Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 19
19 Eins og sjá má er orðió ,,mennta“ sett hér innan tilvísun- armerkja, vegna þess að með því er skírskotað til hinnar alkunnu vísu Stephans G.: Þitt er menntað afl og önd/eigirðu fram að bjóða/hvassan skilning, haga hönd/hjartað sanna og góða. En þessi vísa Stephans og sá skilningur sem hann leggur í orð- ið menntun hefur leitað á hug minn oftar en áður eftir að hafa Lýðháskólinn (Skálholti „Mennta’-stofnun í mótun verið viðstaddur skólaslit lýð- háskólarts í Skálholti nú í vor. Skólaslitin hófust með guðs- þjóm^stu í Skálholtskirkju með óvenjuiega almennri þátttöku allra kirkjugestá. Síðan var hald- ið í hátíðasal skólans þar sem sjálf skólaslitin fóru fram. Hófust þau með almennum söng við undirleik söngkennara skólans og sungið var Nú gjaldi guði þökk. Þessu næst fluttu sex nemendur sam- fellda dagskrá, sem þeir kölluðu „I sumarbyrjun“ og skiptist þar á söngur og ljóðalestur. Var hvort tveggja með ágætum einkum þó ljóðalesturinn. Hann var óvenju- legur að mínu mati miðað við ald- ur nemenda og almenna lestrar- kunnáttu. Lesturinn var fremur innlifuð tjáning efnis ljóðanna en orðréttur flutningur. Hvergi gætti áhrifa skeiðklukk- unnar frægu, sem notuð var, og er máski enn, við lestrarkennslu barna. Þessu næst flutti umsjónarmað- ur skólans kveðjuorð af hálfu nemendanna bóndasonur úr Skagafirði, Eyþór Árnason frá Uppsölum, gagnfræðingur að mennt áður en hann kom í Skál- holtsskóla. Að beiðni minni lét hann mér í té afrit af þessum kveðjuorðum og birtast þau hér á eftir þar sem þau sýna ljóslega viðhorf nemenda til lýðháskólans og starfsfólks hans. Þá flutti rek- tor skólans, sr. Heimir Steinsson, skólaslitaræðu og afhenti hverj- um nemenda svokallað náms- ferilsvottorð, sem kemur í stað prófskírteina. Ræðan var efnismikil og flutt á meitluðu máli, en jafnframt gædd föðurlegri hlýju f garð nemenda og þakklætishús fyrir frábært vetrarsamstarf. Mikillar bjartsýni gætti í ræðu rektors varðandi framtíð skólans, sem byggður á reynslu þeirra þriggja vetra, sem skólinn hefur starfað. Skólaslitunum lauk með því að kynntur var skólasöngur lýð- háskólans í Skálholti. Er það stef úr Skálholtsljóðum sr. Sigurðar Einarssonar við lag Páls ísólfs- sonar, sem gefið hafði leyfi til þessarar notkunar lagsins. Upp- hafsstefin eru þessi: „Allur er heimur í hendi/heimneskum föð- ur,/sem greiðir þjóðanna götur/- greiðir hvern vanda.“ Þessi fögru stef standa fyrir mér eins konar einkunnarorð þessara innilegu en jafnframt virðulegu skólaslita. Jafnframt fór vísa Stephans, sem tilfærð er hér að framan, að sækja á hugann. Ekki veit ég hvort frekar olli samtal mitt við nemendur að skólaslitum loknum, eða framkoma þeirra á skóla- slitunum sjálfum. Einhvern veginn fannst mér þetta unga fólk með námsferíls- vottorðin sín í höndum í stað próf- skirteina með mistráustu tölu- mati á hæfileikum og getu hand- hafa, að sumu leyti liklegra en jafnaldrar þess til að takast á við ýms vandamál, sem margs ungs fólks bíður, hvort heldur er i einkalífi eða í samfélagi við aðra. Öllu liklegra en venjulegir skóla- nemendur til að taka þekkingar- þrána, þekkingarleitina framyfir þekkinguna sjálfa. Á því viðhorfi byggist allur þroski og allar and- legar framfarir. Menntun má í mörgu sýna. — Ég gat um það hér áður að skóla- slitin hefðu farið fram í hátíðasal skólans, sem jafnframt er fyrir- lestrasalur og ætlaður fyrir Ieik- sýningar ef svo ber undir. Eitt sinn upplifði ég það í þessum sal að erindi loknu, ég man ekki hvers, að rektor sagði myndugri en hlýrri röddu: „Krakkar mínir færið borðin og stólana“. Áður en hægt var að gera sér grein fyrir hvað um væri að vera, höfðu nemendur breytt salnum í fjórar kennslu- og æfingastofur og flutt þangað borð og stóla, án nokkurs fyrirgangs, hávaða eða árekstra. Þessa ,,menntun“ aflsins hefði Stephan G. kunnað að meta. Að skólaslitum loknum átti eg þess kost að ræða við nemendur frameftir kvöldi því ég varð sam- ferða þeim í „bæinn“. Undraðist ég hversu einróma þeir voru um skóladvölina og það gagn og þann árangur, sem þeir töldu sig hafa haft af henni. Þar sem ég þekkti sérstaklega til eins nemandans, barns gamals nemenda míns frá Eiðum, að visu nú uppkomið, tók ég hann sér- staklega tali. „Ég fer héðan ger- breyttur maður að mér finnst," sagði hann. „Hvernig þá?“ spurði ég. „Eg hafði engrar fræðslu notið utan stopuls barnaskóla- náms. Heima sinnti ég mest um skepnur en ég hef gaman af þeim, en ég fann með hverjum deginum sem leið, svo að segja, að ég var að einangrast félagslega, var að hverfa inn i sjálfan mig, fann til sivaxandi minnimáttarkenndar. En nú er ég fer héðan, finnst mér ég var gjaldgengur hvar i sveit sem er, því nú finn ég til máttar sem ég vissi ekki að ég ætti til.“ Ummæli þessa nemenda minntu mig á svar annars nemanda við ííeUrJ!ork®hne$ JíenrJJork®tme$ íSrelir JJorkeimeo JíenrJlorkStmeo ^íenrJlorkStmeo KFALLA- KARNIR Thieu höfðingjaðist með ágæt- um, en herjaði heldur vesaldar- lega. Örskömmu áður hafði annað óskabarn okkar í hers- höfðingjabúningi snúið baki við gersigruðum her sínum í Kambódíu og var horfinn á vit þess sældarlifs, sem við búum minniháttar höfðingjum, þegar þeir hafa brotið allar brýr að baki sér. Hvernig tekst Bandaríkja- stjórn að verða sér úti um alla þessa lánleysingja. Sendir utan- ríkisráðuneytið skátasveitir um heiminn í l'eit að óhæfum ungum hershöfðingjum, sem hægt er að dubba upp, ef mikið liggur við og styðja til valda í erlendu ríki, þar sem við óskum eftir ösigri. I sumum löndum verðurn við að ala þá upp, áður en þeim hlotnast æðsta tign, og þá byrjum við á offurstum. Okkur tókst meira að segja aö ala upp aðmirál í Chile fyrir skömmu. En svo virðist sem í Washington efist menn unt, að flotaforingjar geti valdið algerum ósigri ríkisstjórnar á þurru landi, þannig að hann fær ekki aö vera einn um hit- una, heldur aðeins aðili aö her- stjórn, þar sem i eru nógu margir hershöfðingjar til að geta gert fulla alvöru úr hugsanlegum ösigri. Það sem okkur virðist skorta er maður sem getur höfðingjazt jafn glæsilega og Chiang Kai- shek án þess að leggja sig nokkru sinni í þá hættu að sigra. Slíka menn hlýtur að vera erfitt að finna. En þaö hljóta að vera mjög margir hæf- ir hershöfðingjar í heiminum, og ég geri ráð fyrir að stöku sinnum glepjumst viö til að veðja á einn slikan. Mér dettur í hug Francisco Franco, sgm fyrir fjórum áratugum tökst aö sigra í stríði, enda þótl maður verði að viðurkenna að til þess hafi itann þurft aösloö frá Hitler og Mussolini. Samt sem áður hefur hann ekki aðeins höfðingjast meö prýði allt síðan, heldur hefur hann líka gert sér far um að stjórna, og þrátt fyrir það hefur okkur tekizt að umbera hann. I Suður-Kóreu er Park hershöfð- ingi, og þegar við tilnefndum hann framvörð bandarískrar lýðræðisstefnu, sagði Róbert Kennedy um hann: „Hann er þó alla vega f glansandi ‘stig- vélum." Og líkur eru til þess að hers- höfðingi, sem gætir þess, að stigvelin hans glansi vel, sé okkur góð bráð og niuni eiga framundan náðuga daga I Zúr- ich og St. Tropez, því aö hers- höfðingjar, jafnvel sigursælir hershöfðingjar eru næstum þvi alltaf misheppnaöir stjórnmála- menn. Eins og allír vita, sem eru kunnugir herskyldum, gera hershöfðingjar sér rellu út af þvi sem sízt skyldi. Glansandi skór eru i þeirra augum mikil- vægari en tónlist. Nýjasta hár- tizka er stórmál í þeirra augum og getur sett þá alveg út af laginu. Þeir vilja, að fólk spretti upp eins og stálfjaðrir, þegar þeir ganga i sal. Þegar hershöfðingi vill að þú farir í kirkju og þú vilt ekki fara í kirkju, skipar hann þér að standa eins og þvöru í hóp 2.500 manna, sem allir eru eins klæddir, og svo marserar hann með þig i kirkju, hvort sem þér líkar það betur eða verr. Vitaskuld eru hershöfðingjar ekkert hrifnir af kosningum. Maður getur kannski virt þeim það lil vorkunnar, á meðan þeir stjórna, en þegar þeir sitja bara og höföingjast i höllinni sinni, verða menn óhressir. Fólk verður leitt á að láta höföingjast á sér til langframa, ekki sizt, þegar Bandarikja- menn eru annars vegar kyrj- andi um dásemdir frelsis og lýðræðis. Þá sýður upp úr, og utanríkisstefna Bandaríkja- manna bíður einn enn hnekki. Sprenging er óhjákvæmileg. Við förum til annarra landa, hrópum á lýðræói og styðjum menn, sem gera ekkert annað en að höfðingjast. Við getum ekki sigrað. Auðvitað bætum við gráu ofan á svart með því að styðja höföingja, sem geta ekki stjórnað á viö sæmilegan lið- þjálfa, þegar óhjákvæmileg vopnaviðskipli hefjast. Og að leikslokunt auðsýnum við ástúö og virðingu þessum gömlu hers- höfðingjum, sem hafa lagt á sig ósigra fyrir okkur með fulla skjóðu af góðgæti frá Washington. me$ JíeUrJJorkShneíí }íeUrJJorkStme$ }íeUr}Jork2ítme$ Jíeitr JJork erntes jNeUrJJorkðhnes svipaðri spurningu i fyrra. Hann sagði: „Áður en ég kom hingað, gerði ég ekkert nema að drekka og vitleysast. En nú veit ég hvað ég er, hvað ég vil og hvað ég get, ef ég legg mig fram!“ Ég hef orðið helsti langorður um þessi skólaslit, en fyrir mér voru þau mjög ánægjuleg lífs- reynsla, og ég fullyrði að svo hefði orðið fyrir aðra vini Skál- holtsskóla hefðu þeir verið við- staddir. Ég hef reynt að fylgjast með störfum þessa skóla frá upphafi, enda er hann óskadraumur minn sem gamals skólamanns — og margra fleiri, sem telja þetta skólaform fylli í eyður skóla- kerfisins, þar sem öllum er skipað undir einn hatt. Enginn skóli og ekkert skólaform getur gert öllum til hæfis, eða fullnægt hinum margvíslegu þörfum allra nemenda. Hið almenna skólakerfi hlýtur að miða framkvæmdir við mismunandi stórar heildir en ekki einstaklinga, við kröfur um lágmarkskunnáttu í ýmsum náms- greinum til þess að vera fullgild- ur borgari í tæknivæddu nútíma þjóðfélagi. Þetta form hentar sjálfsagt flestum, en þeir hljóta samt að vera margir, og kannski fer þeim fjölgandi, — sem ekki njóta sín, tekst ekki að finna sjálfa sig innan skólakerfisins eins og það er í framkvæmd og hlýtur að verða í aðaldráttum. Fyrir þetta fólk getúr enginn skóli tekið fram litlum heima- vistarskólum likt og skólinn er i Skálholti, þar sem nemendur finna til samskonar öryggis og finna má á bestu heimilum. I skjóli skilningsriks föður og hjartahlýrrar móður. En einmitt þetta tvennt, skilningurinn og hjartahlýjan, fannst mér einkenna síðustu kveðjustundina, þegar nemendur kvöddu þau skólastjórahjónin í Skálholti frú Dóru og sr. Heimi. Þóyarinn Þórarinsson, fyrrv. skólastj. frá Eiðum. Ávarp flutt viö skólaslit Lýöháskólans í Skálholti vor4ið 1975. Hr. rektor, kennarar, nem- endur, starfsfólk og aðrir gestir. Ég ætla að segja örfá orð í kveðjuskyni fyrir hönd nemenda og þó að þetta sé talað frá minu eigin brjósti, þá held ég að mér sé óhætt að segja að ég tali fyrir hönd þeirra allra. Þá er þessi vetur á enda með öllu þvi sem honum hefur fylgt, sigrum og ósigrum, vonbrigði og gleði. Þessi tími er liðinn og kem- ur aldrei aftur. Við litum um öxl, hugurinn reikar til fyrstu dag- anna i haust hér á staönum, allir voru svo skritnir og allt var svo nýstárlegt. Nú gerir maður góð- látlega grín að sjálfum sér þegar hugsað er um þann tíma. Við þennan vetur hafa verið bundnar miklar vonir hjá mér. Og það segi ég að þær vonir hafa ræst ríkulega. Það hefur opnast fyrir mér nýr heimur á mörgum svið- um og ég lít, að ég held, að vissu leyti öðrum augum á tilveruna en áður. Líklega get ég sagt eins og Sókrates sagði. „Ég veit að ég veit ekki neitt. Þessi orð „gamla mannsins" finnast mér gullvæg. Það er svo margt i þessum heimi sem við vitum lítið um, en sláum samt einhverju fram sem ekki fær staðist. Við höfum lært það í vetur að ekki er allt sem sýnist og það er margt sem þarf athugunar við. Þó að við höfum fengið drjúg- an skerf af ýmiss konar fróðleik, höfum við líka fengið okkar skammt af skemmtunum og öðru þess konar og ekki má svo gleyma þeim sem hafa séó okkur fyrir mat og drykk og eigum við þeim mikið að þakka. Það er nú það. Mig skortir orð til að segja það sem þyrfti að segja, en ég vona að nemendur þakki því betur fyrir sig persónulega á eftir. Kæru vinir. Ég kveð ykkur með söknuði i hjarta, en við sjáumst seinna, ef Guð lofar. Þakkaykkur öllum kærlega fyrir veturinn, hann mun verða mér og fleirum ógleymanlegur. Að svo mæltu óska ég Lýðháskólanum í Skál- holti gæfu og gengis á kontandi áru m. Lifiö heil. Eyþór Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.