Morgunblaðið - 09.11.1975, Side 44

Morgunblaðið - 09.11.1975, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975 Tóbaks-strákurinn „Æ, ég vil helst ekki annað en gamla dúkinn, sem liggur á eldhúshyllunni“, sagði pilturinn. „Þú hefir nú ekki tekið það upp hjá sjálfum þér, að óska þess“, sagði skessan. „Nú verð ég að fara um borð aftur, til þess að ljúka við að sjóða matinn handa mönnunum, sem fóru í kirkju“, sagði strákur. „O, vertu ekki að því“, sagði kerling, „hann sýður sig sjálfur, meðan þú ert í burtu“, sagði hún. „Vertu heldur hjá mér, þá skaltu fá betra kaup, ég er búin að standa og bíða þarna við sundið í hundrað ár, og enginn skipti sér af mér fyrr en þú komst“. — Svo bað hún hann að koma með sér til annarar systur sinnar. Þar átti hann að biðja um gamla sverðið, sem hafði þá náttúru, að ef því var stungið í vasa, þá varð það að hníf, en aftur að stóru sverði um leið og það var tekið upp. Ef beitt var þeirri egg á sverðinu, sem svört var, féll allt dautt, sem til var höggvið, en þegar hvítu egg- inni var beitt, vaknaði allt til lífsins aftur. Svo þegar þau komu til hinnar tröllkerlingarinnar og hún fékk að vita að pilturinn hafði bjargað systur hennar, þá varð hann að fá laun fyrir það, hvað sem hann vildi. „O, ég vil ekki annað en gamla sverðið, sem liggur uppi á skemmulofti, sagði hann. „Einhver hefir sagt þér að biða um það“ kvað skessan. „Komdu enn með mér“, sagði fyrsta kerlingin, sú, sem hafði staðið við sundið, „ég hljóðaði í hundrað ár og enginn hjálpaði mér fyrr en þú gerðir það, nú verðurðu að fá meira að launum, komdu með mér til þriðju systur minnar". Þar átti hann að biðja um gömlu sálmabók- ina, og hún var þannig, að ef einhver var veikur og piltur söng sálm, sem átti við sjúkdóminn, þá varð hinn veiki aftur heilbrigður. — Jú, þau komu til þriðju systurinnar, og þegar hún heyrði, að piltur hefði hjálpað systur hennar yfir sundið, fannst henni hann ætti skilið laun fyrir það, og spurði hvað hann vildi helst fá fyrir. — „Æ, ég vil nú ekki annað en gömlu sálmabókina þína“, sagði piltur. „Einhver hefir nú sagt þér að biðja um hana“, sagði kerling. Þegar piltur kom aftur út í skipið, var skipshöfnin enn ekki komin frá kirkju. Þá reyndi piltur dúkinn og breiddi rétt úr einu horninu, hann vildi fyrst sjá, hvaða gagn væri að honum áður en hann setti hann á borðið. Jú, það kom bæði matur og drykkur á dúkshornið, svo mikið að það var áreiðanlega nóg handa skipshöfninni. Piltur fékk sér rétt bita, og gaf svo skipshundinum eins mikið og hann gat í sig látið. Þegar skipshöfnin kom frá kirkjunni, sagði skipstjórinn: „Hvaðan hefirðu fengið allan þennan mat, sem þú hefir troðið í hundinn, hann er úttroðinn eins og bjúga og liggur þarna afvelta á þilfar- inu?“ „Æ, ég gaf honum beinin", sagði piltur- inn. „Það var fallegt af þér, að muna líka eftir hundinum“, sagði skipstjórinn. Síðan breiddi piltur dúkinn sinn góða á borð og um leið kom á hann svo mikill og góður matur og drykkur, að slíkt hafði enginn þeirra séð fyrr. Þegar skipsmenn voru gengnir til hinna ýmsu starfa sinna aftur, og piltur var orðinn einn með hundinum, langaði hann til þess að reyna sverðið góða. Hann brá þá svörtu egginni gegn hundinum, og hann féll niður steindauður, en svo skipti piltur um og snerti hundinn með hvítur egginni og hann lifnaði við með sama og dillaði rófunni framan í piltinn. En bók- ina, hana gat piltur ekki reynt. vt w MORödlv KAFF/NU þig þvf, að þó þú gefir mér 100 kall, þá er kaupmátturinn ekki lengur nema 50 krúnur! Ef þú þarft að tala við mig, verð ég ágolfvellinum. — Sigurður, geturðu sagt mér, hver byggði Sfinxinn 1 Egypta- Iandi? — Ég veit það kennari, en þvf er bara alveg stolið úr mér núna. — Það er slæmt, Sigurður að eini núlifandi maðurinn sem hefur vitað það, skuli hafa gleymt því. X Fangavörður við fanga: — Það er verið að spyrja eftir þér. — Æ, ég vil ekki tala við neinn, segðu bara að ég sé ekki við. X — Hvers vegna ertu að gráta væni minn. — Við eigum að fá fs með matnum heima f dag. — Þarftu að vera að gráta út af þvf? — Já, ég rata ekki heim. Hvar er mannskapurinn? — Er það satt, að hann frændi þinn sé nfzkur? — Já, svo sannarlega. Þegar hann hlær, hlær hann alltaf á kostnað annarra. X Islendingur einn gaf eftirfar- andi lýsingu á slagsmálum, sem hann lenti f úti f Hamborg: — Ég sá þarna Þvzkara og gaf honum á hann, svo sparkaði ég f hann og gaf honum dramm f kviðinn. En þá var eins og djöfsi lifnaði við. Hann fiýði — og ég á undan. X Trúboðinn: — Aumingja maðurinn, þú hefur aldrei kynnzt trúarlffi. Mannætan: — Jú, mikil ósköp. Við fengum aðeins bragð, þegar sfðasti trúboði var hér á ferð. Svo greip hann dálftil rómantfk og hann fór að tala um hve allt hefði verið ódýrt í gamla daga. Morðíkirkjugarðinum Mariu Lang Jóhanna Kristjóns dóttir þýddi 29 og mvndaði sig til að fara. — Komdu með mér fram, Bar- hura, sagði hann kæruleysislega. — Ég þarf að bera eina hugmynd unúir þig. En Christer horfði reiður f augu Barböru Sandells og við- vörunin f augum hans fór ckki framhjá henni. — Frú Sandell hefur ekkert við vður að tala sem við hin þolum ekki að hevra Ifka. Márten Gustafsson stirðnaði upp, en rödd hans var ábcrandi blfðleg þegar hann spurði: — Hefur hún verið handtekin? — Auðvitað ekki. — Er ÉG hér með handtekinn? — Nei. En . . . — Þá skil ég ekki hvernig þér dirfist að reyna að koma f veg fyrir að við fáum að hreyfa okkur eins og frjálsar manneskjur. En nú var Barböru nóg boðið og hún reyndi að gefa Márten merki með augunum. — Góði Márten láttu nú ekki svona! Ég hef ekki neinu við að bæta sem þú veizt ekki þegar. Farðu nú bara og vertu góður. . . Hann hlýddi henni og Lotta sem hafði legið og lesið bak við stóra sófann skauzt fram og sagði um leið og hún geíspaði stórum: — Hann er alveg nákvæmlega eins og einn strákur f mfnum bekk. Honum finnst hann svo æðislega sniðugur ef hann getur strftt kennslukonunni eitthvað á hverjum cinasta degf og hann gerir aldrei eins og hún segir okkur að gera. Og við hin erum orðin svo þreytt á honum að við erum hreint að farast, en hann er nú samt ágætur strákur, þó að hann hafi náttúrlega ekki rautt hár eins og Márten og ekki svona æðislega fallegt skegg . . . Svo fór hún að flissa við til- hugsunina um hvernig bekkjar- bróðir hennar myndi Ifta út með rautt skegg. Þegar hún var komin í rúmið læddist ég inn til hennar að bjóða góða nótt. Og þá var það sem hún sagði mér nýjustu æsifrcgnina. Ég hafði sagt henni að bæði Barbara og Christer ætluðu að halda til á prestsetrinu og að Hör- dís væri að búa um þau f gesta- herbergjunum uppi á efri hæð- inni. Lotta malaði af ánægju. — Ekki man ég eftir að svona margt fólk hafi verið hér áður. Mikið þykir mér þetta allt skemmtilegt. Hún klóraðí Neferite hlýlega og sagði: •— Ég víldi óska að pabbi myndi gifta sig aftur. Það væri svo yndis- legt að eignast nýja mömmu og eiga venjulegt heimili. Hún settist upp f rúminu og augu hennr glömpuðu af ákefð. — Heyrðu Puck! Nú þegar Arne er dáinn . . . ég meina — þá á Barbara engan mann og . . . pabbi á cnga konu og þá gætu þau kannski. . .? — En hvað með Hjördisi frænku, sagði ég seinlega. — Þá yrði hún að .fara og ieita sér að nýrri vinnu. Litist þér ekki betur á að pabbi þinn giftist henni f staðinn. Lotta hristi dökka lokkana. — Nei, það er vonlaust. Því að hún er svo ástfangin af einhverj- um öðrum... Meðan ég reyndi f þögulli undrun að melta þessar nýju upplýsingar, bætti Lotta kotrosk- in við: — En.... nú getur það kannski breytzt. Þvf að sá sem hún var svo ástfanginn af — er dáinn. Það var Arne. Og fyrst nú hann er.... — Elsku Lotta mfn, hvfslaði ég — Hvað ertu eiginlega að tala um? Hvernig getur þú vitað.... — Ég hef séð þau oft ... oft og mörgum sinnum .... f kirkju- garðinum. Og hann sagði alltaf bara Já, já“ en Hjördfs sagði „ég sleppi þér aldrei fyrr en þú hefur þakið hörund mitt mcð þúsund kossum, ó, þú ert að eilffu minn leyndi elskhugi!" Finnst þér það ekki alveg dásamlegt hvað hún hefur verið mikið ástfangin af honum? Það rifjaðist upp fyrir mér f tæka tfð að öllum bar saman um að hún litla frænka mfn hefði alveg óvenjulega frjótt fmynd- unarafl, og auk þess væri hún sérdeilis vel heima f bókmennt- um af þeirri gerð sem slfkt orða- lag var sjálfsagt á nær þvf hverri síðu. Ég andvarpaði af feginleika og ég hefði sjálfsagt gleymt þessu, ef ég hefði ekki á sama andartaki veitt þvf athygii að dyrnar fram f forstofuna höfðu verið opnaðar og að Hjördfs Holm stóð f herberginu. Ég þurfti ekki nema hvarfla augum á andlit hennar til að skilja tvennt: I fyrsta lagi: Hjördfs hafði að minnsta kosti heyrt niðurlagið á sögu Lottu. f öðru lagí: það sem hún hafði hcyrt af sögunni hafði komið henni f svo auðsætt uppnám að hún virtist vera að springa af bræði. 9. KAFLI — En gaf hún þá enga skýringu á þcssu? Þetta var nú f þriðja skipti sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.