Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JtJNl 1975 29 félk í fréttum Thang og Chinh endurkjörnir í N-Víetnam Bangkok 5. júni.AP. ÞJOÐÞINGIÐ í N-Vietnam end- urkaus í dag Ton Duc Thang for- seta landsins og Truong Chinh formann framkvæmdanefndar þingsins. Forsetaembættið er svo til valdalaust í N-Vietnam og er það Chinh, sem er raunverulega æðsti vaidamaður landsins. Bæði Thang og Chinh komu til S- Vietnam í sl. viku, þar sem þeir sóttu fundi er fjölluðu um meiri- háttar ákvarðanir varðandi fram- tíð S-Vietnams. + BOTNHREINSUN — Ekki fólk en samt ... Það eru fleiri en bílarnir sem þurfa sinn þvott. Öðru hverju þarf að taka skipin í slipp til að hreinsa slý af botninum og mála þau. Hér sjáum við hvar verið er að botnhreinsa skuttogarann BESSA IS-410 í slippnum í Reykjavik. Eins og flestum er kunnugt um er Bessi eitt mesta aflaskip Islendinga en hann er gerður út frá Súðavfk. Myndina tók Olafur K. Magnússon. Lestarrán á Spáni Bilbao, Spáni, 5. júní. TVEIR vopnaðir menn, taldir vera úr aðskilnaðarhreyfingu Baska, náðu I morgun á sitt vald San Sebastian- Bilbaohraðlestinni, skutu öryggisvörð til bana og særðu annan alvarlega. Flúðu mennirn- ir eftir skotbardagann og komust undan. Engan farþega sakaði. Öryggisvörðurinn var 6. lög- reglumaðurinn, sem fallið hefur í Baskahéruðunum á sl. 9 vikum, en mikil spenna rikir á þessum slóðum. Lögreglan hefur hafið mikla leit að mönnunum tveimur, sem sjónarvottar segja að hafi verið kornungir. + „Hver var það sem sagði að móðurástin væri sú eina sanna ást.“ Þetta var afsannað þegar þessi litli apaungi var tekinn frá móður sinni, þar sem hún vildi ekkert hafa með hann að gera í Gladys Porter dýragarð- inum i Brownsville í Texas í Bandarfkjunum, fyrir skömmu. Starfsfólk dýragarðs- ins sér um munaðarleysingj- ann, og hann þrífst vel af með- ferðinni. Það er ekki óalgengt að villt dýr hafni fyrstu af- kvæmum sinum. + Þeir eru ekki ófáir fundirnir sem hann verður að sitja hann Kissinger. Þessi mynd af utan- ríkisráðherranum var til dæmis tekin í Briissel nú fyrir nokkrutn dögum er hann sat þar fund hjá Noróur- Atlantshafsbandalaginu. Þreyt- an Ieynir sér ekki — þessar þrjár myndir tala sínu máli... MEGRUN Nú er að hefjast síðasta námskeiðið í megrunar- leikfimi, fyrir sumarleyfi. Þessi námskeið hafa náð ótrúlegum vinsældum hjá konum sem þurfa að léttast um meira en 1 5 kíló. Margar hafa þegar losnað við það sem þær þurftu, þess vegna getum við boðið fleiri konum að vera með núna. Það næst örugglega góður árangur ef viljínn er með. Læknir gefur okkur holl ráð. Gufuböð — Ijós — vigtun — mæling. Innritun og upplýs- ingar í síma 83295 alla virka daga kl. 13—22. Júdódeild Ármanns. Ármúla32. kominn í,ferðaskrifstofustríðið'| Við bjóðum þér (þ.e.a.s. ef þú ert á aldrinum 18—32, 14 daga dvöl á Hótel Club 33. Mallorka. Þar býr eingöngu fólk á þínum aldri, og öll aðstaða á hótelinu er miðuð við þinn aldursflokk. Stórt diskótek, sundlaug, veitinga- salir, barir og ails kyns íþróttaaðstaða. Öll herbergi hafa m.a. bað, svalir, síma og útvarp. Verð 54.000.— m. fullu fæði í 14 daga, þ.á m. næturmatur (geri aðrir betur)!! Fyrsta ferð 1 5. júní. Fá sæti laus. KLÚBBUR 32, Lækjargötu 2, símar 16400—26555. Gulur, rauéur, grænn&blár Brauölvvt gerðuraf vÆ* meistarans höndum Kráin isbúð VIÐ HLEMMTORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.