Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JUNI 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen Ekki veit óg þaö, sagöi Þorleifur, hvort þeir eru svo oft skakkir; þeir styöjast við i>aó, sem ég sagði áðan, að flestir bera kestina utan á sér og að annað er eigi inni fyrir en að utan má sjá; er það þá ekki rétt að dæma þá eftir því, sem sést? Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Ekki er ég svo fróður í ritningunni, að ég viti með vissu, hvort þessi grein er venjulega rétt skilin; hitt veit ég, að til er og önnur grein, sem svo er: „Guð er sá, sem hjörtun og nýrun rannsakar"; og ekki tek ég það aftur, sem ég sagði um það, að oft væru dómar manna fjarri sönnu, og má vera, að það sé oftast aðalgallinn á þeim, að þeir eru skorðaðir við hið ytra; Ég þekki til að mynda einn mann, sem eftir hinu ytra að dæma er giaður og ánægður, og það hygg ég flesta mæla, að ekki sé lifið honum þungbært, og þó er ég sannfærður um, að þessi hinn sami maður hefur einhvern þann harm í brjósti að bera, sem ekki liggur svo létt á honum sem mönnum virðist. Þorleifur þagnaði dálítið við, en svaraði síðan glaðlega: —COSPER-------------------- Hvornig er vrrtrirt úli? s________________________________________________________________I Það verður þá að koma af því, að í honum er einhver kjarni, sem þeir sjá ekki, er aðeins glápa á hið ytra. En þá kemur aftur að því, sem ég sagði áðan, að ekki eru allir þar, sem þeir eru séðir; en nú hef ég talað svo bert við yður, að ekki getur hjá því farið, að yður gruni, við hvern ég á; ég veit, að þér búið yfir einhverjum duldum harmi, og mætti ég telja mig meðal vina yðar, mundi ég biðja yður að segja mér, hvert tilefni er Það er þó satt. sem mælt er um yður Islendinga — Stúfur litli EINU sinni voru fátæk hjón, þau bjuggu í vesælu koti, og voru svo blásnauð, að þau höfðu hvorki að bita né brenna. En þótt þau hefðu þvínær ekkert af öðru, þá áttu þau samt nóg af börnum, og barna- hópurinn óx á hverju ári. Og enn áttu þau von ábarni. Þaðþótti manninum ekki sérlega vænt um, að hann var alltaf nöldrandi yfir þessu, og sagði að þau hefðu meira en nóg af slíku, og þegar konan skyldi alabarnið, fór maðurinnút í skóg að ná sér í eldivið, hann vildi ekki sjá þennan nýja barnunga. „Ég heyri nógu snemma, j.egar hann fer að grenja af sulti“, sagði hann. Þegar maðurinn var farinn, eignaðist konan forkunnarfagran dreng, og strax og sá piltur var fæddur, litaðist hann um í herbergiskytrunni. „Góða mamma mín“, sagði barnið, „geturðu ekki látið mig hafa eitthvað utan á mig, einhverja gamla larfa af bræðrum mínum og nokkurra daga nesti, þá fer ég út í heiminn að freista gæfunn- ar. Þú átt nóg af börnum samt, sé ég“. „Æ, hvað er að þér, blessað barn“, sagði móðirin. „Þú ert allt of lítill enn, það er ómögulegt að sleppa þér.“ vtw MORödM KAFPINU Þaö hafa einhverjir komið meöan við vorum í leikhúsinu. ST&/JÖ/VD 3»'- >■ > Maigret og guli hundurinn Eftir Geörges Simenon Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir 5 aö ganga frá fyrirmyndarumbún- aöi utan um varninginn. Maigret haföi setzt út I horn f veitingastofunni. Gestgjafinn var f hvítum kyrtli og með háan kokkshatt á höfðinu. Hann horföi á veitingastofu sfna eins og felli- bylur heföi fariö um. Apótekarinn haföi látið í sér heyra Mannamál heyrðist úti fyrir. Jean Servicrs var sá fyrsti sem sýndi á sér fararsnið. — Þaö er ekki út af þessu ... en ég er giftur og konan mín á von á mér í mat ... Sé yður sem fyrst, lög- regluforingi... Le Pommeret hætti göngu sinni fram og aftur um gólfið. — Bíðið eftir mér! Ég þarf Ifka að fara heim til kvöldveröar ... Verður þú hér, Michoux? Læknirinn yppti öxium. Apó* tekarinn var áfjáður I að halda athyglinni og Maigret heyrði hann segja við gestgjafann: — Það er auðvitað nauðsynlegt að láta efnagreina innihaldið f öllum flöskunum! ... Þar sem lögregluforingi er hér viðstaddur þarf hann aðeins að gefa mér formleg fyrirmæli þar að lútandi I vfnskápnum voru rösklega sextfu flöskur meðýmsum vínteg- undum. — Hvað segið þér um það, Iög- regluforingi? — Ja, þér segið nokkuð! Það væri kannski snjallast... Apótekarinn var rindílslegur og taugaveiklaður maður. Hann æsti sig æ meira upp. Gestgjafinn bjó um flöskurnar i körfu fyrir hann. Þvfnæst hringdi hann til veitingastofu ! gamla bænum til að gefa lærlingi sfnum boð um að koma strax. Hann fór fimm sex ferðir frá Hotel de l'Amiral til bækistöðva sinna, en gaf sér þó tíma til að kasta kveðju á hóp forvitinna veg- farenda, sem höfðu safnasf saman úti á götunni. — Hvað verður eiginlega um mig og fyrirtæki mitt, þegar allt vfn er frá mér tekið, kveinaði gestgjafinn. Og engum dettur í hug að fá sér að horða hjá mér! ... Ætlið þér ekki að borða lög- regluforingi... Og þér, læknír ... Farið þér heim? — Nei ... Móðir mín er í Parfs og vinnustúlkan er í frfi... — Þá gistið þér náttúrlega hér •> Það var rigning. Göturnar voru þaktar af svörtu sóti. Vindurinn rykkti í gluggana á fyrstu hæö. Maigret hafði snætt miðdegis- verð. Skammt frá sat hinn alvöru- þrungni læknir við borð. (Jt um litlar grænar rúðurnar mátíi greina forvitnisleg andlit, sem þrýstu sér upp að glugg- anum. Gengilbeinan fór til að snæða sjálf og var f burtu f hálfan annan tfma. Sfðan stillti hún sér upp á sinn vanastað og hélt á pentudúk f hendinni. — Viljið þér færa mér bjór, sagði Maigret. Hann veitti því athygli að lækn- irinn fylgdist með honum meðan hann drakk eins og til að fylgjast með hvort cinhver eituráhrif kæmu í Ijós á eftir. Jean Servieres kom ekki aftur, eins og hann hafði sagst ætla að gera. Le Pommeret lét heldur ekki sjá sig. Veitingastofan var þvf mannlaus, fólk kaus að láta það vera að koma inn og sérstak- lega virtist áhugaleysi á því að fá sér drykki þar. I þrönginni úti fyrir var altalaö að banvænt eitur væri í öllum flöskunum. — Nóg eitur til að drepa hvern einasta fbúa f bænum ... Bæjarstjórinn hringdi af heim- ili sínu til að fá nákvæmar upp- lýsingar um hvað væri um að vera. Að því búnu skall á drunga- leg þögn. Michoux sat I horninu og blaðaði f blöðum án þess að lesa staf. Stúlkan hreyfði sig ekki. Maigret reykti pípu sfna f rólegheitum og öðru hverju rak gestgjafinn inn nefið til að ganga úr skugga um að ekkert nýtt hefði gerzt sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af. Þau heyrðu bæjarklukkuna slá heilan og hálfan tfma. Fótatak og muldur fyrir utan dvfnaði smám saman og loks heyrðist ekkert annað en kveinið og ýlfrið f vind- inum og rigningin lamdi giugg- ana. — Sofið þér hér f nótt? spurði Maigret lækninn. Kyrrðin var svo alger að það var næstum óhugnanlegt að heyra talað af eðlilegum raddstyrk. — Já ... Ég geri það öðru hverju ... Ég bý með móður minni f þriggja kilómctra fjar- lægð frá bænum í geysilega stóru húsi ... Móðir mfn er f París og verður þar í nokkra daga og stúlk- an fékk frf til að vera við brúð- kaup bróður sfns ... Hann reis upp, hugsaði sig um stutta stund og sagði svo fljót- rnæltur. — Góða nótt... Og með það arkaöi hann upp stigann. Beint yfir höfði sér heyrði Maigret hann draga skó af fótum sér. Eftir í veitingastof- unni voru aðeins stúlkan og lög- regluforinginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.