Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNl 1975 Íír bók Roberts Oonqnest: Seinni grein Stalín í ræðustól '52. Og fyrir aftan hann nokkrir sem þraukuðu blóðbaðið og komust til metorða. Hin ægilega égnarstjórn: Hreinsanir Stalíns á fjórða áratugnnm (Þær glefsur, sem hér eru birtar úr bók Conquests, eru mikið styttar) Úr kaflanum: í miðju stjórn- kerfisins. ÁRIN 1937—38 sendi Yezhov Stalín til yfirlesturs 383 lista með nöfnum þúsunda manna, sem töldust nægilega mikilvægir til þess að leita þyrfti staðfestingar Stalins, sjálfs, áður en þeir voru teknir af lífi. Yezhov var við völd einungis rúm tvö ár og reyndar var hann skemur með fullum afköst- um. Þetta þýðir að Stalín fékk að meðaltali nokkru tiðar en annan hvern dag lista með nöfnum manna, sem áttu mál sin undir úrskurðum herráðsins. Einn sagn- fræðingur í Ráðstjórnarrikjunum segir 40000 nöfn hafa verið á listunum. Við getum séð Stalín fyrir hugskotssjónum okkar, þar sem hann kemur inn á skrifstofu sina og litur yfir stafla af nýkomn- um óafgreiddum málum. í staflan- um er oftast að finna lista með rúmlega hundrað nöfnum manna, sem eiga liflát yfir höfði sér. Það er liður i daglegum störfum hans í Kreml að lita yfir þessa lista og samþykkja aftökur mannanna. Erindi gátu verið þannig: Félagi Stalín. Ég sendi þér fjóra lista yfir fólk, sem býður dóms herráðsins, og vænti ég samþykkis þíns 1. Listi yfir almenna þegna 2 Listi yfir fyrrverandi hermenn. 3 Listi yfir fyrrverandi starfsmenn leynilögreglunnar 4 Listi yfir eiginkonur óvina alþýðunnar. Ég óska heimildar til að dæma viðkomandi sek og til fyrstu gráðu refsingar. Yezhov Ræðumaðurinn, sem vitnaði til þessa erindis, flutti ræðu slna eftir að Stalín var allur og lét þess getið, að sá sem hlaut fyrstu gráðu refsingu var skotinn. Stalin og Molotov athuguðu þessa lista og á sérhverjum þeirra má sjá áritunina: Samþykkur — J. Stalín, V. Molotov. Ákvarðanir um handtökur og jafnvel handtökuheimildir voru oft undirritaðar mörgum mánuðum áður en látið var til skarar skríða. Það kom þó fyrir, að forystumenn væru sæmdir hinum merkustu orðum sama daginn og þeir síðan voru handteknir. Einn af foringj um N.K.V.D gaf þá skýringu á þessu að lögreglumenn gerðu ein- ungis næsta yfirmanni sinum grein fyrir þvi hvernig þeim sækt- ust rannsóknir þeirra og síðan veitti Yezhov Stalin einum upplýs- ingar um gang mála Úr kaflanum: „Glæpamenn- irnir" og „glæpir" þeirra Þegar maður hafði verið hand- tekinn og settur í fangaklefa, var það undir hælinn lagt. hvort hann var þegar i stað leiddur til yfir- heyrslu eða látinn bíða um stundar sakir. Á meðan gafst honum e.t.v. tækifæri til að ræða við klefafétaga sína og jafnvel uppgötva, hver glæpur hans kynni að verða. I upphafi hreinsananna héldu hinir nýhandteknu jafnan að hinir fangarnir væru sekir, það hefðu aðeins átt sér stað mistök sem leitt hefðu til handtöku þeirra sjálfra. I kringum 1937 virðist al- menningi utan fangelsanna þó einnig hafa verið orðið það Ijóst, að hinir ákærðu voru sem komu nýir i fangelsi, út frá því, að klefa- félagar þeirra væru einnig sak- lausir og hefðu hlotið sömu örlög og þeir sjálfir. Þeir sem einhvern timan höfðu átt viðskipti við útlendinga máttu vera fullvissir um fengelsun fyrr eða siðar. Þeir sem höfðu verið erlendis — eins og t.d. Starostin- bræðurnir, sem voru helztu knatt- spyrnustjörnur Ráðstjórnarríkj- anna fyrir heimsstyrjöldina, — voru nærri allir í þrælkunarvinnu- búðum á fimmta tug aldarinnar. Aðstoðarforstjóri dýragarðs Moskvu, Kalmanson prófessor, hafði gengið i skóla erlendis, og klefafélagar hans gerðu þvi þegar i stað skóna að hann yrði dæmdur „njósnari". Eftir fyrstu yfirheyrsl- Vishinsky saksóknari: Réttar- höld voru engin nauðsyn. una kom hann sigri hrósandi aftur inn í klefann og sagði, að hann yrði einungis dæmdur fyrir skemmdarverk, — 16% af öpunum hans hefðu drepist úr berklum (hann benti þeim jafnframt á að það væri að visu minna hlutfall en jafnan gilti um dýragarðinn i London). Jafnvel þótt aðstandendur hinna dæmdu væru ekki teknir höndum, varð hlutskipti þeirra hræðilegt. Heimildir greina frá þrælkunarvinnubúðum að bylting- unni lokinni. Fyrsta reiðarslagið reið yfir útlendinga, sem búsettir voru i Rússlandi og menn af er- lendu þjóðerni sem öðlast höfðu rikisborgararétt. Slíkir aðilar áttu enga áhrifamikla talsmenn i flokknum og lágu vel við höggi gagnvart ásökunum um njósnir fyrir erlend riki. Útlendingarnir tóku að streyma til aftökuklef- anna seint á árinu 1936. Kjallaranum undir Lybyanka fangelsi hafði verið deilt niður í ganga með klefaraðir á báða bóga. I hversdagslegri einhæfni komu fangarnir hver af öðrum, afklædd- ust i einum af klefunum og klædd- ust síðan hvitum nærfötum ein- göngu. Þannig klæddir voru þeir leiddir i aftökuklefann, og skotnir í hnakkann með átta skota hrið- skotabyssum. Læknir gaf siðan út dánarvottorð, siðasta vottorðið sem fest var i skjalamöppu við- komandi fanga. Kona hafði þann sérstaka starfa að þvo oliudúkinn, sem varði gólfið. Þannig var þessu viðar háttað. I Gorki voru t.d. frá fimmtiu til sjötiu menn teknir af lifi á dag „I aðalstöðvum N.K.V.D. við Vorobievka-götu. Einn fanganna hafði það hlutverk, að hvítkalka veggi fangaklefanna, þar sem hin- ir liflátnu höfðu dvalið áður en þeir voru leiddir til aftöku i aðal- stöðvum N.K.V.D. Þetta var gert til að fela nöfnin, sem hinir dauða dæmdu höfðu krotað á veggina. Úr kaflanum: „Arfleifð ógnarstjórnar". Fyrir utan 440000 almenna pólska borgara tóku Rússar einnig u.þ.b. 200000 pólska hermenn til fanga i september 1939. Flestir yfirmannanna og nokkur þúsund óbreyttra hermanna voru sendir í þrælkunarbúðir i Starobelsk, Kozi- elsk og Ostachkov Þegar Ráðstjórnarrikin drógust inn i styrjöldina, varð það að sam- komulagi milli fulltrúa Pólverja og yfirvalda i Ráðstjórnarrikjunum, að pólskum föngum yrði heimilað að yfirgefa Rússland og mynda sjálfstæðan her i Mið- Áusturlöndum. Pólsku fulltrúarnir afhentu Rússum lista yfir þá pólska hermenn, sem vitað var að Rússar hefðu tekið höndum, en sem ekki höfðu verið látnir lausir. Tíu sinnum hreyfði pólski sendi- ráðherrann Kot prófessor þessu máli við Molotov og Vishinsky frá þvi i október 1941 og þangað til i júní 1942. Honum var ávallt svarað á þann veg, að öllum pólsk- um föngum hefði verið sleppt. í apríl 1943 tilkynntu Þjóð- verjar, að þeir hefðu fundið fjölda- grafir I Katyn-skógi nærri Smol- ensk með líkum Pólverja, sem teknir hefðu verið af lifi. Tveimur dögum siðar sendu rússnesk yfir- völd frá sér tilkynningu þess efnis, að pólskir liðsforingjar hefðu verið skildir eftir i fangabúðum á Smolensksvæðinu, og þeir hefðu siðan fallið í hendur Þjóðverja. Þessi frásögn var alls ólík fyrri Framhald á bls. 27 Aftöknllstar, ofsóknlr og morðin í Katyn-skógi þvi, að í Prozorovsky-skógi skammt frá Moskvu hafi fjögur börn fundizt mikið særð. Þau höfðu reynt að ráða sér bana öll í einu. Feður þeirra höfðu verið liðs- foringjar i N.K.V.D. og höfðu allir verið teknir af lífi. Dóttir aðstoðar- yfirmanns eftirlitsdeildar i Rauða hernum, Alexanders Karins (hann og eiginkona hans voru tekin höndum og skotin), var 14 ára 1937. Einn af mönnum Yezhovs settist að i ibúð Karins og visaði dótturinni út á götuna. Hún sneri sér til bezta vinar föður hennar, Shpigelglas, sem var aðstoðar-' maður yfirmanns útlendingaeftir- lits N.K.V.D. Sá skaut yfir hana skjólshúsi eina nótt, en næsta dag skipaði ritari Yezhovs honum beinlinis að reka stúlkuna út. Shpigelglas minntist þá þess, að stúlkubarnið ætti ættingja i Saratov og sendi hana þangað. Tveimur mánuðum siðar kom hún aftur til hans: ,. Hún var föl, og augu hennar þrungin beizkju. Allur bernskublær var horfinn." Meðan hún dvaldi i Saratov hafði hún verið neydd til að halda ræðu á fundi „frumherjanna" og lýsa ánægju sinni yfir aftöku foreldra sinna og kalla þá njósnara. Úr kaflanum: Yfirheyrslan. Liðsforingjar N.K.V.D. kenndu aðferðina við Yezhov, en hún fólst i þvi að varpa þeirri ábyrgð og skyldu á herðar hins handtekna, að byggja upp sök á hendur sér. Ef sakborningurinn greindi einungis frá saklausum athöfnum vargripið til hörkulegri aðferða, en fórnar- lambið varð engu að siður að spinna þráðinn i hina endanlegu játningu. Einstaka fangar urðu smám saman (með vitund og vilja fangelsisyfirvalda) sérfræðingar i þvi að hjálpa græningjum að búa til hæfilega mergjaða, fullnægj- andi játningu, og spöruðu þannig báðum aðilum fyrirhöfn. Úrkaflanum. „Réttarhöld". Háttsettur embættismaður í Ráðstjórnarrikjunum sagði fyrir Molotov: Hann staötesti dauðadómana með Stalín. nokkrum árum: „Mörgum var tortýmt án réttarhalda og rann- sókna. „Vishinsky var hlynntur því að fara kringum bókstaf lag- anna. Hann sagði oft: „Þegar um það er að ræða að uppræta and- stæðinga, er alveg eins gott að gera það án réttarhalda". Fyrir 1937 virðist hafa verið fremur fátitt að taka menn af lifi án undangengis einhvers dómsúr- skurðar" nema þá andstæðinga byltingarinnar, sem drepnir voru I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.