Morgunblaðið - 26.09.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.09.1975, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 Samvinnufélög skjóta upp kollinum hjá okkur eins og gorkúlur £ Samvinnufélög skjóta upp kollinum hjá okkur eins og gorkúlur % Samvinnufélög skjóta Konsóbörn í söngleik. Það eru ekki nema 100 km frá Arba Minch og niður til Konsó 1 Eþíópíu þar sem ís- lenzka kristniboðssambandið hefur rekið hjálparstarf 1 21 ár með stórkostlegum árangri, m.a. þeim að nú standa hinir 100 þús. Konsóbúar mun betur’ að vígi á margan hátt í daglegri lífsbaráttu en næstu grannþjóð- flokkar þeirra. Við vorum þó liðlega 6 klukkustundir að aka á landrovernum þessa leið i gegnum frumskóginn og veg- leysur hans. Á leiðinni komu ótal dýr fyrir augu, apar, villi- svín, kettir, fjöldi fuglategunda og annarra dýra frumskógarins og hvarvetna á leiðinni sáust innfæddir að vinnu á ökrum sinum. Hver einasti karlmaður var með spjót sitt við hlið sér, þvi að spjótið skilja þeir aldrei við sig, óvinanna er hvarvetna von, bæði I manna og dýra líki. Konsóbúar standa til dæmis vörð alla daga og nætur um landsvæði sitt af öryggisástæð- um gagnvart herskáum ná- grannaþjóðflokkum. Og þarna nær því inni í miðri Afríku er íslenzk stjórnstöð for- dómalauss fólks sem vill hjálpa í baráttunni gegn grimmd og fáfræði hinnar svörtu Afríku islenzk stjórnstöð, sem hefur mikil áhrif á íbúafjölda, sem nemur helmingi íslendinga, en ekki er hægt að tala um að yfirbyggingin sé of mikil, því að á vegum kristniboðssam- bandsins íslenzka starfa í Konsó kristniboðarnir og kenn- ararnir Skúli Svavarsson og Kjellrún kona hans og Jónas Þórisson og Ingibjörg kona hans, og svo Jóhannes Ólafsson kristniboðslæknir og Áslaug kona hans, en þau hafa verið f 13 ár í Eþíópíu. Jóhannes tók nýverið við yfirstjórn norræna kristniboðs- og hjálparstarfs-. ins, sem hefur á sínum vegum 200 Iækna, hjúkrunarkonur og kennara og fjölda sjúkrahúsa meðal annars. Það var undarlegt að kynnast þessu íslenzka, gagnmerka starfi sem unnið er í Konsó, starfi sem svo sannarlega ér raunhæft. Stöðvarstjóri Konsóstöðvar- innar er Skúli Svavarsson frá Akureyri, en f Konsóstöðinni er miðstöðin fyrir allt starfið f hinum fjölmörgu þorpum Konsó. Á kristniboðsstöðinni eru íbúðarhús starfsmannanna, nokkrar skólabyggingar, heimavistir og ný, glæsileg kirkja og svo tilraunaakrar og sitthvað fleira sem snertir starfið. Það var farið að halla degi. Við Skúli sátum inni á skrif- stofu hans og röbbuðum saman um starfið þarna úti. Jafnframt fylgdist Skúli með talstöðinni, því að það var hlustunartími milli stöðva. „Ibúar Konsó, Konsóþjóð- flokkurinn," sagði Skúli, „er sérstakur þjóðflokkur, sem býr í mjög skipulögðum þorpum, sem hafa mjög mismunandi marga íbúa, allt frá nokkrum tugum upp í nokkur þúsund, en hverju þorpi er samt sem áður skipt f hverfi, sem hafa ákveðna ábyrgð og sérstjórn fyrir hverfisbúa. I næsta þorpi við okkur, hér steinsnar frá, er t.d. þorpið Dokotto með um 2000 fbúa. Miðstöð starfsins hjá okkur er hér á kristniboðsstöðinni, en Konsóhéraði er skipt í fjórar sóknir, sem hver hefur sinn eþíópíska prest. I kristna söfn- uðinum eru nú 4300 fullgildir safnaðarmeðlimir, en mun fleiri koma á samkomur og eru á skfrnarnámskeiðum, og t.d. komu um 25 þús. manns I sjúkraskýlið til okkar s.l. ár, og fyrstu þrjá mánuði þessa árs komu 10 þús. manns. Starfið hefur því áhrif á allt mannlff Konsóbúa. Hér er sjálfstæð eþfópfsk kirkja og f stöðvar- stjórn hér með mér eru fjórir innfæddir. Við gerum fjárhags- áætlun hér fyrir starfið og síð- an biður kirkjan um fjárhags- aðstoð frá Islandi." Nú heyrðist kallað í Konsó- stöðina í talstöðinni, og Skúli svaraði samstundis. Það var þá verið að kalla frá Gidole og tilkynna að þar væri múrari á við tökum aldrei fram fyrir hendurnar á þeim. Við gefum ráðleggingar þegar þeir biðja um það og mikið af mfnu starfi er einmitt fólgið f því. Það er mikill áhugi hjá Konsóbúum að verða kristnir, en það gengur hægar en við vildum vegna þess að við höf- um ekki nægilegt starfslið til að kenna þeim á námskeiðum. Þeir vilja losna undan valdi illra anda, sem allt þeirra líf byggist á, losna undan valdi Rætt við Skúla Svavarsson stöðvarstlðra islenzku Krlstnl- hoðsstdðvar- innar l Konsó Þessi „vel klædda" unga kona var í þorpinu Dokotto, en margar hálsfestar bera vott um góð efni og lykillinn er hennar fínasti skartgripur. „Vlð erum með meira og mlnna starf l Iausum kili ef á þyrfti að halda. Skúli kvaðst ekki hafa þörf fyrir múrara f bili, en bað hann að hafa samband sfðar. „Kirkjulega starfið," hélt Skúli áfram, „er aðalstarfið hér, en þetta fléttast þó allt meira og minna saman, barna- skólinn, biblíuskólinn, heima- vistirnar, sjúkraskýlið með 20 rúmum og fræðslustarfsemin á sviði heilbrigðismála og land- búnaðar. Við erum með starf meira og minna í um 120 þorpum í Konsó, lestrarskóla á 68 stöðum, það er að segja mest kvöldskóla, og 8 dagskóla erum við með. I skólunum eru kennd kristin fræði, lestur og reikn- ingur og þar er fólk á öllum aldri. Þar sitja jafnvel saman 5 ára og 80 ára gamlir nemendur. Oft eru í sama bekk barnið, eða börn, foreldrar, afi og amma og jafnvel langafi. I Konsó eru um 200 byggðir, en margar eru ekki fjölmennari en 10 fjölskyldur. Kristniboðs- starfið nær að einhverju leyti um allt í Konsó, en skipulagðir söfnuðir eru f rúmlega 40 þorp- um, en í 70—80 þorpum eru söfnuðir á mismunandi stigi. Við flýtum okkur ekki að skipu- leggja söfnuði, látum þá gera það sjálfa þegar þeir finna sig vera tilbúna til þess. Til dæmis þegar komnir eru um 10 skírðir einstaklingar geta þeir farið að kjósa sér stjórn og mynda söfn- uð. Allt er f þeirra höndum og Satans og spyrja mikið um þá möguleika. Illir andar eru mjög rfkjandi þáttur í lífi þeirra, þannig að um stöðugan ótta er að ræða. Þeir þekkja ekki góða anda, og því er að þarna er um óttalegt líf að ræða. Þegar þetta fólk hættir að trúa á þessa illu anda, Iosnar það þar með undan valdi þeirra. — Jesús er sterkari en Satan, 120 Þorpum Konsó” Fyrir utan sjúkraskýlið í Konsó, sem tekur á móti tugþúsundum sjúkra á ári. Þar er enginn læknir að staðaldri, en Elsa Jakobsen hjúkrunarkona frá Færeyjum hefur verið þar í 10 ár og sinnt á annað hundrað þúsund sjúklingum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.