Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JUNÍ 1975 Skagstrendingar bjóða Skagamönnum aðstoð sína Knattspyrnumönnuin á Akranesi bauðst óvænt aðstoð nú í vikunni er þeir fengu bréf frá Skagaströnd og 16 manns þar bjóðast til að veita Skagamönnun- um alla þá aðstoð í sambandi við fjáröflun er þeir framast geta. Lárus Guðmundsson sveitarstjóri á Skagaströnd, er í fararbroddi Skagstrendinganna, en hann var Svavar Markússon tekur við söfnunarfénu úr hendi Ragnars Tómas- sonar. FRÍ FÉKK 400 ÞIJSUND FRÁ BINDINDISMÖNNUNUM sömu upphæð og FRÍ hafði sett sér að ná út úr vindlingapakkasöfnuninni. Gekk þeim félögum söfnunin ekki eins vel og þeir höfðu vonast til og á fundi með fréttamönnum í gær komu fram vonbrigði með árangurinn bæði frá þeim þremenningunum og þá ekki síður frá stjórnarmönnum í FRÍ. Sagði Svavar Magnússon að nú væri endan- lega Ijóst að Reykjavíkurleikarnir sem hugsaðir höfðu verið með þátttöku er- lendra keppenda verða ekki í fyrirhug- aðri mynd vegna mikils kostnaðar og sennilega yrðu aðeins íslenzkir kepp- endur með í mótinu. Knapp njósnar um Norðmenn Frjálsíþróttasambandið veitti I gær viðtöku rúmlega 400 þúsund krónum, sem þremenningarnir Ragnar Tómas- son. Sveinn Skúlason og Tryggvi Gunnarsson höfðu gengist fyrir að safna Höfðu þeir farið á stúfana í vetur og mótmælt þeirri fjáröflunaraðferð FRÍ að safna tómum vmdlingapökkum og þiggja síðan hálfa aðra milljón króna frá innflytjanda tóbakstegundar- innar Fannst þeim þremenningunum það ekki I samræmi við hugsjón íþrótt- anna að safna fé á þennan hátt og buðust því til að gera sitt til að safna I*að hefur verið I nógu að snúast hjá landsliðsþjálfaranum Tony Knapp upp á sfðkastið og framundan eru sömuleiðis eril- samir dagar. Á morgun fylgir hann iiði sfnu. KR, til leiks gegn Keflvfkingum f Keflavík og á mánudaginn á hann Ifka leið um Keflavfk. Þá fer hann til Osló og fylgist með leik Norðmanna og Júgósiava, sem fram fer á Ulle- vaal á mánudaginn. Heim er Knapp svo væntanlegur á mið- vikudaginn. Nú hefur verið samið við Sovét- menn um fyrri leikinn í for- keppni Olympíuleikanna og fer sá leikur fram á Laugardalsvellinum 31. júlí. Norðmennirnir verða hins vegar andstæðingar íslenzka liðsins 7. og 17. sama mánaðar og fer fyrri leikurinn fram hér á Golfkeimsla í sjónvarpinu AÐUR hefur í þessum þáttum verið vikið að þýðingu sjónvarps í þá veru að kenna golf Að minnsta kosti í hinum enskumælandi heimi getur að staðaldri að líta stórmeistara golfsins á skerminum íslenzka sjón- varpinu hefur löngum verið legið á hálsi fyrir framúrskarandi sinnuleysi í þessum efnum, enda þótt völ sé á úrvali góðra kvikmynda um golf, sem byrjendum jafnt sem meistara- flokksmönnum er mikill fengur í að sjá Sú viðbára hefur verið höfð uppi í hrnni virðulegu ríkisstofnun, að golfmyndirnar séu tengdar nafni ákveðins olíufélags og felist í því auglýsing Hins vegar flokkast víst ekki undir auglýsingu, þegar hand- knattleiksmenn eru merktir ákveð- inni vöru — eða fyrirtæki — í bak og fyrir. Nú átti að bæta úr vanrækslu- syndunum með íslenzkum kennslu- þætti um golf; gerðum af sjónvarp- inu sjálfu Hugmyndin er lofsverð og æskilegt hefði verið að geta þakkað öllum hlutaðeigandi fyrir framtakið Fyrsti þátturinn af þremur hefur verið sýndur, en því miður hefur svo neyðarlega illa til tekizt, að verr er af stað farið en heima setið Vissulega er ekki skemmtilegt að þurfa að vera svo neikvæður, en ég held ekki að neinum sé greiði gerður með því að láta sem þátturinn hafi verið í lagi Óhamingju sjónvarpsins verður allt að vopni eins.og sagt var um íslánd á dimmri tíð hér fyrrmeir. Fyrst koma þeir með Lénharð, sem allir virðast sammála um að sé til skammar. En hér tókst þó sýnu verr; mér liggur við að segja grátlega, og skal nú reynt að rökstyðja þá skoð- un í fyrsta lagi hlýtur einhver tilgang- ur að hafa vakað fyrir þeim sem að þættinum stóðu Tilgangurinn gæti samkvæmt eðli málsins verið þrí- þættur 1) Kennsluþátturinn hugs- aður til þess að glæða áhuga ókunnra á íþróttinni 2) Að hann hafi verið hugsaður sem tæknileg leiðbeining til handa þeim, sem eru að stíga fyrstu skrefin I golfi 3) Að hann hafi verið hugsaður sem al- menn golfkennsla, upprifjun á ,,fúndamentum" golfsins, sem einn- ig hinir betri golfleikarar hefðu gott af að sjá. Tökum svo það sem fyrir augu og eyru bar. Þorvaldur Asgeirsson sýndi grip, að vísu alltof ónákvæmt og flausturslega Síðan tók við nem- andi, sem sýnilega hefur aldrei á ævinni slegið golfbolta. Manngreyið var látinn vera með handlegi og úlnliði svo stífa, að hann var í rauninni ekki lengur með handleggi, heldur tvær spýtur fram- an á sér, tengdar kylfunni Hann rak þessar spýtur sínar beint aftur og fram og árangurinn varð eins og við mátti búast: Boltarnir lyftust ekki, en skrölluðu nokkra metra eftir jörð- inni. Engin útskýring var viðhöfð á því, hverskonar skot hér væri verið að útfæra; hvernig það ætti helzt að vera og hvaða tilgangi það þjónaði. Aldrei var minnst á undirstöðuatriði svo sem bolsnúning, fótavinnu, að halda hausnum, rythma og svo framvegis Aldrei var minnst á að innáskot af þessu tagi eru ýmist há eða lág, útfærð með veds eða lengra járni Hver verður svo árangurinn? í fyrsta lagi er gersamlega útilokað, að þessir tilburðir örvi áhuga þess sem ekki þekkir til golfs. Sá hinn sami hlýtur að álykta, að g.olf sé furðulegt eymdarpot og óskiljanlegt að nokkur maður skuli nenna að standa í öðru eins. Að því leyti álykta ég, að þessi fyrsti kennslu- þáttur hafi beinlínjs verið til illls eins. í öðru lagi er af og frá, að byrjandi gæti hafa haft gagn af að líkja eftir þessu og í þriðja lagi er fjarstæða, að sæmilega sjþaðir golfarar hafi haft gagn af; þeir hlægja bara að öllu saman. Hvað mundu menn segja um skíðakennslu í sjónvarpi, þar sem byrjandi væri látinn sýna kúnstirnar og hann dytti alltaf jafn- harðan og hann stæði upp? Kennsla byggist á því, að sá sem útfærir hreyfinguna, geti sýnt hana rétt — jafnvel með ýmiss konar göllum líka, ef svo ber undir. Mis- skilningurinn og vitleysan eru fólgin í því að nemandinn sem ekkert kann á að kenna — en kennarinn þegir. Hér hefði vissulega þurft að fá einn af okkar beztu golfleikurum og láta hann útfæra höggin, eða kennarínn geri það sjálfur Það þarf að sýna slíka mynd hægt öðru hvoru og stöðva hana alveg á ákveðnum atrið- um til undirstrikunar á því sem kennarinn útskýrir. Vonandi verða tveir næstu mánu- dagsþættir skárri, en fróðlegt væri að vita, hver ábyrgðina ber á þessu; hver eða hverjir voru sjónvarpinu til ráðuneytis og hvers vegna kennslan var höfð með svo fáránlegu formi. Nóg um þá raunasögu. Sex kylfingar á EM í írlandi LANDSLIÐIÐ í golfi hefur nú verið valið. Þarmeð raBtist draumur sumra. en aðrir verða ugglaust fyrir vonbrigðum og finnst að val- ið orki að einhverju leyti tvimælis. Stigatalan hefur verið höfð til hliðsjónar, en ekki verið látin ráða alveg Ég hygg að það sé réttari aðferð; ýmis atvik geta ráðið því, að verðugur maður geti ekki af einhverjum ástæðum elt uppi öll stigamótin. Til dæmis verður það nálega útilokað fyrir mann eins og Björgvin Þorsteinsson, sem nú er kominn norður til starfa við golf- völlinn á Akureyri. Eftirtaldir menn skipa landsliðið: Björgvin Þorsteinsson 86.05 stig, Þorbjörn Kjærbo 74,77 stig, Einar Guðnason 63,40 stig, Ragn- ar Ólafsson 96,90 stig, Oskar Sæmundsson 59,45 stig og Loftur Ólafsson 50,70 stig. Varamaður er Sigurður Thorarensen með 61,28 stig. Eins og sjá má er hann stigahærri en Loftur Ólafsson. Loftur er hinsvegar eldri og reynd- ari og trúlega hefur það ráðið úrslitum. Þeir sem næstir standa hnoss- inu eru Július R. Júliusson, Hans Isebarn. Jóhann Benediktsson og Jóhann Ó. Guðmundsson. Verk- efni landsliðsins verður þátttaka i Evrópumeistaramótinu i golfi, sem fram fer á jrlandi i lok mánaðar- ins. Siðast en ekki sizt er þess að geta að fararstjóri með liðinu til írlands verður Sverrir Einarsson tannlæknir, einn af stjórnarmönn- um GSÍ. landi. Um leikina við Norðmenn verður þó að hafa þann fyrirvara að Norðmenn eiga eftir að leika síðari leik sinn gegn Finnum, en unnu fyrri leikinn 5:3 og ættu að vera öruggir áfram. Tony Knapp var að vonum á- nægður í gær er Morgunblaðið ræddi við hann. — Þeim mun meira sem ég hugsa um leikinn þeim frábærari finnast mér úr- slitin, sagði Knapp. — Það hefði einhvern tímann þótt í frásögur færandi að íslenzka knattspyrnu- landsliðið tæki 3 stig i tveimur leikjum af A-Þjóðverjum, sem eitt liða unnu heimsmeistara V- Þjóðverja i HM í fyrra. Að vera númer 2 I riðlinum er bezti mæli- kvarðinn á framfarir íslenzka liðsins og raunverulega getu þess. UiTTrliira Islandsmót í stangaköstum ISLANDSMÓT í stangaköstum vcrður haldið laugardaginn 14. júnf og hefst kl. 9.00. Verður mótið haldið á túninu milli Miklubrautar og Suðurlands- brautar, austan Skeiðavogs. Keppt verður f eftirtöldum grein- um: Flugulengdarköst — einhendis. Flugulengdarköst — tvíhendis. Hittiköst með spinnhjóli, lóð 7,5 gr. Hittiköst með rúlluhjóli, lóð 18 gr. Lengdarköst með spinn- hjóli, lóð 7,5 gr. Lengdarköst með spinnhjóli, lóð 18 gr. Lengdarköst með rúlluhjóli, lóð 18 kr. Þátttaka tilkynnist til Astvalds Jónssonar, sími 35158. KS-dagur í SUNNUDAGINN 8. júni gengst Knattspyrnufélag Siglufjarðar fyrir hátíðarhöldum á íþróttavell- inum til kynningar á félaginu og til fjáröflunar. Hefur þessi dagur verið lengi í undirbúningi og nokkuð til hans vandað. Er það von okkar KS-inga, að Siglfirðing- ar taki þessu framtaki vel og taki virkan þátt i dagskránni. Kl. 10 f.h. fara KS-ingar um bæinn og selja merki dagsins og væntum við þess, að á móti þeim verði vel tekið. Dagskráin hefst kl. 13 e.h. við barnaskólann, fjöldaganga, allir flokkar KS f búningum og aðrir sem vilja taka þátt i göng- unni. Gengið verður suður Norðurgötu upp Gránugötu og út Túngötu að íþróttavellinum kl. 13.30. Allir flokkar KS sýna upp- hitunaræfingar undir stjórn Magnúsar Jónatanssonar þjálf- ara, kl. 14.00 er knattspyrnu- leikur milli KS og Fylkis frá Reykjavík í 2. flokki, kl. 15.30, kaffisala í Alþýðuhúsinu á vegum KS, kl. 16.30 spretthlaup 100 metra, pilta á aldrinum 13—14 ára, kl. 16.45 knattspyrnuleikur 12 ára og yngri, norður og suður- bær, kl. 17.05 boðhlaup norður og suðurbær 17 og eldri, kl. 17.20 knattspyrnuleikur milli KS úr- vals og KS old boys. Ath. kaffi- salan i Alþýðuhúsinu verður opin fyrir nokkrum árum einn fremsti spretthlaupari landsins. Gunnar Sigurðsson formaður Knattspyrnuráðs Akraness, sagði að Skagamenn væru eðlilega mjög þakklátir fyrir þessa aðstoð þeirra Skagstrendinga. Sömu- leiðis sagði Gunnar að áhugasam- ir Skagamenn ynnu gífurlega mikið starf fyrir knattspyrnu- mennina á staðnum og ættu allir sjálfboðaliðarnir sem hönd legðu á plóginn miklar þakkir skilið. Akurnesingar leika gegn nýlið- um FH f dag og verður spennandi að sjá hvernig meisturunum gengur gegn FH-ingunum sem eftir tvær umferðir eru efstir f 1. deildinni. Hefst leikurinn á Akranesi klukkan 15.30, en Akra- borgin fer frá Reykjavfk með að- dáendur liðanna og aðra farþega klukkan 14.15 og til baka strax að leik loknum. Gott met Liljn vi n Lilja Guðmundsdóttir úr lR keppti á móti f Gautaborg um sfðustu helgi og setti þá nýtt glæsilegt met í 800 metra hiaupi. Hljóp hún á 2:13,3 og bætti gamla metið um tæpar tvær sekúndur. Lilja hafði yfirburði í hlaupinu og fékk enga keppni þar sem sú er varð önnur kom f mark á 2:22,0. Lilja er að komast f mjög góða æfingu, og ætti að geta náð enn betri árangri f sumar við góðar aðstæður. Annar Islendingur dvelur einnig við æfingar í Svíþjóð, Júlfus Hjörleifsson. frá kl. 15.30 til 18.00. Siglfirðing- ar, gerum dag þennan ánægju- legan og hressum upp á bæjar- lifið. M.J. Sund- meistaramót SUNDMEISTARAMÖT Reykja- víkur 1975 verður haldið 14. og 15. júní n.k. í Sundlauginni i Laugardal. Keppnisgreinar verða eftirtaldar. Fyrri dagur: 200 metra bringu- sund karla, 100 metra bringusund kvenna, 800 metra skriðsund karla og 1500 metra skriðsund kvenna. Seinni dagur: 400 metra fjór- sund kvenna, 400 metra fjórsund karla, 100 metra baksund kvenna, 100 metra baksund karla, 200 metra bringusund kvenna, 100 metra bringusUnd karla, 100 metra skriðsund kvenna, 200 metra skriðsund karla, 100 metra flugsund kvenna, 100 metra flug- sund karla, 4x100 metra skrið- sund kvenna og 4x100 metra skriðsund karla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.