Morgunblaðið - 09.11.1975, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975
11
Þú geturhjálpað
Kristniboðsdagurinn er í dag
1 RÚMLEGA 20 ár hefur verið
rekið kristniboð f Eþfópfu og f
dag minnast Islendingar þess, á
kristniboðsdaginn. Sex hjón hafa
starfað þar úti ásamt nokkrum
hjúkrunarkonum fslenzkum og
erlendum. Samband fslenzkra
kristniboðsfélaga hefur rekið
þetta starf f samvinnu við Norska
lútherska kristniboðssambandið,
en það hefur á þriðja hundrað
kristniboða f sinni þjónustu þar.
Konsó heitir héraðið, sem Is-
lendingum var úthlutað til starfs
á og er þar nú sjúkraskýli, kirkja,
lestrarskólar, biblíuskóli og
barnaskóli með 360 nemendum,
þar af yfir 100 á heimavist. Á
kristniboðsstöðinni í Konsó eru
alls um 17 byggingar, svo það
lætur nærri að þarna sé um heilt
þorp að ræða.
Hvað gera kristniboðar?
1) Þeir boða þessum Afrikubú-
um kristna trú. Það er öllum ljóst
sem hafa kynnst þessu fólki, að
það er ekki sælt í sinni trú, eins
og margir hafa haldið fram. Krist-
in trú er það eina sem færir þessu
fólki sálarfrið, annars lifir það I
stöðugum ótta. Það er sífellt að
fórna einhverju af eigum sínum
og uppskeru til að blfðka illu and-
ana. Þess vegna er kristin trú
lausn frá þessum mikla ótta, hún
gerir ekki kröfur um slíkar fórn-
ir, hún boðar kærleika og
umhyggju Guðs sem birtist i verki
Jesú Krists.
2) Þeir kenna. Ýmsir skólar eru
reknir af kristniboðinu, eins og
áður sagði. Barnaskólar efla al-
menna menntun og má nefna að
ungur Eþíópi hefur tekið við
stjórn skólans f Konsó; sérskólar
eru og til, sem eru undirstaða
framfara í ræktunar- og
búskaparmálum, en fáfræði er
mikil á þeim sviðum. Þá eru rekn-
ir biblíuskólar en nemendur
þeirra verða margir nýtir starfs-
menn safnaðanna. Slíkur bíbliu-
skóli er í fyrsta sinn i vetur I
Konsó.
3) Þeir lækna. Sjúkdómar vaða
uppi og stráfella fólk á öllum
aldri. Fáfræði og hleypidómar
eru gífurlegir í þessum efnum.
Óhætt er að fullyrða að fieiri
hundruð jafnvel þúsund manns-
lífum hefur verið bjargað fyrir
læknisstörf kristniboðsins. Á síð-
asta ári leituðu t.d. yfir 25 þúsund
manns hjálpar á sjúkraskýlinu i
Konsó.
Þróunarhjálp?
Við Islendingar erum oft að tala
um þróunarhjálp og veitum
reyndar nokkra slíka aðstoð og
kemur sú hjálp frá ríkinu.
Kristniboð er ekki eingöngu
þróunarhjálp. Þróunarhjálp
hugsar aðeins um líkamlega vel-
ferð mannsins, kristniboð hugsar
einnig um andlega velferð hans.
Kristniboðanum er annt um
manninn allan.
Samband fsl. kristniboðsfélaga
er ekki ríkisstyrkt en samt hefur
það tekið að sér verkefni í
Eþíópíu fyrir um 9 milljónir á
þessu ári. Að auki taka Eþíópar
sjálfir að sér að greiða hluta
starfsins. Þessar milljónir frá Is-
landi koma af frjálsum framlög-
um stuðningsmanna kristniboðs-
ins. Þeir þyrftu að vera fleiri og
þvi er bent á að tekið verður við
framlögum i flestum kirkjum i
dag og samkomum sem S.Í.K
stendur fyrir. Einnig má leggja
inn á gíróreikning S.Í.K. númer
65100. J.T.
Þrenn fslenzk kristniboðahjón ásamt börnum sfnum og nokkrum Eþíópum. I baksýn er kirkjan
kristniboðsstöðinni f Konsó. (Ljósm. Árni Johnsen)
Nýr áfangi á Kanarí
blómaeyjan
Tenerife
Reynsla okkar af óskum íslendinga undanfarin 5 ár
og sá frábæri árangur sem náöst hefur í Kanarí-
eyjaferöum okkar, er það sem nú hvetur okkur til
aö færa enn út kvíarnar.
Viö höfum nú skipulagt feröir til blómaeyjunnar
Tenerife, sem af mörgum er talin fegurst Kanarí-
eyja, en hún er granneyja Gran Canaria, þar sem
þúsundir íslendinga hafa notið hvíldar og hressing-
ar á undanförnum árum.
í vetur veröa farnar 7 feröir til Tenerife. Hin fyrsta
14. desember en hin síðasta 4. apríl og er hún
jafnframt páskaferö.
Dvalið veröur i íbúöum og á þriggja og fjögurra
stjörnu hótelum og veröiö i tvær vikur er frá
47.900 krónum, sem er þaö hagstæðasta sem
býöst.
Sért þú aö hugsa um sólarferð í skammdeginu,
þá snúöu þér til okkar.
^vcféi^c LOFTLEIDIR
ISLANDS
Fyrstir með skipulagðar sóiarferðir i skammdeginu
MORGUNBLAÐINU hafa borizt
Námsmenn for-
dæma lána-
kjaraskerðingu
tvær nýjar mótmælaályktanir frá
samtökum íslenzkra námsmanna
erlendis vegna lánakjaraskerð-
ingarinnar. I ályktun Islendinga-
félagsins í Árósum frá 31. október
er enn ítrekað fordæming á að-
gerðum rikisstjórnarinnar, sem
lýsi algerri fyrirlitningu á lífs-
hagsmunum námsmanna. Langt-
um stærst sé þó ósvífni stjórnar-
innar í nýframlögðu fjárlaga-
frumvarpi, þar sem 50% skerð-
ingu námslána er hótað (miðað
við 84% umframfjárþarfar og
úrelt mat á fjárþörf). Bein
afleiðing af aðferðum stjórnar-
innar sé að námsmenn séu nú
þegar teknir að hrekjast heim frá
námi ásamt fjölskyldum sínum.
Fagnað er stuðningi verkalýðs-
hreyfingarinnar við málsstað
námsmanna, og hvatt til baráttu
gegn kjaraskerðingunni. I álykt-
un frá íslenzkum námsmönnum i
Gautaborg er kjaraskerðingin for-
dæmd, þar eð hún hafi það i för
með sér, að námsmenn svelti og
stúdentar efnalitilla foreldra
verði að hætta námi samstundis.
Er þess krafizt að staðið verði við
gömul loforð og námslán greidd
að fullu.
ilttllllllB Hlllllllllðllllll
■ ■ I
—-------------