Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JUNI 1975 X 7 Gunnar Thoroddsen: Lögin leystu deiluna Þegar vika var liðin síðan er lögin voru sett um kjaradeiluna við Áburðar-, Sements- og Kísil- verksmiðjuna, var deilan leyst, samningar höfðu tekizt og vinna er hafin að fullu. Rétt er að rifja upp meginatr- iðin í máli þessu. Snemma árs 1974 varð að samkomulagi, að „starfsmat“ skyldi fara fram í verksmiðjun- um þrem. Því mati var að mestu lokið í febrúar '75 og hófust þá viðræður aðilja um það, hverjar kaupbreytingar ættu að leiða af starfsmatinu. Þær , samningaviðræður höfðuCstaðið i 3 mánuði, sátta- semjari reynt i 3 vikur að miðla málum, verkfall staðið í 17 daga. Síðustu sólarhringa hafði verið unnið dag og nótt að lausn. Rikisstjórnin hafði lagt áherzlu á að ná samkomulagi. En aðfararnótt fimmtudags 29. maí komust samningavið- ræður í algert strand. Samn- inganefnd starfsmanna krafðist meðalkauphækkunar 19—20%. Nefnd ríkisins bauð um 7%. Hún spurðist fyrir um það, hvort ekki mætti vænta gagntil- boðs, ef rikið hækkaði boð sitt úr 7 í 8,3%. Því var neitað. Fulltrúar starfsmanna sögðust ekki hreyfa sig frá fyrri kröf- um. Þegar svo var komið, þótti tilgangslaust að halda áfram og viðræðum var hætt. Sáttasemj- ari taldi ekki efni til að boða nýjan fund eins og mál stóðu. Sumir forystumenn úr verka- lýðshreyfingunni héldu því fram, að samningar hefðu verið í þann veg að komast á, — sáralítið borið á milli. Var þetta borið á borð á fundum starfs- manna verksmiðjanna til þess að fá þá til andstöðu og ólög- legra aðgerða. Þessi fullyrðing var andstæð sannleikanum. Þeir atburðir, sem síðan hafa gerzt hafa og afsannað þessa fullyrðingu. Þegar viðræður hófust að nýju, þurfti nær fjóra sólarhringa, nótt og nýtan dag, til þess að ná samkomulagi. Ekki hefur það því alveg legið á borðinu fimmtudagsmorguninn 29. maí. Rfkisstjórnin taldi það vera þjóðarnauðsyn að höggva á hnútinn til þess að leysa þessa deilu. Stjórnin taldi það skyldu sína að taka í taumana. I stjórnarskrá landsins, 28. grein, segir að gefa megi út bráðabirgðalög milli þinga, ef brýna nauðsyn ber til. A hverju ári eru gefin út nokkur, stund- um mörg, bráðabirgðalög sam- kvæmt þessari grein stjórnar- skrárinnar. Tíu sinnum hafa verið gefin út bráðabirgðalög til þess að leysa verkföll og vinnudeilur. Nauðsyn var nú tvímælalaust jafn brýn eða brýnni en i sumum tilvikum áður. Skortur á áburði og sementi hafði þegar valdið miklu tjóni og enn meira yfirvofandi. Gras- spretta og uppskera í stórum landbúnaðarhéruðum í háska. Húsbyggingar orðið fyrir töfum og truflunum. Byggingariðnað- ur lamaður. Atvinna i hættu. Skólafólk fékk ekki vinnu. Svo mætti lengi rekja þann skaða, sem orðinn var eða yfir vofði. Ef stjórnin hefði ekki tekið af skarið, stæði þetta ástand enn í dag, versnandi, vaxandi. Bráðabirgðalögin gerðu ráð fyrir tveim möguleikum til þess að ákveða kaup og kjör vegna starfsmatsins: Annaðhvort frjálsum samningum eða úrskurði kjaradóms. Hið síðar- nefnda er í samræmi við það sem gildir um opinbera starfs- menn, ef samningar takast ekki við þá. En verksmiðjurnar þrjár eru eign ríkisins, tvær alfarið, sú þriðja að meiri hluta. Ef kjaradómur, sem Hæsti- réttur skipaði þrjá valinkunna og mikilhæfa menn í, hefði þurft að ákveða kjörin, hefðu þau ekki orðið lakari en það, sem þegar hafði verið boðið fram, væntanlega heldur betri. Til viðbótar var ákveðið í 4. grein laganna, að yrðu almenn- ar kauphækkanir á gildistíma laganna, skyldu starfsmennirn- ir verða þeirra aðnjótandi. En það var skýrt tekið fram, að hvenær sem samningar kæmust á, skyldu þeir koma í stað laganna, en lögin falla nið- ur. 1 7. grein stendur: „Lög þessi gilda til 31. desember 1975, nema nýir samningar hafi verið gerðir milli aðila.“ Lögin voru þvi beinlinis hvatning til nýrra samninga. Sem betur fer verkuðu lögin líka þannig. Strax á föstudegi, þegar stóryrðavíman tók að renna af mönnum, óskuðu bæði samninganefnd starfsmanna og forseti Alþýðusambandsins eft- ir þvi að viðræður yrðu teknar upp á ný. Rtkisstjórnin, sem alltaf hafði lagt áherzlu á samningsleiðina, tók því að sjálfsögðu vel. En hún sétti það lágmarksskilyrði fyrir nýjum samningsviðræðum, að af- greiðsla á áburði og sementi gæti hafizt hindrunarlaust, svo og dæling á kisilgúr í Mývatni. Samningaviðræður hófust þá á nýjan leik. Þeir dagar sem liðnir eru síðan hafa leyst mik- inn vanda fyrir bændur og greitt nokkuð úr hjá byggingar- iðnaði og við Sigölduvirkjun. Þessar viðræður hafa nú leitt til nýrra samninga. Meðal- hækkunin, sem samið var um, er um 11%, en eins og áður greinir, stóðu mál þannig, þeg- ar viðræður strönduðu 29. maí, að ríkið hafði boðið 8,3%, en ófrávíkjanleg krafa starfs- manna þá var 19-20%. Ýmsir þeir, sem samþykktu f fljótræði og vegna villandi upp- lýsinga að standa að ólöglegum aðgerðum, vilja nú sem minnst um það tala. Það er vel. Að vísu eru þeir til, sem kjósa lögbrot í stað laga. En löghlýðið fólk og lýðræðissinnað er sem betur fer i miklum meiri hluta með þessari þjóð. Svo er það einnig í verkalýðshreyfingunni, að all- ur þorri launamanna vill lög og Dr. Gunnar Thoroddsen. rétt í landi. Menn minnast hinna frægu orða Þorgeirs Ljósvetningagoða: Ef vér slft- um i sundur lögin, munum vér slita og friðinn. Það ber að fagna þvi sam- komulagi sem nú hefur náðst. Það er sérstök ástæða til að þakka samningamönnum og sáttasemjara, sem lagt hafa nótt við dag til þess að ná árangri. Þetta eru merkir samningar, sem grundvallast á starfsmati og ná til starfs- manna úr nær tuttugu stéttar- félögum. Samkvæmt 7. grein bráða- birgðalaganna sjálfra falla þau nú niður, þar sem þeirra er ekki lengur þörf og nýju samn- ingarnir koma í þeirra stað. En á þeirri viku, sem þau hafa gilt, hafa þau náð þeim tilgangi sín- um að koma verksmiðjunum þremur af stað að nýju og leysa þann mikla vanda, sem af stöðv- un þeirra leiddi. Það liggur því ljóst fyrir, að lögin leystu deiluna. Deila fiskimanna í Færeyjum: NÝTT FISKVERÐ í DAG Þórshöfn, 6. júní. Frá fréltariCara Morgunblaðsins, Jogvan Arge: 50 KOTTERAR lágu á miðviku- dagskviild í höfninni Þórshöfn og biðu eftir því að verð fyrir fisk upp úr sjó verði ákvarðað. Sam- tök fiskimanna sem veiða á heimamiðum, Meginfélag útróðr- armanna bönnuðu félagsmönnum sfnum fyrir tveimur vikum að landa fiski til fiskvinnslustöðva á núgildandi verði þar eð það væri of lágt. Fulltrúar fiskimanna hafa á þessum tveim vikum átt viðræður við landsstjórnina, sem hefur komið til móts við allmarg- GÆTTU TWGU ÞINNAR Philadelphiu, 6. júní. — Reuter. HÁLFÞRlTUG kona, sem nauðgað var fyrir utan íbúð sfna f Philadelphiu í Banda- ríkjunum í gær, sneri vörn í sókn með þvf að bíta stykki úr tungu árásarmannsins f hefndarskyni, að þvf er lög- reglan skýrði frá. Maðurinn hljóp í snarhasti á sjúkrahús f grenndinni, en læknir sem kom á vettvang lýsti þvf yfir, að tungustykkið væri ekki unnt að sauma á sinn stað aftur. Maðurinn var lagður inn á sjúkrahús og sfðar ákærður fyrir nauðgun, innbrot og Ifkamsárás. ar af kröfum þeirra og gefið f skyn að sett verði viðunanlegt nýtt verð. Stjórn hins svokallaða Nýja blautfisksjóðs, sem ákveða mun verðið var á fundi í Þórshöfn f dag, og tilkynnir nýja verðið sfðdegis á morgun, og þá þegar mun það taka gildi. Eftir áðurnefnd loforð lands- stjórnarinnar boðaði Meginfélag- ið að nauðsyn bæri til að hefja alvarlegri aðgerðir til að reka á eftir því að komið yrði til móts við kröfur fiskimanna um lágmarks- verð fyrir miðjan dag á fimmtu- dag, i gær. Atli Dam, lögmaður lýsti því þá yfir að ógerlegt væri að koma til móts við þessa kröfu og heldur ekki þá kröfu að lög- þingið yrði kallað saman til að kveða á um lágmarksverðið. Lögmaðurinn sagði að lögþingið hefði nú í vor tekið stöðu róðr- anna til meðferðar og ákveðið leiðir sem gera ráð fyrir lagfær- ingu fiskverðs sem gildir frá 15. júní. Þetta hefði verið gert til að tryggja fiskimönnum á heimamið- um sanngjarnt og stöðugt sölu- verð. Kröfur fiskimanna um lág- marksverð eru allt upp i tíu krón- ur á kílóið. Lögmaðurinn telur hins vegar að með þeim styrkjum sem verið hafa í gangi að undan- förnu ætti að vera möguleiki að fá verð sem er að meðaltali um 2 krónur kilóið. Hann telur þetta vera verð sem sé viðunandi fyrir fiskimenn. Stjórn Meginfélagsins heldur greinilega fast við kröfuna um tryggt lágmarksverð, sem er hærra en þetta. En skilja má á Gjaldeyriskerfið rætt Parfs 6. júní — Reuter I DAG hefjast í Paris vikulangar viðræður fulltrúa iðnaðarlanda og þróunarlanda um gjaldeyris- mál, og verður einkum rætt um umbætur á alþjóða gjaldeyris- kerfinu. Hápunktur þeirra er fúndur á þriðjudag og miðviku- dag i bráðabirgðanefnd Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, en nefnd þessi hefur mikil völd og er skipuð ráð- herrum frá 20 iðnaðar- og þróunarlöndum. Mun nefndin einkum ræða um framtíðarhlut- verk gulls i gjaldeyriskerfinu o.fl. Einkum er mikill áhugi á viðræð- um nefndarinnar vegna óeiningar Frakka og Bandaríkjamanna um beztu leiðina til úrbóta á kerfinu. Ekki er búizt við meiri háttar árangri af viðræðum þessum. fiskimönnum að þeir séu reiðu- búnir að hefja róðra á ný ef þeir fái meðalverð um 2 krónur kílóið. Þetta mun koma í ljós síðdegis á morgun er tilkynnt verður um hið nýja verð. Samtök fiskimanna á heima- miðum hafa frá því að löndunar- bannið var sett sagzt myndu stjórna sjálf sölum á afla á erlend- an markað, en slíkur útflutningur er ekki hafinn ennþá. Lands- stjórnin hefur veitt samtökunum heimild til að láta selja bolfisk úr landi óunninn á allan hátt, því að þar með væri rekstrargrundvelli fiskvinnslustöðvanna stofnað i hættu. Cunhal. EKKERT ÞING OG EKKERT LÝÐRÆÐI segir Cunhal, leiðtogi portúgalskra kommúnista Róm 6. júnf-Reuter. ALVARO Cunhal, leiðtogi portúgalska kommúnista- flokksins, segir í viðtali sem birtist í dag í vikublað- inu Europeo að enginn möguleiki sé á að koma á vestrænu lýðræði eða þing- ræði i Portúgal. Hann segir í viðtalinu að Portúgalar gætu aðeins valið á milli sterkrar afturhaldsstjórn- ar eða sterks kommúnísks lýðræðis. Hann kvaðst túlka lýðræði sem útilokun auðvaldshyggju og einok- unar. Um þingkosningarnar í Portúgal 25. april segir Cunhal: „Kosn- ingarnar hafa enga þýðingu f min- um augum. Ef þér teljið að unnt sé að brjóta vandamálið niður í prósentutölur atkvæðafylgis hvers flokks, vaðið þér reyk. Ef þér haldið að Jafnaðarmanna- flokkurinn með 40% atkvæða og Alþýðudemókratar með 27% myndi meirihlutann þá skjátlast yður. Þeir hafa ekki meirihluta." Þá segir Cunhal að „stjórnar- skrárþingið muni sannarlega ekki verða löggjafarsamkunda" og bætir við: „Eg lofa yður að í Portúgal verður ekkert þing.“ R0CKEFELLER- SKÝRSLAN EKKI GERÐ OPINBER? Washington 6. júní-AP. FORD Bandaríkjaforseti veitti í dag viðtöku skýrslu Rockefeller- nefndarinnar um starfsemi bandarfsku leyniþjónustunnar, CIA. Mun forsetinn taka skýrsl- una til athugunar og síðan ákveða hvort hún verður birt eða ekki. Gaf blaðafulltrúi forsetans f skyn að sá möguleiki hefði alltaf verið fyrir hendi að skýrslan yrði ekki birt. Er Rockefeller varaforseti var spurður að því í dag hvort ekki yrði litið á það að skýrslan yrði ekki birt sem yfirhilmingu af ein- hverju tagi neitaði hann þvi. Að- ur höfðu talsmenn gefið í skyn að skýrslan yrði sennilega birt á sunnudag. 1 dag sagði Frank Church, sem er formaður nefndar öldungadeildarinnar sem einnig rannsakaði starfsemi CIA, að sumar morðfyrirætlanir leyni- þjónustunnar hefðu Ieitt til morð- tilræða og hann vildi ekki neita því að möguleiki væri fyrir hendi að CIA hefði átt óbeinan þátt í morðum. Atvinnuleysi 9,2% í maí Washinglon 6. júní AP. ATVINNULEYSI jókst í Banda- rfkjunum f mafmánuði og var þá 9.2%. I aprfl voru 8.9% atvinnu- lausir f landinu og hefur atvii.nu- leysið farið vaxandi jafnt og þétt sfðan I ágúst s.l. Þetta var f fyrsta skipti sfðan árið 1934 að atvinnu- Ieysisprósenta fer yfir 9% á friðartfmum. Á strfðsárunum var mikið atvinnuleysi f Banda- rfkjunum og varð mest 1941, þeg- ar 9.9% voru atvinnulausir. Karamanlis til Búlgaríu Aþenu, 6. júnf Reuter. KONSTANTIN Karamanlis, for- sætisráðherra Grikklands, mun fara í opinbera heimsókn til Sofíu I Búlgaríu daganá 2.-4. júlí og ræða við búlgarska leiðtoga um sameiginleg hagsmunamál. Var frá þessu skýrt í Aþenu í dag. Karamanlis kom i dag heim úr heimsókn til Júgóslaviu. Heimsókn forsætisráðherrans gríska til Búlgaríu þykir þó öllu meiri tíðindum sæta, þar sem mjög kalt hefur verið með þessum tveimur nágrannaríkjum, Grikk- landi og Búlgarfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.