Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.06.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐlÐ, LAUGARDAGUR 7. JUNÍ 1975 Sögulegum kosningum lokið Framhald af bls. 3 Svíakonungur gefur blað úr KRINGLU KARL 16. Gústaf Svfakonungur mun fyrir hönd Svía færa tslendingum að gjöf eitt skinnblað úr handritinu Kringlu þegar hann kemur til íslands í opinbera heim- sðkn í næstu viku. Skinnblaðið hefur að geyma kafla úr ólafs sögu helga, en blaðið er hið eina sem varðveitzt hefur úr þessu elzta handriti Heimskringlu. Allir leiðtog- arnir börðust fyrir aðild. Kannski er ekkert undarlegt, að þessi skyldi verða niðurstaða kosninganna, þegar tekið er til- lit til þess, að allir leiðtogar flokkanna, Wilson, Thatcher, Thorpe, auk tveggja fyrr- verandi leiðtoga, Grimmond og Macmillan hafa barizt af alefli fyrir aðild Breta að Efnahags- bandalaginu. Minni spámenn eins og Michael Foot, atvinnu- málaráðherra, Barbara Castle, félagsmálaráðherra og Benn, iðnaðarmálaráðherra og fleiri voru á móti aðild, að ógleymd- um, Enok Powell, sem sagði í kvöld, að baráttunni væri ekki lokið frekar en að þingkosning- ar giltu eilíflega. Þetta sagði hann í sjónvarpsumræðum og þá brosti gamli umdeildi utan- rfkisráðherra Breta, George Brown. Hann leit vel út, a.m.k. betur en þegar hann bauð sendifulltrúa páfa, virðulegum kardinála, upp í dans í veizlunni frægu í Washington. Öll helztu blöð Bretlands lýstu yfir stuðningi við aðild að Efnahagsbandalaginu fyrir kosningar og skrifuðu mikið um þær, auk þess sem allir helztu stjórnmálaleiðtogarnir skrifuðu greinar og skýrðu af- stöðu sína. Þar sneru saman bökum Wilson og Thatcher svo að dæmi sé tekið, en nú er talið, að pólitísku tilhugalífi þeirra sé lokið. Einhver sagði, að margir hefðu tekið þá afstöðu að vera á móti þeim pólitísku samherjum sfnum, sem þeir hefðu ekki áð- ur haft tækifæri til að ráðast á og skamma, en hefðu brunnið í skinninu að gera upp við þá sakir. Þannig sagði bréfritari eins dagblaðsins, að hann hefði verið á móti aðild að Efnahags- bandalaginu, þangað til Benn, iðnaðarráðherra, hefði tekið forystu fyrir nei-mönnum, hann hefði ákveðið að vera ætíð á móti því, sem Benn berðist fyrir, því að iðnaðarráðherrann hefði alltaf á röngu að standa. Ástæður margar fyrir því hvernig fólk kaus Rithöfundurinn frægi, Kingsley Aims lýsti yfir því í einu dagblaðanna, að hann ætlaði að greiða atkvæði gegn aðildinni, ekki sfzt vegna þess, að stórir kommúnistaflokkar Frakklands og Italfu væru — og hann vildi ekki, að Bretar hefðu náið samstarf við lönd með svo sterkum kommúnista- flokki. Nei-úrslit hefðu haft víðtæk áhrif. Álitið er, að nej-niðurstaða' hér í Bretlandi hefði haft mikil áhrif í Danmörku, þar sem vafasamt er, að enn sé meiri- hluti fyrir aðild að Efnahags- bandalaginu. En í þjóðarat- kvæðagreiðslunni á sfnum tíma sögðu 57% kjósenda í Dan- mörku já, en 37% nei — en á þeim forsendum, að Bretar gengju í bandalagið. Margt gengur á afturfótunum í Dan- mörku eftir tveggja ára aðild landsins að Efnahagsbandalag- inu, óðaverðbólga gengur yfir landið, atvinnuleysi og aðrir efnahagserfiðleikar. Ef Bretar hefðu ákveðið að ganga úr Efnahagsbandalaginu, er lítill vafi á því, að Danir hefðu fylgt i kjölfarið. Nú veröur að snúa sér að efnahagsmálunum. Nú geta brézkir stjórnmála- menn snúið sér aftur að efna- hagsmálum, enda ekki vanþörf á. Wilson hefur sagt, að hættan sé meiri nú en í Dunkirk vegna ástandsins í efnahagsmálum og dýrtíðar. Járnbrautarstarfs- menn hafa boðað verkfall frá 23. júní. En nú þegar hefur hreyfing eiginkvenna þeirra gegn verkfalli hafið starfsemi sína og heyrzt hefur, að kon- urnar ætli að nota sama vopn og lýsiströturnar i samnefndu leikriti. „Lesley Meredith, 27 ára gömul, eiginkona eins járn- brautarstarfsmannsins, hefur sagt í blaðasamtali: „That sex — ban is the only way to bring the men to their senses." Það á eftir að koma í Ijós, en að lokum má geta þess, að ýms- ir telja, að brezka stjórnin muni setja lög um bann við kaup- gjaldshækkunum í Iandinu. Ein amman sagði i lesenda- bréfi, að ástæður þess, að hún kysi aðild væru tvær: barna- börn hennar Daniel 4!4 árs og Jane 7 ára. Hún ætlaði að krossa við já-ið, svo að framtíð barnabarnanna yrði örugg. Með bréfi ömmunnar birtist mynd af henni og barnabörnunum tveimur og fjölskylduhundin- um, sem sneri baki í myndavél- ina. Þó að amman hefði tekið ákvörðun, sýndist hundurinn hafa lítinn áhuga á Efnahags- bandalaginu, en áreiðanlega hafa margir Bretar greitt at- kvæði i kosningunum á þann hátt, sem þeir töldu hundinum sínum fyrir beztu. Furðulegt fóstbræðralag Einkennilegt fóstbræðralag hefur sett mikinn svip á kosn- ingabaráttuna, sérstaklega i sjónvarpi og á myndum i dag- blöðum. Barbara Castle, Michael Foot og Enok Powell hafa snúið saman bökum. Wil- son, Thorpe, Thatcher, Heath og Roy Jenkins og svo mætti lengi telja. Hefur hnifurinn ekki komizt á milli samherj- anna, en nú má fara að búast við því, að þeir oti pólitísku kutunum hver að öðrum. Má ætla, að þá verði minna mark tekið á pólitísku rifrildi þeirra en áður var og t.d. getur vafizt fyrir einhverjum næstu mán- uði, að Wilson er leiðtogi Verkamannaflokksins en ekki Ihaldsflokksins. Á síðasta kosn- ingafundi sinum átti hann erf- itt með að komast að vegna and- stæðinga Efnahagsbandalags- ins, sem gerðu mikil hróp að honum og lýsti hann framkomu þeirra við framkomu kommún- ista og nasista, sem hann lagði að jöfnu. Sumir segjast vera orðnir hundleiðir á þessum kosning- um og megi ekki heyra orð eins og fullveldi, sjálfstæði, markað- ur, já, nei og Benn. Aðrir segj- ast vera ánægðir með þjóðarat- kvæðagreiðsluna og skoðana- kannanir sýna, að flestir vilja fá tækifæri til að tjá sig um dauðarefsingu, fóstureyðingar, klám og stöðu Norður-Irlands í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enn aðrir segja, að þingmenn séu kosnir til þess að taka ákvarð- anir um slik efni. En ringul- reiðin, áróðurinn og ruglingur- inn hafa verið slík, að ýmsir eru þeirrar skoðunar, að brezkt stjórnarfar verði aldrei hið sama og áður, svo mjög sem fylkingar flokkanna hafa riðl- azt í þessum miklu átökum. Kommúnistar, t.d. á Italíu hafa vonazt til, að meirihluti Breta segði nei í þessari þjóðar- atkvæðagreiðslu, því að það yrði lóð á þá vogarskál, að Evrópa yrði kommúnístískt. Á þessa afstöðu kommúnista hef- ur verið bent í kosningabarátt- unni, en þó hefur mest verið tönnlazt á því, að með þvi að eiga aðild að Efnahagsbanda- laginu muni Bretar glata sjálf- stæði sínu. Geysir syngur á Akureyri í dag Akureyri 6. júní. KARLAKÓRINN Geysir heldur samsöngva í Borgarbíói á Akur- eyri 7. júni kl. 17. og 8. og 9. júni kl. 19. Söngstjóri er Sigurður Franzson Demetz og undirleikari er dr. Hörður Kristinsson. Ein- söngvarar eru séra Birgir Snæ- björnsson, Helga Alfreðsdóttir, Ingvi R. Jóhannsson, Kristján Jóhannsson og Sigurður Svan- bergsson. Einnig kemur fram flokkur söngkvenna í einu atriði. — Sv.P. Dr. Bjarni Aðalbjarnarson hef- ur gert rækilega grein fyrir þessu handriti f formála 3. bindis út- gáfu Heimskringlu á vegum Forn- ritafélagsins (1951). Hyggur hann að íslenzkur maður hafi rit- að Kringlu nær 1260 eða litlu síð- ar. Ferill hennar er gersamlega ókunnur þangað til Norðmennirn- ir Laurents Hanssön og Mattis Störssön fengu hana i hendur um miðja 16. öld. Síðan lenti hún I háskólabókhlöðunni í Kaup- mannahöfn og hníga rök að því að hún hafi verið meðal bóka A.S. Vedels, er afhentar voru háskóla- bókhlöðunni 1595, eða meðal bóka ArildHwitfeldts.er afhentar voru henni 1618. Jón Eggertsson frá ökrum skrifaði meginhluta Kringlu upp fyrir Antikvitetskollegiet f Upp- sölum á árunum 1681—82, og fengu Svíar uppskrift hans 1687. Þormóður Torfason fékk Kringlu að láni til Noregs 1682 og hafði hana lengi, ef til vili allt til 1718. Er handritið f verkum Þor- móðar jafnan nefnt Kringla (eftir upphafi Ynglingasögu: Kringla heimsins, sú er mannfólkið bygg- ir). Ásgeir Jónsson gerðist skrifari Þormóðar 1688 og dvaldist með honum um langt árabil. Þykir allt benda til, að hann hafi á fyrstu árunum, sem hann var í þjónustu Þormóðar, skrifað Kringlu upp, og er sú uppskrift varðveitt í Árnasafni f Kaupmannahöfn. Rit- hönd Árna Magnússonar er á tveimur blöðum þessarar upp- skriftar og hefur hann að líkind- um ritað þau sfðla árs 1689, er hann dvaldist með Þormóði. Árni kallaði Kringlu Codex Academicus primus (þ.e.í fyrsta bók í háskólabókhlöðu). Allur bókaforði háskólabók- hlöðunnar í Kaupmannahöfn brann í brunanum mikla haustið 1728, þar á meðal Kringla. Enginn veit nú, með hverjum hætti Kringlublaðið barst til Svíþjóðar Tónleikar á Akureyri í dag Næstu daga munu þau Sigríður E. Magnúsdóttir og Simon Vaughan baritonsöngvari halda tónlcika norðanlands og austan við undir- leik Jónasar Ingimundarsonar pf- anóleikara. Simon Vaughan er enskur baritonsöngvari frá London. Hann söng ungur með ensku þjóðaróperunni. Árið 1971 vann hann í Englandi keppni, serú kennd er við Richard Taube, og það gerði honum mögulegt að stunda frekara söngnám f Vín. Síðan hefur hann starfað í Eng- landi og sungið víða þar i landi. Þau Sigríður E. Magnúsdóttir, Simon Vaughan og Jónas Ingi- mundarson hafa haldið tónleika hér sunnanlands að undanförnu við góðar undirtektir. Næstu tónleikar þeirra verða á Akureyri næstkomandi laugardag kl. 3.00, í Skjólbrekku, Mývatns- sveit, n.k. sunnudagskvöld kl. 21.30. Á Húsavík n.k. þriðjudags- kvöld kl. 21.00 og á Egílsstöðum á miðvikudagskvöld kl. 21.30. FERMINGAR Fermingarbörn I Haga og Brjánslæk 8. júnf 1975. Anna Guðrún Árnadóttir, Krossi. Arney Guðmundsdóttir, Brekkuvöllum. Arndís Einarsdóttir, Seftjörn. Katrinna Mikkelsen, Hvammi. Ölöf Sigríður Pálsdóttir, Hamri. Erlendur Hólm Gylfason, Hreggs* öðum. Marteinn Þórðarson, Holti. seint á 17. öld (það var ekki í handritinu, þegar Asgeir Jónsson skrifaði það upp), en sú hending að það var viðskila við handritið hefur orðið þvf til bjargar. Kringlublaðið hefur um langan aldur verið varðveitt í Konungs- bókhlöðu f Stokkhólmi, Cod. Holm. Isl. perg. fol. nr. 9. Kon- ungsbókhlaðan er landsbókasafn Svía. Samkvæmt ákvörðun mennta- málaráðherra hefur blaðinu verið valinn staður i Landsbókasafni Is- lands þegar hingað kemur. Þar eru þegar varðveittar ýmsar merkar opinberar sænskar bóka- gjafir t.d. bæði frá 1930 og 1944. Verður efnt til sýningar á völdum bókum úr þessum gjöfum í Lands- bókasafni, og verður hún opnuð almenningi miðvikudagsmorgun 11. júní. A þeirri sýningu verður einnig Kringlublaðið, en Svfakon- ungur mun afhenda forseta Is- lands það f Landsbókasafninu við sérstaka athöfn þriðjudaginn 10. júní að viðstöddum Vilhjálmi Hjálmarssyni menntamálaráð- herra. 17% hækkun á sjúkraflutningum Á FUNDI verðlagsstjóra sl. mið- vikudag var heimilað að hækka taxta sjúkraflutningabifreiða sem svarar 17%. Einnig var á þeim fundi heimiluð hækkun á gjaldskrá flóabátsins Baldurs. — Portúgal Framhald á bls. 20 ganga á fundi Costa Gomes, for- seta Portúgals, þegar hann kemur heim frá Frakklandi á morgun, laugardag, og verður það væntan- lega ekki fyrr en að þeim viðræð- um loknum sem jafnaðarmenn taka endanlega ákvörðun sína um framtíðarstöðu sfna innan stjórn- ar landsins. Talsmaður lögreglunnar í Portúgal sagði að f ýmsum héruð- um landsins væri mikil ólga meðal kaþólskra vegna þeirrar skerðingar sem gerð hefði verið varðandi málgagn kirkjunnar og gætti þess sérstaklega í bænum Coimbra í Mið-Portúgal og einnig f Oporto. — „Stuðlar að meira misrétti” Framhald af bls. 2 við þessari þróun í launamál- um.“ Eðvarð Sigurðsson sagði enn- fremur í þessu sama viðtali: „En að þessu leyti höfðu samn- ingarnir ekki þau lok, sem ég hefði helzt haft ástæðu til að vona. Þvi miður stuðlar þetta jafnvel frekar að meira mis- rétti heldur en hinu, sem var nú eitt af höfuðmarkmiðunum, að jafna laun meira og hækka þá, sem lægstir voru. Að því leyti verður maður að segja, að því miður tókst það ekki.“ - Bretar og EBE Framhald af bls. 1 sagði að brezka þjóðin hefði verið heilaþvegin til að kjósa áfram- haldandi aðild að bandalaginu. En engu að síður sýndu úrslitin og sönnuðu að mikill hluti þjóðar- innar, eða þriðji hver maður, vildi fara úr því. I Peking voru Kínverjar já- kvæðir að sögn fréttastofufrétta. Kina hefur margsinnis hvatt Evr- ópuþjóðir til aukinnar samvinnu til að standa betur saman gegn vaxandi ógnun Sovéta í Evrópu. Á gjaldeyrismörkuðum styrkt- ist staða pundsins allverulega þegar fór að koma á daginn hversu afdráttarlaus stuðningur hefði verið Iátinn í ljós við áfram- haldandi EBE-aðild. Margir verð- bréfasalar létu í Ijós óblandna ánægju og sögðu að það hefði haft hin hrikalegustu áhrif, ef Bretar hefðu neyðzt til að hverfa úr bandalagi Evrópuþjóða. Augljós gleði var að sögn frétta- stofnana með úrslitin og virtust allir aðilar fengir því að skýrar Iinur hefðu Ioksins fengizt i þessu umdeilda máli og voru menn á einu máli um að nú væri loksins unnt að snúa sér að því að leysa þau flóknu mál sem steðja að inn- anlands en hafa óneitanlega fallið mjög í skuggann vegna deilna um aðildina að Efnahagsbandalaginu. — Sement og áburður Framhald af bls. 3 starfsmati, væri launajöfnunar- samningur. Hann sagði að sú tala, sem Mbl. hefði birt í gær hefði reynzt rétt samkvæmt útreikning- um starfsmannanna. Meðaltals- hækkunin væri um 11%, en hann benti hins vegar á að sumir starfs- menn væru fyrsta sinni að fá samning með starfsaldurs- hækkunum og þvi yrði hækkunin hlutfallslega hærri hjá þeim en öðrum. Að þvi undanskildu væri útkoman sú að þeir sem hæstu launin hefðu, fengið lægstar prósentuhækkanir og hinir lægst- launuðu aftur á móti hæstar. Sagðist hann vonast til þess að samninganefndarmenn verk- smiðjanna hefðu öðlazt ákveðið hugarfar í þessari fyrstu eldraun, sem nauðsynlegt væri i gerð slikra kjarsamninga, sem hér hefði verið um að ræða. — Evensen Framhald af bls. 36 Dm fiskveiði- og hafréttarmál. Fara viðræðurnar fram í London og munu snúast um fiskveiði- mörk og hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, en bæði Even- sen og Ennals sátu Genfarfund hennar. Ekki er að efa, að ummæli Ev- ensens f þessari viku um að Norð- menn kynnu að hætta við 50 mílna útfærslu og snúa sér þess í stað að 200 mflunum, beri á góma. Evensen var sfðast f London í janúar þar sem hann gekk frá samkomulagi um togveiðibann- svæði undan Noregsströndum. Þegar hefur brezka utanrikis- ráðuneytiö skýrt frá því að Knut Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs, sé væntanlegur til við- ræðna við brezka ráðherra 18. júní um efnahags- og varnarmál Evrópu og önnur mál. — EBE Framhald af bls. 36 Undanfarna daga hefur verð það, sem islenzku síldveiðiskipin hafa fengið fyrir síldina farið niður i 9 kr. pr. kg. og stundum aðeins neðar, þannig, að ef skipin halda áfram að selja síld á svona verði þyrftu þau að borga i toll allt að 17 kr. með hverju kílói. Morgunblaðið hafði samband við Kristján Ragnarsson formann Landssambands ísl. útvegsmanna i gær og spurði hann hvað hann vildi segja um þetta mál. Kristján sagði, að þetta væri skipstjórun- um sjálfum að kenna með því að vera að veiða of mikið af smásfld og menn hefðu aldrei átt að gera það. Hann sagði, að skeyti hefði ver- ið sent i fyrradag til Niels Jens- ens ræðismanns í Hirtshals og f því hefði m.a. staðið: „Astæðan til þess að sild hefur verið seld undir lágmarksverði er, að óvenjulega mikið magn smásildar hefur veiðzt. Virðist Ijóst, að smásild er ekki markaðshæf vara og verður þvf að stöðva þær veiðar, enda ótækt að veiða smásfld upp í þann takmarkaða kvóta, sem við höfum yfir að ráða. Hér eftir verður því hver og einn að ábyrgjast að ekki sé seld síld undir lágmarksverði, sem virðist bezt tryggt með því að hirða ekki smásíld."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.