Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 36
AUtiLÝSINGASÍMINN ER: 22480 LAUG ARDAGUR 7. JUNl 1975 TRÖLLKERLINGIN — Það var óvenju hávaxin og umsvifamikil stelpa sem rásaði um borgina í gær. Tröllkerling Asmundar Sveinssonar var komin upp á vörubílspall og linnti ekki látum fyrr en hún komst um borð í Herjólf sem sigldi með hana til Eyja og þar endaði hún ferðalag sitt á Stakkagerðis- túninu í miðbæ kaupstaðarins þar sem hún verður sett á stall. Fiskvinnslustöðvarnar i Eyjum hafa látið taka afsteypu af listaverkinu og var það steypt í epoxy í Reykjavík. Tröllkerlingin er að öllum likindum stærsta höggmynd í heimi, sem hefur verið steypt á þennan hátt. Myndirnar sýna „Kellinguna" á leið til skips og á brýggjunni við Herjólf þar sem Ásmundur er að kveðja „stelpuna", 5 metra háa. Evensen kemur JENS EVENSEN hafréttarmála- ráðherra Noregs mun koma til Islands í næstu viku og ræða við íslenzk stjórnvöld um fiskveiði- og hafréttarmál, hafréttarráð- stefnuna og fyrirætlanir Noregs varðandi stærri landhelgi. Evensen mun koma hingað frá London ef verkföll hamla þá ekki flugi, en hann byrjar á mánudag n.k„ 9. júní, viðræður við David Sigla skipin í verkfallinu? EINSTAKA útgerðarmenn munu hafa hug á að láta skip sfn sigla með aflann til Englands eða Belgfu, ef til verkfalls kemur á miðvikudag 11. júnf. Ekki er þó talið, að mörg skip muni sigla, þar sem um þessar mundir er verð á fiski mjög misjafnt vegna hita f Evrópu. Ennals, varautanrfkisráðherra Bretlands, sem er helzti sérfræð- ingur brezku ríkisstjórnarinnar Framhald á bls. 20 Fundur SVS o% Varðbergs: Erindi Robert Conquest í dag 1 DAG kl. 12.30 efna Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg til hádegisfundar í Atthagasal Hótel Sögu. Á fundi þessum mun einn fremsti fræðimaður Vestur- landa um sovézk málefni, brezka ljóðskáldið, rithöfundurinn og bókmenntagagnrýnandinn Eyjafloti stopp Vegna verk- fallsboðunar- Snótarkvenna 1 gær var sfðasti löndunardagur hjá Vestmannaeyjaflotanum, því frystihúsin taka ekki lengur við fiski vegna boðaðs verkfalls Verkakvennafélagsins Snótar f Eyjum 11. júnf. Flestir Eyjabátar hafa verið á veiðum að undanförnu og afli hef- ur verið misjafn, en öll frystihús- in hafa verið fullskipuð starfs- fólki og hefur annar eins fjöldi ekki verið við vinnu í þeim á þessum árstfma um langt árabil. Óvenjumargt aðkomufólk er nú við störf í Eyjum og býr margt í verbúðum frystihúsanna. Framkvæmdastjórn EBE: ** Islendingar selja síld á of lágu verði FRAMKVÆMDASTJÓRN Efna- hagsbandalags Evrópu hefur bor- ið fram kvörtun við fslenzka sendiráðið í Briissel vegna þess að íslenzk síldveiðiskip seldu síld á lægra verði en gildandi lág- marksverð og eru tilfærð J þvf sambandi ákveðin tilfelli 28. maí Efnahagsbandalagið hefur var- að við, að verði framhald á sölu sfldar undir lágmarksverði, verði gripið til ákvæða stofnreglugerð- ar bandalagsins og lagður á skatt- ur, er jafngildi verðmismun á lág- marksverði og söluverði. — Frekar er talið að það borgi sig að sigla til Englands, en því miður fæst nú lítið af þeim tegundum sem Bretar vilja helzt, þ.e. þorsk, ýsu og kola i blönduðum farmi. Samkvæmt upplýsingum Jóns Olgeirssonar ræðismanns í Grimsby, er talið að betra sé að selja fisk frá þeim skipum, sem koma með hann isaðan i kössum. Hinsvegar lofar hann engu um hátt verð, þar sem aðalveiði- tíminn er nú hjá brezkum fiski- bátum i Norðursjó og framboð því oft mikið. Bezta verð fyrir þorsk að undanförnu hefur verið 13—20 pund kittið, ýsa hefur selzt á 17—26 pund kittið og koli á 20—28 pund kittið. Robert Conquest, flytja erindi er hann nefnir: Vandi Vesturlanda. Að erindinu loknu mun Robert Conquest væntanlega svara fyrir- spurnum. Félagsmenn í SVS og Varðbergi eru hvattir til að fjöl- menna og taka með sér gesti. Framhald á bls. 20 Merkar niðurstöður könnunar á dulrænum efnum: og 2. júní. Lágmarksverð það sem EBE hefur ákveðið er á smásíld kr. 26.02 pr. kg„ fyrir millisfld kr. 29.66 pr. kg. og fyrir stóra sfld kr. 31,61 pr. kg. 55% ÍSLENDINGA TRIÍA Á DRAIJGA 31% telur sig hafa orðið vart við látinn mann 55% trúa á álfa, 41% hefur Icátað til huglæknis UM 64% fslenzku þjóðarinnar telja sig hafa orðið fyrir einhverri dulrænni reynslu, um 31% telur sig hafa orðið vart við látinn mann, 36% telja sig berdreymin, 27% að þeir hafi haft hugboð um atburð, 55% telja mögulegt, líklegt eða öruggt að álfar og huldufólk séu til og eins telja 55% mögulegt, lfklegt eða öruggt að reimleikar séu staðreynd. Þetta eru niðurstöður umfangsmikillar könnunar Sálfræðideildar Háskóla Islands á dulrænni reynslu Islendinga, viðhorfum þeirra til dulrænna fyrirbæra og fl. Dr. Erlendur Haraldsson lektor skýrði fréttamönnum frá þessari skýrslu á fundi f gær, en hann veitti könnuninni forystu ásamt 4 sálfræðinemum, Asu Guðmundsdóttur, Asþóri Ragnarssyni, Jóhanni Loftssyni og Sigtryggi Jónssyni. Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins: Dregið í kvöld I kvöld verður dregið f lands- happdrætti Sjálfstæðisflokksins en skrifstofa happdrættisins er opin til kl. 23 f kvöld að Laufás- vegi 46. Síminn er 17100 og hægt er að fá miða heimsenda og einn- ig er sent eftir greiðslum fyrir miða sem hafa borizt. Drætti verður ekki frestað, en aðal- vinningurinn er glæsilegur Bronco-jeppi. Sjálfstæðisflokkur- inn hvetur alla til að taka þátt f happdrættinu og styðja flokks- starfið um leið og hver miði er möguleiki. Framkvæmd könnunarinnar var með þeim hætti, að dregnir voru út úr þjóðskrá 1132 menn á aldrinum frá þrítugu til sjöt- ugs, sem er um sjötugasti hver landsmaður á þessu aldurs- skeiði. Var spurningalisti póst- sendur til þessa fólks. Þeir sem að könnuninni stóðu fylgdu list- unum mjög vel eftir og voru þeir sendir allt að þrisvar sinn- um til sumra þátttakenda. Spurningar listans voru úr eft- irfarandi efnisflokkum: draum- ar, dulræn reynsla og þjóðtrú, trúarreynsla og lestur bóka um dulræn og trúarleg efni, kynni af starfssemi miðla, huglækna, spákvenna o.fl. og viðhorf til dulrænna o.fl. fyrirbæra. 902 menn svöruðu með útfylltum spurningalista, 425 karlar og 477 konur. Þetta er 80% úrtaks- ins og eru karlar 47% og konur 53%. Dr. Erlendur tjáði blaða- mönnum að hann teldi að þessi könnun væri það umfangsmikil og heimtur góðar, að verulegt mark mætti taka á niðurstöðun- um. Það er athyglisvert í þess- ari könnun, að 92% íslendinga lesa biblíuna sjaldan eða aldrei en 97% telja sig mjög, nokkuð eða lítilsháttar trúaða. Þá hafa 52% leitað til spákonu og 41% til huglæknis og af þeim telja höfðu sótt skyggnilýsingar og 32% miðilsfundi. 83% töldu sig hafa haft gagn af að sækja mið- ilsfundinn og 56% töldu sig hafa náð sambandi við fram- liðna og 21% hugsanlega. 88% töldu mögulegt, liklegt eða víst að hægt væri að sjá framliðna 91 % taldi berdreymi mögulegt, líklegt eða öruggt. Þá vekur það einnig athygli að 72% telja fylgjur með mönnum möguleg- ar, liklpgar eða víst að svo sé. 44% teija líkur eða vissur fyrir endurholdgun og 68% telja rannsókmr á dulrænum fyrir- bærum jákvæðar. Dr. Erlendur sagði að að- standendur könnunarinnar hefðu mikinn hug á að fylgja þessari könnun eftir með við- tölum við þátttakendur um reynslu þeirra, en það byggðist á því að fjármagn fengist. 91% sig hafa haft gagn af. 30%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.