Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JUNÍ 1975 7 I--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------1 Sr. Bernharð Guðmundsson — Addis Abeba „Þið elskizt og giftizt svo. Við giftumst og elskumst síð- an.“ Viðmælandi minn er ind- verskur plantekrueigandi, vel búinn og öruggur í fasi. Við þjótum yfir sléttur Indlands í hraðlestinni frá Bombay. Sem flestir landsmenn hans er hann ræðinn vel og er engin launung á einkamálum sinum. Hann var við nám í landbúnaðarverk- fræði við einn kunnasta háskóla Bandarfkjanna, lauk þar meistaragráðu og tók síðan við landsvæðum fjölskyldunn- ar, um 70.000 ekrum af ræktan- legu landi. Hann hefur skipt því niður og seit á vægu verði til leiguliða sinna, hjálpað þeim með útvegun og val á áburði og korniLSjálfur heldur hann eftir 8000 ekrum og rekur þar marg- þætta tilraunastarfsemi. En nú eru komin ný lög, enginn Ind- þar sem börn hans ganga í kristniboðsskóla. Þar er bíllinn hans, vestrænt heimili, hann klæðist jakkafötum og silki- slifsi og sækir fundi í Rotary. Ég vissi, að hann var hindúi og spurði hvers vegna hann sendi dætur sínar i trúboðs- skóla, hvort hann óttaðist ekki að þær myndu kristnast. — Þær fá þar beztu fáanlegu menntun, kynnast kristnum áhrifum og það er gott, við för- um meira að segja til messu á hátíðum. En þær verða aldrei kristnar. Það er útilokað i okk- ar stétt. Við Braminarnir höld- um fast við okkar kerfi. Það sagði ég líka ölium stúlkunum sem ég kynntist í Bandaríkjun- um — þær skyldu ekki líta á mig sem hugsanlegan eigin- mann. var nú anzi spennandi augna- blik! Viðmælandi minn skellihlær. — Þú talar um aðra hætti vestra. Eru þeir betri? 60% hjónabanda í Los Angeles enda með skilnaði. Hvarvetna sér maður yfirgefnar konur, fram- hjáhöld og óskilgetin börn. Ætli þið getið einmitt ekki eitthvað af okkur lært? Við giftumst — og elskumst eftir það ævina alla. Við erum ákveð- in við giftinguna að láta hjóna- bandið heppnast. Við litum mest á jákvæðar hliðar hvors annars og reynum að hefla af þær neikvæðu. Menn hafa stundum svo undarlegar skoð- anir á því hvað ástin í rauninni er. Fyrir vestan takið þið hana út úr samhengi sínu, blásið út suma þætti hennar og afskræm- ið hana þannig, og vesalings unglingarnir vkkar vita ekki Ástin og kerfið verji má eiga meir en 35 ekrur. — Hvað á ég að gera? Slíkur bleðill ber ekki einu sinni rekstur einnar dráttarvélar. Það væri hjákátlegt fyrir mig að fara að vinna með haka og skóflu. Ég spyr hann, hvort hann geti ekki gengið í þjónustu ríkisins. Nóg eru verkefnin á sviði landbúnaðar í landi þar sem hungursneyð er árviss reynsla. — Þegar maður hefur unnið sjálfstætt er ógjörningur að verða liður í ríkisbákninu, sér i lagi svo seinfara og gjörspilltu sem okkar. Ég“ ætla að reyna vínþrúguræktun, það þarf lítið land og þá get ég verið nær fjölskyldunni. Hagir þessa samferðamanns míns eru sem sé þeir, að hann dvelst í þorpinu sinu tvær vik- ur I senn. Þar lifir hann alger- lega á bændavisu, án rafmagns eða sima, við vatnsskort, situr á gólfi við máltíðir, gengur ber- fættur. og vefur sig pilsdúk undir' siðri skyrtu. Þriðju vik- una dvelst hann í Hýderabad, Og hann sagði mér frá kerfi þeirra er til hjónabands skal stofna. — Fjölskyldan lætur það fréttast, þegar einhver er kom- inn á giftingaraldur og eftir nokkuð jaml, japl og fuður er fundin brúður eða brúðgumi. Það er byggt á reynslu í þessum málum. Þess er gætt, að áhuga- mál og menntun beggja sé svip- uð, félagslegur bakgrunnur líka. Þá er að þvi hugað, að útlit hjónaefnanna sé í nokkru sam- ræmi og skapgerð falli þokka- lega saman. Rétt áður en ég lauk prófi vestra, fékk ég að vita að brúður væri fundin fyrir mig, svo að ég fór heim að loknu prófinu til að kvænast. Ég spurði, hvort þetta hefði ekki verið erfiður biti að kyngja, þar sem hann hefði kynnzt öðrum og frjálslegri háttum í vestrænum heimi. — Nei, okkur þykir þetta sjálfsagt. Ég sá meira að segja andlit konu minnar í fyrsta sinn eftir brúðkaupið. Hún huldi það við athöfnina. Það sitt rjúkandi ráð. Hér tökum við þessu öllu með stillingu, slök- um á og skilnaðir eru afar fátíð- ir. Ég spurði hvort þetta kerfi væri þó ekki að losna úr bönd- um siðustu árin. — Dálítið meðal þeirra sem minna eru menntaðir — en halda að þeirséuboðberarnýrra tíma. Þeir sem hafa numið er- lendis hins vegar skilja betur hvað er gott í okkar eigin menn- ingu og þeir halda flestir fast við fornar hefðir I þessu máli — og reyndar fleirum. Þetta dugar okkur vel. Ég hefði ekki getað fundið betri konu fyrir sjálfan mig. Lestin rann inn á stöðina. Glæsileg kona I gullofum sari með tvær stelpur sér við hlið veifaði frá nýlegum bíl til sam- ferðamanns míns. Hann leitaði í tösku sinni, tók þar vegiegt armbandsúr og sagði um leið og hann festi það á úlnlið sér. — Klukka er nauðsynleg hér í menningunni. I þorpinu mínu fylgjum við sólinni! L_ _l Framleiðni- hvetjandi launaform Ekkert þjóðfélag, hvort sem það lýtur leik- reglum lýðræðis eða kommúnisma, býður upp á algjöran launa- jöfnuð. Launamismunur, sem byggist á eðli starfs, starfsmenntun eða reynslu, ábyrgð, áhættu eða afköstum, er og verður óhjákvæmi- legur. Ákvæðisvinna og „bónuskerfi",sem verka hvetjandi á afköst, auka framleiðni og verðmæta- sköpun, eru I flestum til- fellum jákvæð fyrir þjóð- félagið, viðkomandi fyr- irtæki og starfsfólk. Um þetta eru flestir sam- mála, enda staðreynd, að ýmis þjóðfélög, sem byggja á sóslalisma. hverfa nú i ríkara mæli að þvi að nýta fram- leiðnihvetjandi launa- form af þessu tagi. Þetta þarf ekki að þýða það. að þróunin á Vesturlöndum leiði ekki til áframhaldandi launa- jöfnunar, eins og verið hefur um árabil, á sama tima og launamismunur í sósíölskum ríkjum fremur vex en minnkar. Hvergi á jarðarkringl- unni mun launamismun- ur minni en hér á landi og liggja til þess marg- víslegar staðbundnar að- stæður og ástæður, sem ekki verða tiundaðar hér og nú. Sérstakar aðstæður í íslenzku efnahagslífi Sérstakar aðstæður i íslenzku efnahagslifi hafa skapað forsendur, sem taka verður tillit til i þessu efni. Kaupmáttur þjóðarf ramleiðslunnar hefur rýrnað um þriðj- ung á nokkrum misser- um. Þjóðartekjur á ein- stakling minnka enn fyr- irsjáanlega á þessu ári samkvæmt spám Þjóð- hagsstofnunar. Þetta veidur því að minni raunveruleg verðmæti eru og verða til skipt- anna milli þjóðfélags- þegnanna en áður. Hugsanleg verkföll, stöðvun á verðmæta- sköpun i þjóðarbúinu, kunna að rýra verðmæti þjóðarframleiðslunnar enn frekar en spár Þjóð- hagsstofnunar gera ráð fyrir á árinu 1 975. Viðskiptakjör þjóðar- innar hafa kallað á efna- hagsráðstafanir, sem fyrst og fremst hafa ver- ið við það miðaðar að tryggja rekstur atvinnu- veganna, sem voru á barmi rekstrarstöðvun- ar, og forða frá dyrum þjóðarinnar svipuðu at- vinnuleysi, og nú herjar nágrannaþjóðir okkar. Viðskiptakjör þjóðarinn- ar, innflutt og heimatil- búin verðbólga, sem og efnahagsráðstafanir fyrrverandi og núver- andi ríkisstjórnar (m.a. sú stjórnarákvörðun vinstri stjórnarinnar að slita tengsl visitölu og kaupgjalds), hafa rýrt lifskjör og kaupmátt launa allra starfsstétta þjóðfélagsins. Þessar aðstæður allar hafa m.a. leitt til sérstakrar launa málastefnu núverandi rikisstjórnar, sem kemur einkum fram I þvi að vernda kaupmátt hinna iægst launuðu i þjóðfé- laginu (láglaunabætur, lækkun tekjuskatts, söluskatts og tolla). Það hefur og verið stefna rikisstjórnarinnar, að við núverandi aðstæður verði hinir betur settu launalega að sætta sig við óbreytt kjör, meðan þjóðarskútan er að kom- ast á réttan kjöl í erfið- um sjó alþjóðlegrar efnahagskreppu. Nýir febrúar- samningar? Það hefur hins vegar vakið furðu að kjara- stefna forystu AS( virð- ist sú, að hugsanlegar launahækkanir i þjóðfé- laginu, sem kröfur hafa verið settar fram um, m.a. með óbreyttu visi- töluformi, verði hinum hærra launuðu mjög i hag. Við þvi var búizt, að kröfur ASÍ, við rikjandi aðstæður i þjóðfélaginu, myndu einskorðast við hina lægst launuðu, og verða þann veg raun- hæfari og höfða frekar til réttlætiskenndar þjóðarheildarinnar. Raunin varð önnur. Og sú spurning verður æ áleitnari, hvort eitthvað annað og meira búi að baki en raunverulegir hagsmunir verkafólksins i landinu. Og það hlýtur að vera krafa þeirra, sem við lægst laun búa, að forysta ASf geri þeg- ar og undanbragðalaust grein fyrir þvl, hvort hún stefni enn að nýjum „febrúarsamningum"? Hestamenn athugið Góð sumarbeit í nágrenni Reykjavíkur. Upp- lýsingar í síma 66179. Breiðholtsbúar Hef opnað bakarí í verzlunarmiðstöðinni Hóla- garði, Lóuhólum 2. Gunnar Jóhannesson. Sumarblómaplöntur Höfum mikið úrval af ágætum sumarblóma- plöntum Morgunfrú, Levkoj, Paradísarblóm, Chrýsantenum, Kornblóm, Hádegisblóm, Pet- únía, Nemesía, Ljónsmunni, Skrautnál, Apa- blóm, Flauelsblóm, Stjúpur og Fjólur í fjöl- skrúðugum litum. Margar tegundir af fjölærum plöntum. Dahlíur, bæði stórvaxnar og smærri mjög glæsilegar. Einnig hvítkáls- og blómkáls og rófuplöntur. Gróðrastöðin Grænuhlíð v/Bústaðaveg, Furugerði 23. Sími 341 22. Opiðtilkl. 10ákvöldin. Yogastöðin — Heilsubót Mýkjandi æfingar við allra hæfi. — Æfingar sem stuðla að heilbrigði og friði. Yogastöðin — Heilsubót Hátúni 6A — Sími 27710 ■i ÚTVEGSMENN Höfum til sölu fiskiskip af flestum gerðum og stærðum Á söluskrá skuttogarar frá 180 til 2000 brútto tönn. Leitið upplýsinga í síma 1-7373. MarsTrading Co. h.f. Laugavegi 18 a. Fjórðungsmótið Faxaborg auglýsir Lokaskráning kappreiðahrossa er þann 15. júní. Margir beztu hlaupahestar landsins þegar skráðir, búast má við spennandi hlaupum. Skráning fer fram hjá Þorsteini Valdimarssyni, Borgarnesi í sima 7 1 94. Framkvæmdanefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.