Morgunblaðið - 09.09.1975, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975
Frá Lelðbeinlngaslöð húsmæðra
Kaup á vínsýru og notkun hennar
i krækiberjasaft láta margir vln-
sýru til þess að hún varðveitist
betur og menn verði slður berja-
bláir, þegar hennar er neytt.
Vinsýra er duft sem kaupa má I
lyfjaverzlunum og kostar 1 bréf
með 25 g af vínsýru 75 kr. eða
með öðrum orðum 3 kr. hvert g.
Mjög auðvelt er að leysa upp vfn-
sýruna I dálitlu heitu vatni og er
hæfilegt að láta 5 g af vfnsýru f
hvern saftlftra, en það skiptir ekki
rneginmáli við saftframleiðsluna,
þótt magnið sé ekki hárnákvæmt.
Efnagerðir hafa látið á markað
Iftil glös svipuð kryddglösum á
stærð með uppleystri vínsýru. Í
einni verzlun kostar slikt glas 55
kr. Engar leiðbeiningar fylgja um
það, hve margar matskeiðar af
þeirri upplausn þurfi að láta f
hvern saftlftra og virðist ekki unnt
að fá vitneskju um það í efna-
gerðunum, hve mörg g af vfnsýru
eru leyst upp f glasinu. Ef til vinn
er það framleiðsluleyndarmál.
Neytandi sem kaupir eitt glas
með nokkrum matskeiðum af upp-
leystri vfnsýru getur ekki heldur
með nokkru móti gert sér grein
fyrir á hvaða verði hann kaupir
hvert g af vfnsýru. Sé 1 g f glasinu
er verðið 55 kr. en skyldu 10 g
vera f glasinu er verðið 5,50 kr.
Sigrfður Haraldsdóttir
70 lærðu að sitja
hest í Stykkishólmi
Stykkishólmi 5. sept.
MIKIÐ er um það f Stykkishólmi að
menn eigi hesta og hefir verið stofnað
þar Hestamannafélag Eins hefir verið
komið upp góðri aðstöðu fyrir hestana
fyrir utan bæin Þar hafa verið reist
vegleg hesthús. Láta mun nærri að um
50 til 60 hestar séu í eigu Stykkis-
hólmsbúa og einnig mikið um að ung-
lingar eignist hesta og stundi hesta-
mennsku. Eru þeir mjög natnir við
hestana og áhugasamir. Eru bæði ung-
ir og gamlir komnir með hesta.
f ágúst mánuði var ráðinn til félags-
ins kennari, Kolbrún Kristjánsdótir úr
Reykjavlk og kenndi hún meðferð
hesta og reiðmennsku, ungum sem
gömlum Stóð námskeiðið í 10 daga
og voru þátttakendur um 70. Hesta-
mannafélagið hefir afnot af gamla flug-
vellinum fyrir ofan Stykkishólm og jaar
eru hestar reyndir og þar fer fram
keppni og aðrár Iþróttir
Sunnudaginn 31 ágúst s.l. þegar
námskeiði Kolbrúnar lauk, var haldin
sýning á árangri kennslunnar og börn-
um og upglingum var veitt sklrteini
fyrir hvað þau stóðu sig vel, en ein-
kunnir voru ekki gefnárT
Ýmis atriði fóru þarna fram og var
margt manna viðstatt og hafði mikla
ánægju af. Þau yngstu sýndu hvernig
fara ætti með hesta og stjórna þeim og
margt annað var þarna til skemmtunar.
Þótti námskeið þetta vel takast og
áhugi mikill hjá þeim sem þátt tóku I
þessu.
Fyrir mörgum—érum var það ein
helzta skemmtun Stykkishólmsbúa að
fara I útreiðatúra enda þá engir bllar
komnir. Eiga margir góðar minningar
frá þeim tímum svo sem segir I ævi-
sögu Clausens og viðar. Siðar lögðust
þessar hestaferðir’ niður, en nú hafa
þær verið endurvaktar og eru þar lika
að verki áhrif aðkomandi hestamanna-
félaga. Yfirleitt er gaman að sjá svona
marga hesta tölta hér um götur með
góða hestamenn á baki.
Fréttaritari.
ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN
Golf
BÍLL, SEM BYÐUR UPP A NÝJA MÖGULEIKA
Hann er 3.70 m. langur og
1.60 m. breiður og er því einn
af styttstu og breiðustu bílum í
sínum flokki.
Þó er hann „fullvaxinn" fólksbíll,
reyndar mjög rúmgóður fimm
manna fjölskyldubíll. Farángurs-
rýmið er 350 lítrar, en það er
hægt að stækka um helming
eða í 698 lítra með einu hand-
taki.
Ef þér lítið undir vélarlokið, þá
sjáið þér eina af ástæðunum
fyrir því, að Golfinn er svo stutt-
ur. Vélin er staðsett þversum.
Tvær vélarstærðir er um að
ræða 50 hö og 70 hö. Benzín-
eyðslan er 7—8.9 I. á 100 km.
Golfinn er fáanlegur tveggja
dyra og fjögurra dyra, auk aftur-
hurðar.
ac>v Golfinn er mikill bíll
og býður upp á mikla
möguleika.
— og þér munið njóta hans vet.
Sýningarbíll
á staðnum
HEKLAH.F.
£.AUGAVEGI 170—172 — SÍMI 21240.
Verksmidiu —
útsala
ÁUtfoss
Opid þridjudaga 14-19
fimmtudaga 14-21
á útsölunm:
Flækjulopi
Hespulopi
Flækjuband
Endaband
Prjónaband
Vefnaðarbútar
Bílateppabútar
Teppabútar
Teppamottur
&
ALAFOSS HF
MOSFELLSSVEIT
STAKIR STOLAR OG SETT.
KLÆÐI GÖMUL HÚSGÖGN.
GOTT ÚRVAL AF ÁKL/EÐI.
BÓLSTRUN
ÁSGRÍMS,
Bergstaðastræti 2,
Sími 1 6807._