Morgunblaðið - 07.06.1975, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JUNI 1975
35
Staðan og stigin
KraftlyjFtingamót
MEISTARAMÓT tslands í kraftlyftingum verður haldið I dag, laug-
ardaginn 7. júní, f tþróttahúsi KR við Kaplaskjólsveg og hefst mótið
kl. 14.00.
Mjög góð þátttaka er f mótinu að þessu sinni, og varð þvf að
tvfskipta þvf. Verður fyrst keppt f léttari flokkunum, en kl. 16.00
hefst keppnin f þyngri flokkunum.
Meðal keppenda eru flestir beztu lyftingamenn iandsins, og auk
þess margir nýliðar utan af landi. Má búast við góðum árangri f
mótinu, og mun athyglin m.a. beinast að þeim Skúla Óskarssyni
sem nú er að æfa undir heimsmeistaramótið f kraftlyftingum sem
verður f Englandi f haust, Ólafi Emilssyni, Gústafi Agnarssyni,
Friðriki Jósefssyni og Kára Elíssyni.
Keppendur f léttari flokkum en millivigt og starfsmenn þurfa að
mæta kl. 12.45, en keppendur f millivigt og þyngri flokkum eiga að
mæta kl. 14.45.
Knattspyrna um helgina
1. deild.
Laugardagur kl. 15.30
Akranesvöllur: ÍA — FH
Sunnudagur kl. 14.00
Laugardalsvöllur: Fram — fBV
Sunnudagur kl. 20.00
Keflavtk: IBK — KR
Mánudagur kl. 20.00
Laugardalsvöllur: Valur — Vlking-
2. deild Laugardag kl. 16.00
Ármannsvöllur:
Ármann — Völsungur
Kópavogsvöllur:
Breiðablik — Vikingur
Selfossvöllur:
Selfoss — Reynir Á
3. deild laugardag kl. 16.00:
Sandgerði: Reynir— Þór
Garðsvöllur: Víðir — USVS
Bolungarvfk: Bolungarvik — HVÍ
fsafjörður: fBf — Skallagrimur
Ólafsfjörður: Leiftur — Efling
Sauðárkrókur: UMSS — KS
Laugarland: UMSE — Magni
Blönduós: USAH — Þór
Neskaupstaður: Þróttur — Huginn
Hornafjörður: Sindri — KSH
Vopnafjörður: Einherji — Höttur.
Eskifjörður: Austri — Valur
Njarðvikurvöllur, laugardag kl. 14:
Njarðvik — Fylkir.
Fjórir jafnir leikir
í 1. deild um helgina?
ÞEIR fjórir leikir f 1. deildinni f
knattspyrnu, sem fram fara um
helgina, ættu allir að geta orðið
spennandi. Sömu sögu má reynd-
ar segja um alla aðra leiki f 1.
deildinni f sumar, spáð er jafnara
móti en nokkru sinni og að sigur-
liðið komi ekki til með að fá
meira en 20 stig. En það á eftir að
koma f Ijós, aðeins tvær umferðir
eru búnar og 12 eru eftir þannig
að langt er í að nokkur spá verði
að veruleika.
I dag leika Skagamenn gegn
FH-ingum og ætti það ekki aðeins
að geta orðið spennandi leikur,
heldur einnig mjög góó knatt-
spyrna.
Um siðustu helgi sýndu bæði
þessi lið mjög góða leiki, gegn
Víkingi og ÍBV og er þau mætast í
dag verður knattspyrnan án efa
látin sitja í fyrirrúmi.
Enn eitt áfallið fyrir Framara
Framarar hafa misst mikið af
mjög góðum leikmönnum I sumar
og eftir Ieik IBK og Fram á
dögunum dundi enn eitt áfallið á
liðinu. Hinn 18 ára gamli og mjög
svo efnilegi tengiliður liðsins,
Trausti Haraldsson, meiddist illa
i leiknum og liggur á sjúkrahúsi.
Hann fékk slæmt högg í bakið og
við það kom gat á nýra. Vonir
standa til að Trausti komist af
sjúkrahúsinu eftir um það bil 10
daga og verði jafnvel farinn að
leika með Fram eftir líó mánuð.
Mjög sennilegt er að Arnar
Guðlaugsson komi í hans stað í
Framliðinu á morgun er fyrsti 1.
deildarleikur ársins fer fram á
Laugardalsvellinum. Þá mæta
Framarar Iiði IBV, sem hafði ekki
heppnina með sér í skemmtileg-
um leik gegn FH um síðustu
helgi. Eyjamennirnir hafa eins og
Framarar misst mikið af góðum
Ieikmönnum frá þvi í fyrra, en
nokkrir þeirra eru nú að nýju
byrjaðir æfingar.
Annað^ kvöld heimsækja KR-
ingar Keflvíkinga og fá þeir síðar-
nefndu nú sinn þriðja heimaleik.
Takist Keflvikingunum ekki að
ná báðum stigunum i þeim leik
versnar hagur þeirra og mögu-
leikarnir á meistaratitli minnka.
Heyrzt hefur að leikmenn IBK
séu ekki ýkja ánægðir með
þjálfara sinn og ekki ykist ánægj-
en ef leikurinn gegn hinum eitil-
hörðu KR-ingum tapaðist.
Vikingur og Valur verða í sviðs-
ljósinu á mánudagskvöldið og
leikur Reykjavíkurliðanna verður
án efa skemmtilegur. Spurningin
er hvort liðin ná að sýna betri
knattspyrnu en til4*%sa. 1 báðum
liðunum eru stórgóðir einstakl-
ingar og vonandi tekst þeim að
drífa félaga sína með sér á mánu-
daginn.
KópavogsvöIIurinn formlega tek-
inn í notkun
Fyrsti leikurinn á hinum nýja
og glæsilega velli þeirra Kópa-
vogsmanna fer fram i dag er
Blikarnir fá Ólafsvíkur-
Vikingana I heimsókn. Má fast-
lega búast við því að Blikarnir,
sem nú eru efstir i 2. deild, sigri í
þeim leik, allt annað kæmi á
óvart. Áður en leikurinn hefst
mun skólahljómsveit Kópavogs
leika og Sigurður Helgason for-
seti bæjarstjórnar flytur ávarp.
Hinn óvænti sigur Islenzka knattspyrnular.dsliðsins yfir Aust-
ur-Þjóðverjum í landsleiknum á Laugardalsvelli ( fyrrakvöld
var aðalumræðuefni manna f gær. Eðlilega voru allir ( sjöunda
himni yfir úrslitunum, og varla vafamál að hin frækilega
frammistaða landsliðsins á eftir að virka mjög örvandi á
knattspyrnuna hériendis. Þá hefur leikur þessi vakið gffurlega
athygli erlendis, og má geta þess til gamans að franska blaðið
„France Soir“ birti grein um leikinn undir fyrirsögninni
„Hnefahögg I andlit Austur-Þjóðverja á Islandi.“ I grein blaðs-
ins segir síðan að það hafi verið blásið mikið út að Frakkar hafi
„aðeins" gert jafntefli við lslendinga, en greinilegt sé að
(slenzku knattspyrnumennirnir hafi ekki verið ánægðir með
þau úrslit, þar sem þeir hafi tekið Þjóðverjanna og löðrungað
þá mun betur en Frakkana, og þar með séu Islendingar komnir
í forystu með Belgfumönnum f riðlinum. — Þetta er nýtt
hnefahögg ( andlit hinnar alþjóðlegu knattspyrnu, segir blaðið.
Meðfylgjandi mynd var tekin er tslendingar fögnuðu fyrra
marki sfnu í leiknum ( fyrrakvöld. Jafnframt biðjumst við
afsökunar á röngum myndatexta sem var með mynd á fþrótta-
sfðunni f gær, en hún sýndi Matthías Hallgrfmsson er hann átti í
höggi við markvörð Þjóðverjanna, sem tókst á meistaralegan
hátt að bjarga marki sfnu, þá eins og oft áður í leiknum.
Staðan I 1. deildinni er þessi að
tveimur umferðum loknum:
FH
Fram
ÍA
ÍBV
Vlkingur
KR
Valur
ÍBK
Mörkin sex, sem skoruð hafa verið I
deildinni, h?fa eftirtaldir leikmenn
skorað:
GunnarÖrn Kristjánsson, Víkingi
Leifur Helgason, FH
Steinn Jónsson, Fram
Teitur Þórðarson, ÍA
Þórir Jónsson, FH
Örn Óskarsson, ÍBV
f EINKUNNAGJÖF BLAÐAMANNA
MORGUNBLAÐSINS HAFA EFTIR-
TALDIR LEIKMENN HLOTIÐ FLEST
STIG:
Árni Stefánsson, Fram 7
Tómas Pálsson, ÍBV 7
Dýri Guðmundsson, Val 6
Einar Gunnarsson, ÍBK 6
Gunnar Guðmundsson, Fram 6
Karl Þórðarson, ÍA 6
Ólafur Danfvalsson, FH 6
Stefán Halldórsson. Vikingi 6
Dómurum leikjanna I 1. deildinni
hafa verið veittar einkunnir fyrir
dómgæzlu sina og er það sami mað-
urinn, Ragnar Magnússon, sem hlot-
ið hefur bæði hæstu og lægstu eink-
unn. Hann fékk 4 fyrir dómgæzlu
slna í 1. umferðinni. en aðeins 1 fyrir
leik ÍA og Víkings um síðustu helgi.
Vegna mistaka vantaði þá einkunn i
iþróttabiaðið á þriðjudaginn og
sömuleiðis stigin fyrir frammistöðu
Guðjóns Finnbogasonar i Vest-
mannaeyjum, en hann fékk 3 fyrir
leik ÍBV og FH.
í 2. DEILD ER STAÐAN ÞESSI:
Breiðablik 2 2 0 0 4:0 4
Selfoss 2 2 0 0 6:1 4
Þróttur 2 2 0 0 6:1 4
Haukar 2 1 0 1 5:2 2
Ármann 2 1 0 1 5:4 2
Völsungur 2 0 0 2 0:5 0
Reynir 2 0 0 2 1:7 0
Vfkingur 2 0 0 2 2:10 0
EFTIRTALDIR LEIKMENN HAFA
SKORAÐ FLEST MÖRK Í 2. DEILD:
Sumarliði Guðbjartsson, Selfossi
Ingi Stefánsson, Ármanni
Þorvaldur Þorvaldsson. Þrótti
Hinrik Þórhallsson, Breiðblik
Ólafur Jóhannesson. Haukum
ITAIiA VANNITNNLAND141
ITALIA sigraði Finnland með
einu marki gegn engu f landsleik
f knattspyrnu sem fram fór f
Helsinki f fyrrakvöld. Var markið
skorað af Hiorgio Chinaglia úr
vftaspyrnu á 27. mfnútu.
ítalir „áttu“ þennan leik frá
upphafi til enda, og var nánast
Grikkir áttu ekki í
erfiðleikum með Möltu
GRIKKIR áttu ekki í erfiðleikum með
Möltubúa er þeir mættu þeim f
Saloniki ! fyrrakvöld i Evrópubikar-
keppni landsliða f knattspyrnu. Úr-
slitin urðu 4—0 fyrir Grikkina og
hafa þeir nú forystu f áttunda riðli,
með sex stig eftir 5 leiki. Vestur-
Þjóðverjar verða þó að teljast Ifklegir
sigurvegarar f þessum riðli, en þeir
hafa hlotið 4 stig eftir 3 leiki.
Grikkir sóttu mun meira f leiknum
f fyrrakvöld, en gekk lengi vel erfið-
lega að skapa sér færi. Fyrsta markið
kom þvf ekki fyrr en á 32. mfnútu og
var þar um hálfgert sjálfsmark að
ræða. Framherji Grikkjanna, Mavros
átti skot á markið af stuttu færi, og
virtist sem markvörður Möltu myndi
eiga auðvelt með að góma knöttinn.
En einn varnarmannanna kom við
hann, þannig að hann breytti stefnu
og hrökk i markið. Tveimur mfnútum
sfðar breyttu Grikkirnir svo stöðunni
f 2—0, er Antoniades skoraði úr
vftaspyrnu, og stóð 1 annig f hálfleik.
f seinni hálfleik hélt sókn Grikkj-
anna áfram og skoraði Antoniades
sitt annað mark á 3. mfnútu hálf-
leiksins, og skömmu fyrir leikslok
bætti Papaioannou fjórða markinu
við með skalla.
Staðan i riðlinum eftir leik þennan
er sem hér segir:
Grikkland 5 2 2 1 11:8 6
V-Þýzkaland 3 1 2 0 4:3 4
Malta 3 1 0 2 2:5 2
Búlgarfa 3 0 2 1 5:6 2
um nauóvörn að ræða hjá Finnun-
um allan tímann.Strax fráupphafi
var mikil harka í leikúum og aust-
ur-þýzki dómarinn Walter Esch-
weiler hafði ekki góð tök á hon-
um. Þannig sleppti hann t.d. aug-
ljósri vftaspyrnu á Finnana á 15.
mínútu, en atvik þetta virtist
koma miklu róti á hugi ítalanna
og voru þeir lengi að jafna sig
eftir það. Finnsku áhorfendurnir
voru hins vegar á sama máli og
dómararnir og grýttu flöskum að
ítölskum áhorfendum sem létu í
ljós óánægju sina. Fékk einn mað-
ur flösky i höfuðið og slasaðist
illa.
Undir lok leiksins náði stórsókn
ítalanna hámarki, og bjargaðist
finnska markið þá oft á yfirnátt-
úiiegan hátt.
Eftir leik þennan er staðan i
fimmta riðli í Evrópubikarkeppni
landsliða í knattspyrnu sem hér
segir:
Pólland
Holland
Italía
Finnland
PO 00 CM CM