Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1975 33 VELVAKAiMDI Velvakandi svarar í síma milli kl. 14 og 15 frá mánudegi til föstudags. 0 Sókn og sigrar gegn hverjum? J. P. skrifar: „Forkólfar i sumum flokkum og ýmsir forystumenn, sem illu heilli hafa verið kosnir í stjórnir sumra launþegafélaga, eru ávallt að staglast á og hrósa sér af ein- hverjum miklum sigrum, sem þeir hafi unnið. Fróðlegt væri að rifja það upp og rannsaka gegn hverjum þessir menn hafa verið að berjast og hverja þeir hafi sigrað. Flest vestræn ríki, t.d. Norðurlönd og England, eru með svipaða gengisskráningu og gengishlutfall og þeir voru með fyrir heimsstyrjöldina síðari, jafnvel ^kfci mikið breytt gengis- hlutfall )frá því fyrir fyrra heims- strið. Aðeins Islendingar hafa stöðugt hrakizt niður á við og nú kostar dönsk króna 28 ísl. krónur, einn Bandaríkjadollari 152 krónur og enskt pund 353 krónur. Með þessu móti hefur að visu verið reynt að halda uppi atvinnu á íslandi, en vitanlega þýðir þetta stórfellda skerðingu á öllu sparifé fólks, en svo til allt sparifé í bönkum og sparisjóðum landsins er eign barna, unglinga og fullorðins fólks, svo og þess hluta launafólks, sem er að reyna að safna sér fyrir húsgögnum, bifreið eða íbúð. Vinnuveitendur eiga sáralítið, jafnvel ekkert, af sparifé þjóðarinnar, þeir eru með allt sitt fé i atvinnurekstrinum, og auk þess fé að láni. — Það fer því ekki á milli mála, á hverjum þess- ir forkólfar hafa sigrazt, jafnvel fyrri flokkur Björns Jónssonar, núverandi forseta ASl, heimtaði gengislækkun þegar þessir menn voru siðast í ríkisstjórn. Og flokkur Magnúsar Kjartanssonar afnam vísitölubætur á kaup og lögbatt kaupið um leið, meðan þessi ,,sigurvegari“ var f ríkis- stjórn. Vitanlega hafa þessir for- kólfar vitað það, að þeir voru með þessu fyrst og fremst til að níðast á launafólki, og eyðileggja sparifé aldraðs fólks, barna og launa- manna, sem ekki voru enn búnir að stofna til verulegra skulda. — Þegar svo næstu sóknarlotu er lokið og sigur unninn, er aðeins um tvennt að velja: Stórfellt at- vinnuleysi, eða halda áfram að gera upptækt á „löglegan hátt“ sparifé fólksins í landinu. — Þegar danska krónan er komin i 60 ísl. krónur, dollarinn í 300 krónur, enska pundið í 600 krónur, þá geta þessir herrar til- kynnt mikinn sigur. — J. P.“ 0 Óraunhæfir samningar Ingjaldur Tómasson, sem átti pistil hér i dálkunum i gær, er einnig höfundur þess, sem hér fer á eftir: „Það þurfti engan speking til að sjá að kjarasamningarnir 1974 voru óraunhæfir. Það var viður- kennt af einum forystumanni eins stærsta launþegafélags landsins, að mig minnir i sjón- varpi, að samningarnir væru verðbólguhvetjandi. Er það mögulegt, að helztu forystumenn launþega vinni gegn eigin 'sann- færingu, eða er greind þeirra eitt- hvað brengluð? Ég hefi áður bent á það, að verkalýðsforystan á aldrei að fullgilda kjarasamninga með undirskrift fyrr en allar aðrar stéttir hafa samið. Ég held, að blessaðir alþýðuvinirnir ættu að hætta að tala um „hina lægst launuðu“, þvi þeir virðast aðeins nota þá sem skálkaskjól til óhóf- legra kauphækkana hinna hæst- launuðu innan verkalýðssamtak- anna. Ég held, að orð hins mikla meistara og mannvinar, sem gist hefir þessa jörð, eigi hér vel við: „Vei yður, þér hræsnarar." 0 Lífskjör tslendinga Það er talið, að þær þjóðir séu teljandl á fingrum annarrar handar, sem hafa eins góð lífskjör og við nú í dag. Ég las i einhverju blaði um konu, sem vann líknar- störf í Bangladesh. Við heimkom- una til Englands mælti hún þessi orð: „Að koma frá Bangladesh til Englands er eins og að fara frá helvíti til himnarfkis." Ég held, að ekkert bendi til þess, að við höfum það yfirleitt verra en Bretar. Eg vil benda þeim á, sem stöðugt eru að kvarta, kveina og kerfjast stöðugt fleiri króna i laun, að stanza um stund á götu- horni í Reykjavik og vita hvort nokkuð, sem fyrir augun ber, bendi til þess, að lífskjör séu slæm hér. Bendir klæðaburður til þess, bilamergðin, skemmtanalífið, vín- drykkja upp á 6 milljónir um eina helgi í Reykjavík, ferðalög almennings, bæði hérlendis og er- lendis? Fjölmargt fleira mætti nefna. Það er sannarlega ömur- legt, að hér hjá okkur skuli vera til einstaklingar og flokkar, sem telja það helztu köllun sina í líf- inu að ala stöðugt á óánægju hjá þjóðinni. Það er næstum óhugsandi, að þeir geri sér grein fyrir því hvert óþurftarverk þeir vinna. Það eru þessir menn, sem stöðugt sá bæði óánægju og hatri i hjörtu lands- manna. Afleiðingin? Vansæl þjóð í alls- nægtum. Ingjaldur Tómasson." 0 Heppileg heim- sókn á óheppi- legum tíma J. K. skrifar: „Velvakandi sæll. Hissa varð ég þegar það kom á daginn að stefna á hingað kóngi nokkrum úr austurvegi, einmitt þegar verst stendur á hér í lýð- veldinu. Mér er hulið hvernig nokkur maður á að hafa tíma til að sinna honum svo sem vera ber og snúast í kringum hann þessa daga. Hann mun væntanlegur annaðhvort sama dag eða daginn eftir að verkföll skella á hér á landi, fari allt sem nú horfir. Hefði verið tekið illa upp i kóngsrfkinu ef það hefði verið látið berast á þekkilegan hátt eftir diplómatískum leiðum, að miklu skemmtilegra hefði verið að fá kónginn hingað ofurlitið seinna? Ég held það geti varla verið, að minnsta kosti^hef ég haft það á tilfinningunni, að veigamikið hlutverk diplómata væri að koma sannleikskornum (jafnvel þótt neikvæð væru) áleiðis, og gera viðtakandann ánægðan ineð sinn hlut. Vonandi verða málefni þjóðar- innar ekki látin líða fyrir þau mistök að stefna kónginum hingað nú, en ekki öfunda ég ráð- herrana af því að þjóta á milli funda með styggum verkalýðsfor- ingjuin og hófa ineð kóngi. J. K.“ Við verðum að taka þessu ineð hetjuskap og vona, að landið vort fagra brosi við kóngi og föruneyti. Þá tekur hann kannski ekki eins mikið eftir því hvað landslýður er hnugginn. — Komdu hingað! sagði hann og haliaði sér aftur f stólnum. Og þegar hún kom að borðinu stóð hún vandræðalega þar án þess að vita hvað hún ætti af sér að gera. Hann bætti við: — Fáðu þér sæti ... Hvað ertu gömul? — Tuttugu og f jögra ára... Það var óeðlileg auðmýkt í framkomu hennar. Dökkir baug- arnir undir augum hennar, hljóð- laust göngulag hennar og skelf- ingin og kviðinn sem var uppmál- aður á andliti hennar, hún hrökk í kút við hvaða hljóð sem heyrð- ist. Þó fannst honum hann skynja að baki þessa alls einhvers konar stolt, sem hún reyndi að láta Iftið bera á. Þokkafull gat hún ekki talist við fyrstu sýn. Lfkamsvöxtur hennar var ekki til þess failinn að vekja girnd hjá karlmanni. Þó var hún aðlaðandi vegna þessa óöryggis og varnarleysis sem skein úr fasi hennar. — Hvað vannstu áður en þú komst hingað? — Ég er munaðarlaus. Faðir minn og bróðir fórust f sjóslysi. Mamma mfn var þá löngu dáfn ... Ég vann f bókabúð á Place de la Poste... HÖGNI HREKKVÍSI IÐNSKOLINN í REYKJAVÍK — auglýsing um innritun -— IÐNNEMAR Á 1. námsári Samkv. lögum um iðnfræðslu (20. gr.) skulu meistarar og iðnfyrirtæki senda iðnnema til iðnskólanáms næst er það hefst eftir að námssamningur er gerður. Innritun nýrra nemenda fyrir skólaárið 1 975 — 1 976 fer fram dagana 9. til 1 3. þ.m., báðir dagar meðtaldir, kl. 9.00 12.00 og 13.30 —16.00, í skrifstofum yfirkennara, stofu 312. Inntökuskilyrði eru að nemandi sé fullra 1 5 ára og hafi staðist miðskólapróf með lágmarkseinkunnum sem menntamála- ráðuneytið ákveður. Nemendur með samræmt gagnfræða- próf og tilskilinn árangur verða innritaðir í 2. bekk. Við innritun ber að sýna námssamning, vottorð frá fyrri skóla undirrituð af skóla- stjóra og nafnskírteini. INNRITUN í 3. BEKK Nemendur sem lokið hafa prófi úr tré- eða málmiðnadeildum Verknámsskóla iðnaðarins, og komnir eru á námssamn- ing hjá meistara í einhverri hinna lög- giltu iðngreina, þurfa að láta innrita sig til framhaldsnáms í 3. bekk iðnskóla á sama tíma. Verknámsskóli iðnaðarins INNRITUN í TRÉ- OG MÁLMIÐNADEILDIR fer fram í skrifstofui yfirkennara (stofu 312) samkvæmt því sem að ofan grein- ir.lnntökuskilyrði eru þau sömu og fyrir Iðnskólann, nema að því leyti, að náms- samningur þarf ekki að vera fyrir hendi. Tréiðnaðardeildin er aðallega fyrir þá, sem hyggja á iðnnám eða önnur störf í tréiðnum, helstar þeirra eru húsasmíði, húsgagnasmíði, skipasmíði. Málmiðnadeildin er fyrir þá, sem hyggja á iðnnám eða önnur störf í málmiðnaði eða skyldum greinum, en helstar þeirra eru: allar járniðnaðargreinar svo og bif- reiðasmíði, bifvélavirkjun, blikksmíði, pípulögn, rafvirkjun, skrifvélavirkjun og útvarpsvirkjun.lNNRITUN í FRAMHALDS- DEILDIR VERKNÁMSDEILDA Nemendur sem lokið hafa prófi úr málm- iðnadeild og hyggja á áframhaldandi nám í rafidngreinum eða bifvélavirkjun verða að sækja um skólavist ofangreinda daga. TÆKNITEIKNARASKÓLINN Skóli til þjálfunar fyrir tækniteiknara og aðstoðarfólk á teiknistofum tekur til starfa á byrjun september n.k. Inntökuskilyrði eru, að umsækjandi sé fullra 1 6 ára, og hafi lokið gagnfræða- prófi eða landsprófi. Innritun fer fram í skrifstofu yfirkennara eins og að ofan greinir. Við innritun ber að leggja fram undirrit- að prófskírteini frá fyrri skóla, ásamt nafnskírteini. Þeir sem lokið hafa prófum úr 1. bekkk Tækniteiknaraskólans komi einnig til innritunar í 2. bekk ofangreinda daga. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.