Morgunblaðið - 09.11.1975, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975
23
Sveinn Benediktsson:
Markaðshorfur á
fiskimjöli og lýsi
HÉR fer á eftir grein eft-
ir Svein Benediktsson
um markaðshorfur á
fiskimjöli og dýsi, sem
birtist i nýútkomnu
dreifibréfi Félags ísl.
fiskmjölsframleiðenda:
Aflabrestur í Peru
Úr Dreifibréfi Félags fsl.
fiskmjöls framleiðenda nr.
11/1975,
Mánudaginn 27. okt. sl.
bárust fréttir til landsins um
það, að fiskmjölseinkasalan i
Perú, EPCHAP, hefði tilkynnt,
að þeir gætu ekki staðið við
fyrirframgerða samninga um
afhendingu á fiskmjöli i okt.
nóv. og des. 1975 vegna afla-
brests.
Þessa tilkynningu hafði
EPCHAP sent kaupendum fisk-
mjölsins hinn 24. okt. s.l. Vakti
hún að vonum mikil vonbrigði
og óánægju hjá kaupendunum
sökum þess að mjög takmark-
aðar birgðir voru fyrir hendi í
hinum ýmsu framleiðslulönd-
um og búast mætti við hækkun,
ef ansjóvetuveiðarnar við Perú
brygðust hrapallega, eins og nú
er komið á daginn. Er líklegt,
að veruleg hækkun verði á fisk-
mjöli, þótt hún kæmist ekki í
hálfkvisti við það verð, sem var
á fiskmjöli 1972/73
Undir lok maímánaðar 1975
stöðvuðu Perúmenn ansjóvetu-
veiðar sfnar. Var það gert fyrr
en ella vegna þess að aflinn var
mjög blandaður smærri
ansjóvetu. Höfðu þeir þá veitt
rúmlega 2,5 milljón tonna.
Hugðust Perúmenn hefja
veiðarnar aftur f september-
mánuðí og veiða þá magn, sem
svaraði því, að heildarfram-
leiðslan á árinu næmi 1.200.000
tonnum af fiskmjöli.
Gerðu þeir út rannsóknar-
leiðangur sem þeir nefna
Evreka. Þau skip, sem hófu
þessar tilraunaveiðar í septem-
ber, veiddu svo lítið að ákveðið
var að fresta frekari veiðitil-
raunum fram f október.
Þegar EPCHAP hafði til-
kynnt kaupendum fiskmjölsins
afgreiðslufrestinn á fyrirfram
seldu mjöli í 60 daga, sendu
þeir kaupendum skýringar á
því, hvers vegna þeim hafði
ekki verið unnt að standa við
gjörða samninga, og eru þær
skýringar í aðalatriðum þessar:
Segjast þeir vona, að
kaupendur skilji það öngþveiti
sem skapast hafi, og hjálpi
þeim til þess að leysa vandann.
Veiði og framleiðsla frá 6. okt. 1975 er þessi:
Afli Mjölframleiðsla
6. okt. enginn
7. okt. enginn
8. okt. 144 tonn 32 tonn
9. okt. enginn
13. okt. 1.250 tonn 275 tonn
14. okt. 525 tonn 116 tonn
15. okt. 10.245 tonn 2.254 tonn
16. okt. 2.719 tonn 595 tonn
20. okt. 3.539 tonn 788 tonn
21. okt. 630 tónn 139 tonn
22. okt. 1.835 tonn 404 tonn
23. okt. 2.705 tonn 595 tonn
AIIs: 23.592 tonn 5.198 tonn mjöl
Lýsisframleiðsla
Birgðir og sala fram til 31. okt. 1975.
Birgðir 31. okt. 1975
Skuldbindingar í nóv.
Innanlandsnotkun í nóv. 1975
75
Vantar til að uppfylla samninga 30. nóv
Skuldbindingar í des. 1975
Innanlandsnotkun í des. 1975
Vantar til aðuppfylla samninga 31. des ’75
1.000 tonn lýsi
eða minna.
36.000 tonn
69.000 tonn
12.000 tonn
45.000 tonn
40.000 tonn
12.000 tonn
97.000 tonn
Þessar tölur pru áætlaðar og
miðaðar við þaÖ að engin veiði
verði f nóv./des., þannig að yrði
einhver fiskmjölsframleiðsla
þessa mánuði lækkar þessi tala.
Ennfremur byggjast þessar töl-
ur á því, að þeir geti afskipað
allri fiskmjölsframleiðslunni.
Þetta er hinsvegar ófram-
kvæmanlegt, þar sem fram-
leiðslan skiptist á margar smá-
hafnir. Auk þess gengi úr
skaptinu mjöl, sem af efna-
fræðilegum ástæðum upp-
fyllti ekki samningana.
Hið framangreinda magn er
bæði laust mjöl og mjöl i
pokum, segir EPCHAP.
Hvenær verður unnt
að byrja að nýju
veiðar f Perú til
fiskmjölsframleiðslu?
Svo virðist — við leggjum
áherzlu á orðið „virðist", segir
EPCHAP, að unnt verði að
hefja aftur veiðar í stærri stfl
svo ekki verði lengur um til-
raunaveiði að ræða. Gæti þetta
orðið í síðari hluta nóvem-
bermánaðar, en vegna sérstaks
ástands sjávarins er ómögulegt
að hafa um þetta ákveðna skoð-
un, en sjávarhiti hefur verið
2°C undir meðalhitastigi und-
anfarnar vikur og verður mjög
óhagstætt til veiða. EPCHAP
hefur, að þeirra sögn, alltaf
haft bað að markmiði að selja
einungis þá framleiðslu, sem
þegar hefur verið framleidd.
Hins vegar eins og venjulegt er
í þessari atvinnugrein hefur
EPCHAP tekið nokkra áhættu
og selt takmarkað magn fyrir-
fram, sem nú hefur reynst vera
of mikið, þar sem veiðarnar
hafa brugðist. „Við höfum
alltaf haft í huga“, segir
EPCHAP, „ að varast það sem
skeði 1972/1973“. En veiðarnar
brugðust algjörlega í apríl-
mánuði 1972 og fram á næsta
ár.
Það varð Ijóst, að þegar
EPCHAP gerði áætlun um
mjölsölu á þessu ári, að þá var
reiknað með því, að veiðin
byrjaði í septembermánuði, en
þegar veiðarnar brugðust í
september og október, þá þýddi
það seinkun á afhendingu um
tvo mánuði.
Perúmenn höfðu gert ráð fyr-
ir að veiða á síðasta árs-
fjórðungi 1975 magn sem
svaraði til 600 þús. tonna af
fiskmjöli.
Aflabresturinn i Perú leiddi
til mjög aukinnar eftirspurnar
á fiskmjöli í fyrstu og hærra
verðs, en þegar kom fram í
þessa viku, er byrjaði 2. nóv.,
kom nokkur afturkippur i fisk-
mjölsverðið. Þó hefur tekist að
selja fyrirfram nú i dag til UK
1.200 tonn af loðnumjöli á £2.08
per proteineiningu í tonni cif,
er svarar til US$ 4.30. Protein
skal greiðast upp i 70% og mjöl-
inu afskipað i febr/marz 1976.
Salan er gjörð með fyrirvara
um framleiðslu
Verðhorfur virðast nú hag-
stæðari á fiskmjöli en þær voru
fyrir Perúfréttirnar siðustu.
Verðlag er þó enn mjög óstöð-
ugt og hörð samkeppni frá soja-
baunamjöli og ýmsum kornvör-
um.
Lýsi
Lýsisverð hefur farið hægt
Framhald á bls. 26
Þessar glæsilegu íbúðir eru við Engjasel
og afhendast fullbúnar í des. 1976.
Sameign verður fullfrágengin m.a.
ræktuð lóð. Hlutdeild í bílskýli fylgir
hverri íbúð.
STÆRÐ OG FRÁGANGUR:
Stærð: 4ra og 5 herb. íbúðir
frá 105 til 137 ferm.
íbúðirnar verða fullgerðar m. innréttingum og hreinlætistækjum.
Dúkar á eldhúsgólfi og baði. Sameign verður fullfrágengin m.a.
teppalagðir stigagangar og ræktuð lóð. Sér geymsla í kjallara fylgir
hverri íbúð.
Fullbúin íbúð byggð af
’f.. ,í*‘íf * m-» ■. i .
h.jðn
-nfcrb. hn^o.
15 U—* rH 785 15
bi.ð -»
-1J -1 ^
™ -bat
'f 401Tii
f" ir] •—3
oluilúo *|2 f t , ^
i
rSíhi
h f
irr
4iftif.fl, 4 r«f J
:i^ ■-
h. i’b. iici’b. • hj . .
. 795 ’ T
2 1 * • * U' !L4 '
' s:
i j'
y*’
sömu aðilum
verður til
sýnis frá
kl. 1—6
I jl þessa
viku
Greiðslukjör, byggingaráætlun o.fl.:
Bygging íbúðanna er hafin og er áætlað að húsið verði fokhelt í
apríl n.k. Greiðslur fara fram eftir byggingarstigi og mega
dreifast á 1 Vi ár. Auk þess lána seljendur 1 millj. — 1 200 þús
til 2!/2 árs. Beðið verður eftir húsnæðismálastjórnarláni sem
verður væntanlega kr. 1.700.000.00.
Athugið:
ii"
IttfttU % & t'
r 1 .
> jf t ‘ J
4
Arkitekt: Karl Erick Rocksen
Byggjendur: Borgarsteinn s/f
Söluaðili: Eignamiðlunin, Vonarstræti 12, sími 27711
1) Aðeins 6 íbúðir eru eftir
2) Fast verð er á íbúðunum
3) Sérstök greiðslukjör m.a. lán seljenda
4) Hér er aðeins um nokkrar íbúðir að ræða
5) Teikningar og frekari uppiýsingar
á skrifstofunni