Morgunblaðið - 26.09.1975, Síða 36

Morgunblaðið - 26.09.1975, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1975 Sagan af töfra- bandinu bláa fætinum á því og tók svo risann á bakið og bar hann heim, því gengið gat hann ekki. Strákur hljóp eins hart og hann gat, og tröllið æpti og skrækti, eins og stung- inn grís. Þegar heim kom, var þursi lagður í rúmið og þar lá hann og bar sig illa. Þegar aftur leið á nóttina, tók tröllkarl- inn að tala við kerlinguna, og ráðgast við hana um það, hvernig hann ætti að losna við strákinn. ,,Ef þú hefir engin ráð með að losna við hann, þá hefi ég það ekki“, sagði kerling. Jú, risinn sagði að hann ætti tólf ljón í girðingu einhversstaðar, og ef þau bara /-"COSPER..............-..— \ Heyrðu væna — Gættu þess nú bara að ofsalta ekki súpuna. gætu komið pilti þangað, þá myndu þau rífa hann í sig. Það hélt kerla að væri nú ekki mikill vandi. Hún skyldi bara látast vera veik og segja að sér gæti ekki batnað aftur, nema hún fengi ljómamjólk að drekka. Og þetta hlustaði piltur á, þar sem hann lá vakandi. Þegar piltur var kominn á fætur um morguninn, lá kerling kyrr í bælinu og sagðist vera veikari en nokkur gæti ímyndað sér, og myndi aldrei batna aftur, ef hún fengi ekki ljónamjólk. „Þá batnar þér víst ekki í bráðina, fóstra góð“, sagði strákur, „því ekki veit ég, hvar hægt er að fá ljónamjólk“. „O, jæja“, sagði risinn, „ekki held ég nú að sé mjög erfitt að ná i ljónamjólk, ef einhver vildi bara fara og sækja hana. Bræður mínir eiga girðingu, þar sem eru tólf ljón, og lykilinn að henni geturðu fengið, ef þú heldur þig mann til þess að sækja mjólkina“ Strákur greip nú mjólkurfötu og þaut af stað. Hann lauk upp hliðinu og komst inn í girðinguna, og þá komu öll tólf ljónin á móti honum. Strákur réðist á það stærsta, tók í lappirnar á því og sveiflaði því í kring um sig og sló því við stokka og steina, svo það féll í svíma. — Þegar hin Ijónin sáu þessar aðfarir, urðu þau smeik, svo hrædd, að þau skriðu að fótum piltsins eins og skömmustulegir hundar og síðan fylgdu þau honum öll, hvert sem hann fór, og þegar hann kom heim aftur, lögðust þau niður fyrir utan dyrnar með hrammana á þröskuldinum. „Nú getur þér batnað fljótt, fóstra, því hér er ljónamjólk“, sagði strákur, þegar hann kom inn. Hann hafði mjólkað svo- lítið i fötuna. En tröllkarlinn lá á bekknum og bölvaði sér upp á að strákur væri að skrökva, það þyrfti meiri mann til þess að mjólka ljón, sagði hann. Þegar strákur heyrði það, dró hann DRÁTTHAGI BLÝANTURINN VtEP MOBG-dK/ KAFP/NO Blessaður! þetta getur ekki verið slfkt stórmál, að þú þurfir að fela þig, — þetta fullorðinn maður. Segðu mér annars: Hvenær kemur hún' úr sumarleyfinu. Kvikmyndahandrit að morði Eftir Lillian ODonnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 56 hverfla augunum á staðinn sem maðurinn benti á. — Já, Hvað sagði stúlkan ann- að? — Hún sagði að þér væruð dá- Iftið uppstökkur og væruð áreið- anlega á hraðferð, sagði maður- inn oggat vart dulið kæti sfna. — Hún skildi eftir boð til yðar. Hann gekk að skrifborðinu og tók upp bréfmiða og rétti honum. Svo klæddi hann sig rólega f jakk- ann og bjóst til ferðar. „Þér megið ekki vera fúll — það var kvenlegt innsæi sem rak míg áfram. En sama máli gegnir ekki um næsta skrefið. Sjáumst f New York." Maðurinn var komínn í yfir- höfnina og beið við dyrnar. David sá að klukkan var fimmtán mfn- útur yfir tvö. — Ætlið þér að loka núna? — Já, það er laugardagur og venjulega Iokum við klukkan eitt þá daga. En unga stúlkan lét mig fá fimmdollara til að hafa opið þangað til þér kæmuð. David hélt hann myndi springa af reiði og illsku meðan hann var á leiðinni til New York. Hvað f fjáranum var Diane að Hugsa! Hún leyfði sér að hafa málið f flimtingum! Hún hafði befnlfnis verið að storka honum. Hélt hún að þau væru f einhverjum sniðug- um feluleik? Þegar hann sté stuttu sfðar inn á skrifstofu Felix var hann þó miklu frekar óstyrkur en ævareiður. — Jæja, hvað er að frétta? spurði Felix. — Hún arkar úr einum staðn- um f annan og leikur sporhund. Svo bætti hann við seinlega. — Og ég verð vfst að viður- kenna að hún hefur ýmislegt f það. ! fáum orðum setti hann Felix inn í þær niðurstöður sem yfir lágu. — Hm. Marietta Shaw var sem sagt gift Talmey fyrir þó nokkru? sagði Felix hugsandi. — Auðvitað hefðum við getað sagt okkur það sjáifir. En í upp- hafi hlýtur hún samt að hafa ætl- að sér að fara aftur til Hollywood, ella hefði þessi auglýsingarher- ferð ekki verið sett af stað. Hún hefur sennilega sagt Ted Papas f kaffistofunni að hún hafi ákveðið að snúa aftur. Og allir sem voru með henni f leikhópn- um gerðu þvf skóna að hún ætlaði sér að fara til HoIIywood. — En hvers vegna hefur henni þá allt í einu snúist hugur? — Kannski vegna þess hún átti von á barni. — Já, getur verið. En auðvitað hefði hún sem hægast getað leik- ið í einni mynd þrátt fyrir það. Þetta er allt dálftið furðulegt — alveg sérstaklega ef það var ekki barn Talmeys sem hún bar undir belti. — Eg held nú að ... já. ég er viss um að ... — Hm. sagði Felix og virtist mjög hugsi. — En þér náðuð sem sagt ekki tali af frú Watts. Aftur á móti gerði Diane Quain það. Hvar er læknirinn núna? — Hef ekki minnstu hugmynd um það, sagði Davíd mæðulega og rétti Felix skilaboðin frá Diönu. — Ja, hver skollinn! Hún gerir sér sjálfsagt enga grein fyrir hvað það er mikils virði sem hún hefur snuðrað uppi! Hún hefur komist að þvf hver var ástæðan fyrir morðínu og hún ætti einnig að hafa forsenduna fyrir upp- hringingunni á mánudagskvöld. Ef mér skjátlast ekki verulega er hún nú önnum kafinn við að rekja geðveikislegt spor sem sennilega er f engum tengslum við morðin en gæti komið henni f alvarlega klfpu, vægast sagt. Felix horfði fram fyrir sig, drungalegur á svip. — Link! Þér verðið að fara af stað — gangið á fund allra þeirra sem koma við sögu f málinu. — Já. Ég byrja á Hagen. — Nei. Hann er farinn aftur til Hollywood og kemur ekki aftur fyrr en á mánudag, þegar jarðar- förin fer fram. Nú má reyndar taka fram að Unterwood hefur verið hreinsaður af ölium grun. Upplýsingar Chicago lögreglunn- ar gefa honum fullkomna og pott- þétta fjarvistarsönnun. Nei, þér ættuð að byrja á listmálaranum, þessum Brahm. — Skal gert. — Og þegar þér finnið ungfrú Quain — takið eftir að ég segi ÞEGAR en ekki EF — þá skilið til hennar að mér þætti gaman ef hún gæti haft stund aflögu fyrir smárabb við mig. Fjölskyldan er f dagstofunni, sagði vinnustúlkan og vfsaði Dav- id vingjarnlega að lyftunni. Þegar David iauk upp dyrunum var þar fyrir öll fjölskyldan. Við sófaborðið sat frúin og bcygði sig yfir handavinnu og andspænis henni Brahm, niðursokkinn I að lesa blað. Hinum megin f stof-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.