Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNl 1975 þeirri staðreynd, að kaup- taxtar hafa hækkað mikl- um mun meir en þjóðar- tekjur á undanförnum árum. Þannig hækkuðu kauptaxtar um 285% frá 1968 til 1974 meðan þjóðar- tekjur hækkuðu aðeins um 50%. Hér er einnig á það að líta, að þjóðartekjur eru miðaðar við meðaltal hvers árs, en á hinn bóginn er gjarnan tekið mið af kaup- mættinum eins og hann Kaupmáttur og þjóðartekjm* Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Ritstjórnarfulltrúi Porbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80 Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Iyfirstandandi kjara- deilu hefur Alþýðu- sambandið farið fram á kauphækkanir, er nema 33% fyrir láglaunafólk, og allt upp í 80% fyrir hátt- launaða iðnaðarmenn. Þjóðarbúið á að rísa undir þessum kauphækkunum með þeirri 30% rýrnun á kaupmætti útflutnings- tekna, sem við höfum orðið að þola á siðasta ári. Öllum mönnum, sem leiða hug- ann að þeim staðreyndum, er fyrir liggja, er ljóst, að þessari glæfralegu kröfu- gerð er hvergi unnt að finna stoð í raunveru- leikanum. Mönnum ætti að vera orðið það ljóst, að kaup- hækkanir í krónum hafa ekkert gildi, ef þær eru greiddar með innstæðu- lausum ávísunum eins og nú er verið að fara fram á. Bætt lífskjör hljóta alltaf að haldast í hendur við aukna verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Á árunum 1968 til 1974 hækkaði kaup- gjald að meðaltali um 285%, en kaupmáttur ráð- stöfunartekna hækkaði á sama tíma um 63% og þjóð- artekjur um 50%. Kaup- mátturinn hlýtur ávallt að haldast í hendur við þjóðartekjur. Hér hefur því ríkt algjört ginnunga- gap á milli launahækkana og aukningar þjóðartekna. Það er ein af orsökum veróbólgunnar og þeirra erfiðleika, sem við eigum við að etja. Því er haldið fram nú, að kaupmáttur hafi rýrnað mun meir en nemur minnkun þjóðartekna og af þeim sökum hafi kjara- skerðingin verið óeðlileg. Þær ályktanir, sem dregn- ar eru af þessum saman- burði, eru villandi fyrir margra hluta sakir. í fyrsta lagi er horft fram hjá var reikningslega í hátindi daginn eftir febrúarsamn- ingana 1974. Það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi er hins vegar, aó við eðlilegar aðstæður eiga þjóðartekj- ui og kaupmáttur að fylgjast að. Á síðasta ári geróist það hins vegar, að kaupmáttur hækkaði mun meir en þjóðartekjur sögðu til um. Þjóðartekj- urnar minnkuðu þá um 1%, en kaupmáttur ráð- stöfunartekna jókst hins vegar að meðaltali um rúm 8%. Á þessu ári er gert ráð fyrir að þjóðartekjurnar lækki um tæp 7%, en kaup- máttur ráðstöfunartekna rýrni um 15%. Ástæðan fyrir þessum mismun er sú, að kaupmátturinn er á nýjan leik að leita jafn- vægis við þjóðartekjurnar. Þegar á þessar stað- reyndir er litið kemur vita- skuld í ljós, að það er rétt, að kaupmáttur lækkar nú hlutfallslega meir en þjóðartekjur miðað við síð- asta ár. En menn mega ekki loka augunum fyrir ástæðunni, sem er sú, að á árinu 1974 var kaupmáttur ráðstöfunartekna þaninn langt umfram það, sem þjóðartekjur leyfðu. Ef á hinn bóginn er litið á þró- un kaupmáttar og þjóðar- tekna frá meðaltali ársins 1973, kemur í ljós, að rýrn- unin hefur orðið svotil nákvæmlega sú hin sama. Þjóðartekjur hafa á þessu timabili rýrnað um 7%, en kaupmáttur ráðstöfunar- tekna um 8%. Sú röksemd fær því ekki staðizt, að kaupmáttur hafi lækkað langt umfram það sem þjóðartekjur segja til um. Hér hefur það eitt gerzt, að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna og þjóðartekjur hafa leitað jafnvægis á ný. Kjarni málsins er vita- skuld sá, að miklar og al- mennar kauphækkanir hafa enga kjarabót í för með sér, ef ekki er til inn- stæða fyrir þeim. Kröfur Alþýðusambandsins nú þýða því aðeins nýja koll- steypu, sem kemur þyngst niður á láglaunamönnum. Kauphækkunarkröfum Alþýðusambandsins er þannig beinlínis stefnt gegn þeim, sem við lökust kjör búa í þjóðfélaginu. Bráðabirgðalögin hafa náð tilgangi sínum Samningar hafa nú tek- izt í kjaradeilu starfs- manna í ríkisverksmiðjun- um. Þetta samkomulag er gert innan þess ramma, sem bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar frá því í fyrri viku, mörkuðu. Þar var kveðið svo á, að gerðar- dómur skyldi skera úr ágreiningi, nema samning- ar tækjust á frjálsum grundvelli, þá skyldu þeir ráða. Það er sérstakt fagn- aðarefni, að unnt skuli hafa verið, að leysa deiluna með þessum hætti. Megintilgangur bráða- birgðalaganna var sá að koma af stað afgreiðslu á áburði og sementi og dæl- ingu hráefnis fyrir Kísiliðj- una. Þessi starfsemi hófst sl. mánudag, þrátt fyrir tilraunir nokkurra forystu- manna í verkalýðshreyf- ingunni til þess að hafa þessi lög að engu eins og þeir lýstu yfir að gert yrði. Nú hefur tvennt gerzt síð- an lögin voru sett. 1 fyrsta lagi hófst þegar sl. sunnu- dag sú starfsemi, sem brýn- ast var að koma af stað og í öðru lagi hafa deiluaðilar náð samkomulagi í sam- ræmi við ákvæði bráða- birgðalaganna. Þessi laga- setning náði því tilgangi sínum. ííeUrJ3ork©hne$ jNeitrJIorkðhnesí ííeitrJJorkShheo ^íeitrJJorkShneo jNeUrJJork&tnte* iNeiirJIorkShtteo SA^VTOK \ V*£R*A ,. ... /Vv<Vaj<_ „Það mun kosta þig stórfé að ávinna þér traust okkar á ný.“ ÁRUM sanian hafa bandarísk utanríkismál aö ntiklu leyti snúizt um hershöföingja, sem- leggja þaö í vana sinn aö bíða lægri hlut. Sá, sem fyrstur var og nafntogaöastur þessara hrakfallabálka, var Chiang Kai- shek yfirhershöfðingi, sem tap- aöi svo stórköstlega, aö Banda- ríkjamenn héldu hann eins og konung á Taiwan í 25 ár, eftir að hann var hrakinn frá Kína. Enginn þeirra hershöföingja, sem við höfum siðan veðjaö á, hefur haft roö viö Chiang. Ekki er þaö vegna þess, að þeir hafi verið ófaerir um aö bíða sóma- samlegan ósigur, heldur er ástæöan sú, aö þeir höföu ekki eins miklu að tapa. Ösigur Chiangs var svo einstæður, aö 20 árum síðar áttu bandariskii’ stjórnmála- menn á hættu að glata náö sinni fyrir augum kjósenda, ef þeir geröust svo djarfir að kasta rýrö á hann. Og ekki verður annað sagt en aö Bandaríkjamenn hafi auö- sýnt honum veröskuldaðan heiður. Aðrir sigraðir hershöfö- ingjar hafa orðið að gera sér að góðu bankareikning í Sviss og hús á Rivíerunni, en Chiang var ekki til eins fárra fiska metinn og fékk til umráða heila eyju á stærð við einsræðisríki í Mið- Ameríku. Allar götur síðan höfum við verið veikir fyrir völtum hers- höfðingjum, og hefur sú árátta eftir RUSSEL BAKER sett mark sitt á utanríkismála- stefnu landsins. Einn af fáum bandarískum stjórnmálamönn- um, sem þorði að láta í ljós álit sitt á Chiang, var Tom Connally öldungadeildarþingmaður, og lét hann þessi orð um hann falla fyrir mörgum árum: „Gallinn við Chiang Kai-shek yfirhershöfðingja er sá, að hann herjar illa, en höfðingjast þeint mun meira." Mér komu þessi orð í hug nokkrum vikum eftir lát þessa fræga yfirhershöföingja, þegar andlegur erfingi hans, Nguyen Van Thieu, var að missa Suður- Víetnam úr hendi sér án þess að til nokkurrar orrustu kæmi. JíeitrJJnrkShneu jNeitr JJorkcíítmeo jNeUrJJorkíftt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.