Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JUNI 1975 ■ ■ I ■ • Ekki er hægt að segja annað en að það hafi verið líf f tuskunum á þriðjudagskvöldið í stúdíói Hljóðritunar s.f. í Hafnarfirði, þar sem Ilaukar voru að taka upp sína fyrstu •veggja laga pliitu. Þeir skál- uðu f léttvíni, skutu pílum í mark, dönsuðu og skemmtu sér konunglega. Það var ekki svo erfitt að hafa á tilfinning- unni, að Haukar væru eilftið taugaóstyrkir. Varla nema furða, þetta er í fyrsta skipti, sem þeir vinna í stúdíói. Aðeins tveir þeirra, Gunnlaug- ur Melsteð, bassaleik- ari / söngvari, og Kristján Guðmundsson, hljómhorðs- leikari, hafa áður komið f stúdíó. Það var við upptökuna á „Middle Class Man“ Ómars Óskarssonar í Lundúnum i fyrrahaust. Grunninn, þ.e. hljóðfæra- leik, höfðu þeir tekið upp á föstudeginum áður og nú var að syngja og bæta við þeim hljóðfærum, sem þeir kusu. — Það verður bara saxófónn í öðru laginu, sagði Gulli Melsteð og skók sig f mjöðm- unum. — Lala. Jú, og svo vill Kiddi kannski fá flautu í lagið sitt. Við sjáum til með það. „Lagið hans Kidda“ er „Let’s Start Again,“ gullfallegt lag, rólegt og huggulegt, sem Haukar hafa verið með á efnis- skránni sfðan Kristján gekk i hljómsveitina skömmu fyrir síðustu áramót, og hefur þaö fengið góðar móttökur. Hitt lagið, sem verður á A- síðu, heitir við íslenskan texta Þorsteins Eggertssonar, „Þrjú tonn af sandi." Er þar komið gamla Presley-lagiö „Return to sender,“ dúndurgott lag og bráðskemmtilega og vel gert hjá Haukum. Enn á ný sann- færist maður um að enginn gerir texta eins og Þorsteinn Eggertsson. Eða hvað með þennan kveðskap, þar sem Presley söng: „Return to sender. “• „Þrjú tonn af sandi./ Andrés fær nóg/ mótatimbur,/ já, í heilan skór “' — Þessi plata er eiginlega af okkar hálfu til þess ,,að vera með“ eins og einhver sagði hér frammi áðan, sagði Rafn Haraldsson, trommuleikari, þar sem hann sat á gólfinu í kaffistofunni og lygndi aftur augunum. Hann var frekar þreytulegur. — Meiningin er að þessi plata komi út núna eftir mánuð eða svo, og svo viljum við gera aðra plötu haust, stóra plötu, sem veröur talsvert öðruvísi. Kristján Guðmundsson samsinnti „öðruvísi" með töluverðum ákafa. — Já, sagði hann, — hún veröur öðruvísi, músíklega, meina ég. Það verður meira lagt í hana. Ég gæti til dæmis hugsað mér að vera með tvö eða þrjú lengri verk, eða eitthvað svoleiðis, þetta er einn möguleikinn. Stuttsiðan hafði orð á því, að töluverðar breytingar væru orðnar á Haukum, ef þeir færu að senda frá sér lengri og meiriháttar tónverk; annað væru þeirþekktari fyrir. — Já, sögðu þeir, — en það er ekkert komið á hreint í þessu sambandi. Við erum bara að ræða málin. Það kem- ur svo margt tii greina. Þegar Haukar fóru.út í þessa upptöku vissu þeir ekkert um, hver myndi gefa plötuna út, né heldur hvort einhver vildi það yfirleitt. Þeir pöntuðu 20 tíma í stúdíói, byrjuðu að taka upp og höfðu svo samband við þann hljómplötuútgefanda, sem þeim leist hvað best á. Það var „Hljóinar" í Keflavik og er leið á kvöldið birtist G. Rúnar Júlíusson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann hlustaði, spjallaði við Hauka, Jón Þór, upptökumann, Engilbert Jensen, sem stjórnaði upptök- unni hjá Haukum, og slappaði af. — Gott sving í þessu, sagði Rúnar. Daginn eftir hafði hann ákveðið sig: — Já, auðvitað gefur maður þetta út. Þetta er prýðilegt. Svo kallaði Stuttsíðan til hirðljósmyndara sinn. Gulli Melsteð vildi engan ljósmynd- ara inni í stúdíóinu á meðan hann var að syngja. Þeir Engil- bert og Sven Arve, gítaristi Hauka, sungu með honum raddir, en þegar átti að setja á svið myndatöku, vildu Haukar vera sjálfir á myndinni, engir aðrir, ekki Engilbert og bara enginn. Stuttsíðan gafst upp í kring- um miðnættið og hvarf út í bjarta nóttina, en Haukar héldu áfram fram eftir nóttu. Þeir voru rétt að komast í hið réttaform. —ó. vald. .Fetað í íótspor Ihluns annað en fremur einfaldar vanq dæ9Urla9atex,ar vocu lí,ið °'tas. klóðurslega or^r ög ZZl komu rneistara Dylans brey„isTþet,a on' X * Með ^ aS vetðle,kum góð áhrif þess m»,I 9 V6rða seint ">etin Popptónlistinni. I textum Vt manns á ,extagerð í umbúðalaust hvað Kmeietari Dyfan sem betur mátti ,ara í neyslibióðfál °9 bent' á ýmis,e9t bua Adeiluform Dylans vaktfath r9' °kkar vestur|anda- tánlistarmenn að nota bað A *hV9 ' »9 brátt tóku P°pp- Hljómsveitin BORGÍS hef *P3rt V'ð tónsmíðar sfnar fo.rm á sine fyrsíu hl ómpS sTmrnÍ,t k°S''ð að ve'Æ nu lnnan skamms. P væntanleg er á markað vakið töluvTrðf / hot,unni hefur hún þegar lagaval á dansleikjum Hlióm Þ ■am Um ,yrir htessileg, e,tir sfðustu óramiTr Roo7 Toe:snhVarS,0,r,Uð skemmu gekk „| liðs við þrjá meðlimi Ii;a æ,.tl °9 Ari Jónsson Atla Jónssor (bróður Ara) Pé„J°nLS''?,,ar,nnar Birtu, þá Blondal. f spjalli við StuttsfðunÍ söaSu bTT- °9 KrÍS*ián Þessi fyrsta hljómplata gæfi í 9ðu.Þe,r Arl °g Pétur að h>fómsvei,innienþáPsemb9i7 tÍd^nT0;, my"d tyAZ9Á' °nda væru báðir textarnir bh, T Um Platen væri þjóðféfagið sem við lifum og hrærumJ & ve,ferðar- -Prom.sed Land?" og „Qive Us a Raisn" °9'n' S6m hei,a Atla og eru textarnir eftir Gunnar Salv7 ' bæSi ef,ir Tfmanum. Upptökunni stjórnaði lö rsson bla»amanna á honum til aðstoðar var Ásqeö O dánas R Jónsson og rr arÚ,9e,andí plö,unnar ÞeifArfrSSp1 W Demant Þvf að hér væri aðeins um byrjuninaað x' V°rU harðir á vær, næsta skrefið enda ,mJ?! 8 raaða- — stór plata fólagar fás, a.lir við tónsmfðT 8 009 þar sem þeir sv.g. 11: as si ■ ■■ il LanJ ? « .íS „Stuð Stuð Stuð” - Það er satt; STUÐ STUÐ STUÐ • Oe Lónlí Blú Bojs • 33 sn. stereo • Hljómar 1975 006 Af þeim plötum, sem út hafa komið f syrpunni „Lónlí blú-stuðmenn" ber þessi plata af. Hljómar sjálfir hefðu getað verið hreyknir af. Ég man ennþá vanþóknunarsvipinn, sem ég sá spegl- ast ! búðarglugganum þegar ég barði þessa plötu fyrst augum, en sfðan he, ég svo sannarlega skipt um skoðun. Sjálfur á ég erfitt með að skilja, hvað liggur að baki dulnefna sem þessara, e, menn telja sig ekki þurfa að skammast sfn fyrir vöruna. Hvað með það, hér er bráðskemmti- leg og vel gerð plata á ferðinni og móttökurnar eru áreiðanlega betri en nokkur þorði að vona. Þegar eru seld um 4000 eintök af plötunni með kass- ettum og þegar næsta sending kemur, eru 1500 eintök þegar seld. Hvaða plata gæti gert betur á þessu sumri? Lögin eru afbragðs góð, hvert eitt og einasta, en þó er þvf var, að neita, að lög Gunnars Þórðarsonar bera af. Þar nefnir maður fyrst og fremst „Heim f Búðardal", sem er að vera vinsælast allra „vinsældalaga". Allar ballhljómsveitir kyrja „Heim f Búðardal" af kappi f harmonf við dans- andi gestina og meira að segja á salern- um vissra veitingahúsa f höfuðborginni fer fram mikill söngur, þarsem „Heim í Búðardal" er vinsælast. Þá á Gunnar annað hressilegt rokk- lag á plötunni. „Heim til þfn kona", við texta Þorsteins Eggertssonar. Þriðja lag Gunnars, blitt og fallegt eins og hans er von og vfsa, er „Syngjum sama lag", við texta G. Rúnars Júlíussonar. Textarnir, sem allir eru á fslensku, eru óvenju góðir af íslenskum dægur- lagatextum að vera, enda er Þorsteinn orðinn þrælvanur textasmiður og Jónas Friðrik, sem allta, virðist jafn ferskur á einn texta, „Allt fullt a, engu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.