Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNl 1975 15 lofti um þær reglur, sem Viðlaga- sjóður hefur unnið eftir, en hvern- ig hefur verið að starfa sem for- maður stjórnar Viðlagasjóðs?" „Starfið við Viðlagasjóð hefur oft snert ákaflega viðkvæma punkta bæði fyrr og siðar og er það ekki óeðlilegt í eins sérstæðu máli og tilefni sjóðsins er. Mér hefur ekki þótt neitt vont að vinna að þessum málum. Þótt sumum hafi ekki likað framkvæmd eða afstaða til ýmissa þátta i starfi Viðlagasjóðs, þá hefur þegar allt kemur til alls verið skilningur á þvi sem við höfum verið að gera, en að sjálfsögðu hlutu að koma upp vandamál þegar félagslegar og fjárhagslegar ástæður rákust á kerfið, sem hver stofnun verður að byggja á í grundvallaratriðum. Okkur eru reglur settar. en við höfum lagt áherzlu á að leysa málin." „Hvernig er háttað mati á tjóni eigna Vestmannaeyjakaup- staðar?" „Allt éjgnatjón er metið af tæknimönnum sem Viðlagasjóður hefur sett til þess. Þeir menn hafa nána samvinnu við starfsmenn bæjarins og bærinn mun fá tæki- færi til að gera allar sínar athuga- semdir við væntanlegt bótaupp- Viðlagasjóður mun beita sér fyrir ræktun Heima- eyjar. „ Hvað hyggst Viðlagasjóður fyr- ir í sambandi við ræktun á þvi gróðurlendi sem hefur skemmzt i Vestmannaeyjum af völdum eld- gossins og framkvæmda við flutning á ösku um Heimaey"? „Siðastliðið ár var eytt 5—6 milljónum kr. i ræktunartilraunir i Eyjum og það getur orðið litið eitt meira á þessu ári. Þetta hefur verið gert samkvæmt tillögu Land- græðslustjóra ríkisins og i sam- vinnu við bæjaryfirvöld i Vest- mannaeyjum. Það voru sýnilega gerð mikil mistök á sínum tima að vikurinn skyldi fluttur vestur i gamla hraunið og í flugbrautina, því frá báðum þessum stöðum fýkur vikurinn út um Heimaey. Þetta eru mistök, sem menn verða að læra af. Stjórn Viðlagasjóðs er Ijóst að gróðurinn er mikið mál fyrir fram- tíð Eyjanna og vill gera sitt til þess að ræktun og lagfæring á skemmdum gróðursvæðum megi takast sem bezt. Einhverjar milljónir i slikt verk er einber hé- gómi miðað við allt annað, sem er á ferðinni i þessu máli. Ég geri mér vonir um að Viðlagasjóður muni sjálfur fylgja þessu máli eftir og verja til þess fjármunum áður en sjóðurinn hættir," sagði Helgi Bergs að lokum. Eyjafólk fékk um 40% tjóns greitt í þvi sem að framan er skráð koma fram beinar staðreyndir um starf, gjöld og tekjur Viðlagasjóðs. Á ýmsu hefur gengið í þessu starfi og ýmislegt hefur verið sagt. Starfsmenn Viðlagasjóðs hafa unnið eftir settum reglum, en það er löngu Ijóst orðið að þær reglur voru allt of þröngur stakkur ef raunverulegar bætur átti á annað borð að greiða fyrir tjón af völdum eldgossins — og afskriftareglan hefur reynzt algjör firra. Það er opinber yfirlýsing fyrir þvi að bæta átti allt tjón af völdum eldgossins, en reyndin hefur orðið sú að fólk hefur að meðaltali fengið milli 40 og 50% bætur fyrir það tjón, sem hver og einn varð fyrir i eldgosinu. Ég hef fylgzt náið með þessu máli, oft skrifað um það og gagn- rýnt og bent á tiltekin dæmi í afgreiðslu mála þannig að viðkom- andi embættismönnum bar skylda til að svara fyrir sig, ella segja af sér störfum sínum. Aldrei hef ég fengið fram nein viðbrögð frá þeim sem stjórna kerfinu, þeir hafa haldið sinu striki hversu vit- laust. smekklaust og ólýðræðis- legt sem það hefur verið og maður hefur I mesta lagi heyrt sagt: „Hvað er hann að æsa sig þessi". Sá sem ætlaði að fylgjast til hlýtar með ýmsum kerfum sem Íslendingar setja upp þyrfti að vinna við slikt fulla vinnu, þvi svo mikil yfirbygging hefur kerfið orðið á ýmsum sviðum, að þvi er virðist fyrst og fremst kerfisins vegna, en ekki vegna ibúa þessa lands. Samúðin þverr samhliða þverrandi hættu Þegar eldgosið stóð yfir i Eyjum var samúð rikjandi með Eyja- skeggjum, en þegar hættan er liðin hjá, þverr samúðina að sama skapi jafnhratt og jafnvel heldur hraðar, þvi þá kemur bakslagið, og sögusagnir fara á kreik. Um tíma var talsvert deilt á Vest- manneyinga og margir landsmenn sem ekki kynntu sér málið héldu því fram að Vestmanneyingar hefðu stórgrætt á eldgosinu vegna þeirra bóta sem þeir fengu. Þær bætur reyndust þegar allt kom til alls óverulegar miðað við tjón manna, þótt þær gerðu talsvert gagn samt sem áður. f þeim lið- lega 5 milljörðum króna, sem virð- ist ætla að verða lokatala Viðlaga- sjóðs, hefur fólk í Vestmannaeyj- um fengið greiddar 251 milljón kr. fyrir meiri og minni skemmdir á 900 húsum og 227 milljónir króna fyrir skemmdir á innbúi. Þá hefur Viðlagasjóður greitt 1440 milljónir kr. fyrir 400 hús sem ónýttust I eldgosinu, flest fóru undir hraun, en önnur skemmdust á annan hátt. Þarna er um að ræða að meðaltali 2,7 milljónir kr. á hús, sem flest voru ný og stór einbýlishús og sér hver sem vita vill að þessar bætur hafa hrokkið skammt fyrir nýjum hús- um. Hef ég margoft bent á að gamalt fólk fór verst út úr þessari afgreiðslu með sín gömlu hús því miðað var i einu og öllu við afskriftir og brunabótamat 1973. Þær bætur dugðu þvi skammt til framkvæmda strax árið eftir, hvað þá siðar. Að meðaltali voru greiddar 270 þús. kr. í bætur fyrir skemmdir á þeim 900 húsum sem hlutu slíkar bætur og hver sem fylgdist með málum í Eyjum vissi að þær bætur dugðu i fæstum tilfellum til þess að koma húsum í þokkalegt lag hvað þá samt lag. Minnihluti Viðlagasjóðsfjár í hendur Eyjaskeggja Stór liður i útgjöldum Viðlaga- sjóðs eru greiðslur sem hafa stór- bætt húsakost þeirra byggðarlaga sem létu af hendi aðstöðu fyrir Viðlagasjóðshús, stórar upphæðir eru þær sem greiddar hafa verið til iðnaðarmanna á fastalandinu bæði vegna húsbygginga og björg- unarstarfa og aðgerða i Vest- mannaeyjum. Þannig hefur minni- hlutinn af ráðstöfunarfé Viðlaga- sjóðs farið í gegnum hendur Vest- manneyinga eða liðlega 2000 millj. kr. en það er nokkurn veginn sama upphæð og nemur aflaverð- mæti þess sem Binni f Gröf lagði á land I sinni skipstjóratíð, miðað við fiskverð 1973. Það var nú allt og sumt. Það var ótrúlega há upphæð hjá einum skipstjóra og áhöfn hans. en ekki langt frá því að vera algeng, en sem bótafé fyrir það tjón sem varð í stærstu verstöð landsins þá er upphæðin ótrúlega lág og allt of lág eins og raun ber vitni. Ég nefndi fyrr að þær bætur sem fólk fékk hafi verið i raun milli 40 og 50% og er það ekki ofreiknað. Sama er að segja um bæturnar til Bæjarsjóðs Vestmannaeyja. Hann hefur nú fengið milli 500 og 600 millj. kr. upp i væntanlegar bætur og að sögn formanns stjórnar Við- lagasjóðs er það meginhlutinn af endanlegri tölu. Það hefur verið þægilegt fyrir bæjarsjóð Vest- mannaeyja að fá 4 millj. kr. á hverjum mánudegi lengst af eftir gos og það verður fróðlegt að sjá uppgjörið á þvi hvernig það fé hefur verið notað. en nánari út- skýring hefur ekki enn fengizt i bæjarstjóm Vestmannaeyja. 2000 millj. kr. vantar í dæmið í Eyjum Einstaklingar og fyrirtæki i Eyjum hafa sýnt mikinn dug og áræði í að koma sinum málum i rétt horf, en sama er ekki hægt að segja um bæjarstjórn Vestmanna- eyja. Hún hefur ekki náð þeim tökum á málum, sem eðlilegt hefði verið og þvi situr bæjar- sjóður Vestmannaeyja nú uppi með það að ef áætlaðar bætur til bæjarsjóðs verða ekki mikið meiri en þær bætur sem bærinn hefur þegar fengið, þá vantar Vestmannaeyjabæ um 2000 milljónir miðað við verðlag i dag til þess að koma sínum málum i sama horf og var fyrir gos. Það er því stjórnvalda að meta þessa stöðu upp á nýtt, einföld dreng- skaparskylda. Kerfið hefur á ýmsan hátt háð bæjarstjórn Vest- mannaeyja, en það er ekki gild afsökun fyrir allt stjórnleysið, og sumar framkvæmdir hefur hrein- lega ekki verið nokkur möguleiki að vinna, því að bætur eru miðaðar við verðlag 73. Er ekki ástæða til að endurskoða það i dag? Ef slikt verður gert, er reyndar verið að mismuna fólki i Eyjum annars vegar og bæjarsjóði hins vegar i sambandi við tjóna- bætur en á móti kemur að mikill hallarekstur bæjarsjóðs kemur niður á öllu fólki i Eyjum, svo nýjar reglur i þessu efni væru nokkur leiðrétting og styrkur til þess einnig. Senn blasir alvaran við i fjármálum Vestmannaeyja- kaupstaðar, ef bæturnareru búnar en framkvæmdirnar eftir. Tölurnar í þessari grein eru unnar samkvæmt upplýsingum úr skjölum Viðlagasjóðs og það er margt þar sem vekur spurningar, ekki vegna þess að það sé óeðli- legt, heldur vegna þess að sumt kemur manni alltaf á óvart og maður spyr, af hverju i fjáranum varð þetta-niðurstaðan Af hverju ekki til Eyja? Toll og söluskattstekjurnar til Þorlákshafnar til dæmis. Af hverju var þessum 500 milljónum kr. ekki ráðstafað til Vestmannaeyja? Þar biða m.a. hafnarframkvæmdir upp á hundruð milljóna króna og uppsetning skipalyftu sem gæti orðið mikil lyftistöng fyrir byggðarlagið auk öryggis og hag- ræðis fyrir bátaflota landsmanna. Aðrar hafnir landsins eru alls góðs maklegar, en þessir peningar komu til vegna eldgossins í Eyjum og úr því að það var ákveðið að græða á gjöfum Norðurlandanna, var að sjálfsögðu eðlilegast að þeir peningar færu til uppbygg- ingar t Eyjum. og ekkert annað. Hvað var hvers? Hver húsgrunnur undir Viðlaga- sjóðshús kostaði 500 þús kr„ en þess utan borgaði Viðlagasjóður efnið í þá. Þarna semur einn og sami aðilinn um byggingu allra grunnanna, en samt sem áður er engin hagræðing sjáanleg, eða gróði af sliku fyrirkomulagi. Þetta eru 9 tegundir húsa, einfaldir grunnar i flestum tilfellum og eðli- legt verð í slíkum fjöldasamn- ingum hefði verið um 200 þús. kr. á þessum tíma, en ekki 500 þús. kr. Hvað var hvers? Verkfræðikostnaðurinn er um 100 millj. kr. Það er stór liður i heildardæminu; og undir þessum lið er að finna reikning eins og fyrrnefndan reikning Bárðar Danielssonar arkitekts og verk- fræðings upp á 1,5 milfj. kr. fyrir ráðgjafastörf við val hústegunda Viðlagasjóðs, ráðgjafastarfa sem opinber embættismaður. Þar reiknaði embættismaðurinn sér laun upp á 3000 kr. fyrir ráðgjöf við hvert húsanna 500 en teg- undirnar voru aðeins 9 talsins. Slik vinnubrögð gera aðra verk- fræðinga tortryggilega. Áætlaðar bætur til bæjarsjóðs o.fl. upp á tæplega 1000 millj. kr. 1973 hafa ef til vill ekki verið fjarri lagi miðað við verðlag það ár, en þessar framkvæmdir sem um er að ræða bæði byggingar, gatnagerð og fleira eru meira og minna óunnar ennþá af ýmsum orsökum og því er það lágmarks- krafa að tekið verði tillit til þeirra verðhækkana sem hafa orðið síðan við uppgjör þessara bóta. Vestmannaeyingar hafa skilað sinu framlagi til þjóðabússins ár hvert þrátt fyrir eldgosið og gerðu það meira að segja fyllilega sjálft gosárið. I dag vantar ekki minna en tvo milljarða króna til þess að unnt sé að gera Vestmannaeyjabæ svipaðan því sem hann var fyrir eldsumbrotin og Vestmanneyingar eiga fyllilega skilið að tekið sé fullt tillit til þess i lokauppgjöri Viðlagasjóðs. Verkfræðingar og tæknimenn þeir sem hafa metið þær eignir bæjarsjóðs, sem fóru undir hraun i eldgosinu, hafa kom- izt að raun um að þær eignir jafngildi verðmætum upp á 370 milljónir kr„ sem er hlægilega lág tala, en skýringin á henni er fyrst og fremst sú að afskriftarreglum hefur verið beitt á alla þætti tjóna- matsins til hins ýtrasta og auk þess kemur til óðaverðbólga, sem hefur étið upp verðgildi þeirra peninga, sem við var miðað 1973. Afskriftareglan gilti einnig hjá öllum einstaklingum. Það er því Ijóst að fjármál Vestmannaeyja- bæjar eru dæmi sem erfitt verður að gera upp miðað við það að Viðlagasjóður sé búinn að greiða svo til allar skyldubætur til bæja rins. 1973 var gerð kostnaðaráætlun um lögn nýrrar skolpleiðslu út úr Vestmannaeyjahöfn, en það er mjög brýn framkvæmd síðan aðstaðan breyttist i höfninni við gosið. Þessi kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 70—80 millj. kr. og Viðlagasjóður var reiðubúinn að leggja þá þegar fram fé. Ekkert hefur orðið úr framkvæmdum og nú má gera ráð fyrir að slik fram- kvæmd kosti hátt i 150 millj. kr. Þarna hefur verðbólgan étið 70—80 millj. kr. af bótafénu, svo eitthvað sé nefnt. Það hefur verið óskynsamlegt af bæjarstjórn Vestmannaeyja að hafa ekki frumkvæðið i ákveðinni skipulagningu allra þeirra þátta sem þegar lá fyrir að þyrfti að ---------------------------------\ vinna eftir gos og slæleg er frammistaða forsvarsmanna Vest- mannaeyja varðandi kröfur um raunhæfar tjónabætur. Sú linkind hefur kostað hundruð ef ekki þús- undir milljóna króna, en á sumu er skýring og hana verður að taka gilda svo raunhæfar bætur fáizt. Óuppgert er hjá Viðlagasjóði mat á bótum til Pósts og síma, en reikna má með að þær bætur nemi nokkrum tugum milljóna og á sínum tima var þessu ríkisfyrir- tæki greidd stór fjárupphæð fyrir áætluð símaafnot björgunar- mantia í eldgosinu. Þetta er að- eins eitt af mörgum dæmum sem sýna fram á að mestur hluti fjár- muna Viðlagasjóðs hefur komið i hendur annarra en Vestmanney- inga. Nefna má hundruð milljóna, sem sjóðurinn greiðir rikinu i vexti af yfirdrætti sjóðsins i Seðla bankanum. Þá má minna á hvernig Póstur og sími afgreiddi Vestmanney- inga i eldgosinu. Margir þeirra urðu að flytja margsinnis á einu ári, allt upp i ellefu sinnum veit ég til. Alltaf þurfti þetta fólk að greiða flutningsgjald sima og svo þegar Eyjaskeggjar komust aftur út í Eyjar kórónaði rikisfyrirtækið málið með þvi að rukka inn fullt flutningsgjald af því að fólk hafði fengið nýtt simanúmer i millitið- inni. Bærinn ásælist túnabætur jarðeigenda Rétt er að nefna hér eitt af mörgum óleystum málum i sam- bandi við tjón af eldgosinu. Er það bætur fyrir túnin, sem nú eru á allt að 200 metra dýpi undir hrauni. Sumirjsamningar þar að lútandi eru siðan frá 18. öld, aðrir finnast ekki eins og gengur um slíkt. Maður tók við jörð af manni og nytjaði og hlúði að, en nú vill bærinn eiga bæturnar sem reiknaðar eru fyrir spildurnar og eru þó flestir eigendurnir aldrað fólk. Hér er um að ræða aðeins 20—30 millj. kr. og i sumum tilvikum vill bærinn fá bætur, en i öðrum er málið á hreinu varðandi bæinn, en þetta mál er mjög erfitt að gera upp á meðan bærinn held- ur fast við kröfur sínar. Á meðan brennur — bótaféð upp i verð- bólgubálinu og enginn hefur not af þvi. Sem dæmi nefni ég þrjá jarðeigendur sem eiga inni bætur hjá Viðlagasjóði, en hafa ekki fengið þær ennþá vegna þess að allt stendur fast. Magnús Péturs- son bóndi á inni tæplega 1.8 millj. kr. i bætur, Pétur Guðjónsson á Kirkjubæ á inni liðlega 700 þús. kr. og Eyjólfur Gislason á Bessa- stöðum á inni um 300 þús. kr. Það eru tugir manna sem misstu land og bærinn gerir tilkall til jarðnæðis sem er metið á 12 millj. kr. Það þótti kynlegt á sinum tíma, nú fyrir nokkrum árum, þegar bærinn fór allt i einu að segja upp fólki á jörðunum sinum austur á eyju. en það er enn kyn- legra eftir eldsumbrotin i túnum þessa fólks að bærinn skuli vera með puttana i málinu. Kyrrt hefði mátt liggjal Heildarúttekt á málefnum Vestmannaeyja Eldgosið er liðið hjá og það er í rauninni stórkostlegt hvað fólk hefur áorkað á Heimaey, en bæjaryfirvöld hafa ekki náð sér á strik. Það er skylda islenzkra stjórnvalda að gera heildarúttekt á málefnum Vestmannaeyja áður en Viðlagasjóður lýkur starfi sinu, og láta hann Ijúka starfi sinu með myndarbrag. Bætur til fólksins voru i raun tittlingaskitur og hin stranga afskriftarregla hefur ekki siður farið illa með bæjarfélagið. Það er þvi ekki til of mikils mælzt að ríkisvaldið Ijúki afskiptum af þessu sérstæðasta máli i sögu íslenzkrar byggðar með SÆMD.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.