Morgunblaðið - 09.11.1975, Page 20

Morgunblaðið - 09.11.1975, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975 20 Möguleikar hafa opnast fyrir Of fljótt að skrifa pótttíska mmnmgargrein um Rocke- feiler segir New York Times Lfklega á talsvert vatn eftir að renna til sjávar áður en öll kurl eru komin tii grafar f sambandi við hinar miklu pólitísku svipt- ingar, sem urðu f Washington um sfðustu helgi, er Ford Banda- rfkjaforseti rak James Schlesinger varnarmálaráðherra og William Colby yfirmann leyniþjónustunnar CIA og tók þar að auki frá Henry Kissinger utanrfkisráðherra formannsstöðuna f bandaríska öryggisráðinu. Ford forseti hélt þvf sjálfur fram á blaðamanna- fundinum, að þessar breytingar hefðu staðið til hjá sér lengi, allir forsetar vildu fá að velja sitt eigið lið til að starfa með að stjórn landsins. Fréttamönnum ber saman um að forsetinn hafi verið óvenju taugaspenntur, á blaðamannafundinum, sem hann hélt f Hvíta húsinu aðfaranótt þriðjudagsins til að skýra frá breytingun- um, en hann hafði ætlað að halda fundinn á þriðjudag. Fréttalek- arnir, sem Washington er fræg fyrir kollvörpuðu hins vegar öllum áætlunum forsetans. Altalað er meðal þeirra, sem best þekkja til mála í pólitiska frumskógi bandarísku höfuð- borgarinnar, að miklar svipt- ingar hafi átt sér stað í Hvíta húsinu meðan verið var að taka þessar ákvarðanir og að þrátt fyrir að Kissinger hafi misst formannsstöðuna í öryggis- ráðinu komi hann út úr þessu máli sem sigurvegarinn og að völd hans hafi á engan hátt verið skert. Ford hélt þvf hins vegar fram mjög ákveðið á blaðamannafundinum að hér hefði verið um hans eigin persónulegu ákvarðanir að ræða og vísaði á bug staðhæf- ingum um að brottviking Schlesingers hafi verið tilkom- in vegna ágreinings hans við Kissinger f sambandi við „detente“ og SALT- viðræðurnar. Þessu svari for- setans virðast bandarískir fréttamenn eiga erfitt að kyngja. I New York Times er þeirri spurningu varpað fram, hvers vegna Ford hafi svo skyndilega ákveðið að gera breytingar á ráðuneyti sínu og ekki síður hvað það hafi verið, sem kom Rockefeller varafor- seta til að gefa svo óvænta yfir- lýsingu, um að hann muni ekki gefa kost á sér sem varaforseta- efni repúblíkana i kosning- unum, sem fram fara í nóvem- ber á næsta ári. Einnig er bent á, að forsetinn hafi ekki til- kynnt hver myndi taka við af George Bush, sem sendifulltrúi í Peking né hver yrði eftir- maður Elliot Richardson, sem sendiherra í London, er hann tæki við embætti viðskiptaráð- herra. Við þetta bætist, að Ford mun leggja upp í ferð til Kína, seint í þessum mánuði og átti undirbúningsnefndin að halda Ford á blaðamannafundinum. Fréttamönnum þótti hann óvenju taugaspenntur. James Schlesinger varnarmálaráðherra fer til vinnu sinnar daginn eftir að forsetinn hafði vikið honum úr embætti. Aðstoðarmaður ráðherrans ber tösku hans. Kissinger og Rockefeller ræðast við f skrifstofu hins sfðarnefnda ákvörðun sfna opinbera. Þeir hafa verið miklir persónulegir vinir um Rockefeller áður en hann fór til Washington. til Peking sl. þriðjudag, en þá komu skyndileg fyrirmæli til þeirra um að hinkra við í nokkra daga. Á blaðamanna- fundinum sagði Ford, að ekkert hefði breyzt í sambandi við ferðina, en ekki hefði enn verið ákveðið hversu lengi hann myndi dvelja í Peking, það yrði ákveðið næstu daga á fundum KisSingers og utanríkisráð- herra Kína. Fregnir hafa borizt um að Kfnverjar vilji aðeins láta heimsóknina standa f 3—4 daga f stað 5—6 eins og upphaf- lega hafði verið gert ráð fyrir. Er forsetinn var nánar spurður um þetta atriði vék hann sér undan að svara. Bernard Gwertzman, einn af fréttaskýrendum New York Times sagði í grein, sem hann skrifaði í blað sitt sl. þriðjudag, að mannabreytingar forsetans bentu eindregið til þess að for- setinn væri ákveðinn í að gera nýjan samning við Sovétrfkin um takmörkun kjarnorku- vopna, en án slíks samnings væri „detente" stefnan í hættu. Því hafi það komið á óvart, er forsetinn neitaði því að ágrein- ingar Kissingers og Schles- ingers um þessi mál hafi verið ástæðan fyrir brottvikningu hins síðarnefnda. Það hafi einnig stutt ágreiningskenning- una, að ýmsir þingmenn hafi gagnrýnt brottvikningu Schles- inger harðlega og kallað hana algera uppgjöf við Rússa, þ.á m. Henry Jackson öldungadeildar- þingmaður. Tom Wicker, einn af kunn- ustu dálkahöfundum New York Times sagði f blaðinu á þriðju- dag, að höndin, sem fórnaði Rockefeller fyrir hægri væng Repúblíkanaflokksins, hafi Ford verið að þvf, hafi einnig teygt sig til hægfara arms flokksins. Við fyrstu sýn virðist sem árangurinn af aðgerðum Fords séu auknar likur á að hann hljóti útnefningu flokks- ins á næsta flokksþingi og opni möguleikana á að Reagan verði varaforsetaefni Fords. Enginn vafi sé á því að Hvíta húsið taki hugsanlegt framboð Reagans afvarlega og það hafi komið skýrt fram, í svari Callaways, kosningabaráttustjóra, er hann var spurður hvaða demókrata hann teldi líklegastan til að fara fram á móti Ford. Callaway sagðist ekki vilja nefna neitt nafn, því að það gæti aðeins orðið til að vekja eftir að Rockefeller hafði gert árabil og Kissinger starfaði fyrir athygli á þeim, sem hann nefndi. „Ég er hins vegar ekki hræddur við neinn demókratp og myndi glaður skipta á ein- um þeirra og Ronald Reagan. Callaway sagði að enginn vafi léki á um að Reagan yrði mjög sterkur frambjóðandi. New York Times sagði leiðara á þriðjudag að erfitt se fyrir almenning að trúa því ao Ford hefði leyft Roekefeller ao draga sig í hlé, ef hann teldi sig hafa gott tak á sínum flokki. Segir blaðið að svo virðist sem Ford hafi stöðugt meiri áhyggj- ur af ógnuninni, sem honum • stafi af framboði Reagans, sem sé hetja hægriafla flokksins, Margir atvinnustjórnmála- menn gefi forsetanum aðeins örlitlar sigurlíkur yfir Reagan í fyrstu forkosningunum á næsta ári í New Hampshire og Flórída, en ósigur í þeim kosn- ingum gætu haft mjög alvarleg sálfræðileg áhrif á kosninga- baráttu forsetans og kosninga- vél hans, auk þess, sem mikil óeining sé meðal forystumanna kosningavélarinnar. Hins vegar sé of fljótt að afskrifa Rocke- feller og skrifa um hann póli- tíska minningargrein. Takist Ford að sigra Reagan sannfær- andi í forkosningunum sé ekki ólíklegt að Rockefeller muni endurskoða afstöðu sína fyrir flokksþingið auk þess megi ekki útiloka þann möguleika að forsetinn dragi sig í hlé og þá gæti Rockefeller hugsanlega farið fram sem fulltrúi frjáls- lyndari aflanna til þess að koma í veg fyrir að flokkurinn fari undir stjórn Reagans mót- spyrnulaust. I fréttastofufregnum af þess- um atburðum kemur fram sterk tilhneiging til að túlka aðgerðir Fords, sem lið í kosningabaráttunni og að fleira eigi eftir að koma fram á næstu mánuðum til að styðja þá kenn- ingu. Hins vegar virðast menn sammála um að Iætin, sem orðið hafi í Washington um helgina er fréttin lak út hafi skemmt mjög fyrir forsetanum. og að erfitt verði fyrir hann að yfirstíga þau vandamál, sem lekinn hafi haft í för með sér, því, að nær tveir sólarhringar hafi liðið og búið að túlka og rangtúlka fyrirætlanir hans meira en hægt verði að leið- rétta, er hann hafi sjálfur Ioks- ins komist að til að tilkynna og skýra sín sjónarmið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.