Morgunblaðið - 26.09.1975, Síða 21

Morgunblaðið - 26.09.1975, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 21 Sviðsljós frá fyrri öld SAGAN af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum, sem nú er á ný komin út hjá Helgafelli, telst til sígildra ritverka íslenskra. Og höfundurinn, Brynjúlfur Jónsson frá Minna- núpi, er í tölu okkar ágætustu alþýðlegra fræðimanna fyrr og siðar. Meðal fyrirmynda hans voru íslendingasögur. Hann leitaðist því ekki aðeins við að segja satt og rétt frá samkvæmt þvi sem hann vissi best heldur einnig að segja vel frá, vekja frásögn sína til lífs, hefja hana til Iistar. Að hætti fornra höf- unda valdi hann til frásagnar fólk og atburði sem með ein- hverjum hætti höfðu gnæft upp úr hversdagsleikanum. Þuriður formaður varð því tilvalin sögu- persóna. Og Kambsrán var svo sannarlega atburður sem jafn- aðist á við stórtíðindi i fornsög- um. Og þar sem unnt var að fl<?tta þetta saman varð sagan til. Skekkjur má finna í vönduð- ustu fræðiritum. Og vissulega fundust veilur i sögu Brynjúlfs þegar farið var ofan í saumana á henni. En missagnirnar eru hvorki stórfelldari né alvar- legri en svo að í meginatriðum stendur sagan óhögguð. Með þessari nýju útgáfu Helgafells fylgja bæði formáli Guðna Jónssonar og ritgerð hans um Þuríði formann auk nafnaskrár og ýmissa málsgagna sem fróð- legt er að bera saman við sög- una. Eftir lestur alls þessa veit maður ótrauðlega hvar hann stendur andspænis sögu Brynjúlfs Timarnir kringum Kambsrán adfarar h.að var framið aðfaraií9- febrúar 1827) voru róstusamir hér sem annars staðar en þó einkum í tveim sýslum landsins, Húna- vatnssýslu og Árnessýslu. Guðni Jónsson leitar orsakanna í stjórnmálaástandi undangeng- inna áratuga: „Hinar háleitu hugsjónir stjórnarbyltingar- innar: frelsi, jafnrétti og bræðralag áttu sina andhverfu hjá illa upplýstu fólki víða um lönd og urðu að virðingarleysi fyrir lögum og rétti eða að kröfu um sjálftækan rétt.“ Litið var þó farið að draga úr hörku refsiréttar á þriðja tug nítjándu aldar miðað við það er síðar varð. Og þar eð Kambsránsmenn voru fjórir saman og ekki bundnir neinu fóstbræðralagi og líkast til ekki lausir við tortryggni hver í annars garð hlýtur maður að furða sig á þvi nú, hálfri annarri öld síðar, hvílikir Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON lukkurjddarar þeir hafa i raun- inni verið: að gera sér minnstu vonir um að verknaður þeirra kæmist ekki upp! Af sögu Brynjúlfs að ráða hefur grunur fallið á þá svo til strax eftir atburðinn þó nokkurn tlma tæki að "draga saman svo sterkar líkur að ganga mætti að þeim og handsama þá. En líka má lesa út úr frásögn Brynjúlfs að ránsmennirnir hafa — auk þess sem þeir hugðust auðgast á ráninu — réttlætt það i sjálfs augum, að minnsta kosti sumir þeirra; talið sig eiga „sjálf- tækan rétt“ til skildinga, dala og spesía Hjartar í Kambi. Eftir Kambsrán hafði Þórður Sveinbjörnsson, sýslumaður i Hjálmholti, í nógu að snúast. Meðal annarra kallaði hann fyrir sig Þuríði formann ef vera mætti að hún gæti komið sér á sporið. Þuríður afsakaði sig að hún gengi fyrir hann í karlmanns- fötum en andspænis svo ótil- hlýðilegu framferði hug- kvæmdist yfirvaldinu þetta svar: „Ég hef heyrt fyrr en nú, að þú gangir hversdagslega i kari- mannsbúningi. En til þess þurftirðu að sækja um leyfi; og það leyfi skal ég útvega þér, ef þú gefur mér vísbendingu um, hverjir það muni vera, sem rænt hafa i Kambi.“ Þolandinn I málinu, Hjörtur í Kambi, slapp ekki heldur áfallalaust frá skiptum sínum við yfirvaldið þó hann, að vísu, fengi peninga sína aftur: „Sagt er, að sýslumaður hafi gert honum tiltal fyrir það, að hann hafði aldrei tiundað peninga sína, — sem þá var skylt að lögum, — og hafi Hjörtur orðið að greiða honum talsverðar bætur fyrir.“ Sá er einn kostur frásagnar Brynjúlfs að hann greinir frá mörgum smáatvikum sem bregða þó, bæði hvert fyrir sig og öll saman, ljósi yfir sögu- sviðið, mannlífið, tíðarandann á dögum Kambsránsmanna. Erfitt er að gera sér í hugar- lund hvernig lífið í raun og veru var á einhverri tiltekinni liðinni tíð þó heimildir um minnisverða atburði séu til bæði glöggar og margar; kannski kemst ímyndunaraflið aldrei nálægt því hvað þá meir. Brynjúlfur var ekki samtíðar- maður Kambsránsmanna, fæddist ekki fyrr en ellefu árum eftir atburðinn, en hafði sögu sina meðal annars eftir eldra fólki sem mundi hann. Það er því ekki ófyrirsynju að lífsmark munnlegrar frá- sagnarlistar sé greinilegt í þessu meginverki hans, til að mynda samtöl sem hann leggur í munn söguhetjum og þar fram eftir götunum. Hefði hann haft hugmynd um kröfur þær sem lærðir menn gera nú um heimildir og sannfræði og farið eftir þeim má vera að saga hans hefði að einhverju marki orðið „réttari". En liflegri og „sannari" aldarfarslýsing hefði hún tæpast orðið. Aðséð er að hann var ekki aðeins að skrá annála stóratburða og segja sögur af kynjakvistum og afreksfólki heldur vildi hann einnig nema — og láta aðra Framhald á bls. 26 Ljóðum eru takmörk sett □ Sigurður Pálsson: □ Ljðð vega salt. □ Heimskringla 1975 Sigurður Pálsson vakti ungur athygli fyrir Ijóð, sem hann birti í tímaritum. Nú hefur hann sent frá sér bókina Ljóð vega salt. Þetta er efnismikil bók af byrjandaverki að vera, nokkurs konar sýnishorn þess hvernig ungt skáld, sem enn er ekki fastmótað, yrkir. Þegar litið er til yngri skálda er ekkert vafamál að í hópi þeirra er Sigurður Pálsson með þeim fremstu. Af honum er góðs að vænta. Fullyrðingar ber að varast þegar fjallað er um bók- menntir, ekki síst verk ungra skálda. 1 Ljóð vega salt kennir margra grasa. Sum Ijóðin eru til vitnis um hvaða skáld Sig- urður Pálsson hefur lesið um dagana, önnur eru aðefns æfingar ungs og djarífhuga skálds. Loks eru ljóð, sem sanna að Sigurður hefur náð umtalsverðum árangri. Gata meistara Alberts, ljóðaflokkur i tólf köflum, þykir mér með því eftirminnilegasta i Ljóð vega salt, en þess ber að geta að Sigurður slær á ýmsa strengi í bókinni svo að lesendur með ólík sjónarmið geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Gata meistara Alberts er gata í Paris, sem Sigurður Pálsson þekkir af eigin raun. I ljóða- flokknum dregur hann upp mynd þessarar götu og lýsir fólkinu, sem býr þar. Sigurður Sigurður Pálsson laðar fram andblæ Parísarlífs- ins á glettinn hátt: Bðkmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON þar við hliðina er dýralæknisstofa ég hef stundum séð gamlar konu sitja með skeflda hunda ketti kanfnur mýs f fanginu í biðstofunni hef séð það gegnum hálfopnar dyrnar og: frú morin kembir hærurnar ein klósettlaus gömul kona á annarri hæð skammar kærulausan þvottinn á gluggasnúru skammar mig fyrir að stífla vaskinn f minni fbúð svo hennar stfflast lfka skammar f hálfum hljóðum eigandann fyrir að hafa ekki komið upp þægindum svo hún verði alltaf að fara á ólánlegt klósettið f húsagarðinum °g: ekki furða þó kettinum mfnum svelgist á kötturinn étur allt bréf utan af osti kápu utan af hamlet fölnaða rós f kókflösku sem f blóma hlúði að einum tveimur ef ekki þremur skilningarvitum manns nú fá bargðlaukar kattarins að kynnast henni fölnaðri En sá veruleiki, sem Sigurður Pálsson yrkir um, er ekki ein- göngu framandi borgir og landslag. I Ævisögu yrkir hann um mann, sem var ungum kennt „að ganga vel um hey / og bölva ekki guðs gjöfum". í Sprengisandi birtast myndir úr íslenskri náttúru: óbyggðir, hraunbreiður, norðurljós, vörður. Ljóðið er þó fyrst og fremst um Sprengisand ljóðs- ins, ferð mannsins. Viða í Ljóð vega salt er málinu beitt á djarflegan og nýstárlegan hátt. Sum Ijóðin eru leikur að orðum og nug- myndum (t.d. Smámunir). Örstyttur (Ijóð fyrir svið: leik- svið og leikrými ) eru líka í þessum anda: absúrd prósaljóð. „Ljóðum eru takmörk sett“, stendur í Götu meistara Alberts. Það eru orð að sönnu. Aftur á móti er líklegt að skáld með hæfileika Sigurðar Páls- sonar reyni að ryðja þessum takmörkum úr vegi. Bestu ljóðin í Ljóð vega salt eru dæmi um slíka viðleitni. Húsfreyjan Riverton. á Engimýri f húsráðendur voru og eru annál- aðir fyrir gestrisni og góðar við- tökur ferðamanna. Gestakoma mikil og oft glatt á hjalla og aldrei talið eftir að veita að höfðingjasið enda líka höfð- ingsbragur á öllu. Tómas yngri var mikill hæfi- leikamaður, framúrskarandi fjörmaður og í höndum hans léku öll verk. Hagsýnn en þó ’ijálpsamur og örlyndur við þá sem bágt áttu. Tómas annaðist um áratugaskeið fiskflutninga, vann að skógarhöggi, rak gisti- hús, allt samhliða miklum bú- skap og frjósömum ökrum. Þau hjón Magnúsína og Tómas settu sér hátt takmark og reyndu eftir fremsta megni að glæða það fagra og góða i sínum verkahring. Magnúsina er stórgáfuð kona. Tækifæri hennar til að mennt- ast voru takmörkuð, en hún aflaði sér þrátt fyrir það mik- Helfíi Vigfússon: Riverton 85 mílur norður af Winnipeg- borg er fallegur, töfrandi bær. Aðaldjásn hans er Islendinga- fljót, er liðast í bugðum gegnum bæinn. í Riverton er blómlegt samfélag bænda, fiskimanna, timburkaup- manna, en aðaliðngreinin eru bátasmíðar. Nýbyggt er mjög fullkomið heimili fyrir aldraða, en það hefir ekki verið tekið formlega í notkun. Nýtízku hótel, pósthús, verzlanir ágæt- ar. Ibúar eru væntanlega rúm- lega 1000, ber þar mest á Is- lendingum, Ukrainufólki, Ung- verjum og Indíánum. Elzta og virðulegasta heimili Rivertonbæjar er Engimýri, sami ættstofninn hefir setið þar siðan 1877. íslenzk tunga hefir jafnan átt þar á heimilinu, sem á öðrum bæjum i Fljótsbyggð- inni, og á ennþá sérstaklega góða málssvara. Landnemi Engimýrar og ættfaðir Engi- mýrarfjölskyldunnar Tómas Ágúst Jónasson fæddist að Engimýri í Öxnadal, Eyja- fjarðarsýslu árið 1845 andaðist í Riverton 1929. Merkar ættir í Eyjafirði standa að honum, nægir að nefna tvo þremenn- inga við hann, Iistaskáldið ást- sæla Jónas Hallgrímsson og séra Zóphanías Halldórsson, afa Hjalta Pálssonar, fram- kvæmdastjóra og ættfræðings, og systkin. Meðal bræðra Tómasar Ágústs má nefna fyrsta is- lenzka prentarann í Vestur- heimi Jónas Jónasson, lærði hann hjá Birni Jónssyni á Akureyri ritstjóra Norðanfara. Jónas fluttist vestur 1874, bjó um tíma i Fögruvik I Mikley en siðan I Fljótsbyggð (Riverton) og nefndi hús sitt Bjarkarlón. Sigtrygg Jónasson þarf varla að tala um, svo þekkt er nafn hans, er stundum hefir verið kallaður „faðir íslenzka land- námsins í Canada“, fyrrum rit- ari og aðstoðarmaður amt- mannsins á Möðruvöllum P. Havsteins. Sigtryggur varð fyrsti Islenzki þingmaðurinn i Canada 1896. Kona Sigtryggs var Rannveig Ölafsdóttir Briem timburmeistara að höfuðbólinu Grund í Eyjafirði, en fóstur- dóttir amtmannshjónanna að Möðruvöllum frú Kristjönu og Péturs Havsteins. Þau settu bú að Möðruvöllum i Fljótsbyggð. Kona Tómasar Ágústs var Guð- rún E. Jóhannesdóttir Grims- sonar bónda að Kjarna, Litla- Hóli og víðar í Eyjafirði. Þau hjón eignuðust 12 börn. Við landnámsjörðinni tók Tómas sonur þeirra. Tómas Tómasson fæddist 1887 látinn 1972, kvæntist 1912 Magnúsínu Helgu Jónsdóttur f. 11. des. 1890, að Hvanneyri í Árborg. Man. Umsvif voru mikil, þvi Engimýri lá I þjóð- braut, ein helzta menningar- miðstöð Fljótsbyggðarinnar, illar sjálfsmenntunar á ýmsum sviðum. En eitt er öóru athyglisverð- ara og vekur stórkostlega undrun, það er hin fullkomna íslenzkukunnátta bæði rit- og talmál. Orðgnóttin takmarka- laus, rammislenzkt orðbragð, fáir fæddra Canada-tslendinga hafa töfra og glæsilega hrynj- andi og sviphreinan blæ is- lenzkunnar jafnmikið á valdi sínu og Magnúsína. Hugur hennar til íslands er sem hrein lotning og helgur andblær finnst er hún minnist landsins. ísland og íslenzkt mál er hennar óðal. Þrátt fyrir takmarkalausa ást hennar til íslands, blindast ekki augu hennar fyrir kostum og stórkostlegri fegurð Canada. Því miður hefir Magnúsina aldrei átt þess kost að heim- sækja ísland. Nú á efri árum hefir Magnúsina fengist við málara- list, auk hannyrða af ýmsu tagi. Mynd sú sem hér fylgir sýnir nokkrar mynda hennar. Magnúsina er einlæg trú- kona, og hefir af lífi og sál unnið að kirkjulegum félags- skap, þeim er hún tilheyrði, Bræðrasöfnuði, kvenfélags- deild, sat oftsinnis sem fulltrúi ýms kvennaþing, sat i safnaðar- stjórn Bræðrasafnaðar. Mjög afkastamikil er Magnúsína sem bréfritari, sem virðist vera ættgengt, því marg- ar frænkur hennar og frændur hafa haft þessa eiginleika, og vissulega er það einn liður í að hafa vináttu, kunningssamband við frændur og vini gegnum sendibréf. Tómas og Magnúsína eignuð- ust 7 börn, 2 dætur eru látnar. 1) Telma Ingibjörg f. 10.3. 1913, látin. M. Leifur Pálsson, smiður í Riverton. 2) Florence Ágústína tviburasystir Thelmu, hárgreiðslukona, þekkt sem listmálari, húsfrú. M. Sigurjón Marínó Jónsson, bóndi Glæsi- bæ, Árborg, Man. P.O.Box 177 þau eru bl. 3) Jónína Guðrún f. 14.1. 1915, húsfreyja og ætt- fræðingur i Winnipeg, gift Nor- man Britten verzlunarmanni. 4) Helga Elísabet f. 9. okt. 1916, húsfrú. M. Baldvin Baldvinsson bóndi í Fagraskógi, Riverton. Látinn. 5) Aðalheiður Kristin f. 22. jan. 1919. Látin. M. Truman MacMillan. 6) Sesselja Grace f. 1. okt. 1921, húsfrú. M. Frank- Hn Guðmundsson bóndi í Ár- borg, eiga 2 dætur, önnur þeirra Bernice sú eldri, er talin í hópi efnilegustu listmálara yngri kynslóðarinnar Vestan- hafs. 7. Tómas Aðalsteinn f. 7. okt., 1925, óðalsbóndi á Engi- mýri, kv. eiga þau einn son Tómas 6 ára gamlan. Engimýrarfjölskyldan er afar fjölmenn, en hér hefir ekki verið talið upp nema lítið brot afkomenda fyrsta landnema Engimýrar. ■0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.