Morgunblaðið - 09.11.1975, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975
Nýjar barnabækur
Pöntunarseðill
til BJÖLLUNNAR s.f., Pósthólf 7024,
Reykjavík. Sími 3211 7.
BJÖLLUBÆKURNAR og ALFRÆÐI BARNANNA sam-
eina bestu kosti barnabóka: fræðandi og skemmtilegur
texti ásamt góðum skýringarrr.yndum i litum.
ALFRÆÐI BARNANNA:
1. Forsöguleg dýr
2 Tölur og hlutföll
3. í fjöruborðinu
4. Úr heimi skordýranna
5. Vatnið
6. Blómjurtir
BJÖLLUBÆKUR.
1 Manrtslíkaminn
/ 2. Geimferðir
3 Merkar uppfinngar
4. Næturhiminninn
5. Bíllinn
6 Ljós, speglar, linsur
Nafn .....................
Heimilisfang ..............
.................................Sími
Sendist í póstkröfu ...................
Hjálagt (kr.) .........................
BJALLAN SF • Sími 3211 7
b allan p6STHÓLF 7024 ■ REYKJAVÍK
eint. (kr 600,-eint.)
eint. (kr 600,-eint.)
eint (kr 600,-eint.)
eint. (kr 600,-eint )
eint. (kr 600,-eint.)
eint. (kr 600,-eint.)
eint. (kr 420,-eint.)
eint. (kr 420,-eint.)
eint. (kr 420,-eint )
eint. (kr. 420,-eint.)
eint. (kr 420,-eint )
eint. (kr 420,-eint)
Euaenio Montale
9 Sjötíu og nfu ára að aldri er Eugenio Montale, hið
nýja Nðbelsskáld, hliðvörður ftalskra bókmennta.
Hann hefur byggt áfram á grunni málhefðar Dantes'
og skapað sér jafnframt einstæðan stfl í ftalskri
Ijððagerð. En þar eð flest af merkustu verkum hans
komu fram á þriðja og fjðrða áratug aldarinnar kom
þetta val sænsku akademfunnar á ðvart og þótti
sumum það koma of seint og öðrum að nær hefði verið
að veita verðlaunin virkum nútfmahöfundi. Þessar
deilur urðu ekki sízt f heimalandi Montales. Montale
lifir sjálfur friðsömu, fábreyttu Iífi og býr einn í
Milanó, þar sem hann sendir öðru hvoru frá sér
bókmenntaumsagnir fyrir blaðið Corriere della Sera.
Hér fer á eftir úrdráttur úr grein um hinn nýja
Nóbelshöfund og list hans eftir Domenico Ghio, en
greinin birtist í Hufvudstadsbladet í Helsinki.
— líf í lióðum
Eugenio Montale er ekki auð-
velt skáld. Bezta og líklega
einnig auðveldasta leiðin til að
kynnast honum er að lesa „Far-
falla di Dinard" („Friðrildi
Dinards"), safn prosatexta sem
hann gaf fyrst út sem blaða-
greinar en voru síðan gefnir út
á bók árið 1956 í eins konar
sjálfsævisöguformi. 1 þessu
verki fjallar hann úr fjarlægð,
með hugarró og elskulegu háði
um mikilsverðustu atburði lífs
síns fram að þessu.
Þar birtist barnæska hans í
Genova, áhrif hins lígúrska
landslags sem áttu eftir að
dýpkast og verða leiðandi ljóð-
myndir í verkum hans, tími tón-
listanáms til óperusöngs (bary-
tons), vinir, ást til eiginkon-
unnar, bókavarðarstarfið í
Flórens og þeir erfiðleikar sem
mættu honum er hann neitaði
að láta innritast í fasistaflokk-
inn, ýmsar minningar og lýsing-
ar frá ferðalögum, ásamt ýms-
um litlum hversdagsatvikum
sem öðlast táknrænt gildi og
vakna til lífsins fyrir tilstilli
ljóðrænna töfra. Þegar við les-
um þessa bók birtist okkur
mynd af persónuleika sem and-
spænis vandamálum og svipt-
ingum lífsins tekst að halda ró
sinni og hlédrægni, án öfga-
fengins ákafa eða beizkju,
manns sem með hjálp kímni
sættir sig við málefni og at-
burði og tekst að halda sinni
sálarró.
0 Frumraunin
1925
En Montale Iifir framar öllu í
ljóðum sínum. Það er því nauð-
synlegt að leita beint til ljóða
hans til að fá hugmynd um
frumleika hans og mikilvægi.
Fyrstu Ijóð hans voru birt í
bókmenntatfmaritinu „Primo
Tempo“ árið 1922, en fyrsta
Ijóðasafnið kom út 1925. Það
hét „Ossi de Seppia“
(,,Kolkrabbabein“).
I þessu fyrsta ljóðasafni er
það fyrst og fremst ljóðmálið
sem vekur athygli, — það er
jafn ólfkt tilraunum á þessum
tíma í þá átt að brjóta ljóðin
upp og viðleitni annarra við að
snúa aftur til hinna klassísku
ljóðforma. Þetta ljóðmál er ná-
kvæmt og raunsætt og tónninn
er lágtstemmdur, næstum því
rökræðukenndur, hrynjandin
er kraftmikil og ljóðið rímað af
miklum þunga. Myndirnar eru
oft landslag bernskunnar í
Genóva, bæði hrjóstrugleiki
þess og fegurð. En í þessu
verki, eins og í öllum sönnum
ljóðum, er málið og landslags-
lýsingarnar aðeins verkfæri
skáldsins til að tjá sinn innra
heim og sína lífsskynjun. Þar
afhjúpast tilfinning Montales
fyrir „hinu illa i lífinu" og stó-
ískt andóf gegn andvaralausri
trúgirni, — manneskjan er
fangi þeirra afla sem ákvarða
lífsskilyrði hennar en merk-
ingu þeirra afla skilur hún
ekki. Hún er dæmd til ósigurs,
— skák og mát. Ekki einu sinni
ljóðlistin getur visað henni
braut út úr þessum ógöngum.
Þessi neikvæða afstaða birtist í
tákngerðum myndum umhverf-
isins og náttúrunnar.
0 Raunveruleikinn
talar eigin máli
Montale kollvarpar þarna
hinu hefðbundna hlutverki
skáldsins sem leiðarljóss mann-
kynsins. Hann býður einungis
þeim sem eru svipaðs sinnis að
staðfesta að svona er okkar
veruleiki; hann veigrar sér við
að gefa sjálfum sér eða öðrum
tálvonir eða blekkingar. Raun-
veruleiki okkar talar eigin
máli.
I öðru ljóðasafni sínu „Le
Occasioni" („Tilvikin") sem út
kom árið 1939 víkkar og dýpkar
Montale Ijóðmyndaforða sinn.
Við hinar raunsæilegu myndir
bætast nú minni málefna og
atburða. Og þannig fá tilvísanir
til steina, þurra trjágreina eða
glerbrota sem áður höfðu staðið
sem tákn eyðingarafla náttúr-
unnar, að víkja hér fyrir víð-
áttumiklu innra landslagi sem
ekki er síður erfitt yfirferðar
og viðsjárvert. Innlíf skáldsins
mótast af óendanlegum fjölda
af hinum ýmsu tilvikum lifsins,
— hlutum og fólki. Þetta er
heimur sem er viðlíka and-
stæðumikill og hrjóstrugur og
klettarnir, steinarnir og troðn-
ingarnir seni hann virti fyrir
sér i Lígúríu.
0 Þörfin fyrir tákn
Eins og fram kemur I fyrstu
ljóðabók Montales finnur hann
enga hughreystingu i ljóðlist-
inni. Hann vill ekki gefa sig
tilfinningasemi á vald og hann
lokar sig inni í sinni einstakl-
ingsbundnu reynslu, sem hann
svo tjáir á jafn tilluktan,
hermetískan hátt. Þetta er or-
sök þess hversu erfitt er að lesa
og túlka ljóð hans. En Montale
sjálfur kemur með eftirfarandi
skýringu: „Enginn ætti að
skrifa ljóð um vanda Ijóðlist-
arinnar við að gera sig skiljan-
lega. Vandinn er að gera það
skiljanlegt sem orðin sjálf ná
ekki.“ Af þessu leiðir þörfin
fyrir tákn og tilhneigingin til
að veita málefnum og atburð-
um háspekilegt gildi.
Þetta er grundvallareinkenni
sem sést aftur I ljóðabókinni
„La Bufera ed Altro“
(„Óveðrið og annað“) frá árinu
1956. Þar dýpkar Montale enn
ljóðmyndunarsafn sitt. Þar
kemur m.a. fram að Montale á
til að verða fyrir ásókn hug-
mynda um tilvist hins ójarð-
neska, en um leið hafnar öllum
trúarbrögðum og staðfestir að
verulegu leyti þá skynjun um
örlög sem dauðinn bindur loks
endi á. I öðrum köflum bókar-
innar eru tilvísanir í ákveðna
sögulega atburði, en þær eru
aðeins leiddar fram sem vitnis-
burður um „hið illa í lífinu".
Átök og læti ítalsks þjóðllfs síð-
ustu áratugi hafa hins vegar
ekki fundið mikinn hljóm-
grunn hjá Montale. Hann
herðir aðeins hina neikvæðu
lífssýn, þar sem Iífsskilyrði
manneskjunnar eru hvorki
ákveðin af ákveðnum söguleg-
um atburðum né heldur geta
menn komizt undan þeim með
hjálp einhverra trúarbragða.
£ Minningin um
eiginkonuna
Með þessum hætti skilur
Montale sig frá hinni allt of
einföldu bjartsýni tæknialdar-
innar á sama hátt og hann hafði
áður staðið utan við ofboðs-
legan orðaflaum ljóðskálda
þeirra daga. Ljóð hans veita
ekki mikið svigrúm fyrir bjart-
sýni. Þetta var ítrekað I síðustu
ljóðabók Montales „Satura"
sem út kom 1971. Tónninn í
þessum ljóðum er léttari og
ekki jafn spenntur og áður og
Ijóðmyndir eru fjölbreyttari.
Bókin er I tveimur hlutum, —
„Xenia“ sem I eru ljóð ort til
látinnar eiginkonu skáldsins,
og „Satura“, þar sem ort er um
ýmis efni. I fyrri hlutanum gæt-
ir ekki neins sársauka gagnvart
dauðanum. Montale upplifir í
þessum Ijóðum ógleymanlegar
stundir á ný, atburði sem
virðast vera léttvægir en sem
lýsa upp ákveðna hugsun eða
llfsaðstöðu.
I öðrum hluta bókarinnar
þekkjum við á ný skáldið eins
og það er vant að vera, auk þess
sem ort er um ný efni. Montale
er einnig hugsuður, — hann
hefur eigin viðhorf um mann-
leg vandamál og tjáir þau í
hugsanaleiftrum sem þvinga
okkur til að íhuga málið. I
sumum ljóðanna birtir hann
minningar, I öðrum er hann
háðskur, — sem ekki er algengt
I skáldskap hans.
% Heimurinn
skoðaður úr fjarska
Arið 1966 var Montale út-'
nefndur öldungadeildarþing-
maður ævilangt. I síðustu ljóð-
um sínum er hann enn sem fyrr
yfirvegaður og lætur ekki vit-
undina um nálægð dauðans
hræða sig eða ljótleika mann-
lífsins og vonleysi trufla hinar
flngerðu stundir ljóðagerðar
sinnar. Margir hafa sakað
Framhald á bls. 31