Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNI 1975 27 — Aftökulistar Framhald af bls. 16 upplýsingum. sem Stalin og undir- menn hans höfðu gefið. Forystumenn Bandamanna tóku þá stefnu, að vegna mikilvægis þess að viðhalda einingu gegn Hitler væri rétt að sneiða hjá öllum ágreiningi. Þeir tóku þó sjálfir skýringar Rússa alls ekki sem góða og gilda vöru. Dagblöð á Vesturlöndum tóku hins vegar nær samhljóða undir hina rúss- nesku skýringu. Þjóðverjar leyfðu stórum hópi sérfræðinga og annarra sem áhuga höfðu á þvi að koma til Katyn-skóga, — m.a. rannsóknar- nefnd evrópskra lækna, sem skipuð var sérfræðingum frá háskólum víða i Evrópu, t.d. frá hlutlausum löndum eins og dr. Naville í Genf, fulltrúum pólsku neðanjarðarhreyfingarinnar og nokkrum háttsettum hermönnum bandamanna i fangabúðum Þjóð- verja. — Þessir aðilar neituðu réttilega að gefa opinberar yfir- lýsingar um málið, en sendu rikis- stjórnúm landa sinna skýrslur sem trúnaðarmál, þar sem þeir lýstu frásögn Þjóðverjanna rétta. (Aðeins einn sérfræðinganna i hinni læknisfræðilegu rannsóknar- nefnd dró siðar til baka vitnisburð sinn. Það var Búlgarinn dr. Markov. Hann var tekinn hönd- um, þegar Rússar réðust inn i þjóðland hans. Þegar hann hafði verið tvo mánuði i fangetsi Rússa gaf hann opinbera yfirlýsingu.). Sönnunin fólst i þvi að sérfræð- ingarnir grófu upp grafir, sem ekki hafði áður verið hreyft við. Á likunum, sem báru þess merki, að hafa legið undir jarðvegsfargi fundust rússnesk dagblöð og hlið- stætt efni með dagsetningum allt fram i apríl 1940, en engar yngri dagsetningar. Sömuleiðis höfðu hinir líflátnu greinilega klæðst þykkum klæðnaði. sem ekki kem- ur heim og saman við frásögn Rússanna, sem héldu þvi fram, að aftökurnar hefðu átt sér stað i hitunum i september 1941! 4143 Ifk fundust i Katyn- skógum, sem svarar einungis til þeirra, sem dvöldu i búðunum i Kozielsk 2914 lik var unnt að þekkja. Nöfn 80% þessara manna voru á listunum, sem pólsk yfir- völd höfðu látið taka saman. Enn þá er ekki vitað, hvað varð um þá 10400 menn sem voru i hinum tveimur þrælkunarvinnu- búðunum. Sögusagnir herma að fjölda pólskra fanga hafi verið staflað i gamla skipsdalla sem siðar var sökkt i Hvftahafið. Það eru einnig sögusagnir um fjölda- aftökur og fjöldagrafir f nágrenni Kharkov hliðstæðar þeim, sem fundust i Katyn-skógum. Dómararnir I Nurnberg athug- uðu Katyn-málin mjög yfirborðs- lega 1.—3. júli 1946 en þeir minnast ekki einu orði á sök Þjóð- verja i þeim efnum i dómsorði sinu. Enginn minnsti vottur vitnis- burðar, sem bendir til ábyrgðar nazista á gtæpunum i Katyn- skógum, hefur komið fram hjá þýzkum föngum né heldur i nokkr- um gögnum, sem Bandamenn tóku herfangi. Úr kaflanum: „Hreinsan- irnar og heimsstyrjöldin". Pólskur fangi i Rússlandi lýsir með eftirfarandi orðum almennum vonum þeirra, sem voru i haldi f þrælkunarvinnubúðum: „Ég hugsa með hryllingi til þess tima þegar áin Bug skipti Evrópu i tvo hluta. Annars vegar voru milljónir þrælk- aðra manna i búðum Ráðstjórnar- rikjanna, sem báðu i bænum sinum, að herir Hitlers kæmu og leystu þá úr ánauð. Hins vegar voru milljónir manna i einangrunar- og tortímingarbúð- um Þjóðverja, sem ólu með sér þá síðustu von, að rauði herinn kæmi og bjargaði þeim." Ehrenburg lét að þvi liggja, að Stalin hefði verið lagnari að fást við imyndaða en raunverulega svikara. Sú aðdróttun hefur við rök að styðjast. I ágúst 1 941 drap hann siðustu hugsanlegu keppi- nauta sina um stjórnartaumana. Tveir fyrrverandi aðstoðarfor- EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Nemendur, sem hyggja á nám í búvísindadeild og óska eftir að sækja undirbúningsdeild Tækniskóla íslands að vetri komanda, skulu senda umsóknir til Bændaskólans á Hvanneyri, fyrir 1 5. júní n.k. Umsóknarfrestur fyrir bændadeild skólans er til 1. ágúst n.k. y Skolastjóri. sætisráðherrar, Chubar og Antipov, voru þá skotnir, sá fyrri tólfta, hinn siðari tuttugusta og fjórða ágúst. Slíkar aftökur virðast hafa verið umfangsmiklar um þær mundir. Pólverji, sem var i haldi i þrælkunarvinnubúðum i Yetsevo, nefnir tvo hershöfðingja, fjóra lög- fræðinga. tvo blaðamenn, fjóra stúdenta og háttsettan lögreglu- foringja i N.K.V.D. ásamt fimm óþekktum mönnum, sem voru sér- staklega valdir úr búðunum og skotnir i júni 1 941. Aðalfundur Þernufélags íslands verður haldinn að Lindargötu 9 mánudaginn 9. júní kl. 1 7. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Húseigendatryggíng SJÓVA bœtir vatnstjón, glertjón, foktjon og ábyrgdarskyld tjón. Svo er 90 % iógjalds frádráttarbœrt til skatts. SUÐURLANDSBRAUT 4 82500 íwrr Ilfll JmKT* wr w f L 1 , ' *' * .. j ■■ LANDSHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS DRÆTTI EKKI FRESTAÐ Afgreiðslan í Galtafelli, Laufásvegi 46, er opin í dag til kl. 23.00. Sími 17-100 GREIDSLA SÚTT HEIM EF ÓSKAD ER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.