Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976 Maður drukkn aði í Ölfusá Óvíst hver það er, en 24 ára gamals manns er saknað ÞAÐ SLYS varð aðfararnótt s.l. sunnudags, að maður féll af Ölfusár- brú og niður í ána og drukknaði. Sjónarvottar voru að atburðinum, en þeir gátu ekki greint hvaða maður það var sem féll f ána. Hins vegar er saknað 24 ára gamals manns, Þórarins Gestssonar, Forsæti II, Villinga- holtshreppi. Til hans sást við brúna rétt áður en maðurinn sást falia f ána. Er talið mjög Ifklegt, að það hafi verið Þórarinn sem féll f ána, en lögreglan hefur beðið Mbl. að koma þvf á framfæri að ef einhver hefur séð til ferða Þórarins umrædda nótt eða sfðar, hafi sá hinn sami samband við sig. Þórarinn er ókvæntur Hann var við vinnu á Selfossi og dvaldist þar. Að sögn Jóns Guðmundssonar, yfirlögregluþjóns á Selfossi, var fólk á gangi vestur Ölfusárbrú um klukkan 2.30 aðfararnótt sunnu- dagsins s.l. Maður sá, sem féll í ána,' hljóp framhjá þeim og eftir brúnni. Þvi næst fór hann að klifra upp á brúarstrengina en féll svo í ána án þess að fólkið gæti greint hver þetta var. Lög- reglan var strax kölluð til og hóf hún leit að manninum. Sömuleið- is var björgunarsveitin á Selfossi kölluð til leitar. Leitin um nóttina bar engan árangur. Sfðan hefur verið leitað bæði á sunnudag og mánudag en einnig án árangurs. „Mjög miklar tafir við byggðalínuna Vetrarveðráttan hefur hamlað SlÐAN í nóvember hafa um 30 menn unnið á vegum Rarik að lögn byggðalfnunnar vfir Holta- vörðuheiði, en reiknað er með að verkinu Ijúki f febrúarlok. Hafa miklar tafir orðið á verkinu vegna veðurhörkunnar. „Þarna er verið að reisa alls 62 stálmöstur", sagði Guðmundur Sæmundsson hjá framkvæmda- deild Rarik í samtali við Mbl. í gær, „og við vonumst til að verkinu ljúki upp úr 20. feb. Það var byrjað á undirbúningi þessa verks í nóv.-byrjun og þeir 25—30 menn sem hafa unnið við þetta hafa búið í Hrútafirði í Staðar- skála og vinnubúðum Rarik. Þessi möstur eru frá 11—22 m á hæð og þar sem við höfum ekki reist slík möstur hér áður urðum við að þjálfa mannskapinn f þessi viðfangsefni. Möstrin eru flutt ósamsett á staðinn þar sem þau Hjálp til Guatemala HJALPARSTOFNUN kirkjunnar hefur borizt beiðni frá Hjálpar- stofnun alkirkjuráðsins um að- stoð vegna hörmunganna f Guate- mala. Hjálparstofnunin sendi þegar 1500 dollara og hefur nú hafið söfnun til styrktar þeim bág- stöddu. Geta þeir, sem eitthvað vilja láta af hendi rakna, greitt framlög sfn inn á giro-reikning nr. 20.000. Einnig er framlögum veitt móttaka í biskupsstofu og hjá sóknarprestum. Þá hafa Rauðakrossfélög frá 19 Framhald á bls. 35 eru skrúfuð saman, en vegna hinnar slæmu tíðar hafa orðið mjög miklar tafir á verkinu." „Hvers vegna var ráðizt i verkið á þessum tíma árs?“ Framhald á bls. 35 L.josm Mbl. Ol. K. M. Höggmyndin af séra Friórik Friðrikssyni og drengn- um við Lækjargötu klæddist hvítri skykkju I snjókom- unni í gær og mjöllin teiknaði skemmtilegar línur í þetta góðkunna listaverk. Sigla togar- arnir með aflann ef til verkfalls kemur ? „ÞAÐ HAFA nokkrir útgerðar- menn togara haft samband við okkur og spurt um söluhorfur á erlendum mörkuðum. Eg reikna með að margir togarar muni sigla með aflann ef til verkfalls kemur þrátt fyrir að útlitið með sölur erlendis sé allt annað en gott,“ sagði Jónas Haraldsson skrif- stofustjóri LlC við Morgunblaðið f gær. Sjómannaverkfallið mun aðeins ná til litlu togaranna ef það skell- ur á. Sagði Jónas að þeir kæmu flestir inn á miðvikudag og fimmtudag svo að hægt yrði að gera að aflanum áður en verkfall landverkafólks skellur á. Þeir myndu síðan halda út á ný lang- flestir á veiðar og sigla með afl- ann. Samningar skipverja á stóru togurunum eru bundnir svo þeir stöðvast ekki, en ef til verkfalls landverkafólks kemur verður ekki hægt að gera að afla þeirra og verða þeir því einnig að sigla með aflann til útlanda. Loðnuverðsákvörðun: Fyrirsjáanlegt verksmiðjanna — segja loðnukaupendur og mótmæla verðákvörðuninni VERÐLAGSRAÐ sjávarútvegsins — yfirnefnd — ákvað á laugardag lágmarksverð á loðnu til bræðslu. A tfmabilinu frá 1. til 8. febrúar 1976 skulu greiddar 3,25 krónur fyrir hvert kg, en frá 9. til 15. febrúar skulu greiddar 3,00 krónur fyrir hvert kg. Auk þessa verðs skulu kaupendur greiða 10 aura fyrir hvert kg á f loðnuflutningasjóð. Verðið var ákveðið af odda- koma loðnuveiðum og vinnslu að manni og fulltrúum seljenda gegn litlu gagni á þessari vertíð, lögðu atkvæðum kaupenda í nefndinni. I yfirnefninni áttu sæti: Ólafur Davfðsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Páll Guðmundsson og Tryggvi Helgason af hálfu selj- enda og Guðmundur Kr. Jónsson og Jón Reynir Magnússon af hálfu kaupenda. Fulltrúar kaupenda létu bóka svofellda greinargerð: „Við verðlagningu á loðnu til bræðslu 18. janúar s.l. var lagt til grundvallar gildandi sjóðakerfi sjávarútvegsins, en gert ráð fyrir gildistöku nýs kerfis frá 1. febrú- ar. Þar sem fullvfst er,. að fyrir- hugaðar breytingar á sjóðakerf- inu taka svo seint gildi, að þær fulltrúar kaupenda til að 6% af þeim útflutningsgjöldum, sem ganga til olíusjóðs og vátrygginga- sjóðs fiskiskipa yrðu felld niður, en það er sem næst jafngildi um- Gjaldeyrisstaðan batnar heldur NETTÓGJALDEYRIS- STAÐAN var í árslok neikvæð um 3.379 milljón- ir króna, en með því er átt við stöðuna, þegar frá hafa verið dregnar skuldir umfram eignir, yfirdrátt- arlán og aðrar skuld- ir- Staðan batnaði í desem- bermánuði 1975 um 1.339 milljónir króna, en til sam- anburðar má geta þess að staðan batnaði f desember 1974 um 1.356 milljónir króna. AHar tölurnar f þessari frétt eru umreikn- aðar til gengisstöðu í árs- lok 1975. A árinu 1975 versnaði gjald- eyrisstaðan um 5.714 milljór.ir króna, sem er allmiklu minna en árið áður. Þá versnaði hún um 9.424 milljónir króna. A árinu 1975 versnaði gjaldeyrisstaðan einkum fyrri hluta ársins, þannig að mikið hefur dregið úr þessari óhagstæðu þróun. Allar tölur f þessari frétt eru samræmdar til sama gengis — f árslok 1975. Guðvelkomið að skila þýfinu” — svöruðu [ijófarnir þeg- ar eigandinn hringdi Akureyri, 9. feb. EKKI hefur enn tekizt að kveða til fulls niður þann inn- brotafaraldur sem hefur hrjáð Akureyringa f vetur, þó að nokkuð hafi dregið úr honum að undanförnu. Aðfararnótt laugardags var brotizt inn f Ferðanesti við Eyjafjarðar- braut og stolið þaðan 5500 kr. f peningum. Starfsmaður eigandans hafði orðið var við grunsamlegar ferðir tveggja manna f fnnbænum og daginn eftir hringdi eigandinn til þjófanna og bað þá góðfúslega að skila peningunum. Þeir sögðu það guðvelkomið og afhentu hverja krónu aftur með beztu skilum. A sunnudagsnótt voru gerðar tilraunir til innbrota á a.m.k. fjórum stöðum f bæn- um, en sú viðleitni bar ekki árangur nema f Veganesti við Hörgárbraut þar sem stolið var um 17 þús kr. úr tveimur peningakössum. Þessi mál hefur ekki tekizt að upplýsa enn sem komið er. Sv.P. rekstrartap þeim ofviða framtekna sjóðanna af loðnuveið- unum. Tekjur oliusjóðs og vá- tryggingasjóðs af útflutnings- gjöldum loðnumjöls og -lýsis ásamt frystri loðnu alla loðnuver- tíðina má ætla að nemi um 630— 660 milljónum króna, en útgjöld sjóðanna vegna loðnuveiðanna um 310—320 milljónir króna. Tekjur þessara sjóða umfram gjöld af loðnuveiðunum og vinnslu afurðanna eru því um 320—340 milljónir króna. Slík tekju tilfærsla yfir til annarra greina sjávarútvegsins þola loðnuveiðar og vinnsla ekki við þau rekstrarskilyrði sem þessi at- vinnugrein býr við í dag. Við mótmælum harðlega verð- ákvörðun þessari og synjun stjórnvalda á beiðni um niðurfell- ingu á hluta útflutningsgjalda. Teljum við áætlun oddamanns um afurðanýtingu, 16% í mjöli og 6,7% f lýsi á fyrra verðtímabili, en 5,7% á þvf síðara, alltof háa, svo og markaðsmat, en mat hans á vinnslukostnaði alltof lágt. Af þeim sökum er fyrirsjáanlegt að rekstrartap verksmiðjanna verð- ur þeim gjörsamlega ofviða". Sendiherrar á faraldsfæti SENDIHERRASKIPTI standa nú yfir á fjórum stöðum um þessar mundir, en samkvæmt upplýsing- um Péturs Thorsteinssonar ráðu- neytisstjóra er Níels P. Sigurðs- son sendiherra kominn til Bonn frá London og hefur hann tekið við störfum þar. Árni Tryggvason sendiherra í Bonn er kominn til Óslóar þar sem hann mun taka við störfum í dag og Agnar Klemenz Jónsson sendiherra i Ósló kom í gær til Kaupmannahafnar til að taka við sendiherrastörfum þar, en um það leyti sem Agnar kom til borgarinnar var Sigurður Bjarnason sendiherra að fara þaðan heim til Islands, en hann mun taka við starfi sendiherra í London. Hins vegar var ákveðið að Sigurður kæmi heim til viðræðna og að sögn Péturs verður hann hér heima í óákveðinn tíma. Leiðrétting frá Hall- dóri E. Sigurðssyni HALLDÓR E. Sigurðsson land- búnaðarráðherra bað Morgun- blaðið fyrir leiðréttingu á um- mælum sínum á alþingi mánudag- inn 2. feb. er hann fjallaði um skattamál Klúbbsins frá árinu 1972, en Halldór kvaðst hafa sagt að ákveðið hefði verið að taka lögtak f Klúbbnum, en hið rétta væri að lögtakið ætti að taka í Alfsnesi, jörð Sigurbjörns Eiríks- sonar eiganda Klúbbsins. Kvað Halldór sig hafa mismirnt þar um og vildi leiðrétta það, enda hefði hann gert það við yfirlestur á alþingistfðindum. Eyjamenn úr Sambandi sveitarfélaga á Suðurlandi BÆJARSTJÓRN Vestmannaevja samþvkkti á fundi s.l. sunnudag með 8 samhljóða atkvæðum að Vestmannaeyjakaupstaður segði sig úr Sambandi sveitarfélaga á Suðurlandi frá og með næstu ára- mótum. 1 bæjarstjórnarfulltrúi sat hjá. I samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Sigurður Jónsson bæjarfulltrúi í Eyjum að ástæðan fyrir þessari úrsögn væri sú að sérstaða Vestmannaeyja væri svo mikil á margan hátt að stafs- grundvöllur sambands sveitar- félaganna hefði ekki komið Eyja- mönnum að gagni, hagkvæmnin af þátttökunni hefði verið of lítil miðað við kostnaðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.