Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JONÍ 1975 Minning: Þórarinn Guðmunds- son skipstjóri Fæddur 13. janúar 1893. Dáinn 30. maf 1975 Segja má, að það fólk, sem byrjaði að starfa í Eyjum á fyrsta tug þessarar aldar hafi lifað tímana tvenna. Allt það gamla er horfið og ný vinnubrögð tekin við, bæði til sjós og lands. Það má segja, að aðeins umhverfið haldi sínum upprunalega svip. Það er landsýnin og úteyjarnar ásamt hinum fiigru fjöllum Eyjanna, sem halda sínu gamla svipmöti. Þó má víða sjá fingraför hinnar tæknimögnuðu mannshandar á þeirri náttúrusmíð. Háaldrað fólk hefir lifað það timabii i sögu þjóðarinnar, sem einstæðast mun talið verða frá upphafi Islandsbyggðar. Nú hefir einn heiðursmaður úr hinni öldruðu sveit Eyjamanna ýtl úr vör i hínzta sinn, Þórarinn Guðmundsson skipstjóri frá Jaðri. Hann var fæddur í Eryden- dal (nú Bjarma viö Miðstræti) hinn 13. janúar 1893. Foreldrar hans voru Málfríður Erlendsdótt- ir og Guðinundur Guðmundsson. Þórarinn missti móður sína í frumbernsku, en ólst upp í skjóli föður síns í Mandal í Eyjum hjá Sigriöi og Jóni Ingimundarsyni, en faðir hans var vinnumaöur hjá þeim hjónum. Albróöir Þórarins var Guðjón Guðmundsson skip- stjóri, sem fórst með togaranum Sviða. Innan við fermingaraldur byrj- aði Þórarinn að fara á sjó meö fööur sinum, en hann var heppnisfonnaður á áraskipum og annálaður fiskimaður á handfæri. Taldi Þórarinn þessa róðra með föður sínum hafa verið sér góðan sjómannaskóla fyrir lífið. Þórarinn réðst skipstjóri á mót- orbátinn Gústaf árið 1915, þá var hann 22ja ára gamall og sýnir það mikið traust, sem honum var sýnt. En Þórarinn reyndist sannarlega traustsins verður, því að hann var skipstjóri um 30 ár við góðan orð- stír, enda hafði hann alla þá kosti, sem góðan skipstjóra prýða. Þór- arinn var með afbrigöum veður- glöggur, einstakur reglumaður alla ævi og snyrtimaður svo að af bar. Þórarinn var með beztu fiski- mönnum Eyjanna alla tið. Sú gifta fylgdi honum, að hann skil- aði ætíð skipi og skipshöfn heilli i höfn. Mannahylli hafði hann og mikla, og hafði árum saman sömu menn á skipi sínu. Segja má, að Þörarinn á Jaðri hafi lifað tímabil tveggja kyn- slóða, séð skipin stækka frá ára- bátum með handfæri, sem þá var eina veiðarfærið, og til þeirra glæsilegu skipa, sem sjóinn sækja í dag. Vestmannaeyjar sá hann vaxa úr litlum og frumstæðum fiskibæ við hafnlausa strönd, í stærstu verstöð landsins með full- komna höfn, og fólkiö hefja sig úr örbirgð til bjargálna; islenzku þjóðina hrista af sér danska kúg- un og skapa sér fullvalda menn- ingarríki. Þórarinn kvæntist árið 1915 konu sinni Jðnassínu Runólfs- dóltur frá Stokkseyri og hefur það hjónaband nú staðið í tæp 60 ár og varð mjög farsælt á allan hátt. Jónassina er glæsileg kona svo af ber og mikilhæf húsmóðir, sem hefur búið manni sínum mjög vistlegt og aðlaðandi heim- ili, sem Þórarinn mat mikils. Þau voru sainvalin um snyrlimennsku bæði úti og inni. Þeim varð ekki barna auðið, en ólu upp tvo drengi, systursyni Jónassinu, og reyndust þeim sem beztu for- eldrar. Þessir fóstursynir þeirra hjóna, Erlendur Eyjólfsson járn- smíöameistari og Jónas Þ. Dag- bjartsson hljómlistarmaður, hafa Plast Framhaid af bls. 25 prent, en stefnt er að endan- legri sameigningu fyrirtækj- anna á þessu ári. Plastprent h.f. var stofnað árið 1958 og átti Haukur Eggertsson helming þess frá upphafi og þar til í ársbyrjun 1974, en síðan hefur hann átt fyrirtækið einn. Þegar fyrirtækið hóf starf- semi sína voru þar tveir menn við störf með eina vél á 60 fermetra gólffleti. Siðan hafa meðalafköst fyrirtækisins auk- izt um 130% og hefur afkasta- aukning á ári verið að meðaltali Afmælis- og minning argreinar ATllYGLl skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. Faðir okkar og bróðir + GARÐAR EYJÓLFSSON, frá Seyðisfirði, andaðist 5. júnl. Sigurborg Garðarsdóttir, Sigríður Garðarsdóttir, Hrefna Eyjólfsdóttir, Heiðrún Eyjólfsdóttir, Axel Eyjólfsson. + Faðir minn og tengdafaðir, ÁRNI JÓNSSON, Hlíðarási 2, Mosfellssveit, andaðist á Landakotsspítala föstudaginn 6 júní. Jóhanna Árnadóttir, Aðalsteinn Björnsson. + Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi. HRÓBJARTUR BJARNASON, kaupmaður lést í Borgarspítalanum þann 5. þ.m Hróbjartur Hróbjartsson, Karin Hróbjartsson, Skúli Hróbjartsson, Haraldur B. Bjarnason, Sigríður Bjarnadóttir, Elín Bjarnadóttir. Svala Steingrímsdóttir. veitt þeim hjónum mikla ánægju og reynzt fósturforeldrunum sannir synir. Eins og að líkum lætur kom það í hlut Jónassínu að sjá um heimilið, þegar bóndinn var á sjónum og tókst henni það með prýði á sinn hljóðláta og yfir- lætislausa hátt. Það var alltaf skemmtilegt að koma að Jaðri. Þórarinn var ekki áhrifagjarn og mótaði lifsskoðun sfna af sjálfsíhugun. Tilsvör hans voru oft býsna snjöll og fyndin. Frásögn hans var tilþrifarík og eftirtektarverð og mun lengi i minnum höfð meðal Eyjamanna. Sérstaklega var ánægjulegt að heyra hann segja frá löngu liðnum atburðum, en mest voru það sögur frá sjónum á liðinni tíð. Menn og atburðir, atvinnuhættir og lifskjör almennings komu fram líkast því að tjald væri dregið frá sviði; svo var frásögnin skýr. Það er fremur fátitt að hlýða á slíka frásagnargleði, en athygli og eftirtekt Þórarins var frábær alla tíð. Þórarinn á Jaðri elskaði Eyjarnar, þeim hafði hann unnið allt sitt líf og þar óskaði hann að eiga sinn síðasta hvílustað. Af því sem hér hefur verið sagt, sést að þessi heiðurshjón hafa verið gædd þeirri forystu og þeim manndómi, sem enga stund vildu láta ónotaða en héldu markvisst í höfn starfsheiðursins. Þannig unnu þau sér traust samferða- manna og sjálfum sér efnalegt sjálfstæði. Þegar sá atburður gerðist 23. janúar 1973, að allir ibúar Eyjanna urðu að hverfa þaðan um hánótt svo sem öllum er í fersku minni, var það mikið átak — ekki sízt háöldruöu fólki, sem átti sín einbýlishús, að verða dæmt til að hola sér niður í þröngu sambýii við gott fólk, er af góðvild og kærleika vildi þrengja að sér til að hjálpa hrjáðu fólki. En þetta var hlutskipti fjöldans úr Eyjum. Það er aðdáunarvert hvað fólkið var samhent við að byggja sér upp ný heimili, þegar frá leið i nýju umhverfi. En þetta hefur tekizt mjög vel i fjölbýlishúsinu að Kleppsvegi 32 hér í Reykjavík. Þar búa nú í sambýli 14 fjölskyld- ur úr Vestmannaeyjum, og voru hjónin frá Jaðri meðal þeirra. Þarna rikir góður andi og hjálp- semi fólksins hvert við annað og undu þau Þórarinn og Jónassína mjög vel hag sínum þar meðal góðra granna. En svo kom skuggi um síðustu áramót, þegar Þórarinn varð hel- tekinn af þeim sjúkdómi, sem ekki varð við ráðið. Hann stóð sig eins og hetja í þessari raun, en brotnaði í bylnum stóra siðast. Við hjónin söknum nú vinar í stað, sem við höfðum daglegt sam- band við. Við kveðjuathöfn Þór- arins í Dómkirkjunni 4. júní s.l. mætti mikill fjöldi Vestmannaey- inga til að votta samúð sína og kveðja kæran samferðamann, sem nú er á leið heim til sinna fögru Vestmannaeyja. Við hjónin óskum Þórarni allr- ar Guðs blessunar, svo og ást- vinum hans, sem eftir lifa. Friðfinnur Finnsson frá Oddgeirshólum. HjördísRuíh Gylfa- dóttir—Minning Fædd 10. desember 1958. Dáin 2. júnf 1975 Hún hvarf til nýrra heimkynna einn bjartan júnimorgun. Það var komið sumar, en þó ekki sumar; það var kalt. Þegar ungt fólk deyr, verður okkur, sem eftir lifum, hugsað til tilgangs sköpunarverksins. Sá huliðshjúpur, er yfir þeim til- gangi grúfir, verður enn dekkri; við skiljum ennþá ekki neitt, en finnst samt að við skiljum enn minna. Það var í ágústmánuði fyrir nær níu árum, að ég kom fyrst að Hellnatúni í Ásahreppi; þá ný- kvæntur maður, kominn til að kynnast skyldfólki konu minnar. Það var komið kvöld, en það var heiðskýrt og bjart; fegurð náttúr- unnar slík, sem hún aðeins verður staðbundin — þarna eins og hún verður mest í Rangárþingi. Af hlaðinu, hlaupandi, fagnandi, kom á móti okkur giókollur, fríð, pínkulítil systir. Aðspurður kvaðst glókollurinn heita Hjördís Ruth. Siðan vorum við vinir. Árin Iiðu. Við hjónin, ásamt börnum okkar ungum, tókum upp þann sið, að flytja heimilið með okkur í hjólhýsi á sumrum. Það varð fastur liður, að leggja um tíma utan í þeim sérkennilega hól, Skyggni, í túninu hjá ömmu og afa Hjördísar; í Hellnatúni. Og það var bjart. En það dimmdi. Það uppgötv^ aðist, að litli glókollurinn frá ágústkvöldinu fyrrum — sem nú var .orðin stór og falleg stúlka, um fermingu — var haldinn þeim vá- gesti, er mannleg læknavisindi fengu ekki við ráðið. Grun hefi ég um, að snemma hafi hún fengið hugboð um að hverju dró, þótt þeir, er vissu, gerðu allt til að dylja hana hinu sanna. En stúlkan var sérstaklega mikillar gerðar og leyndi þá hina sömu ekki síður sinni vitund. Ein- stakur hugarstyrkur hennar — og þá ekki síður viljakraftur — kom bezt í ljós, síðustu daga hennar á Landspítalanum. Þó svo væri af henni dregið, að hún yrði að fá aðstoð við að snúa sér, réð hún krossgátur, saumaði út, og lét spaugsyrði falla við foreldra sina og aðra, er hjá henni sátu unz yfir íauk. Hjördís Ruth var fædd I Reykjavík þann 10. desember 1958, og bví aðeins á sautjánda ári, er hún lézt, hinn 2. dag júní- mánaðar. Hún var dóttir þeirra hjóna, Jakobinu Ólafsdóttur og Gylfa Jónassonar, aðalgjaldkera Búnaðarbankans á Hellu. Hjá þeim, á Hellu, bjó hún sín fáu ár, en dvaldist þó oft langdvölum hjá ömmu sinni og afa í Hellnatúni, sem voru henni og systkinum hennar sem aðrir foreldrar. Það er fagur fjallahringurinn, séður í heiðríkju neðan úr Asa- hreppi. Þegar ég sit og skrifa þessar línur, er minning mín um þessa sérstæðu, vel gerðu stúlku, einhvernveginn órofa þessari heiðríkju, eins og ég sá hana á einu ágústkvöldi fyrir níu árum. Tómas Agnar Tómasson. Okkur dauðlegum mönnum reynist oft næsta erfitt að skilja svo ótal margt í lífi okkar á jörðu hér. Við skiljum ekki hvers vegna bilið milli ljóss og skugga, lífs og dauða, er oft svo stutt. Við skiljum heldur ekki hvers vegna hönd dauðans knýr dyra hjá ungri stúlku, í blóma lífsins, og tekur hana með sér, frá for- eldrum og systkinum og öðrum ástvinum. En þótt við skiljum þetta ekki, þá vitum við, að þó syrti að í svip, birtir brátt til að við sjáum til sólar á ný. Hjördis Ruth Gylfadóttir var fædd 10. des. 1958 og var því aðeins 16 ára, er hún lést 2. júní, s.l. Foreidrar hennar eru Jakob- ína Ólafsdóttir frá Hellnatúni og Gylfi Jónasson frá Vetleifsholti. Var hún elst 3 barna þeirra hjóna. Til skólaaldurs dvaldi Hjördís að mestu leyti hjá afa sínum og ömmu I Hellnatúni, en síðan á heimili foreldra sinna á Hellu. Hjördís hafði flesta þá kosti til BARNA- og miðskóla Reyðar- fjarðar var slitið 30. mai. 160 nemendur stunduðu nám sl. vetur. Fastráðnir kennarar voru 7 talsins, stundakennarar voru þrir. Skólinn starfaði f 10 bekkjar- deildum. Hæstu einkunn á ungl- ingaprófi hlaut Hanna Ragn- heiður Björnsdóttir — 8.85, sem jafnframt er hæsta einkunn yfir skólann. Kristinn Einarsson skólastjóri tjáði mér að afráðið væri að starfrækja gagnfræða- deild við skólann næsta vetur og i að bera, sem unga stúlku mega prýða. Hún var líka á margan hátt fyrirmynd annara unglinga, enda varð henni vel til vina meðal jafn- aldra sinna og félaga. Hún virtist því hafa alla möguleika til að ganga fagnandi á framtíðarvegi. Fyrir nokkrum árum kenndi Hjördis sjúkdóms, er leiddi tii þeirra úrslita, sem nú eru orðin. Það vita þeir einir, sem reyna, hvilikt áfall slíkt er fyrir nánustu aðstandendur, en þá mun gott að minnast þess „að aldreí er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú“. I löngu sjúkdómsstriði komu mannkostir Hjördísar vel í ljós, lífskraftur hennar og lífsgleði. Þótt hún væri oft þjáð, fagnaði hún hverjum nýjum degi, sann- færð um að brátt kæmu betri tím- ar. Á þessum tíma árs fögnum við sól og sumri. Þess bið ég Guð, að hann láti sólargeisla sína verma tárin á vanga þeirra, sem nú kveðja stúlkuna sína um sinn, Að minningarnar um liðnar samveru- stundir, veiti þeim styrk í raunum og huggun í harmi. Foreldrum, systkinum og öðr- um vandamönnum Hjördisar sendi ég samúðarkveðju. Jón Þorgilsson. ráði að breyta verulega námi efstu bekkja skólans með þvf að gefa nemendum kost á vali I nokkrum greinum samkvæmt hinum nýju grunnskólalögum. 20. maí var haldin sýning á teikning- um og handavinnu nemenda og var þar margt fallegra muna. Á sjómannadaginn fermdi sóknarpresturinn, sr. Sigurður Guðmundsson, 16 börn hér I Búðareyrarkirkju. Veður var mjög kalt og snjóaði, en nætur- frost hefur verið hér undanfarnar nætur. — Greta. 160 nemendur í Barna- og miðskóla Reyðarfjarðar Reyðarfirði — 3. júnf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.