Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JUNI 1975 13 ú fá allir tækifærið HB-stúdfö í Brautarholti 20 1 Reykjavfk hefur verið lagt niður og þessa dagana er verið að innrétta þar nýjan skemmtistað, neðstu hæð hins nýja Þórscafés, sem stendur til að opna 1. október. Ekki hefur verlð unnið við hljóðritun f rúmlega tvo mánuði, að sögn Hjartar Blöndal, HB sjálfs, og óvfst er með fram- tíð HB-stúdfós áveranlegumstað. t sumar fer Hjörtur aftur á móti um landið með sínar fjórar rásir f Ford Transit bfl, sem hann hefur fest kaup á, — til að táka upp karlakóra, kvennakóra, kirkjukóra, sma- grúppur og allt það, sem hefur áhuga á að komast á band, sagði Hjörtur f spjalli við Stuttsfðuna fyrir helgi. Fyrsta upptakan af þessu tagi verður um miðjan mánuðinn, þegar Hjörtur fer norður á Sauðárkrók til að taka upp karla- kórinn á staðnum. — Eg vonast til að verða búinn að koma bflnum f gagnið þá, sagði Hjörtur. Hann vildi þó ekki viðurkenna, að þar með væri HB stúdfó alveg úr sögunni. — Það erjeitt og annað f gangi, sagði hann, — og ég vonast til að hægt verði að halda áfram f féiagi við einhverja aðra. Meira vildi Hjörtur Blöndal, sem í sum- ar fer með fyrsta, fslenska „mobile** stúdfóið um landið, ekki segja, — f biii. ,,Ég skal rota ykkur...“ gæti Herbert Guðmunds- son verið að segja á þessari mynd, hinni fyrstu sem Stuttsíðan birtir af Pelican eftir breytingar. Eftir hin- ar miklu sviptingar í popp- tónlistarlífinu að undan- förnu þótti Stuttsíðunni rétt að kanna hljóðið í mönnum og voru þeir féíagarnir í Pelican að von- um heldur hressir eftir fyrstu helgina sem Her- bert söng með þeim. Hljómsveitin kom fram í fyrsta skiptið á föstudags- kvöldið (30/5) í Tónabæ og var uppselt, eða 600 manns í húsinu. Á laugardags- kvöldið var Pelican í Festi í Grindavík og þar var líka fullt hús, 500 manns. „— Miklu betra en við þorðum að vona,“ sögðu Pelicanar, — „og við teljum helgina mikinn sigur fyrir okkur.“ Annars var hljóðið í þeim félögum mjög gott en þeir voru í þann mund að leggja upp í ferð norður á land þar sem þeir kynna breyt- ingarnar á hljómsveitinni fyrir norðlendingum um þessa helgi. sv.g. Eins og vi8 er a8 búast er söngurinn yfirleitt pottþéttur, enda lögin öll fyrst og fremst sönglög. sem allir eiga a8 geta lært og kyrjaS hvar og hvenær sem er. Þar er Björgvin Halldórsson áberandi bestur — eins og svo oft i8ur — og raunar er þa8 dilitiS einkenni- iegt a8 hafa ekki Björgvin lengur, svo samgróinn og ómissandi virtist hann vera orSinn. En þar sannast þa8: lik- lega er enginn ómissandi, og kemur einn i annars staS. Platan var hljóSrituS i London skömmu eftir sl. áramót, þegar Björg- vin fórtil Ii8s viS Change, en a8 ö8ru leyti unnin i New York. Upptaka virSist mjög þokkaleg og hljóSblöndun öll og frigangur til sóma, enda vanir menn i ferB. HljóSfæraleikur er allur mjög lip- ur, nema kannski trommuleikurinn en eins og einhver sagSi einhvers staðar nýlega, þá setja amerisk strengjahljóð- færi eins og mandólín og banjó skemmtilegan svip i svona músik. Beach Boys, Merle Haggard, Buck Ow- ens og Dean Ford — svo ekki sé minnst i Jón Leifs — sem allir eiga lög i plötunni „STUÐ STUÐ STUÐ", geta allir vel við unað. Eins Hljómar. Eins Ðe Lónli Blú Bojs. Eins við. _____ó. vald I Evrópmnótið: Keppendur Islands valdir SÍÐAST liöinn sunnudag fór fram á Kjóavöllum í Kópavogi úrtökukeppni fyrir Evrópumót islenzkra hesta 1975. Fyrir keppnina var öllum for- mönnum hestamannafélaga i landinu send kynning á þessu móti en framkvæmd mótsins var í höndum Félags tamninga- manna. Evrópumót islenzka hestsins fer fram i Semriach hjá Graz í Austurríki dagana 12. — 14. sept. 1975. Á mótinu s.l. sunnudag voru valdir 6 hestar til að keppa a Evrópumótinu fyrir hönd Is- lands. Alls sendir tsland 7 hesta i keppnina, þvi að í hóp- inn bætist Dagur frá Núpum, sem er sigursæll og vel þjálfaður til keppni erlendis. Dagur var fluttur út fyrir nokkrum árum og er enn í eigu Sigurbjörns Eiríkssonar, sem lætur þjálfa hann erlendis. Dagur er ættaður frá Núpum í ölfusi, sonur Harðar 591 frá Kolkuósi. Dagur hefur áður keppt á Evrópumótum en knapi hans verður Reynir Aðalsteins- son. Til keppni um þessi 6 sæti voru mættir 15 hestar og meðal þeirra eru nokkrir, sem áður hafa verið sýndir á mótum hér- lendis. Sem bezti gæðingur var val- inn Gammur frá Hofsstöðum, brúnn, 8 vetra, eign Péturs Behrens í Keidnakoti og knapi var Ragnheiður Sigurgríms- dóttir. Faðir Gamms er Sómi 670 frá Hofsstöðum en móðir Jóna frá Dýrfinnustöðum. Gammur stóð efstur I flokki klárhesta með tölti á landsmót- inu á Vindheimamelum s.l. sumar. Annar bezti gæðingur var valinn Ljóski frá Hofsstöð- um, leirljós, 7 vetra, eign Sigur- björns Eiríkssonar en knapi var Albert Jónsson. Þetta er óþekktur hestur. Fyrsti töltari var valinn Léttir frá Álfsnesi, rauður, 8 vetra. Eigandi hans er Sigur- björn Eiríksson en knapi var Eyjólfur Isólfsson. Annar tölt- ari var valinn Hrafn 737 frá Kröggólfsstöðum, brúnn, 8 vetra, eign Sigurbjörns Eiriks- sonar en knapi var Aðalsteinn Aðalsteinsson. Hrafn er sonur Harðar 591 og Reykja-Brúnku. Hrafn var sýndur á landsmót- inu s.l. sumar og hlaut þá dóms- orðin: Traustur og viljagóður, gangrúmur reiðhestur. Þriðji töltarinn var valinn Stefnir frá Hreðavatni, jarpsokkóttur, 8 vetra, eigandi og knapi Trausti Þór Guðmundsson. Stefnir var dæmdur þriðji bezti klárhestur- inn með tölti á hvítasunnu- kappreiðum Fáks í vor. Til að keppa sem skeiðhestur var valinn Skúmur frá Hellu- landi, sótrauður, 6 vetra, eign Halldórs Sigurðssonar en knapi var Reynir Aðalsteinsson. Skúmur hefur áður verið sýnd- ur í gæðingakeppnum og hlotið misjafna dóma. Það skal tekið fram að ekki er enn ákveðið endanlega f hvaða greinum hver hestur keppir. Kostnaður við fþitning hest- anna út og uppihald þeirra er- lendis er greiddur úr sameigin- legum sjóði Búnaðarfélags Is- lands og Sambands Islenzkra samvinnufélaga. Þá fá knapar friar ferðir að heiman og heim en uppihald erlendis verða þeir að greiða. Hestarnir verða flutt- ir út viku fyrir mótið, því talið er að þá séu hestarnir ekki enn farnir að finna fyrir áhrifum breytts loftslags, þegar að mót- inu kemur. Nokkur hópur Islendinga hefur farið utan til að fylgjast með Evrópumótunum, þegar þau hafa verið haldin, og má gera ráð fyrir að svo verði einnig nú. 'rgrfrns{ióttir f<a‘ l8"í,eiV)(j7 Í k ■' "■ ' ^ SKUMUR steinsson Reynir Aðal umsjón: TRYGGVI GUNNARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.