur G. Þórarinsson samdi við alla verk- taka um byggingu grunnanna, sem kostuðu um 250 millj. kr„ eða um 500—600 þús. kr. á hvert hús. Alls komu milli 20 og 30 verk- fræðiskrifstofur við sögu, en aðrir aðilar, sem hafa fengið greiddar i laun yfir 5 millj. kr. eru Hagverk h.f , sem fékk 8.5 millj. kr„ aðal- lega fyrir mat á húsum, Karl Eirikur Rocksen verkf ræðingur 8.3 millj. kr„ vegna eftirlits á byggingu húsa og Verkfræðistofan Hönnun 7 millj. kr. fyrir matsstórf aðallega. Geta má hins fræga reiknings frá Bárði Daníelssyni embættis- manni rikisins og verkfræðingi, sem fékk greiddar 1500 þús. kr. hjá Viðlagasjóði fyrir ráðgjafa- Mikið hefur verið flutt af túnþökum undanfarið til Eyja frá fastalandinu. Meðfylgjandi svipmyndir úr Eyjum tók Guðlaugur Sigurgeirsson. H vað var hvað og hvað er hver störf við val innfluttu húsanna veturinn 1973. 1,5 millj. kr. fyrir fárra vikna ráðgjafastórf. Um það bil 200 þús kr. kostn- aður kom á hvert hús í sarnbandi við standsetningii lóða, eða alls um 100 millj kr„gatnagerðargjóld voru um 150 millj. kr„ en þau voru ákaflega mishá eftir sveitar- félögum, og annar kostnaður flokkast undirýmsa liði. Lokatölur á næstunni hjá Viðlagasjóði f vjðtali við Helga Bergs for- .nann stjórnar Viðlagasjóðs um stóðu sjóðsins og verkefni kom þetta m.a. fram: „Innborgaðar tekjur sjóðsins i aprillok s.l. voru 4439 millj. kr. Helztu kostnaðarliðir eru 1090 milljónir kr. vegna gossins sjálfs, hreinsunar og björgunar og bætur sem þegar er búið að greiða nema 2632 milljónum króna og 2500 millj. kr. eru bundnar i fasteign- um. Þá eru eftir tveir stórir póstar óafgreiddir, en það eru tekjubætur til fyrirtækja í Eyjum sem verið er að vinna að. og tjónauppgjörið við Vestmannaeyjabæ, en þarstendur á reikningum bæjarsjóðs Vest- mannaeyja fyrir árið 1973. Þeir eru ekki til ennþá, en þá verðum við að skoða þegar metnar verða bætur til bæjarfélagsins. j húseignum Viðlagasjóðs eru bundnir um 2,5 milljarðar króna, en þar kemur á móti skuld Við- lagasjóðs við Seðlabankann, sem er 1500 millj. kr. yfirdráttur með 16% vöxtum en yfirdráttarvextir í Seðlabankanum s.l. ár voru 160 millj. kr. Svo er náttúrulega enn annar stór póstur, óútreiknaðar bætur til opínberra aðila. en það voru á sinum tíma áætlaðar um 1000 millj. kr. Allt bendir þó til þess að sú upphæð verði minni en upphaf- lega var reiknað með. en þar er Vestmannaeyjabær langstærsti bótaþeginn. Möt á sjálfu eigna- tjóninu liggja fyrir, en ekki á tekjutjóni og rekstrartjóni vegna vöntunar á reikningum bæjar- sjóðs. Þetta mun þó liggja mjög fljótlega fyrir, eða um leið og reikningarnir koma til okkar." Tjónamat miðast við verðlag 1 973 „Við hvaða tima miðast mat- ið?" „Það miðast við brunabótamat á timabilinu 1. nóv. 1973—1. nóv. 1974". „Nú þegar þetta uppgjör kemur til lokaafgreiðslu á þessu ári þá miðast það væntanlega við verð- bólguaukninguna?" „Nei það breytist ekki i hlutfalli við verðbólguna, heldur miðast það við það verðlag sem var þá". Vestmannaeyjabær búinn að fá megnið af væntanlegu bótafé. „Hvernig stendur Viðlagasjóður fjárhagslega?" „Við gerum ráð fyrir að þetta sé komið nokkurn veginn i jafnvægi, þannig að sjóðurinn geti á þessu ári gengið frá sinum skuldbinding- um gagnvart Vestmannaeyjum. Ókomið inn til sjóðsins á þessu ári vegna Vestmannaeyjagossins eru söluskattstekjur fyrir 8 mánuði. alls um 500 millj. kr. Viðlagasjóður hefur alllengi. eða frá árinu 1973, greitt Vest- mannaeyjabæ 4 milljónir kr. á viku upp i væntanlegar bætur og einstaka pósta, ef beðið hefur verið um, og þannig er bæjar- sjóður Vestmannaeyja búinn að fá tæplega 600 milljónir kr. upp í þær bætur sem endanlega verða ákveðnar á næstunni. Það má því gera ráð fyrir að Vestmannaeyja- bær sé búinn að fá mjög verulegan hluta af þeim bótum, sem hann á að fá endanlega því ég er þeirrar skoðunar að upphafleg áættun upp á 1000 millj. kr. í bætur til bæjarins. rikisins og fleiri aóila, hafi verið riflegar". „Hverjir eru helztu liðir, auk 4 millj. kr. á viku til bæjarins, sem gera um 500—600 millj. kr. yfir tímabilið allt?" „Viðlagasjóður lagði út fyrir bæinn vegna innborgunar bæjar- ins til Herjólfs kr. 36 milljónir. Auk þess er nokkur póstur upp- hæð sú sem Viðlagasjóður hefur greitt bænum upp í væntanlegar bætur vegna Rafveitu Vestmanna- eyja i sambandi við kaup á nýjum vélum og tækjum ". Boðnir peningar en framkvæmdum frestað „Hvað um peninga i nýja skolp- leiðslu út úr höfninni, sem talað var um haustið 1973 og kostn- aðaráætlun upp á 80 millj. kr. þá?" „Bæjarstjórn Vestmannaeyja var boðið strax á árinu 1973 að Viðlagasjóður skyldi hafa þá þegar peninga i skolpleiðsluframkvæmd- ina upp í væntanlegar bætur, en það hefur aldrei verið byrjað á þessari skolpleiðslu". 400 af 500 Viðlagasjóðshúsum seld. ., Hvað um húsasölumál Viðlaga- sjóðs og næstu verkefni sjóðs- ins?" „Uppgjör bóta, bætur til fyrir- tækja vegna tekjutjóns og bóta- uPP9Í°r til bæjarsjóðs vorum við búnir að tala um. Þá á sjóðurinn eftir að koma eignum sinum i peninga, selja húsin. Það tekur langan tíma. Mitt timamarkmið i þessu er að Viðlagasjóður gnngi frá öllum sínum uppgjörum gagn- vart tjónþolum á þessu ári og á næsta ári verði lokið við húsnæðis málin, gengið frá afsölum og skuldabréfum og eignum sjóðsins endanlega. Það er nú búið að ganga frá kaupsamningi fyrir tæp- lega 400 hús. en liðlega 100 hús eru óseld. Húsin voru alls rétt um 500, auk húsa i Eyjum sem sjóð- urinn varð að kaupa. Búið er að selja talsvert af þeim húsum, en sjóðurinn á þó talsvert af húsum þar ennþá. Þá byggði sjóðurinn íbúðablokk í Breiðholti í samvinnu við RKÍ, Hjálparstofnun kirkjunnar og Vestmannaeyjakaupstað. Sú blokk hefur verið seld aftur." Flestir geta leyst sín húsnæðismál. „Nú var fólki gert að fara úr óseldum Viðlagasjóðshúsunum 1. júnf s.l„ ef það ekki festi kaup á þeim. Hafa ekki komið upp vandá- mál i sambandi við þetta?" „Óneitanlega er nokkuð af fólki sem á í erfiðleikum með að koma sér fyrir. ákveða sig eða leysa sin mál, og koma ugglaust margar gildar ástæður til, og við reynum að hliðra til eins og hægt er, því að ekki seljast húsin öllum um leið. Það eru fæstir sem geta ekki leyst sin mál, en það á að selja þessi hús og fólk verður að rýma þau fyrir kaupendum, en Vestmanna- eyingar hafa forkaupsrétt á hús- unum. Við verðum að gera upp okkar sakir og því verðum við að ýta á. Húsin eru byggð i skuld og þvi á ekki að ganga að tekjum sjóðsins til þess að borga þau". Óskir um áframhaldandi búslóðaflutning heim. „Hvað með heimflutninga til Eyja?" „Við hættum að flytja búslóðir heim til Eyja um s.l. áramót, þ.e. fólk varð að hafa tilkynnt flutning fyrir ákveðinn tima. En nú eru tals verðar óskir um að taka búslóða- flutning aftur upp tímabundið, því fólk sem enn er á meginlandinu vill fara út i Eyjar aftur nú þegar börn hafa losnað úr skólum." „Hvað eru starfsmenn Viðlaga- sjóðs margir núna?" „Það eru 6 starfsmenn í Reykja- vik hjá Viðlagasjóði og 2 i Vest- mannaeyjum". Lokatala Viðlagasjóðs um 5000 millj. kr. „Hver telur þú að verði loka- talan i uppgjöri Viðlagasjóðs?" „Það litur út fyrir að hún verði i kring um 5000 milljónir króna og að öllum likindum getur sjóðurinn lokið störfum sinum á næsta ári." „Margar skoðanir hafa verið á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.