Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNl 1975 25 Blðm Q3) vikunnar Illgresi! NÚ FER í hönd sá tími sem viö keppumst hvað mest við að rækta hverskyns góðgresi og skrúðgresi i görðum okkar. I ákafanum verður okkur einatt á að gleyma illgresinu sem bíð- ur á næsta leiti og gerir okkur oft æði grátt í rót þegar líða fer á sumar og krefst þá erfiðrar og miður skemmtilegr- ar vinnu. Blóm vikunnar ákvað því að verja 1—2 vikupóstum í það að ræða um illgresi og að- ferðir við að eyða því og vonar að það geti komið að gagni fyrir þá sem við ræktun fást. Sér- fræðingur okkar í þessum efn- um fellst á að gera málinu nokkur skil og hér fer á eftir það’sem hann hefur til mála að leggja: Krossfífill. „Illgresi nefnist hver sá gróð- ur sem vex í ræktuðum görðum og ekki hefur verið sáð til eða er ekki talinn æskiiegur þar sem matjurtir og skrautjurtir eru í ræktun. Illgresið dregur næringu og vatn úr moldinni frá garðplöntunum, minnkar ijós og hita og stuðlar að ásókn ýmissa sjúkdóma í ræktuðum plöntum. Illgresistegundirnar fjiilga sér annaðhvort með fræjum eða líkamshlutum sem losna frá móðurplöntunni og mynda ræt- ur er verða að nýjum ein- staklingum. Margar tegundir illgresis setja fullþroskað fræ á miðju sumri og fram á haust. Einært illgresi eins og arfinn myndar fjölda fræja sem spíra fljótt eftir að þau hafa faliið i moldina. Illgresisfræ getur lifað í fjölda ára í jarðveginum án þess að spíra en verði skil- yrði hagstæð fyrir fræin geta þau allt i einu farið að spira og oi'ðið að plágu í görðunum. Ein- ær fræillgresi í göröum eru haugarfi, hjartarfi, krossgras, gullbrá, skurfa og varpasveif- gras. Rótarillgresi eru mjög oft fjölærar plöntur sem fjölga sér með neðanjarðarstönglum. Al- gengar tegundir eru húsapunt- ur, njóli, elfting skriðsóley, þistill og hóffífill. Illgresi getur borist í garða á margvislegan hátt, má þar til nefna: með kartöfluútsæði, rabbarbara- og graslaukahnaus- um, rótum fjölærra skraut- plantna, trjáplöntum og kál- plöntum. Þá er og algengt að illgresisfræ berist með vindin- um. Helst eru það fræ sem hafa svifhár og svífa þau langar leiðir. Á haustin feykir vindur- inn brotnum og visnuðum ald- inherslum langar eða skammar vegalengdir og sáldrast þá fræ- in víða. Fræ dreifist og með dýrum, fuglum og mönnum. Það festist i hárum og ull dýra, festist í fatnaði ogskóm manna. I'uglar éta mikið fræ og aldini sem ekki meltist og dreifist þvi með driti þeirra. Búfjárá- burður inniheldur oft mikið af illgresisfræi og einnig safn- haugaáburður sem myndaður er úr hverskonar plöntuleifum, að vísu drepst mikið af fræi þegar hitnar i safnhauginum. Illgresi getur auðveldlega bor- ist með garðyrkjuverkfærum og er því nauðsynlegt að þrífa þau vel eftir notkun. Með sérstöku illgresis- eyðingarlyfi má drepa mikið af illgresisfræi I áburðar- og safn- haugi. En yfirleitt krefst i 11- gresiseyðing mikillar líkam- legrar vinnu þó að eyðingarlyf hafi nokkuð verið notuð á síðari árum. Flest þessara lyfja eru mjög sérhæf og aðeins hægt að nota þau við eyðingu vissra ill- gresistegunda innan um ákveðnar tegundir nytja- plantna. I heimilisgörðum eru handverkfæri af ýmsum gerðum handhægust við út- rýmingu illgresis. Garðhrífa arfaskafa sem bítur vel, arfakló og handgref eru ákjósanleg verkfæri. Best er að reyta ill- gresi þegar það er að byrja að koma upp og vinna verkið I þurrki og sólskini. Visnar þá illgresið fljótt. Eftir langvar- andi rigningar nær illgresið rótfestu og verður þá einatt að reyta þaö með höndunum Varast bera ð róta mikið í jarð- veginum ella getur orðið röskun á rótarkerfi nytja- plantna og það jafnvel skaddazt." Svo mörg eru þau orð og ef til vill fáum við annan álika skammt af fróðleik næsta laugardag. AB—E.I.S. M0RCU2IBL&ÐIS fyrir 50 árum Úr Hafnarfirði — Tekju- skattsskráin var lögð fram á laugardaginn var. Tekju- og eignaskattur er samtals krón- ur 223.628.34. Hæsti skatt- greiðandi er Geir H. Zoéga fyrir útgerð á 6 enskum togurum f. á. — kr. 99.848.00 Annar elsti stúdentinn frá Reykjavíkur lærðaskóla, Sophus Anastasíus Trampe greifi, Ijest í Kaupmannahöfn 8. fyrra mán. tæpra 85 ára að aldri. Hann var sonur Jörgens D. Trampe greifa, sem hjer var stiftamtmaður næstur á undan Hilmari Finsen. Sjómenn! Sparið peninga og látið oss bera i og gera við sjóklæði yðar, sem farin eru að slitna. — Sjóklæðagerð íslands. Athugið! \2 manna postulínsmatarstejl, falleg og sterk, kosta aðeins kr. 130.00 i versl. „Þörf", Hverfisgötu 56, simi 1137. "M Jf • "■ • Haukur Eggertsson og Eggert Hauksson við nýja vél, |%/l *■ I/' 1 I sem skilar fullunnum og áprentuðum burðarpokum. verðlækkun á plasti Plastprent h.f. flytur um þessar mundir starfsemi sína I nýtt húsnæði að Höfðabakka 9 í Reykjavík. Húsnæðið á Grens- ásvegi þar sem verksmiðjan hefur verið til húsa undanfarin ár er um 900 fermetrar að stærð, en nýja húsnæðið er yfir 2000 fermetrar. Um leið tekur verksmiðjan I notkun nýjan vélakost. Á fundi, sem forráðamenn Plastprents h.f. héldu með fréttamönnum, kom fram, að með tilkomu hinnar nýju verk- smiðju, bættri vinnuaðstöðu og fullkomnari vélum hefur fyrir- tækinu tekizt að lækka verð á framleiðsluvörum sfnum veru- lega. Þannig lækkar verð á byggingaplasti til dæmis um 22% og verð á heimilisplastpok- um lækkar um 8—10%. Þá kom fram hjá þeim Hauki Eggertssyni forstjóra og Eggert Haukssyni framkvæmdastjóra, að á síðastliðnu ári var velta Plastprents h.f. um 125 milljón- ir, og telja þeir, að það muni hafa verið um 65% veltu allra fyrirtækja I þessari iðngrein. Arið 1973 greiddi fyrirtækið 22% af heildarveltunni i laun til starfsmanna sinna, en með aukinni framleiðni og hag- kvæmari framleiðsluháttum tókst að lækka hlutfallið niður í 19% á síðasta ára Rit um sníkju- þráðorma er 20. rit Neðra-Áss RANNSÖKNARSTÖÐIN Neðri As í Hveragerði hefur gefið út rit um rannsóknir á sníkjuþráð- ormum í plöntum á íslandi eftir Einar I. Siggeirsson og dr. Hans R. van Riel, frá rannsóknarmið- stöðinni San Cristobal f Dominicanska lýðveldinu. Fjallar hún um rannsóknir þeirra á sníkjuþráðormum hér á landi. En dr. van Riel dvaldist hér á landi 1972 og ferðaðist á milli garð- yrkjustöðva i Árnessýslu, Kjósar- sýslu og Borgarfjarðarsýslu og safnaði jarðvegssýnum úr gróður- húsum og volgum jarðvegi. Einar I. Siggeirsson hefur unnið að ýmsum rannsóknum, hefur m.a. rannsakað lifnaðarhætti og þroskaferil kartöfluhnúðorma og greint þá í þrjá stofna og 1973 fann hann svokallaðan laukorm f gróðrarstöðvum, en talið er að þessir sniklar séu innfluttir með laukum frá útlöndum. Undanfarin ár hafa allmargir erlendir vísindamenn komið hing- að til lands á vegum Rannsókna- stofnunarinnar Neðri As og hafa þeir gert skýrslur um störf sin, sem hafa verið birtar. Er þetta 20. ritið af því tagi. Plastprent h.f. opnar nýja verksmiðju Eggert Hauksson sagði m.a.: „Þetta er okkar aðferð til að sjá við verðbólgunni. Við kvörtum ekki um að reksturinn gangi erfiðlega, — hann gengur þvert á móti mjög vel. Við höfum nú um 30 manns í vinnu og stóðum nýlega andspænis því að þurfa að stækka við okkur og auka vélakostinn. A tímabili var ætlunin að byggja yfir starf- semina, en við hurfum frá því ráði. Að dómi okkar var mun viturlegra að fjárfesta í full- komnari vélum en steinsteypu og við höfum komizt að hag- stæðum samningum við eigend- ur þessa húsnæðis. Vélarnar, sem við erum nú að taka i notk- un hafa kostað um 40 milljónir. Við erum nú með 18 vélar f notkun, og af þeim hafa 13 verið teknar í notkun á siðustu fimm árum, en 6 tökum við í notkun nú I ár, þannig að endurnýjun vélakostsins er mjög ör.“ Meðal véla, sem nú er verið að taka i notkun i hinni nýju verksmiðju, er vél, sem plast- þynnan er sett í og skilar fullunnum og áprentuðum burðarpokum, en aðrar helztu framleiðsluvörur fyrirtækisins eru hverskonar plastumbúðir fyrir iðnvarning, sellófanum- búðir, sorpsekkir, bygginga- plast, garðaplast og heimilis- pokar. ^Arið 1965 festi Plastprentii.f. kaup á fyrirtækinu Plastpokar h.f., sem síðan hefur verið rek- ið í nánum tengslum við Plast- Framhald á bls. 26 Selma Jónsdóttir, forstöðumaður Listasafns Islands, I „kvennadeild“ sýningarinnar, sem opnuð verður I safninu f dag. Listasafn Islands: Verk 25 ísl. listakvenna sýnd í tilefni kvennaárs I DAG verður opnuð ný sýning í Listasafni Islands. Hluti sýningarinnar, sem er i öllu sýningarhúsnæði safnsins, er deild, þar sem eingöngu eru verk eftir 25 íslenzkar listakonur. Verkin eru 67 að tölu og eru þau öll I eigu safnsins. Þessi þáttur hinnar nýju sýningar er I tilefni kvennaárs Sameinuðu þjóðanna. Að auki eru sýnd 176 verk eftir íslenzka og erlenda listamenn. Þar á meðal eru niu #ustur- lenzkar smámyndir, sem sænsk hjón dr. Allan Etzler og kona hans, hafa gefið safninu. Aður hafði safnið eignazt fimm þessara mynda, en þegar frú Etzler lézt nýlega bárust safninu hinar fjórar og eru þær nú sýndar hér 'í fyrsta sinn. Myndirnar eru frá Indlandi og Persíu. Höfundar eru ókunnir, en elzta myndin er frá því um 1550 og sú yngsta frá síðari hluta 18. aldar. Sýningin í Listasafni rikisins verður opin kj„ 13.30—16 alla daga til 15. september n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.