Morgunblaðið - 07.06.1975, Page 8

Morgunblaðið - 07.06.1975, Page 8
g MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JUNl 1975 Frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur Eins og áður bíður skólinn 8V2 mánaða skóla- vist. 5 og 3ja mánaða námskeið, auk styttri námskeiða, sem auglýst verða síðar. Skólastjóri sími 11578 Frá Timburverzlun r Arna Jónssonar & Co hf. Spónaplötur Norsku spónaplöturnar eru komnar plötustærð 124X250 c/m þykktir 8 m/m 10- 12-16-19-22 og 25 og vatnsþolnu plöturnar ELITE 1 2 og 1 8 mm. gólfplötur Vatnsþolnar. „Elite" og venjulegar. Plöturnar hást hjá okkur Timburverzlun Árna Jónssonar & Co hf Símar 11333 og 11420. Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkur, Grindavíkur og Gullbringusýslu. Samkvæmt umferðalögum tilkynnist hér með að aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæminu hófst þriðjudaginn 20. maí 1975. Eftirtaldar bifreiðar verða skoðaðar frá og með 9. júní 1975 — 30. júní n.k.: mánudagurinn 9. júní: Ö-700 — Ö-750, þriðjudaginn 10. júní: Ö-7 51 — Ö-800, miðvikudaginn 1 1. júní: Ö-801 — Ö-850, fimmtudaginn 1 2. júní: Ö-851 — Ö-900, föstudaginn 1 3. júní: Ö-901 — Ö-950, mánudaginn 1 6. júní: Ö-951 —Ö-1000, miðvikudaginn 1 8. júní: Ö-1 001 — Ö-1 050, fimmtudaginn 19. júní: Ö-1 051 — Ö-1 1 00, föstudaginn 20. júní: Ö-1 101 — Ö-1 1 50, mánudaginn 23. júní: Ö-1 151 — Ö-1 200, þriðjudaginn 24. júní: Ö-1 201 — Ö-1 250, miðvikudaginn 25. júní: Ö-1 251 — Ö-1 300, fimmtudaginn 26. júní: Ö-1 301 — Ö-1 350, föstudaginn 27. júní: Ö-1 351 — Ö-1 400, mánudaginn 30. júní: Ö-1401 — Ö-1450. Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar að Iðavöllum 4 í Keflavík og verður skoðun framkvæmd þar á fyrrgreindum dögum milli k/. 9—12 og 13—16.30. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bif- reiðagjöld fyrir árið 19 75 séu greidd og lögboð- in vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi: Hafi gjöld þessi ekki verið greidd verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunnar á réttum degi verður hann látin sæta sektum samkvæmt umferðalögum og lögum um bif- reiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum sem hlut eiga að máli. Áframhaldandi skoðun bifreiða í lög- sagnarumdæminu með hærri skráningarnúmerum verður auglýst síðar. Bæjarfógetinn í Keflavík og Grindavík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Landsmálafélagið Vörður. samband Félag Sjálfstæðismanna í nverfum Reykjavikur SUMARFERÐ VARÐAR Borgarfjarðarferð um Kaldadal, sunnudaginn 29. júní 1 975. Nánar auglýst siðar. Stjórn Varðar. B'ngó Bingó Sjálfstæðisfélag Vatnsleysustrandahrepps heldur bingó í Glaðheimum Vogum, sunnudaginn 8. júni kl. 21. Spilaðar verða 12 umferðir. Skemmtinefnd. Sjálfstæðisfólk í Keflavík gerið skil á heimsendum happdrættismiðum. Sjálfstæðishúsið verður opið sem hér segir: í dag 7. júni kl. 13 —19. Miðar verða sóttir heim ef þess er óskað. Siminn er 2021. Sjálfstæðisfélögin í Keflavik. 50 ára: Tómas Jónsson skólastjóri Tómas Jónsson skólastjóri á Þingeyri varð fimmtugur i gær. Hann er fæddur 6. júni 1925. For- eldrar hans voru þau hjónin Val- gerður Tómasdóttir og Jón Júlíus Sigurðsson er lengst af bjuggu að Gili í Dýrafirði, og þar ólst Tómas upp ásamt systkinum sfnum. Á þeim árum var ekki margra kosta völ í menntun ungs fólks. Tómas var snemma framgjarn og dugleg- ur og braust til mennta, fór fyrst í Núpsskóla og lauk þar prófi, fór síðan x Iþróttakennaraskólann á Laugarvatni og stundaði eftir það íþróttakennslu um skeið. Hann settist si'ðan í kennaraskólann og lauk þaðan prófi, gerðist þá kenn- ari í Borgarnesi og siðar i Sand- gerði f nokkur ár. Árið 1955 verð- ur hann skólastjóri á Þingeyri og því starfi hefur hann gegnt síðan við góðan orðstír. Mér er sagt að Tómas sé góður kennari og eigi auðvelt með að tjá hugsanir sínar á skýran og auðskilinn hátt. Á námsárum sínum stundaði Tómas alla vinnu er bauðst bæði til lands og sjávar. Mest hefur hann þó unnið við byggingarvinnu og eru þau orðin mörg húsin sem hann hefur unnið við að byggja og byggt einn. Og hefur hann í flest- um sínum fríum frá skólastjórn unnið að húsbýggingum og er mjög eftirsóttur til þeirra starfa. Hin síðari ár hefur Tómas annast rekstur Sparisjóðs Þingeyrar- hrepps ásamt Magnúsi Amlín. Það starf hefur hann annast af sinni alkunnu alúð og velvilja. Mörg félagsmálastörf hefur Tóm- as annast í stjórn Héraðs- sambands V—Is. í mörg ár og í stjórn og forystu fjölda annarra félaga, enda Tómas áhugasamur að hverju sem hann gengur og þykja ráð hans og útsjónarsemi góð og ráða hans oft leitað í mörg- um og óskyldum málum. Tómas er áhugamaður um landbúnað og á hann bæði kindur og hesta sér til gagns og gamans, ennig á því sviði eru stó'rf hans til fyrirmynd- ar og er með manna mestan arð á vetrarfóðraða kind og segir það sína sögu. Tómas er gleðimaður á góðri stund, og þá hrókur alls fagnaðar. Það er skoðun mín að byggðarlög sem eiga marga menn með dugnað og starfsvilja Tómas- ar Jónssonar muni vel farnast. Árið 1955 gekk Tómas í hjóna- band, kona hans er Sigriður Steinþórsdóttir frá Lambadal i Dýrafirði. Sigríður er hin mesta myndarkona og hefur hún búið manni sínum og börnum hlýlegt heimili. Börn þeirra fjögur eru öll myndarfólk. Ég vil með þessum fáu línum færa þér Tómas minn beztu hamingjuóskir okkar hjón- anna á þessum timamótum og vona að við eigum eftir að hafa löng og góð samskipti við þig og þina um ókomin ár. Þórður jónsson. ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \h;lvsi\(; \- SÍMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.