Morgunblaðið - 26.09.1975, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.09.1975, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar kennsla Kennsla — tilsögn Óska eftir að ráða pilt eða stúlku til að lesa með gagnfræðaskólanema í vestur- bænum daglega, eftirtaldar námsgreinar: stærðfræði, bókfærslu, þýzku, dönsku og íslenzku. Vinnutími seinni hluta dags. Góð laun. Tilboð sendist Mbl. merkt: „ákveðinn 4979". Danskennsla Þ.R. Námskeið í gömlu dönsum og þjóðdöns- um hefjast miðvikud. 1. okt. og mánud. 6. okt. n.k. Kennsla í barnaflokkum félagsins hefst mánud. 6. okt. fyrir börn 4—12 ára. Innritun verður að Fríkirkju- vegi 1 1 laugard. 27. sept. milli kl. 2 og 6 og í síma 15937 og mánud. 29. sept. í Alþýðuhúsinu v/ Hverfisgötu milli kl. 7 og 1 0 e.h. og í síma 12826. Þjóðdansafélag Reykjavíkur. þakkir Þakkarávarp. I tilefni af 70 ára afmæli mínu 11. þ.m. færi ég öllum hjartanlegar þakkir fyrir gjafir, blóm og heillaskeyti. Sérstak- lega þakka ég börnum mínum og tengdabörnum, svo og samstarfsfólki á Seltjarnarnesi. Einnig þakka ég góð orð til mín i Morgunblaðinu og Ríkisútvarpinu. Lifið heil. Lárus Salómonsson. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Opel Rekord 4 dyra .......árg. 1 972. Fíat 850..................árg. 1970. SunbeamArrow .............árg. 1970. Toyota Crown .............árg. 1972. Mazda 81 8......... ......árg. 1 975. Fíat 128..................árg. 1974. Fíat 128..................árg. 1973. Blazer ...................árg. 1973. Bifreiðarnar verða til sýnis að Smiðshöfða 17, Reykjavík. Fimmtudaginn 25. september n.k. frá kl. 1 2 — 1 8. Tilboðum sé skilað til Samvinnu- trygginga, Tjónadeild, fyrir kl. 17 föstu- daginn 26. september 1 975. fundir — mannfagnaöir LMFI Ljósmæðrafélag íslands Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 29. sept. 1975 kl. 20.30 að Hallveigarstöðum. Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Nýútskirfaðar Ijósmæður boðnar velkomnar. 3. Kynnt drög að nýrri kröfugerð. 4. Önnur mál. Dr. Gunnlaugur Snædal yfirlæknir flytur erindi urr Rhesusvarnir á (slandi. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. kaup — sala Kjöt og matvöruverslun (Kjörbúð) til sölu í Austurbænum. Mánaðarvelta er ca 2,5—3 m. Um er að ræða rótgróna verslun með föst viðskipti. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Látið lögmann annast fasteignaviðskipti yðar. Ólafur Ragnarsson, hrl., Lögfræðiskrifstofa Ragnars Ólafssonar, Laugavegi 18, sími 22293. Hof Ný falleg munstur í tvistsaumi, líka komn- ar eftirspurðu gömlu tegundirnar. Margs konar jólavörur og allar fáanlegar handa- vinnutegundir koma daglega. Miklar nýjungar í handavinnu almennt. Fegrið heimilin. Hof, Þingholtsstræti 1. Til sölu Innrétting úr bókabúð, sem er að hætta, er til sölu og brottflutnings. Afgreiðslu- borð, skrifborð og lítill vörulager geta fylgt með í kaupunum. Upplýsingar veitir Karl Maack, húsgagnavinnustofunni. Húsgögn Co, Smiðjustíg 11. Sími 1- 85-75. Loftpressa Til sölu er lítið notuð loftpressa. 178 1 /mín., 140 p.s.i. max. 100 lítra tankur til sýnis Skeifunni 1 9. Morgunblaðið. — Strjálbýli Framhald af bls. 28 verðmætaskapandi atvinnu- vega, og er hlutur útgerðar og fiskvinnslu þar þyngstur á metunum, þó hlutur landbúnaðar og iðnaðar vegi vissulega einnig þungt. Þannig er Ijóst, að megnið af því fjár- magni, sem þjóðin hefur yfir að ráða, verður til á þeim stöðum, þar sem slíkur atvinnurekstur er stundaður, þ.e.a.s. i hinum fjölmörgu sjávarplássum og sveitum, hringinn í kring um landið. Segja má, að þróun samskipta ríkis og sveitarfélaga á undan- gengnum áratugum hafi í stórum dráttum verið í þá átt, að ríkisvaldið hefur dregið til sín stærri og stærri hluta þeirra framleiðsluverðmæta, sem til verða f hinum dreifðu byggðum. Þetta hefur gert sveitarfélögunum ókleift að standa undir nauðsynlegum framkvæmdum og jafnvel daglegum rekstri. Þegar svo er komið, kemur ríkisvaldið náðarsamlegast til skjalanna, og skilar aftur hluta þess framleiðsluverðmætis, sem það hafði áður til sín hrifsað. En nú hefur þetta fjármagn skipt um nafn. Ekki er talað um endurgreiðslu, heldur um fyrirgreiðslu, lán, framlög eg jafnvel styrki, sem stóri bróðir, ríkisvaldið, lætur sínum smáu og vanmáttugu bræðrum, sveitarfélögunum, allra mildi- legast í té. Hér er auðvitað ekki um annað en hreina tilfærslu á fjármagni að ræða, einskonar hringstreymi, sem virðist sprottið af þeirri hugsun, að sveitarstjórnarmönnum sé ekki treystandi til að ráðstafa fjár- magni á skynsamlegan hátt, til gagns fyrir sínar heimabyggðir og um leið þjóðarheildina. Slik- um hugsunarhætti hlýtur hver einasti sveitarstjórnarmaður, með snefil af sjálfsvirðingu, að mótmæla harðlega. Stefna ber að því, að stærri hluti framleiðsluverðmætis hvers byggðarlags verði eftir í byggðarlaginu sjálfu. Slíkt mun hvetja til stærri átaka í uppbyggingu verðmætaskap- andi atvinnufyrirtækja í hinum dreifðu byggðum, og leiða til hagnýtari og skynsamlegri fjár- festingar vegna staðarþekk- ingar heimamanna. Einnig mundi slík stefnubreyting verða þess valdandi, að stórlega mætti draga úr því svifaseina og letjandi skriffinnskukerfi, sem hér er upp risið, og stórir hópar opinberra starfsmanna gætu snúið sér að hagnýtari verkefnum en þeir að færa pen- inga milli buxnavasa manna. II. Verksvið landshlutasamtaka Óraunhæft er að auka mjög valdsvið landshlutasamtaka sveitarfélaga með löggjöf, án raunverulega aukins ákvörðunarvalds hinna ein- stöku byggðarlaga. Með því væri komið á fót valdamiklum millilið milli ríkis og sveitar- félaga, og vandséð hvort ein- stök sveitarfélög ættu von betri fyrirgreiðslu' hjá embættis- mönnum þessa milliliðs en beint frá ríkisvaldinu sjálfu. í annan stað mundu kostir staðarþekkingar ekki nýtast til fulls með slíku fyrirkomulagi. Og í þriðja lagi mundi slík tilhögun leiða til þess, að allt kerfið yrði þyngra f vöfum og seinvirkara, og skriffinnska ykist til mikilla muna. Samtök sveitarstjórna geta vissulega verið góð og nauðsyn- leg til að hrinda í framkvæmd ýmsum sameiginlegum hags- munamálefnum. En sé félags- legur þroski manna hinsvegar ekki nægur til að þeir geti starfað saman á frjálsum grundvelli, er hæpið að jákvæður árangur náist með því að þvinga menn til slíks samstarfs með Jagaboði. Sé svo í pottinn búið, verður að teljast heppilegra, að rikisvaldið hafi slík verkefni á sinni könnu. III. Framtak heimaaðila og mismunun Þegar hamla skal gegn fólks- flótta úr einhverju byggðarlagi, sem dregizt hefur afturúr, ber að hafa það mark fyrir stafni, að hjálpa íbúunum til sjálfs- hjálpar með því að örva þá og aðstoða við að koma á fót arð- gefandi atvinnurekstri. I annan stað ber að stefna að því, að fólk njóti sem jafnastrar aðstöðu hvar sem það býr á landinu. Sem dæmi má nefna, að langlínusímtöl geta verið ótrúlega hár kostnaðarliður hjá einstaklingum og fyrirtækjum úti á landsbyggðinni, um- fram það sem gerist á Stór- reykjavfkursvæðinu. Þetta mætti Ieiðrétta með því að gera landið allt að einu símasvæði. Þó vegur flutningskostnaður á vörum frá Reykjavík til hinna ýmsu staða úti á landi senni- lega þyngst í þessum aðstöðumun. Sem eitt lítið dæmi um vöruverðshækkun af þessum sökum má nefna, að verð á innihaldi einnar stórrar kókflösku er 18 krónum hærra f Siglufirði en í Reykjavík. Gerð fullkominna landshluta- eða fjórðungshafna, sem talað er um í ályktuninni, mætti hugsa sér að færi fram í tengsl- um við væntanlegar stóriðju- framkvæmdir í landshlutunum, og vegagerð út frá þeim yrði kostuð af ríkinu. Ljóst dæmi um þann þjóð- hættulega öfuguggahátt, sem viðgengst á ýmsum sviðum f hagkerfi okkar, er afstaða ríkis- valdsins til vöruflutninga með langferðabifreiðum.. Á síðustu áratugum hefur markvisst verið að því stefnt að þyngja sífellt álögurnar á þessum at- vinnurekstri á hinn fjölbreyti- legasta hátt. Auðvitað hafa vöruflutningafyrirtækin ekki átt annað svar við þessu en hækka sífellt flutningsgjöldin. Þegar svo flutningsgjöldin eru, ekki sfzt af þessum sökum, orðin svo há, að komið er út í hreinar öfgar, þá er farið að tala um að stofna sjóð til að greiða niður flutnings- kostnaðinn, með allri þeirri skriffinnsku og embættis- mannakerfi sem slíku fylgir. Lægi ekki beinna við að lækka einfaldlega álögunar á flutn- ingafyrirtækin, og stuðla með þvf að lækkuðum flutnings- kostnaði? Reynt hefur verið að réttlæta gjöld á vöruflutningabifreiðar með þvf, að þau renni að hluta til uppbyggingar og viðhalds vegakerfisins. I framkvæmd verkar þetta þannig, að því fjær Reykjavík sem fólk býr, þeim mun meira þarf það að greiða til vegamála í formi hækkaðs vöruverðs. Slíkt fyrir- komulag ber að líta á sem hreina fjarstæðu. — Bókmenntir Framhald af bls. 21 nema með sér — hjartslátt þess lífs sem einu sinni var lifað, d-æmigerðs mannlífs sem ólgaði og svall svo mjög að það braust út f eindæmum, ódæmum. Þó saga þessi heiti eftir Þuríði formanni og Kambsrán sé þungamiðja hennar fer því fjarri að hún einskorðist við svo takmörkuð svið heldur gaf Brynjúlfur, svo vitnað sé til orða Guðna Jónssonar, „frásögn sinni svo breiðan grundvöll, að ritið verður nokkurs konar héraðssaga á fyrri hluta 19. aldar.“ Erlendur Jónsson. — Hugur og hönd Framhald af bls. 16 unum í verksmiðjur. En jafn- framt breytingu á iðnaðarháttum þjóðarinnar breytist vinnutími fólksins. Með fjölgun tómstunda skiptir miklu að þeim sé vel varið og ætti heimilisiðnaðurinn á ný að eiga þar hlutverki að gegna. Á undanförnum árum hefur komið i Ijós þörf á aukinni leiðbeiningar- starfsemi af hendi félagsins. Til að bæta úr þeirri þörf hefur verið ráðist í útgáfu þessa smárits. Það er ætlað til kynningar á gömlum og nýjum fróðleik, sem að heimilisiðnaði lýtur og er ný Ielð af félagsins hálfu til að vinna að stefnuskrá sinni.“ Ritnefnd skipa Auður Sveins- dóttir, Gerður Hjörleifsdóttir, Hólmfríður Árnadóttir, Sigríður Halldórsdóttir og Vigdís Páls- dóttir. Ritið er prentað i Eddu h.f., en myndamót gerð í Mynda- mót hf. Félagar Heimilisiðnaðar- félagsins fá ritið, en það er líka selt f laususölu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.