Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 126. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 7. JUNÍ 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bretar geta farið að gegna ^ 1 1 1 • ö sínu rétta hlutverki í hvrópu Mikil ánægja er víðast hvar með úrslit EBE-kosninganna □ □ Sjá frétt Matthíasar Johannessen ritstjóra á öðrum stað á síðunni og á bls. 3. □ -------------------------□ London, 6. júní. AP. Reuter. ÞEGAR Mbl. fór I prentun f kvöld höfðu atkvæði verið talin f 67 kjördæmum af 68 og voru úrslitin þá löngu ljós, að fylgismenn aðildar að Efnahagsbandalaginu höfðu unnið glæsilegan sigur. Þeir höfðu þá fengið 67,3% atkvæða og 17.337.779 millj. og nei-menn höfðu 32,7% og þeim höfðu greitt atkvæði 8.436.094 kjósendur. Voru niðurstöður þvf mjög f samræmi við skoðana- kannanir sem sfðustu daga spáðu þvf að um 68% myndu styðja veru Breta f Efnahagsbanda- laginu. Leiðtogar í Bretlandi höfðu þá lýst skoðun sinni eins og fram kemur f frétt Matthfasar Johannessen annars staðar f blað- inu. Úrslitunum var og mjög fagnað í öðrum Efnahagsbandalagsrfkj- um og bar Ieiðtogum þar saman um að samstarf Evrópurfkja myndi eflast mjög svo og sam- staða. I aðalstöðvum bandalagsins i Briissel segja fréttastofur að menn hafi dregið andann léttar og talsmaður bandalagsins sagði: „Ástæða er til að gleðjast yfir því, að aðild Breta að bandalaginu hefur verið endanlega staðfest. Brezkur sjóliði á herskipinu „Fearless" staddur f Stokkhólmi á dögunum virðist velta fyrir sér hvern- ig hann eígi að greiða atkvæði. Nú liggur niðurstaðan Ijós fyrir og brezka þjóðin hefur tjáð skoðun sfna á óvenju afdráttarlausan hátt. Harold Wilson Úrslitin benda til að brezka þjóðin skilji að Evrópuþjóðir þurfa að vinna saman, ef þær ætla að leysa sín mál. Nú liggur þvf fyrir að snúa sér að þvf að skipu- leggja framtiðina." Georges Spenale, forseti Evrópuþingsins, fagnaði úrslitun- um og sagði þetta geta orðið til að starf þingsins yrði nú með eðli- legum hætti upp frá þessu. Willy Brandt, fyrrverandi kanslari, sagði að brezka þjóðin hefði tekið sögulega ákvörðun og hann vænti þess að Bretland gæti nú gegnt sínu rétta hlutverki i samfélagi Evrópuþjóða. A ítalíu kvað við sama tón og bentu ráðamenn þar á að þessi úrslit ættu einnig að gefa Banda- ríkjamönnum vísbendingu um að þau yrðu að líta á Evrópuþjóðir sem mun sterkari aðila en þau hefðu virzt gera frám að þessu. Hjá EFTA var einnig ánægja með niðurstöðuna og i Ósló sagði Frydenlund, utanríkisráðherra. að hann gleddist yfir þvf að Bret- ar hefðu svo afdráttarlaust látið í ljós þann vilja sinn að vera áfram i bandalaginu. Annað hljóð var f strokknum hjá TASS-fréttastofunni. Þar Framhald á bls. 20 Jafnaðarmenn unnu póli- tískan sigur í Portúgal og byltingarráðið samþykkir útgáfu blaðs þeirra Lissahon 6. júnl Reuter. Jafnaðarmannaflokkurinn í Portúgal vann mikinn pólitískan sigur þegar byltingarráðið sem Norska þing- ið samþykkir f-16 vélarnar Ósló 6. júnf Reuter. NORSKA þingið samþykkti f dag tillögu stjórnarinnar um að festa kaup á 72 bandarfskum f- 16-orrustuvélum f stað Starfight- ervéla sem mjög eru komnar til ára sinna. Eitt hundrað greiddu tíllögunni atkvæði en 19 voru á móti, þar af voru 16 úr Sósfaliska kosningabandalaginu, en innan þess eru einnig kommúnistar. Noregur er eitt fjögurra Atlantshafsbandalagsrfkja sem hafa verið að bræða með sér sið- ustu mánuði hvort heppilegra væri að kaupa 5-16 eða frönsku Mirage f-1 vélarnar. Belgia mun taka ákvörðun fljótlega og mun afstaða Belga ráða miklu um end- anlega niðurstöðu málsins. landinu stýrir samþykkti í kvöld að leyfa á ný óskoraða útgáfu málgagns flokksins, Republica, og afhenda það á ný stjórn blaða- mannanna. Byltingarráð hersins hafði komið saman til skyndifundar að ræða hótun jafnaðarmanna um að hætta starfi f rfkisstjórn ef deilu- málið um Republica yrði ekki leitt til lykta og útgáfa þess leyfð án nokkurra takmarkana. Þá veldur það byltingarráði hersins hinu mesta angri að mikil ólga hefur blossað upp á ný í Luanda, höfuðborg Angola, og var þar bar- izt á götum í dag eftir að frelsis- hreyfingin rauf mánaðarvopna- hlé sem reyndar hefur ekki verið virt allar stundir. Ilundruð hvftra manna hafa flúið frá Luanda síð- ustu daga vegna ástandsins þar. Þá á byltingarráðið einnig i vök að verjast vegna gagnrýni sem talsmenn rómversk-kaþólsku kirkjunnar hafa sett fram, en kommúnistar hafa að nokkru yfir- tekið stjórn á útvarpsstöð kirkj- unnar, Renassenca, þó ekki allar stöðvar þeirra sem eru á ýmsum stöðum í landinu. Búizt er við að Mario Soares, foringi jafnaðarmanna, muni Framhald af bls. 1 Muskie vill einhliða út- færslu USAí 200 mílur Washington, 6. júní. AP. TVEIR öldungadeildarþingmenn á Bandarfkjaþingi, þeir Edmund Muskie frá Maine, sem er Já-atkvæði urðu um 68% eins og spáð var Aðeins tvö kjördæmi sögðu nei London 6. júnf Frá ritstjóra Mbl. Matthfasi Johannessen. ÚM 64% atkvæðisbærra manna tóku þátt f kosningunum f gær og er það um 10% minni þátt- taka en f sfðustu þingkosning- um en hcldur meiri en gengur og gerist f sveitarstjórnarkosn- ingum f Bretlandi. Þegar 99,5% atkvæða höfðu verið tal- in voru já-atkvæðin orðin 17.3 milljónir eða 67,3%, nei- atkvæðin 8.2 milljónir eða 32,7%, meirihluti já-manna var þvf um 9 milljónir eða 34,6%. úm 69% kjósenda f Englandi sögðu já, en 65% f Wales og um 59% f Skotlandi, í Norður- trlandi var munurinn einna mestur eða um 20.000 atkvæði, þar sögðu 260.000 já, en 240.000 nei. 1 London var munurinn um 1 milljón atkvæða, þar sögðu um 2,2 milljónir já, en um 1,1 millj. nei. 1 Englandi öllu er niðurstaða kosninganna tveir á móti einum og er það svipað og skoðanakannanir hafa spáð. Einungis tvö kjördæmi sögðu nei, annað þeirra var Hjalt- landseyjar, ástæðan mun vera sú, að íbúar þar telja sig fremur norræna en skozka eða brezka og líta gjarna yfir hafið til að afla sér fyrirmynda. Þeir fóru að dæmi Norðmanna, sem höfn- uðu í þjóðaratkvæðagreiðslu aðild að Efnahagsbandalaginu, sællar minningar. A Hjaltlands- eyjum sögðu 56% kjósenda nei. önnur ástæða mun vera sú, hve fiskveiðar ganga erfiðlega þar. Fiskveiðieyjarnar í Atlants- hafi, ísland, Færeyjar og Hjalt'- landseyjar virðast því hafa svipaða afstöðu til Efnahags- bandalagsins af þessu að dæma. En hvað sem líður niðurstöðu kosninganna á Hjaltlandseyj- um er 14 ára deilu um aðild Breta að Efnahagsbandalaginu lokið, svo að vitnað sé í orð Wilsons forsætisráðherra, þeg- ar hann talaði við blaðamenn í Downing Street 10, síðdegis i dag. demókrati, og Bob Packwood, sem er repúblikani frá Oregon, hvöttu f dag til einhliða aðgerða til verndunar fiskstofnum með útfærslu landhelgi út að 200 mflum. Sögðu þeir sjávarútvegs- og viðskiptanefnd þingsins að án aðgerða af þessu tagi væri ljóst að fiskstofnarnir yrðu uppurnir vegna ofveiða erlendra verk- smiðjuskipa. Öldungadeildin samþykkti til- lögu í svipuðum dúr á síðasta þingi með miklum meirihluta atkvæða en fulltrúadeildin taldi hins vegar rétt að bíða eftir niður- stöðu hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna. Muskie og Packwood gagn- rýndu báðir hversu lítill raunhæf- ur árangur hefði enn orðið af fundum hafréttarráðstefnunnar í Genf og lýstu því að neyðarástand væri að skapast úti fyrir strönd- um Bandaríkjanna, ef svo héldi áfram sem horfði. Muskie sagði að árið 1950 hefðu sjómenn í Maine landað 353 milljónum punda af mörgum fisktegundum, en árið 1970 hefði magnið verið aðeins helmingur og á sl. ári hefði aðeins verið landáð 143 milljón- um punda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.