Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JUNI 1975 21 Eftir hádegið var fyrst haldið i Skúlatún 2, þar sem borgarstjór- inn, Birgir fsleifur Gunnarsson, tók á móti hópnum og sýndi börnunum fundarsal borgarstjórn- ar og sagði þeim frá stjórnun borgarmálefna í stórum dráttum. Benti hann börnunum á, að borgarstjórnin i Reykjavik gegndi i rauninni sama hlutverki og hreppsnefndin t sveitinni hjá þeim, þótt viðfangsefnin væru harla ólik yfirleitt. Náest var sjonvarpið heimsótt og var augljóst mikill áhugi barn- anna á öllu. sem þar var að sjá. Vildu sjálfsagt flest þeirra fá að dveljast þar miklu iengur en í þær 40 minútur, sem heimsóknin tók, en allir skiluðu sér þó aftur i hóp- ferðabilinn, sem ók þeim á milli staða. En Jóni Pálssyni, sem var fylgdarmaður þeirra i gær, varð að orði, að það hefði svo sem ekkert gert til, þótt einhverjir hefðu orðið eftir. þvi að þá hefðu þeir bara verið sendir með kvöldfréttunum austur i sveitirnar! Næst var haldið að Hallgrims- kirkju og útsýnið úr turninum skoðað, en siðan voru heimsótt tvö söfn, Árbæjarsafn, þar sem bömin þágu veitingar. og Sædýra- safnið. Um kvöldið var svo boðið upp á „snarl" að Frikirkjuvegi 11, áður en bömin héldu i Iðnó að sjá sýningu á Fló á skinni. Að henni lokinni átti síðan að halda heim á leið og liklega hafa þau, sem lengst áttu að fara, ekki farið i háttinn fyrr en kl. 3 — eða jafnvel seinna. Dagurinn hefur þvi orðið óvenjulega langur, en áreiðanlega einnig mjög skemmtilegur. Borgarbörn í Gríms- nes og Tungur En á meðan börnin af Landi og úr Fljótshlið segja vinum og vandamönnum frá Reykjavíkur- ævintýrinu. biða rúmlega 40 reyk- visk börn með óþreyju eftir að komast í sveitina i sams konar kynnisheimsókn. Þau fara af stað snemma morguns þann 18. júni og dreifast á ýmsa bæi i Grimsnesi og Biskupstungum. Þar munu þau dveljast i þrjá daga — og þótt þau fái hvorki að sjá Ómar Ragnarsson né Fló á skinni þar austur frá, þá verður án efa nóg að skoða og Við lofthrædd í Hallgríms- kirkjuturni? Nehei! skemmta sér yfir á meðan á dvöl- inni i sveitinni stendur Guðmundur Svavarsson, 1 2 ára. frá Hvolsvelli tók þátt i ferðinni fyrir tilstilli afa slns og ömmu. en þau búa i Fögruhlið i Fljótshlið og tóku á móti borgarbarni í fyrrasumar. Við spurðum hann hvernig honum þætti þessi borgarheimsókn: — Bara göð, svaraði hann. Og hvað þótti þér skemmtilegast að sjá? — Mér finnst þetta allt frekar skemmtilegt, svaraði Guðmundur, en ég hlakkaði þó mest til að sjá Sjónvarpið. Og varstu ánægður með þá heim- sókn? — Já, mjög ánægður. Dóra Pétursdóttir, frá Núpi í Fljótshlið, 1 1 ára gömul, var spurð um heimsóknina: Hvernig hefur þér þótt þessi. heimsókn? — Hún er skemmtileg, svaraði Dóra. Hverju hafðir þú mestan áhuga á? — Sjónvarpinu. Og var ekki gaman að skoða það? — Jú, það var ágætt. Ertu ekkert syfjuð, eftir að hafa vaknað eldsnemma i morgun? — Nei, nei, ég finn ekkert fyrir þvi i Börnin hittu Birgi ísl. Gunnarsson borgarstjóra I fundarsal borgarstjórnar. Þegar börnin í sveitinni brugðu sér í borgina . . . HVAÐ haldið þið að hafi vakið mesta athygli 25 barna úr landsveit og Fljótshlið, sem komu í heimsókn til Sjónvarpsins á fimmtudaginn? Að sjá litasjónvarpsmynd af Karli Gústaf Svíakonungi? Nei. Að sjá upptöku á skemmtiþætti I sjónvarps- stúdíóinu? Nei Að sjá kassann, sem veðurkortin eru llmd á fyrir fréttaút- sendingarnar á kvöldin? Nei. (Hann var þó annars mjög merkilegur i augum barnanna!) Nú, hvað var það þá? Svarið er aðeins tvö orð: Ómar Ragnarsson! Þar er ekki ofsögum sagt af vinsældum Ómars meðal islenzkra barna. I hvert skipti sem börnin sáu Ómari bregða fyrir á göngum i sjónvarpshúsinu Ijómuðu þau öll og hrópuðu siðan til hans, til að skoða hann betur og sjá hvað hann væri nú að gera. Heimsókn barnanna til Sjón- varpsins var annars liður i daglegri heimsókn þeirra til Reykjavíkur á vegum Æskulýðsráðs Reykjavikur. Ráðið hefur á undanförnum árum gengizt fyrir gagnkvæmum heim- sóknum borgarbarna og sveita- barna og á siðasta ári fóru nær 40 börn til þriggja daga dvalar á bæj- um i landi og i Fljótshliðinni. Börn- um frá þessum bæjum var siðan boðið til Reykjavíkur i eins dags kynnisferð og var dagskráin fjöl- þætt og án efa bæði forvitnileg og skemmtileg fyrir bömin. Langur dagur Það er alllöng leið úr Fljótshlið- inni til Reykjavikur og bömin tóku því daginn snemma, voru komin á fætur um sexleytið mörg hver, þvi að þau fyrstu lögðu af stað til borgarinnar um klukkan sjö. Er til Reykjavikur var komið, var fyrst ekið að Frikirkjuvegi 11, þar sem Æskulýðsráð er til húsa og þar tóku gestgjafar é móti börnunum og buðu þeim I hádegismat. Þessir gestgjafar voru fjölskyldur borgar- barnanna, sem höfðu dvalizt á sveitabæjunum i fyrrasumar. Nei, þarna er hann Ómar!! (Ljósm. EBB.) Markús Örn Antonsson: Öll börn á forskólaaldri hafi kost á að dvelja á leikskóla Á FUNDÍ borgarstjórnar Reykja- víkur sl. fimmtudag var til um- ræðu tillaga borgarfulltrúa AI- þýðubandalagsins um áætlun um uppbyggingu dagvistunarstofn- ana. Markús Örn Antonsson, for- maður félagsmálaráðs, sagði í umræðum um þetta mál, að sfn skoðun væri sú, að borgin ætti að setja sér það mark, að öll börn á forskólaaldri fengju af uppeldis- legum ástæðum tækifæri til að dveljast I leikskóla hluta úr degi, en vegna fjárhagsástæðna teldi hann tæpast fært að setja markið hærra um sinn. Þorbjörn Broddason mælti fyr- ir tillögu borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins. Tillagan gerir ráð fyrir, að borgarstjórn samþykki að fela félagsmálaráði gerð áætl- unar til 10 ára um uppbyggingu dagvistunarstofnana borgarinMr. Skal markmið áætlunarinnar vera, að þessar stofnanir geti ann- ast börn allra fjölskyldna í borg- inni, sem þess óska um lengri eða skemmri tíma dag hvern. Þannig taki borgin forystu um að tryggja sjálfsagðan rétt allra fjölskyldna f STJÓRN þessum efnum, en víki frá þeirri stefnu að sanna þurfi sérstaka þörf, áður en börnum er veitt viðtaka á dagheimili. Markús Örn Antonsson sagði að það væri mjög jákvætt, ef öll börn á forskólaaldri ættu kost á dvöl á dagvistunarstofnunum. Þessi skoðun sín mótaðist ekki af þörf- um foreldra fyrir að geta notið sin betur á vinnumarkaðnum, heldur af hinum uppeldislega ávinningi, sem barnið hefur af slfkri dvöl. Það væri ástæðulaust að tor- tryggja dagvistunarstofnanir og álíta þær skaðlegar eðlilegum þroska og mótun barnsins, eins og stundum hefði verið haldið fram. Hann sagðist þó telja nokkurn mun vera á hvort barnið dveldist fáa klukkutíma á dag i leikskóla líkt og um skólagöngu væri að A FUNDI borgarstjórnar sl. fimmtudag var vfsað frá tillögu borgarfulltrúa Alþýðubandalags- ins og Alþýðuflokksins, þar sem lagt var til að Reykjavíkurborg leitaði eftir sérsamningum við verkalýðsfélögin í samræmi við kauphækkunarkröfur þeirra. Til- lögunni var vfsað frá með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Alþýðubandalags- ins og Alþýðuflokksins. Borgar- fulltrúar Framsóknarflokksins sátu hjá. Frávisunartillagan varsvohljóð- andi: ræða eða væri vistað á dagheimili frá morgni til kvölds. Enginn mót- mælti þvf, að barninu væri hollt og nauðsynlegt að hafa meiri tengsl við heimili sitt og fjöl- skyldu, svo framarlega sem þar væri ekki um félagsleg vandamál að ræða. Þá minntist borgarfulltrúinn á aðstöðu fjölskyldna þroskaheftra barna. Það hlyti að vera verðugt verkefni borgaranna að leitast sameiginlega við að leysa vanda- mál þeirra barna fyrst og fremst, en létta lika undir með aðstand- endum, sem miklu meira væri lagt á en flesta aðra foreldra. Mið- að við núverandi skilyrði þessa hóps I þjóðfélaginu vJeri ofureðli- legt að fólki væri skipað í for- gangsflokka við úrlausn á þessum vanda. Markús örn Antonsson sagði „Borgarstjórn telur æskilegast, að nú sem endranær verði samið um kaup og kjör í frjálsum samn- ingum verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda. Samningavið- ræður standa nú yfir fyrir milli- göngu sérstakrar sáttanefndar, sem ríkisstjórnin hefur skipað og er undir forystu sáttasemjara ríkisins. Reykjavíkurborg hlýtur að sjálfsögðu að greiða það kaup- gjald, sem um verður samið, og íhlutun borgaryfirvalda I samn- inga nú væri í andstöðu við frjáls- an samningsrétt launþega og at- vinnurekenda. Borgarstjórn telur þvi ekki rétt að leita sérsamninga fyrir borgina við verkalýðsfélögin Markús örn Antonsson formaður félagsmálaráðs. ennfremur, að samkvæmt nýlegri áætlun mætti gera ráð fyrir, að stofnkostnaður vegna leikskóla fyrir 110 börn væri um 35 millj. kr. eða rúmar 300 þús. kr. á hvert barn. Aftur á móti kostaði dag- heimili fyrir 74 börn 70 millj. kr. og vísar þvi frá framkominni til- lögu borgarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokksins. Jafn- framt hvetur borgarstjórn samn- ingsaðila til að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að ná samningum sem fyrst og forða þeirri ógæfu, sem verkföll jafnan eru.“ Borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins létu bóka eftirfarandi: „Við leggjum áherzlu á mikil- vægi þess, að samningar geti tek- izt með eðlilegum hætti milli at- vinnurekenda og þeirra aðildar- félaga ASÍ, sem boðað hafa vinnu- stöðvun hinn 11. júní n.k. eða nærri eina milljón kr. á hvert barn. Þetta bæri að hafa hugfast og einmitt af þeim sökum fyndist sér eðlilegt að borgin liti á leik- skólana fyrst og legði niður fyrir sér, hvernig hún gæti fylgt fram þeirri stefnu, að öllum börnum á forskólaaldri skyldi tryggður möguleiki til dvalar á leikskólum. Borgarfulltrúinn upplýsti, að í félagsmálaráði hefðu dagvistun- armálin meira og minna verið til umræðu í vetur, sérstaklega þó rekstur dagvistunarheimila einkaaðila. Ástæðulaust væri að draga gildi þessarar starfsemi í efa að svo stöddu. Félagsmálaráð myndi eflaust innan tiðar Iáta frá sér fara vissar ábendingar um breytingar á lögum um dagvistun- arstofnanir. Það yrði gert i tengsl- um við endurskoðun á starfsemi Félagsmálastofnunar og félags- málaráðs, sem nú stæði yfir. Guðrún Ágústsdóttir sagði, að einkaaðilar hefðu neyðzt til að setja á fót barnaheimili. Það væri ekki æskilegt, en þeir hefðu neyðzt til þessa, þar eð borgin hefði vanrækt að gegna skyldu sinni á þessu sviði. Að loknum umræðum var tillög- unni visað til umsagnar og athug- unar félagsmálaráðs. Jafnframt viljum við, að fram komi sú skoðun okkar, að þeir fjármunir, sem þjóðarbúið kann að hafa til ráðstöfunar nú til launahækkana, gangi fyrst og fremst til láglaunastéttanna i þjóðfélaginu svo og til elli- og örorkulífeyrisþega og annarra sambærilegra aðila. Þar sem ríkisstjórnin hefur ný- lega skipað sérstaka sáttanefnd fimm manna til að vinna að lausn þessarar kjaradeilu og samninga- umleitanir eru í fullum gangi, teljum við hvorki skynsamlegt né rétt, að Reykjavíkurborg fari á þessu stigi að blanda sér i þær viðræður.“ Dilutun borgarinnar í samningamálin óæskileg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.