Morgunblaðið - 26.09.1975, Síða 5

Morgunblaðið - 26.09.1975, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 Myndir af tveimur veggspjöldum sem hlotið hafa 1. verðlaun f alþjóðasamkeppni. Samkeppni um UMFERÐARRAÐ efnir um þessar mundir til samkeppni f gerð veggspjalda, sem nota skal f alþjóðaherferð fyrir auknu öryggi barna í umferðinni. Vegg- spjaldið skal skfrskota til öku- manna f þéttbýli og vera ábend- ing til þeirra að gæta ftrustu var- kárni gagnvart börnum innan ÍC ára aldurs. Samkeppni þessi er liður f alþjóðasamkeppni, sem Evrópu- ráðstefna samgönguráðherra (ECMT) og alþjóðasamtök um varnir gegn umferðarslysum fPRI) standa að. Fyrsta sam- keppnin var um gerð veggspjalda til þess að nota f herferð gegn ölvun við akstur og önnur sam- keppnin var um gerð veggspjalda til að nota í baráttunni fyrir auk- inni notkun bílbelta. 1 þessari keppni verða veitt 5 verðlaun samtals að upphæð 35.000.00 franskir frankar og skiptast þau sem hér segir: Fr.fr. 15.000.00. Fr.fr. 10.000.00. 5.000.00. 3.000.00. 2.000.00. Fr.fr. Fr.fr. Fr.fr. 1. verðlaun: 2. verðlaun: 3. verðlaun: 4. verðlaun: 5. verðlaun: Þannig er til veglegra verð- launa að vinna því að fyrstu verð- laun eru u.þ.b. 555.000.000 ísl. kr. I keppninni hér verða veitt ein verðlaun að upphæð kr. 140.000.00 en auk þess fá 3 tillög- ur viðurkenningu. Ef sá, sem fengi 1. verðlaun hér, hlyti einnig 1. verðlaun í innni alþjóðlegu keppni, fengi hanri sem svarar ísl. kr. 700.000.00. Skilafrestur í samkeppninni hér á landi er til 15. desember 1975 og er samkeppnin opin öllum áhugamönnum og at^innu- mönnum. 1 dómnefnd eru: Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, Torfi Jóns- son, auglýsingateiknari, og Arni Reynisson, framkvæmdastjóri Nátturuverndarráðs. Auk verðlaunanna í hinni alþjóðlegu samkeppni hlýtur verðlaunahafi þá mpphefð að veggspjald hans verður notað um allan heim. 1 hinum alþjóðlegu samtökum um varnir gegn umferðarslysum (La Prevention Routiere Internationale) eru 37 aðildarlönd. Umferðarráð gerðist aðili að þessum samtökum árið 1973 og er þetta í fyrsta sinn sem það tekur þátt í slíkri alþjóða- keppni. LÆKJARGOTU 2 — SIMI FRA SKIPTIBORÐI 28155 )MIÐ FYRIR ] □ H. PEYSUR □ BOMBER JAKKAR □ KAPUR þrjár efnisgeröir, mörg snið og litir ^ TÍZKUVERZLUN UIMGA FÓLKSINS KARNABÆR A^STURSTRÆTI22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG20a SIMI FÁ SKIPTIBOPÐI 28155

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.